Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2003, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2003, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 21 I>V Sumar reglur veriur áb brjóta Jason Statham leikur engan venjulegan sendil i myndinni The Transporter sem verður frumsýnd hér á landi á morgun. Sendillinn sem um ræðir heitir Frank Martin og er fyrrum sér- sveitamaður í hemum. Hann virðist lifa hægindalífi í suðurhluta Frakk- lands en starf hans gengur út á að koma til skila mjög viðkvæmum sendingum og starfið háð þremur reglum sem hann má aldrei brjóta. í fyrsta lagi að breyta aldrei fyrir- komulagi sendingarinnar, í annan stað eru raunveruleg nöfn aldrei í spilinu og síðast en ekki síst má hann aldrei líta í pakkana sem hann sendist með. Það kemur þó að því að reglurnar þurfi að brjóta. í einni sendingunni sér hann að „pakkinn" hans hreyfist og ákveður hann að brjóta þriðju regluna, og líta á hvað hann geymir. Hann finnur sér til mikillar furðu keflaða konu, mjög glæsilega, og upp hefst ótrúleg atburðarás. Verðlaun internet- gagnrýnenda: Turnarn- ir best Félag kvikmyndagagnrýnenda á internetinu hefur kosið Lord of the Rings: The Two Towers sem bestu mynd ársins 2002. Félagið samanstend- ur af 132 helstu kvik- myndagagn- rýnendum sem halda úti starfsemi sinni á inter- netinu. Einnig þótti leikstjóri myndarinnar, Peter Jackson, bera höfuð og herðar yf- ir aðra leikstjóra á árinu. Aðrar kvikmyndir sem voru tilnefndar í flokki bestu myndar voru Adaption, Far From Hea- ven, Bowling for Columbine og Minority Report. Far From Heaven vann alls 7 verðlaun, þeirra á meðal Juli- anne Moore I fyrir leik í aðal- ■ hlutverki. Hún leikur húsmóð- ur í mynd sem I gerist á 6. ára- tugnum og fer | allt úr skorðum | þegar hún kemstaðþvíað eiginmaður hennar á í ástarsam- bandi við karlmann. Dennis Quaid vann einnig verðlaun fyrir leik í aukahlut- verki í sömu mynd sem og að myndin vann besta handrit og bestu tónlist. Breski leikarinn Daniel Day- Lewis vann verðlaun sem voru veitt í flokki besta karlleikara í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í Gangs of New York. Annar breskur leikari, Samantha Morton, þótti best leikkvenna í aukahlut- verki en hún lék í Minority Report sem Steven Spiel- berg leik- stýrði. Meðal ann- arra verð- launa má nefna að heimildamynd Michaels Moore, Bowling For Columbine, vann í flokki heimildamynda en hún fjallar um byssugleði Banda- ríkjamanna og þá glæpi og voða- verk sem hafa verið framin með byssum þar í landi. Besta erlenda myndin þótti mexíkóska myndin Y Tu Mama Tambien og þeir leikarar sem léku í Hringa- dróttinssögu voru verðlaunaðir sem besti leikarahópurinn auk þess sem hún sópaði að sér verðlaun í tæknilegu flokkunum. Útsalan áfram til 18. janúar Fjöldi flísageröa á útsölu með allt áb 60% afslætti • inniflísar • útiflísar • baðflísar • gólfflísar • eldhúsflísar • bílskúrsflísar • veggflísar • glermosaik • listmosaik • marmaramosaik • keramikmosaik • stálmosaik • náttúrusteinn • granítflísar • marmaraflísar • flögusteinn • hleðslugler • og margt fleira i • . 1 í ‘ virka daga, kL 09:00-18:00 laugardaga, kL 10:00-15:00 ■nmn-jL - - * u -v BYG GING AVORUR Bæjarijnd 4 — Kópavogi Vídd - Njoröomesi 9 - Akureyrf - S. 466 3600 JgHp; - m Agentta ehf. - Baldursgötu 14 - Keflovik - S. 421 6545 ^ Símí 554 6800 ww'.v.vidd.ís — vidd^víddjs..

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.