Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2003, Blaðsíða 24
24
FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003
M
agasm
DV
Árinu eldri
Grimur Gisla-
son á Blöndu-
ósi er 91 árs
10. janúar.
Hann var lengi
bóndi í Vatns-
dal en fluttist
síðar í höfuð-
stað Húna-
þings. Þar starfaði hann hjá
kaupfélagi sýslunnar og þrátt fyr-
ir háan aldur annast hann frétta-
öflun fyrir Útvarpið og veðurat-
huganir.
Rúrik Har-
aldsson leik-
ari er 77 ára
14. janúar.
Hann var i ára-
tugi leikari við
Þjóöleikhúsið,
eða frá árinu
1951. Þá hefur
Rúrik leikið í nokkrum kvik-
myndum og sómt sér þar vel í
hlutverki reffilegra herramanna,
eins og hann sjálfur er í allri
framgöngu.
Unnur Arn-
grimsdóttir er
» 73 ára 10. janú-
ar. Meö fyrrum
eiginmanni sin-
um, Hermanni
Ragnari Stef-
ánssyni, fékkst
hún lengi við
að kenna fótamennt. Einnig hef-
ur hún fengist við að kenna fram-
komu og fallega siði og leitt hópa
sýningarfólks.
Helgi Seljan
er 69 ára 15.
janúar. Hann
er Austflrð-
ingur og var
kennari og
skólastjóri á
Reyðarfirði.
Þingmaður
Austfirðinga varð hann 1971 og
sat á þingi í sextán ár. Siöar varð
Helgi, sem er skáld gott og söng-
maður, í nokkur ár í forystu Ör-
yrkjabandalagsins.
Jón Dalbú
Hróbjartsson,
prestur í Hall-
grímskirkju,
er 56 ára 13.
> janúar. Hann
hefur starfað í
áratugi á
Drottins akri;
verið prestur í Laugarneskirkju
og meðal íslendinga í Svíþjóð.
Hann þjónar nú á Skólavörðu-
holti og er prófastur í Reykjavík-
urprófastsdæmi vestra.
Bolli Krist-
insson, kaup-
maður i
Sautján, verð-
ur 52 ára 15.
janúar. Lengi
hefur hann
ásamt Svövu
Johansen,
konu sinni, verslað við Laugaveg
og selt fínustu fotin í bænum. Þá
hefur Bolli verið í forystusveit
kaupmanna í miöbænum og kom-
ið að ýmsum félagsstörfum öðr-
um.
Ágúst Einars-
son, prófessor
við Háskóla ís-
lands, verður
51 árs 11. jan-
úar. Hann er
hámenntaður
hagfræðingur
og deildarfor-
seti viöskiptafræðideildar HÍ.
Ágúst hefur víða komið að mál-
um í þjóðfélaginu og átti sæti á
Alþingi 1995 til 1999 - og eins ver-
ið í forystusveit jafnaöarmanna
og það í ýmsum flokkum.
Ásta Möller,
þingmaður
Sjálfstæðis-
flokks, er 46
ára 12. janúar.
Hún er hjúkr-
unarfræðing-
ur og hefur
starfaði lengi
á þeim vettvangi, bæði á sjúkra-
húsum og í félagsmálum stéttar-
innar. Þaðan lá leiðin í pólitík en
Ásta hefur setið á þingi sl. fjögur
ár.
Jóhannes Fel-
ixson bakari
er 36 ára 9.
janúar. Fyrir
utan að baka
bæjarins bestu
brauð hefur
hann á seinni
árum gert sig
æ meira gildandi við að upp-
skriftabækur. Seldust Brauðrétt-
ir Hagkaupa, sem Jóhannes tók
saman nú fyrir jól, í 25 þúsund
eintökum og var söluhæsta bókin
fyrir jólin.
Nafn: Bjarni Benediktsson.
Aldur: 32 ára.
Maki og börn: Konan min heitir Þóra Mar-
grét Baldvinsdóttir og við eigum tvö börn,
Margréti 11 ára og Benedikt 4 ára. Hann yrði
stoltur og ánægður ef ég bætti við að hann er
alveg að verða 5 ára.
Starf: Ég er lögmaður á lögmannsstofunni
Lex.
Bifreið: Ég seldi Land Roverinn minn fyr-
ir skemmstu og er að leita mér að nýju farar-
tæki.
