Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2003, Qupperneq 4
4
Fréttir
ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003
I>v
„í kjölfar
bókhaldsmisferla í
Bandaríkjunum, hafa
kauphallir um allan
heim hert reglur og
aukið aðhald á mark-
aðnum. Hluti afþví er
aðalfundurinn hjá okk-
ur í fyrra og aukið vald
til handa forstjóra. í
þessari viku erum við síð-
an enn að auka þetta eftir-
lit með því að taka upp
rafrœnt eftirlitskeifi sem
samstarfsaðilar okkar
í NOREX á Norður-
löndunum eru
með.
Þóröur
Friöjónsson,
forstjóri
Kauphallar
íslands
Viðskipti á ijármálamarkaði:
Grundvallaratriði
að varðveita
traustið
Nafn: Þóröur Friöjónsson
Aldur: 51 árs
Heimili: Reykjavík
Staða: Forstjóri Kauphallar
íslands
Efni: Hert viöurlög og aöhald á fjármálamarkaöi
Þórður Friðjónsson, forstjóri Kaup-
hallar íslands, vakti athygli fyrir helg-
ina er Kauphöllin vítti tvö fyrirtæki á
markaði og beitti þau fjársektum fyrir
að standa ekki við skyldur sínar gagn-
vart Kauphöllinni. Var ákveðið að beita
Búnaðarbanka tslands hf. févíti að fjár-
hæð 4,5 milljónir króna fyrir að hafa
brotið flöggunarreglur í tengslum við
gerð samnings um meðferð hlutabréfa í
Fjárfestingarfélaginu Straumi hf. þann
19. júní 2002. Einnig var Plastprent hf.
beitt févíti að fjárhæð kr. 1.250.000 fyrir
brot á ákvæði 13. gr. reglna Kauphallar-
innar um skráningu vegna hlutafjár-
hækkunar fyrirtækisins.
- Fyrirtækin mótmæltu þessu og
m.a. byggir Búnaðarbankinn á því að
Straumur sé fjárfestingarfélag sem
ílöggunarreglur gildi ekki um. Hvað
segir þú um þessa gagnrýni?
„Það er einfaldlega engin stoð fyrir
slíku. Þeir vísa til Evróputilskipunar
sem á við um verðbréfasjóði. Fjárfest-
ingarfélagið Straumur hefur alls ekki
starfsleyfi sem verðbréfasjóður. Þetta er
hlutafélag og skráð sem slíkt í Kauphöll-
inni.“
FévHI beitt í fjórgang
- En er þetta í fyrsta skipti sem
slíkum aðgerðum er beitt?
„Nei, slíku hefur verið beitt tvisvar
sinnum áður, en í báðum tilvikum var
um féviti að ræða að fjárhæð 500 þús-
und krónur í hvort skipti. Annars
skipta fiárhæðimar í sjáifu sér ekki öllu
máli, heldur er þetta bending til fyrir-
tækjanna um að fara að settum regl-
um.“
Alvarleg áminning
- Hvað þýðir þetta þegar févíti er
beitt, mega fyrirtæki kannski búast
við rauða spjaldinu í kjölfarið og
brottvísun af markaði?
„Þetta er alvarleg áminning um að
fylgja reglum. Það getur auðvitað komið
til brottrekstrar ef brot eru mjög alvar-
leg, heimildir eru fyrir hendi. Það er þó
að sjálfsögðu ekkert slíkt í sjónmáli
varðandi þessi fyrirtæki."
- Er verið að herða reglur Kaup-
hallarinnar?
„Þetta er hluti af ákveðinni þróun. Á
aðaifundi Kauphailarinnar fyrir tæpu
ári kom fram að herða þyrfti reglur, við-
urlög og aðhald. Þetta var síðan aftur
tekið upp í stjóm Kauphailarinnar í
júní, þegar ákveðið var að færa ákvörð-
unarvald um þessi efni frá stjóm til for-
stjóra. Fleiri ákvarðanir í þessu hafa
verið teknar og munu verða teknar og
kynntar á næstunni."
- Hvað ræður upphæðum í hverju
féviti fyrir sig?
„Það er einfaldlega okkar mat á brot-
inu sjálfu, eðli þess og alvarleika."
Reglur hertar um allan heim
- Þú talar um hertar reglur, má bú-
ast við að lengra verði gengið í þeim
málum?
„í kjölfar bókhaldsmisferla í
Bandaríkjunum hafa kauphallir um all-
an heim hert reglur og aukið aðhald á
markaðnum. Hluti af því er aðalfundur-
inn hjá okkur í fyrra og aukið vald til
handa forstjóra. í þessari viku erum við
síðan enn að auka þetta eftirlit með því
að taka upp rafrænt eftirlitskerfi sem
samstarfsaðilar okkar í NOREX á Norð-
urlöndunum em með.
