Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2003, Blaðsíða 8
8
FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003
ísadóra Dunc-
an öðlaðist
heimsfrægð
fyrir dans sinn
og óhefðbund-
inn lífsstíl.
M
agasm
r,
Isadóra Duncan
öðlaðist heims-
frœgð fyrir
dansstíl sinn.
Hún var óvenju-
leg kona sem
lifði óvenjulegu
lífi. Harmleikur-
inn í lífi hennar
var lát bama
hennar í hörmu-
legu slysi. Dauði
hennar sjálfrar
var dramatískur.
ísadóra Duncan fæddist í San
Francisco áriö 1877. Móðir hennar
var mjög veik á meðgöngunni og
nærðist eingöngu á ostrum og
kampavíni. Þegar ísadóra var
seinna á ævinni spurð hvenær hún
hefði byrjað að dansa svaraði hún
oft: „í móðurkviði." Strax eftir fæð-
ingu byrjaði ísadóra aö teygja úr
útlimum sínum og móðii' hennar
hrópaði: „Sjáið þið, barnið er geð-
um. Móðirin sá fyrir sér og dætrum
sínum meö píanókennslu. ísadóra
var aðeins sex ára gömul þegar
hún byrjaði aö kenna nágranna-
bömunum dans og fimmtán ára
gömul var hún orðin danskennari
ásamt systur sinni Elísabetu. ísa-
dóra dansaði berfætt og það var
siður sem hún hélt alla ævi. Hún
varð á skömmum tíma þekkt fyrir
dans sinn og stofnaði dansskóla í
Þýskalandi ásamt systur sinni.
Hún ferðaðist síðan um allan heim
og sýndi dans sinn. Hún þróaði
sinn eigin dansstíl undir áhrifum
frá forngrískri myndlist. Hún dans-
aði i fótum sem minntu á grísk
klæði og var alltaf berfætt. Sögur
spruttu upp um lækningamátt dans
hennar og komið var með sjúklinga
á sjúkrabörum til að sjá hana.
Frjólsar ástir
ísadóra var ákallega sérvitur og
henni stóð nákvæmlega á sama um
álit annarra. Hún olli uppþoti árið
1908 þegar hún gekk fyrst allra á
sandölum um götur New York. Bíl-
ar stoppuöu og vegfarendur sneru
sér við og störðu á hana. Hún hafði
róttækar skoðanir og leit á hjóna-
band sem marklausa stofnun. Hún
eignaðist tvö böm utan hjóna-
bands. Annar barnsfaðir hennar
var Gordon Craíg, frægur sviðs-
hönnuður. Hann var sonur Ellenar
Terry, frægustu sviðsleikkonu
Breta. Craig var töfrandi maöur en
andi. Þegar Craig hitti ísadóru var
ástkona hans Elena barnshafandi
að þriðja bami þeirra. Níunda bam
Craigs var dóttirin Deirdre sem
ísadóra fæddi honum en þá var
Craig farinn að þreytast á sam-
bandi þeirra. Hinn barnsfaðir ísa-
dóru var milljónamæringurinn
Paris Singer. Þau eignuðust soninn
Patrick.
Skelfilegur harmleikur
Dag einn árið 1913 fóm börn ísa-
dóm í bílferö með fóstru sinni og
bílstjóra. Börnin voru i aftursætinu
með fóstru sinni. Bílstjórinn fór úr
bílnum til að athuga vélina. Bílinn
rann af stað, fór á mikla ferð og
lenti í Signu. Örvæntingaróp fóstr-
unnar og barnanna heyrðust
greinilega þegar bílinn steyptist í
vatnið. Það tók einn og hálfan tíma
að ná bílnum úr ánni. Viöstaddir
komust við þegar bíldymar voru
opnaöar og látin börnin komu í ljós
og höfðu greinilega ríghaldið sér í
fóstru sína. Á andlitunum var
skelfingarsvipur.
ísadóra svaf ekki í þrjá daga.
Læknar vildu gefa henni róandi en
hún neitaði. Allir Parísarbúar tóku
þátt í sorg hennar. Jarðarförin fór
fram í vinnustofu ísadóra þar sem
sjö hundruð manns voru saman-
komin. Lik barnanna lágu í opnum
kistum. Andlit fóstrunnar var hul-
ið með laki. Engin snyrtiaðgerð
hefði megnaö að afmá skelfingar-
Hjn
einstaka
:■ Áy,-
veikt.“
Faðir ísadóra var bankamaöur
sem var ákærður fyrir fjársvik.
