Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2003, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2003, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 29 Rómeó og Júlía ! nýrri uppsetningu krakkanna f Vesturporti er sýnt á litla sviöinu í Borgarleikhúsinu í kvöld klukk- an 20. •0 pnanir MÓboðnir gestir í Gallerí Hlemmi Kl. 20 opnar Þuríöur Slgurðardóttir sýn- inguna „Óboönir gestir" I Galleri Hlemml. Þura útskrifaöist frá Listahá- skóla íslands vorið 2001 og hefur síöan þá sýnt verk sín víöa um landiö, á Borg- arfiröi eystra við opnun Kjarvalsstofu, í Súnkaríki Isafiröi og í Menningarmið- stööinni Skaftfelli Seyöisfiröi, svo dæmi séu tekin. I Reykjavík hefur Þura m.a. sýnt kjólklædd raflínumöstur í Tjarnar- sal Ráöhússins og nú síðast í Galleri i8 - undir stiganum. Þar málaöi hún sjálfs- mynd beint á vegginn, líkt og hún væri að klöngrast upp úr gólfinu. Auk þess hefur hún sýnt víða meö Opna gallerí- inu, sem stendur fyrir eins dags sýning- um í tilfallandi auðu rými í miðborg Reykjavíkur og er hún ein af stofnendum þess. Þura hefur aö mestu leyti fengist viö málverk um skeiö og náð aö teygja þann miðil og toga I ýmsar óvæntar átt- ir. Hún hefur samtvinnað Ijósmyndir og málverk, saumaö út og prjónað, fengist við ofurraunsæislegar útfæslur á ýms- um munum en á komandi sýningu í Gall- erí Hlemmi gengur hún lengra en nokkru sinni fyrr í gaumgæfilegri skoöun og túlkun á hinu agnarsmáa og viðkvæma. Þura hefur gengiö meö hugmyndina aö þessari sýningu í kollinum um nokkurn tíma en beðiö eftir rétta augnablikinu. Einmitt á myrkasta tíma ársins og eftir hátíðarnar - þegar jólaljósin slokkna og svartasti vetur nær yfirhöndinni. Þá er líklega magnaðasti árstíminn fyrir þessi verk hennar. Þau munu blasa við út um glugga Gallerís Hlemms og ef til vill koma flatt upp á vegfarendur. Þau eru nefnilega „óboðnir gestir" ! ýmsu tilliti. Sýningunni lýkur sunnudaginn 2. febrú- ar. Gallerí Hlemmur verður opinn miö- vikudaga til sunnudaga frá 14.00- 18.00. •Uppákomur ■Kubrick bíémarabon Annaö kvikmyndamaraþon íslands, Stanley Kubrick bíómaraþon, hefst kiukkan 22. Allar 16 myndir eftir Kubrick verða sýndar, þar af fjórar myndir sem aldrei hafa verð sýndar hér- lendis. Þaö eru fyrstu þrjár stuttmyndir Kubricks og hans fyrsta mynd í fullri lengd sem verða frumsýndar á hátíöinni aöeins hálfri öld eftir gerö þeirra. Allar hinar veröa svo sýndar hver á eftir annarri allt þartil slöasti myndramminn rennur úr sjóðheitri sýningarvélinni klukkan 07.00 á sunnudagsmorgni. Þetta eru 33 klukkustundir af stans- lausri veislu fyrir augaö sem verður haldin í Loftkastalanum, Seljavegi 2, Reykjavik. Öllum er heimilt að taka þátt ! bíóþoninu á meöan húsrúm leyfir. Ekk- ert þátttökugjald. Viöurkenningar eru veittar fyrir áhorfsseiglu. Popp og aörar veitingar veröa í boöi, sem og níðsterkt kaffi. Tveir skjáir veröa uppi, annar ! stóra salnum og hinn í móttöku (lobbyi), þannig aö þeir sem þurfa að hreyfa sig eöa fá sér sígarettu missa af engu. Markmiö bíóþonsins er aö safna fjár- magni ! búnaö til þess aö búa til inter- net-útsendingar ! kvikmyndasal MÍR á Vatnstlg lOa. Þess má geta aö fyrir sýn- ingu mun neöanjaröar-kvikmyndamógúll- inn Gio Shanger halda stutta kynningu á sögu Kubrlcks og fyrir hverja mynd stutta