Með hvaða liði heldur þú í íþróttum: Ég
vona að það komi engum á óvart að fyrir mér
er bara eitt lið á íslandi til að halda með, mitt
gamla félag Stjarnan. Ég held hins vegar með
Manchester United í enska boltanum. Þegar
þessi tvö lið mætast í meistaradeildinni mun
ég halda með Stjömunni.
Hver eru þín helstu áhugamál og hvað
gerir þú í frístxmdum? Áhugamálin eru
margvísleg en eins og einhver sagði þá slítur
vinnan of mikið í sundur hjá manni daginn.
Mín uppáhaldsíþrótt er knattspyma. Vil líka
nefna golf. Síðan fer ég að veiða á hverju
sumri og reyni að komast á skíði á vetuma.
Loks höfum við konan mín mjög gaman af þvi
að ferðast, vera í félagsskap vina og elda mat.
Uppáhaldsmatur: Ef ég væri svangur og
vildi fá skjótan, góðan rétt þá væri það ham-
borgari. Þeir sem þekkja mig yrðu fyrir von-
brigðum ef ég segði eitthvað annað. Ef við
erum hins vegar að tala um gæðamáltíð er
það ekki bara hráefnið heldur það hvernig
máltíðin er elduð sem gerir gæfumuninn.
Konan mín hefur snilligáfu á þessu sviði og
það sem ég fékk að borða hjá henni síðast,
„Eg leyfi mér aö efast um aö hægt sé aö vera stjórnmálamaö-
ur án þess aö hafa hugsjónir. Mér er það mjög eðlislægt að
hafa skoöun á hlutunum," segir Bjami Benediktsson Garöbæ-
ingur, lögmaður og frambjóöandi
Sjálfstæöisflokksins í Suövesturkjördæmi.
Aó grípa sóknarfæri
- segir Bjarni Benediktsson, lögmaður og frambjóðandi
það er minn uppáhaldsmatur.
Fallegasta kona sem þú hefur séð utan maka:
Guðríður Jónsdóttir, mamma.
Fallegasti staður á íslandi: Þingvallavatn og
svæðið þar allt í kring. Ég hef frá því ég var lítill
strákur veitt í vatninu og notið þess að vera þar í
sumarbústað. Það er ótrúleg fegurð við vatnið á öllum
árstímum.
Uppáhaldsstaður erlendis: Helst myndi ég nefna
svæðið allt í kringum Alpana, Suður-Þýskaland,
Sviss, Austurríki og Norður-Ítalíu. Þetta er stórkost-
legt svæði og auðvelt að láta sér líða vel þama, t.d. í
skíðabrekkunum.
Hvaða málefni reka þig helst til þess að hefja af-
skipti af stjómmálum? Ég er af kynslóð sem hefur
lifað mikinn uppgangstíma í islensku efnahags- og at-
vinnulífi. Við eigum í dag fjölbreyttara efnahagslíf en
nokkru sinni fyrr, verðbólga er lág og viðfangsefni
stjómmála dagsins í dag felast ekki síst í því að grípa
sóknarfærin. Það er spennandi að taka þátt í stjóm-
málum á slikum timum, taka þátt í því að skapa jarð-
veg fyrir fleiri tækifæri og skilyrði til að grípa þau
sem til staðar eru.
Ertu hugsjónamaður? Ég leyfi mér að efast um að
hægt sé að vera stjórnmálamaður án þess að hafa hug-
sjónir, skoðun á því hvemig hlutimir eiga að vera og
hvað má betur fara. Mér er mjög eðlislægt að hafa
skoðun á hlutunum.
Hvaða þjóðþrifamáli á íslandi er brýnast að
vinna brautagengi?: Það er forsenda fyrir því að viö
getum þétt öryggisnetið, hlúð að þeim sem minna
mega sín og unnið gegn fátækt og atvinnuleysi, að það
sé verðmætasköpun í landinu. Að heildartekjumar
séu meiri en heÚdarútgjöldin. Við eigum því gríðar-
lega mikið undir því að útflutningsfyrirtækin gangi
vel og skynsamlega sé unnið úr þeim gæðum og verð-
mætum sem landið býr yfir. Mikilvægur þáttur í
þessu er að stöðugleikinn aukist.
Hvað ætlaðir þú að gera þegar þú yrðir stór? Ég
geri það fyrir föðursystur mína að svara því sem ég
svaraði henni þegar ég var smápatti og hún spurði
mig þessarar spumingar. Hún hefur minnt mig á
svarið reglulega síðan. Ég sagðist vilja verða hrekkju-
svín.
Lífsspeki: Hver er sinnar gæfu smiður.