Þetta er ákveðin þróun sem miðar að
því að undirbyggja og treysta kauphall-
arviðskipti. Menn gera sér grein fyrir
því að markaður af þessu tagi byggir að
verulegu leyti á trausti og trúverðug-
leika. Það er því grundvaUaratriði að
varðveita traustið"
Höröur Kristjánsson
blaðamaöur
Góð staða hér á landi
- Nú hafa skandalmál í Bandaríkj-
unum ekki sist orðið til þess að auka
vantrú fjárfesta á hlutabréfamark-
aði. Hvemig hefur þetta verið hér á
landi?
„Við komum tiltölulega vel út í sam-
anburði við aðra. Hlutabréfamarkaður-
inn hér hækkaði um 16,7% á siðasta ári
borið saman við lækkun á flestum öðr-
um mörkuðum heimsins. Við erum því
með tiltölulega hagstæðan samanburð."
- Hver er ástæðan?
„Ég held að það hafi að mörgu leyti
verið staðið ágætlega að málum hér á
landi að undanfomu. Við virðumst vera
að komast út úr þessari lægð fyrr og á
margan hátt á traustari grunn en marg-
ar aðrar þjóðir. Það er aukin bjartsýni
hér á landi samfara því að stöðugleiki
eykst og verðbólga er nú komin niður á
svipað stig og í okkar helstu viðskipta-
löndum. Allt hjálpar þetta til.“
- Er markaðurinn hérlendis að
einhverju leyti vanþróaðri en gengur
og gerist í öðrum löndum sem við
viljum miða okkur við?
„Við verðum auðvitað að líta til þess
að það er mun styttri hefð hér á landi
fyrir slíkum viðskiptum. Viðskipti í
þessa veru hefjast ekki fyrr en 1985.
Kauphallir í öðrum löndum eru hins
vegar með mjög langa sögu að baki. Hjá
okkur hefur markaðurinn þó verið að
þróast og við teljum að hann sé kominn
á það stig að vera sambærilegur því sem
er á öðrum Norðurlöndum. Við eigum
því ekki að gera minni kröfur en aðrir í
þessum efnum.“
Byggist algjörlega á trausti
- Ef menn eru að leyna ykkur upp-
lýsingum eins og virðist vera raunin
með þau tvö fyrirtæki sem þið hafið
nú vitt. Eru menn ekki í raun sjálf-
um sér verstir, leiðir slíkt ekki ein-
faldlega til vantrúar tjárfesta á fyrir-
tækjunum og hugsanlega markaðn-
um í heild?
„Það er ekkert vafamál að viðskipti á
þessum markaði byggjast algjörlega á
þvi að þar ríki traust. Þar er líka grund-
vallaratriði að allir hafi sama aðgang að
upplýsingum. Á þessu byggjast þessi
markaðsviðskipti og ég minni á að
skráð félög í Kauphöll íslands eru al-
menningshlutafélög og það hvílir rík
upplýsingaskylda á félögunum. Allir
samningar sem eru þess eðlis að hafa
áhrif á markaðsvirði verða að vera uppi
á borðinu."
í Norex-samstarfi
- KauphöU fslands er arftaki Verð-
bréfaþings fslands en þann 6. júni
2002 var stofnað Eignarhaldsfélagið
Verðbréfaþing hf. um rekstur Kaup-
hallar íslands hf. og Verðbréfaskrán-
ingu fslands hf. Eignarhaldsfélagið
er í eigu fjármálafyrirtækja sem eiga
37,7%, skráð félög eiga 24,5%, lífeyr-
issjóðir 13,4%, Seðlabankinn 11,0%,
samtök fjárfesta 9,0% og ríkissjóður
íslands á 4,4%.
KauphöU fslands er auk þess í
nánu samstarfi fjögurra kauphaUa á
Norðurlöndum í gegnum Norex.
„Við hugsum þetta samstarf þannig
að þama verði áfram fjórar kauphallir
en eitt og sama kerfi hjá þeim öUum.
KauphaUarreglur sem við vinnum eftir
eru að formi tU komnar frá Evrópusam-
bandinu. Við erum komnir mjög langt í
Norex samstarfinu í að þróa samræmt
umhverfi fyrir kauphaUarviðskipti og
sjáum fyrir okkur útvikkun
samstarfsins tU Finnlands og
Eystrasaitsríkjanna og hugsanlega fleiri
landa siðar.“
Tilefni til bjartsýni
- Þú segir viðskiptin hafa verið góð
á síðasta ári, en hvemig sérðu fyrir
þér nýbyrjað ár?
„Við erum kannski ekki mikið í því
að spá fyrir um óorðna hluti. Ég held þó
að allar markaðsforsendur gefi tUefhi tU
bjartsýni. Það er komið á meira jafn-
vægi í efnahagskerfinu og hagvöxtur er
að aukast."
- Hafa virkjimar- og álversáform
úrslitaáhrif á þessa þróun?