Móöir ísadóru skiidi viö hann og
sagöi dætrum sinum tveimur að
þær ættu ekki að treysta karlmönn-
hafði enga ábyrgöartilfinningu.
Hann yfirgaf eiginkonu sína vegna
annarrar konu þegar hún var
barnshafandi að fjórða barni
þeirra. Þá ástkonu yfirgaf hann
einnig þegar hún varð barnshaf-
Meö eiginmanni sínum, skðldlnu Esenin, og vinkonu á brúðkaupsdaglnn.
svipinn af andliti hennar og því var
talið ráölegast aö fela hann.
Áfallið sem ísadóra varð fyrir
vegna dauða bama sinna varð til
þess aö á einu og hálfu ári varð hár
hennar hvítt. Hún litaði það rautt
og hélt áfrani að lifa, þótt hún viö-
urkenndi aö innra með sér væri
hún brotin. Hún hafði fitnað veru-
lega og drakk mikið. Hún gekk í
víðum fótum, notaöi slæður og var
meö túrban á höfði. „Hún leit út
eins og sérkenníleg blanda af gam-
alli þvottakonu og guðsmóður,"
sagði vinur hennar.
Rússnesku árin
Árið 1920 var dans hennar ekki
lengur I takt við nýjustu strauma.
Hún ákvað að fara til Rússlands og
stofna þar dansskóla. Hún trúði því
að þar myndi hún stíga inn í Para-
dís þar sem rikti fullkomin ást,
samræmi og jafnrétti. Hún sagði að
hugmynd sín um kommúnisma
væri að allir syngju og dönsuðu
saman. Þegar hún var spurö aö því
af hverju hún heillaöist af Lenín
sem væri maður sem tryði ekki á
guð sagði hún: „Lenin er guð eins
og Kristur er guð því guð er ást og
Kristur og Lenín eru ást."
Áriö 1921 hitti hún Sergei Esen-
in, 26 ára gamalt byltingarskáld
sem var átján árum yngri en hún.
Hún sagði að hann hefði minnt sig
á látinn son sinn. Esenin talaði
enga ensku og Isadóra enga rúss-
nesku. Til að veröa sér úti um
vegabréfsáritun til Evrópu og
Bandaríkjanna giftust þau. Þau
ferðuðust um og ísadóra dansaði og
Esenin drakk. Hann var grimmur
viö ísadóra og þegar hann kom að
henni þar sem hún var að skoða
myndaalbúm með myndum af látn-
um bömum sinum reif hann það af
henni og henti því í eldinn. Hjónin
sneru aftur til Rússlands og skildu.
Hin fullkomnu endalok
ísadóra fór til Frakklands.“Ég
hef alltaf trúað þvi að ég eigi eftir
að deyja í bílslysi," sagði hún eitt
sinn. Dag einn þegar hún var stödd
í Nice ákvað hún að fara í bílferð.
Vinkona hennar bað hana að fara
ekki í ferðina af þvi hún óttaöist að
eitthvað hræðilegt kæmi fyrir. „Ég
myndi flýta mér enn meir ef ég
vissi að þetta væri síöasta ferðin",
sagði Jsadóra og setti plötuspilar-
ann í gang og dansaði og söng. Þeg-
ar hún sá bílinn koma hljóp hún út.
Vinkonan kallaði á eftir henni og
bauðst til að lána henni kápu þar
sem það væri kalt. ísadóra sagðist
bara ætla að vera með sjal sitt, sem
var sítt og mikið. Vinkonan kom á
eftir og bað bílstjórann að fara var-
lega. ísadóra kyssti vinkona sina
og sagði: „Far vel vinir minir, ég er
á leið til frægðar." Þegar ísadóra
settist í sætið féll kögur af sjalinu
út á bílhliðina og festist í vinstra
hjóli bílsins. Vinkonan kallaði til
ísadóru að passa sjalið en bOlinn
var farinn af staö og sjalið kyrkti
ísadóru. Krafturinn var svo mikill
aö ísadóra þeyttist út úr bílnum og
dróst stuttan spöl með bílnum.
„Endalok ísadóra eru fullkom-
in,“ skrifaði Jean Cocteau,“skelfing
sem færir manni ró.“ -KB
ísadóra meö bórnum sínum Deidre og Patrick árið 1912. Þau létust i
hörmulegu slysl ári síöar.
f