hugleiöingu. Þess má geta að Gio er aö vinna að kvikmynd sem heitir New York Rushes: A Stanley Kubrick Odyss- ey. Myndin fjallar um iíf kappans frá fæðingu á Manhattan og uppvaxtarárin í Bronx þar til aö hann fer til Hollywood aðeins 25 ára gamall. lau8ardaguir ít/1 • Krár ■Lifandi tónlist á Celtic Crosss Hljómsveitin Spilafíklar leikur á Celtic Cross viö Hverfisgötu alla helgina. ■Viðar á Nikkabar Trúbadorinn Viöar Jónsson skemmtir á Nikkabar! Breiöholti í kvöld. ■Atli á Hverfisbarnum Það verður hörkustemning á Hverfis- barnum í kvöld þegar Atii skemmtana- lögga stlgur á stokk meö geisladiskana sína og skemmtir gestum. ■Á móti sól á Gauknum Hljómsveitin Á móti sól veröur ! hörku- stuöi á Gauknum í kvöld. Húsið opnaö klukkan 23.30. ■Pops á Fiörukránni Unglingahljómsveitin Pops, sú sögu- fræga sveit, sem okkur gefst aöeins kostur á að berja augum kringum ára- mót, mun Ijúka þessari leiktlö um helg- ina. Þeir leika á lokadansleik á Fjöru- kránni í kvöld. Allir Bítla- og Stonesað- dáendur ættu að nota tækifærið núna og draga fram dansskóna því fáir ná að fanga stemmningu sjöunda áratugarins meö viölíka hætti og drengirnir í Pops. ■Di Le Chef á Sportkaffi Dj Le Chef sér um tónlistina á Sport- kaffi í kvöld og það ku vera ávlsun á góöa skemmtun. ■Atli og KGB á 22 Atli ræöur ríkjum á neöri hæð 22 í kvöld og KGB á efri hæð. Muniö stúdentaskír- teinin. ■Saga Class á Plavers Hljómsveitin Saga Class leikur fyrir dansi á Players í Kópavogi í kvöld. ■Sín á Champions Danshljómsveitin Sín skemmtir gestum Champions í kvöld. ■Óskar Einarsson á Ara í Ögri Trúbadorinn Óskar Einarsson skemmtir gestum Ara í Ögri í kvöld. ■Gullfoss eða Gevsir á Vega- mótum? Plötusnúðurinn Reynir spilar á Vega- mótum ! kvöld en hann er annar helm- ingur hins magnaöa dúós Gullfoss og Geysir. Og þá er bara aö spyrja hann hvor hann sé... ■Rav og Mette á Romance Ray Ramon og Mette Gudmundsen leika fyrir gesti Café Romance í kvöld. •Klúbbar ■Baddl rugl á Spotlight Dj Baddi rugl verður! búrinu á Spotlight I kvöld. Opiö frá 21-5.30. 20 ára aldurs- takmark og 500 kall inn eftir 1. •Sveitin ■Skugga-Baldur í Borgarnesi Plötusnúöur allra landsmanna, eöa dreifbýlisins í þaö minnsta, Skugga- Baldur, mætir ! Borgarnes í kvöld og skemmtir á Búðarkletti. •Leikhús ■Jón og Hólmfríður í Borgar- leikhúsinu Leikritiö Jón og Hólmfríður er sýnt á Nýja sviöi Borgarielkhússins ! kvöld klukkan 20. ■Hin smvriandi iémfrú i Iðné Hin smyrjandi jómfrú er sýnd ! Iðnó ! kvöld klukkan 20. ■Pýrlingagengið i Hafnarhús- inu Dýrlingagengið eftir Neil Labute er sýnt ! Hafnarhúsinu ! dag klukkan 16. • T ónleikar ■Botnleðia á Grand Rokk Þaö er boöiö upp á stórgóöa tónleika á Grand Rokk ! kvöld. Hafnfirsku drengirn- ir í Botnleðju sýna gestum hvaö þeir hafa veriö aö bralla I skúrnum undanfar- iö og þaö boöar skyldumætingu. Tón- leikarnir hefjast eftir miönætti, aldurs- takmark er 20 ár og miöaverö 500 kall. ■Vínartónleikar Sinfóniu- hlíómsveitar Norðurlands Sinfóníuhljómsveit Noröurlands fagnar nýju ári meö Vínartónleikum í Laugar- borg kl. 20.30. Það er Salonhijómsveit SN sem leikur en einsöngvari meö hljómsveitinni veröur Hanna Dóra Sturludóttir og tónlistarstjóri Siguröur Ingvi Snorrason. Tónleikarnir hefjast I anda álfa og d!sa, enda þrettándinn rétt liöinn. Jóhann