„Það eru skiptar skoðanir um þessi
áform en að því er varðar áhrifin á
þjóðarbúskapinn er þó enginn vafi á því
að þau munu auka umsvifin í
efnahagslífinu. Það eru því ágæt
skUyrði fyrir góðan hagvöxt á næstu
árum.“
- Hvað með sjávarútveginn, verða
áhrifin þar jafii jákvæð?
„Hækkandi gengi íslensku krónunn-
ar hefur vissulega neikvæð áhrif á sjáv-
arútveginn, þó það sé hagstætt hvað
varðar skuldir sjávarútvegsins. Þegar
aUt er talið saman eru áhrifin í grein-
inni fremur neikvæð, en ég tel þó að það
hafi ekki nem úrslitaáhrif."
Mikilvægt að opna sjávarútveg
- Nú hefur þú áður bent á þann
möguleika að Kauphöll íslands gæti
sérhæft sig á sjávarútvegssviði og
fengið erlend fyrirtæki til að skrá sig
hér vegna sérstöðu og þekkingar á
markaðinum. Kallar þetta ekki á að
opnað verði fyrir fjárfestingar út-
lendinga í íslenskum sjávarútvegi?
„Það er að minu viti mjög mikUvægt
og ég tel að það geti haft fremur jákvæð
áhrif á okkar gjaldeyrisviðskipti," segir
Þórður Friðjónsson. Hann telur einnig
vel mögulegt að sníða reglur þannig að
ekki þurfi að óttast að íslendingar glati
yfirráðunum yfir fiskimiðunum, þótt
opnað verði á fjárfestingar útlendinga í
greininni.
ÐV-MYND HARI
Skautaö á Rauðavatni
Frostið í Reykjavík beit í kinn í
morgun enda 11 stig. Þær fundu
þó ekki fyrir kuldanum á svelli
Rauðavatns stúlkurnar úr
Selásskóla.
Fasteignamatið:
Rangir tilkynn-
ingarseðlar
Á tUkynningarseðla frá Fast-
eignamati rikisins um fasteignamat
og brunabótamat 31. desember 2002,
sem nú eru að berast fasteignaeig-
endum, voru fyrir mistök áritaðar
upplýsingar frá árinu 2001 í stað
þeirra sem giltu 31. desember 2002.
Dreifing á tilkynningarseðlunum
hefur verið stöðvuð en ætla má að
meirihluti þeirra hafi þegar verið
borinn út til fasteignaeigenda.
Fram kom hjá Hauki Ingibergs-
syni, forstjóra Fasteignamats ríkis-
ins, í gærkvöld að kostnaður vegna
þessara mistaka næmi um 4,4 mUlj-
ónum króna.
Tilkynningarseðlar með réttum
upplýsingum um matsfjárhæðir
verða sendir út í vikunni 27.--31.
janúar. Vegna þessara tafa verður
frestur tU að óska breytinga á fast-
eignamati frá 31. desember fram-
lengdur tU 1. aprU 2003.
Vakin er athygli á að á heimasíðu
Fasteignamats ríkisins,
www.fmr.is, eru upplýsingar um
matsfjárhæðir fasteignamats og
brunabótamats eins og þær eru
hverju sinni. -hlh
Hveragerði:
Gróðurhúsalamp-
ar finnast
Lögreglan á Selfossi fann 90 grömm
af hassi og marihuana auk lítUs
magns af amfetamíni við leit á manni
í liðinni viku. Maðurinn var farþegi i
bifreið sem lögregla hafði afskipti af. í
kjölfarið var gerð húsleit í Hveragerði
og fannst lítilræði af fíkniefnum. Hins
vegar fundust við leitina tveir nýir og
ónotaðir gróðurhúsalampar sem
stolið hafði verið frá Garðyrkjuskóla
ríkisins fyrir skömmu. Ekki var máli
„farþegans" alveg lokið því í fram-
haldinu upplýsti lögregla innbrot í
verslunina TRS og Pennann á Sel-
fossi. Maðurinn viðurkenndi að hafa
brotist inn í verslunina og valdið þar
töluverðu eignatjóni. -aþ
Kópavogur:
Snákur
handsamaður
Lögreglan í Kópavogi handsam-
aði kornsnák á heimUi í bænum fyr-
ir skömmu. Vísbendingar um að
gæludýrahald í húsinu væri ekki
með eðlUegum hætti höfðu borist
lögreglu. Snákurinn var fluttur að
Keldum þar sem hann var aflífaður
og hræinu eytt. -aþ
Café 22:
Lýst eftir vitnum
Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir
vitnum að slysi sem varð á veitinga-
húsinu Café 22 við Laugaveg í Reykja-
vUc þann 18. janúar síðastliðinn. Slys-
ið varð um hálfsjöleytið að morgni en
þá féll maður niður stiga og slasaðist.
Lögreglan biður aUa þá sem urðu
vitni að slysinu að hafa samband
við RannsóknardeUd lögreglunnar í
Reykjavík. -aþ