Strauss yngri á drjúgan hluta efnisskrárinnar. Tónieikarnir verða endurteknir í Dalvlkurkirkju á morgun. •Opnanir ■Svning fvrir alla og ongan Myndlistarmaöurinn Arnar Herbertsson opnar málverkasýningu í Galleríi Sæv- ars Karls í dag. Sýning Arnars er nokk- urs konar hugleiöing um ævisögur Friedricks Nietche, „Handan góös og ills", þar sem Arnar leitast við aö mynd- gera texta bókarinnar meö 32 oliumynd- um, máluöum á tré. Arnar Herbertsson fæddist 1933 á Siglufirði. Hann stund- aöi nám viö Myndlistaskólann í Reykja- vík á árunum 1956 til 1967 og hefur tekiö þátt í mörgum samsýningum hér heima og erlendis og haldiö nokkrar einkasýningar. Helstu söfn og safnarar á íslandi eiga verk eftir listamanninn. Sýningin stend- ur frá 11. til 30. janúar. ■Tré og hafsvn í Hafnarborg Kl. 15 veröa 2 sýningar opnaöar í Hafn- arhorg. Bandaríska myndlistarkonan Joan Backes mun opna myndlistarsýn- inguna Tré. Þetta er í þriöja sinn sem hún sýnir! Hafnarborg en á þessari sýn- ingu beitir Joan ýmsum miölum til aö koma til skila vangaveltum sínum um tré og skóga og þaö sjónræna viöhorf sem þar kviknar. Málverk af trjáberki mynda kjarna sýningarinnar en til viö- bótar sýnir Joan litaglærur af myndun- um og endurtekur þemaö í verkum sem samsett eru af málningu, glerperlum, neti, pappír, trjáberki, glimmeri, mold og fleiru. Meö öllu þessu leitast hún við að endurvekja minnlngar okkar um tré og skóglendi og kynda þannig undir ímynd- unarafli áhorfandans. Hin sýningin sem veröur opnuö á sama tlma er sýning á verkum átta færeyskra listamanna. Þetta er sumarsýning Norðurlandahúss- ins I Þórshöfn sem I ár kallast ÍAtlantic Visionsí eöa Hafsýn. Sumarsýning Norö- urlandahússins hefur lengi veriö árviss viðburöur í Þórshöfn. Áöur voru þessar sýningar einkasýningar en sl. tvö ár hef- ur verið um um samsýningu aö ræöa. Meö þessu fyrirkomulagi vilja stjórnend- ur Noröurlandahússins sýna þá fjöl- breytni sem rikir í færeyskri myndlist í dag. Breiddin I verkum listamannanna átta sem sýna aö þessu sinni leynir sér heldur ekki, en það eru þau Hanni Bjartalið, Hansina Iversen, Anker Mortensen, Kári Svensson, Eyöun av Reyni, Sigrun G. Niclasen, Hans Pauli Oisen og Astri Luihn sem eiga verk á sýningunni í ár. Báöar þessar sýningar standa til 27. janúar. ■Krossmörk hiá Halla rakara Myndlistarmaöurinn Díana Hrafnsdóttir opnar sýningu á leirverkum milli kl. 15.00 og 17.00 í Gallerý Hár og list - Hjá Halla rakara, Strandgötu 39, Hafn- arfirði. Sýninguna nefnir Díana „Kross- mörk" og eru verkin öll unnin á þessu og á nýliðnu ári. Díana útskrifaöist voriö 2000 með BA-gráöu úr myndlistardeild Listaháskóla Islands. Þetta er þriöja einkasýning Díönu en hún hefur einnig tekiö þátt í samsýning- um. Gallerý Hár og list er opiö virka daga frá kl. 9.00 til 18.00 og laugar- daga frá kl. 10.00 til 13.00 og 14.00 til 17.00. Lokað er á sunnudögum. Sýningin stendur til 1. febrúar. ■Veiðimenn á Akurevri I Ketilhúslnu veröur opnuö sýning sem heitir á frummálinu „Fangstkultur i Vest- norden" eöa “Veiöimenning í út- noröri“.Færeyingar, Grænlendingar og íslendingar hafa öldum saman byggt af- komu sína á veiöum og mótaö hjá sér veiöimannamenningu sem enn er viö lýöi, jafnvel þótt samfélög ríkjanna þriggja séu háþróuö og tæknivædd á okkar timum. Færeyjar, Grænland og is- land eru oft nefnd Vestur-Noröurlönd og þar er aö finna heföbundnar veiöiaöferö- ir sem enn eru snar þáttur í daglegu lífi fólks. I löndunum þremur hefur einnig mótast háþróaöur fiskiönaöur sem sel- M agasm ur hágæöavöru á heimsmarkaöi og legg- ur þannig grunn aö efnahagsiífi ríkj- anna. Þetta er fremur ný þróun í langri sögu byggöar en hún byggist engu aö síöur á hæfninni til aö aölaga þá þekk- ingu og kunnáttu sem kynslóöirnar til- einkuöu sér. Um aldir bjó fólk viö erfiö lífsskilyröi en tókst að viöhalda menn- ingu og lífsháttum sem einkum tengjast hafinu og matarkistunni þar, ekki síst sjávarspendýrum og fuglum. Margt af því sem þótti sjálfsagt ! veiöimenningu svæöanna er nú komiö á söfn og á okk- ar tímum eru komin til sögunnar ný og háþróuö veiöarfæri. Sýningin var fyrst opnuð í jún! í sumar sem leiö I Noröur- landahúsinu í Færeyjum, slöan á Hjaitlandi og þaöan lá leiöin til Dublin - National Museum of Decorative Arts and History. Sýningin var síöast í Nor- ræna húsinu ! Reykjavík og veröur sem *" fyrr segir opnuö í Ketilhúsinu á Akureyri í dag kl. 14. ■Bauhaus liósmvndasvning Kl. 15 verður opnuö Ijósmyndasýning í Geröubergi. Á sýningunni frá Bauhaus eru 124 Ijósmyndir frá árunum 1921- 1981 og eru Ijósmyndararnir 41 talsins. Allt eru þaö myndir byggöar á stefnu Bauhaus en hún var aö sameina iön- hönnun, byggingarlist og myndlist, þ.e. að byggingarlist sameinaöi allar listir. Bauhaus-skólinn var stofnaöur í Weimar áriö 1919 af Walter Gropius en meöal kennara voru Wassili Kandinsky, Lyonel Feininger, Lászlo Moholy-Nagy og Paul Klee, svo nokkrir séu nefndir. Þeir voru allir framúrstefnumenn í myndlist og áriö 1925 létu þeir reisa skólabyggingu ! Dessau. I henni kristallast hugmyndir ■*' Bauhaus um byggingarlist og formmót- un þar sem félagslegir þættir, notagildi og formfegurö sameinast. Skólinn hraktist til Berlínar áriö 1932 og var á endanum lokaö af nasistum 1933. Ljós- myndirnar á sýningunni eru teknar á tímabilinu 1921-1981 af þýskum Ijós- myndurum sem aöhylltust Bauhaus- stefnuna. Sýningin er samvinnuverkefni Geröubergs og Goethe-Zentrum en unn- in og fjármögnuö af IFA (Institut fúr Aus- landsbeziehungen). Sýningin stendur til 23. febrúar 2003. ■2 sýningar í Gallprí Skugga Kl. 17 verða opnaöar tvær sýningar í Gallerí Skugga, Hverfisgötu. Ájaröhæö veröur opnuö málverkasýning Ásgelrs Jóns Ásgelrssonar sem ber yfirskriftina “neo-naive“. Hann útskrifaöist úr mál- aradeiid MHÍ 1997 og læröi auk þess í eitt ár viö Hogeschool for de kunst í Ut- recht í Hollandi og hefur síöan unniö aö myndlist og hönnun. Ásgeir hefur tekiö þátt í nokkrum samsýningum og unniö viö hönnun á tölvuleiknum Eve online. „neo-naive" er fyrsta einkasýning Ás- geirs. I kjallara gallerísins opnar Hans Alan Tómasson sýninguna “Undirmynd- ir“. Um er að ræða lágmyndir sem unn- ar eru meö blandaöri tækni s.s. M.D.F. 9 bíla spartli, ollulakki, gólfbóni og öörum tilfallandi efnum. Hans Alan útskrifaöist frá myndlistadeild Listaháskóla Islands vorið 2001 og hefur starfaö aö myndlist síöan. „Undirmyndir" er hans fyrsta einkasýning. Sýningarnar standa yfir til 26. janúar. Opnunartími gallerísins er kl. 13 - 17 alla daga nema mánudaga. Aðgangur er ókeypis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.