Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2003, Síða 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003
Fréttir :ov
Deilur Baugsmanna og Jóns Geralds Sullenbergers:
Málaferli á málaferli ofan
íslendingabók:
Ættir 700 þúsund
íslendinga
á Netinu
- harkaleg átök fyrrum samherja sem ekki sér fyrir endann á
Höfðuöstöövar Baugs
Baugsmenn töldu aö þessi húsleit lögreglu í höfuöstöövum fyrirtækisins heföi haft mikil áhrif á samninga þeirra viö
Phiiip Green vegna samstarfs um kaup á bresku verslanakeöjunni Arcadia sem rann út í sandinn í haust.
Deilur Baugsmanna og Jóns Ger-
alds Sullenbergers, eiganda Nor-
dica Inc. á Flórída í Bandaríkjun-
um, virðast engan endi ætla að
taka. Höfðað hefur verið hvert mál-
ið af öðru í hatrammri deilu þess-
ara fyrrum viðskiptafélaga og vina.
Nýjasta málið er meinsærismál
Jóns Geralds gegn Jóhannesi Jóns-
syni, stjórnarmanni í Baugi Group
og stjómarformanni í Baugi ísland,
jafnframt því að vera stjómarfor-
maður í Fjárfestingarfélaginu
Gaumi ehf.
Samkvæmt málsóknarskjölum
var meint meinsæri framið fyrir
rétti í Dadesýslu í Flórída 13. janú-
ar. Þá kom Jóhannes fyrir réttinn
vegna kyrrsetningarmáls Gaums
ehf. gegn Jóni Gerald og fyrirhug-
aðri sölu hans á skemmtisnekkj-
unni Thee Viking. í lögsókn Jóns
Geralds kemur m.a. fram að undir
eiðsvarinni yfirheyrslu hafi Jó-
hannes greint réttinum ranglega
frá ýmsu er þessu tengdist, m.a.
stöðu sinni hjá Gaumi og Baugi hf.
Mál vegna þessara bátakaupa
tengjast reyndar kaupum á tveim
öðrum bátum sem voru forverar
Thee Viking.
Fyrirtæki á Bahama
Vegna þessara málaferla í
Bandaríkjunum hafa talsmenn
Gaums og Baugs þráfaldlega tekið
fram að Baugur ætti ekki aðild að
kaupum á bátnum Thee Viking
heldur Gaumur sem lánað hefði
tæpar 40 milljónir til kaupanna. Þá
snúist deilan um að Jón Gerald
hafi ekki staðið við skuldbindingar
varðandi uppgjör á því láni. Jón
Gerald fullyrðir aftur á móti í
meinsærisgreinargerð sinni að það
sé Bónus og Baugur sem séu aðilar
máls en ekki Gaumur. Gaumur
hafi aldrei verið aðili að málinu og
reikningar hafi verið stílaðir á
Baug og Bónus. Ekki hafi komið til
tals að Gaumur fengi hlut í Thee
Viking. Aftur á móti hafl Tryggvi
Jónsson, þáverandi forstjóri Baugs
Group, ritað Jóni Gerald Sullen-
berger bréf þar sem hlutir í Thee
Viking yrðu færðir á Miramar, fyr-
irtæki þeirra á Bahama.
Málin hrúgast upp
Öll eru þessi mál tilkomin eftir
aö upp úr samstarfi Jóns Geralds
og Baugsmanna slitnaði á síðasta
ári en Fyrirtæki Jóns Geralds, Nor-
dica Inc., sá um innkaup og merk-
ingar á bandarískum vörum sam-
kvæmt evrópskum reglum sem
keyptar voru til Baugs. í framhald-
inu kærði Jón Gerald Sullenberger
stjómarformann og forstjóra Baugs
og sakaði þá um ólögmæta auðgun,
m.a. með samþykki rangra reikn-
inga útgefnum af Nordica Inc.,
fyrirtæki Jóns Geralds. í kjölfarið
hófst dramatísk lögreglurannsókn
með innrás lögreglu í höfðustöðvar
Baugs í Reykjavík í lok ágúst í
fyrra og síðan húsleit hjá SMS í
Færeyjum sem Baugur er helm-
ingseigandi að. Var þetta á sama
tíma og Baugur var í viðræðum um
kaup á bresku verslanakeðjunni
Arcadia sem ekki gekk upp. Baugs-
menn kærðu húsleitarheimild hér-
aðsdóms, framgöngu lögreglu og
kröfðust gagna sem lögregla hafði
haldlagt.
Eitt mál leyst
Á sama tíma stóðu Baugsmenn í
hörðum deilum við Jim Schafer hjá
WallMart en hann var kunningi
Jóns Geralds Sullenbergers. Upp úr
nánu samstarfi Jims Schafers og
Bónuss slitnaði og trúnaðurinn
brast með miklum látum síðastlið-
ið sumar og var Jim þá rekinn úr
starfi framkvæmdastjóra Bonus
Dollar Stores í Bandaríkjunum.
Baugur fullyrti opinberlega að
Schafer hefði misnotað stöðu sína
til þess að kaupa innréttingar í
Bonus Dollar Stores af sínu eigin
fyrirtæki, Retail Stores Services,
sem hvorki Baugur né stjórn Bon-
us Dollar Stores heföu haft hug-
mynd um að væri til. Jim Schafer
stefndi fyrirtækjunum en þeim
málum lauk óvænt með því að
Baugur samdi við Jim Schafer um
uppgjör. Á haustdögum hætti
Tryggvi Jónsson svo sem forstjóri
Baugs er hann keypti Heklu hf. og
gerðist þar forstjóri.
Tiltölulega hljótt var um deilur
Jóns Geralds og Baugsmanna frá
því í haust eða þar til dómari í
Flórída ógilti kyrrsetningarkröfu
Gaums 13. janúar. I kjölfarið hóf
Baugur mál i Bandaríkjunum gegn
Nordica Inc. vegna ógreiddra
reikninga og upplýst var að Gaum-
ur myndi höfða mál gegn Jóni Ger-
ald. Það nýjasta er svo meinsæris-
málið sem Jón Gerald hefur nú
höfðað gegn Jóhannesi Jónssyni og
DV greindi frá á laugardag. Búist
er við fleiri málshöfðunum á báða
bóga.
Tengsl Gaums og Baugs
Til að átta sig á hvemig Gaumur
kemur inn í þessa umræðu er rétt
að líta á eigendur Baugs Group ehf.
en tíu stærstu hluthafarnir í félag-
inu þann 27. desember 2002 voru
eftirfarandi:
Gaumur Holding S.A. með hluti
upp á 491.734.758 krónur, eða
20,53% af heildarhlutafé í fyrirtæk-
inu. Fjárfestingarfélagið Gaumur
ehf. með 400.114.688 krónur í hluta-
fé, eða 16,70%. Reitan Handel AS
kemur næst með 282.540.000 krónur
í hlutafé, eða 11,79%. Kaupþing -
Safnreikningur ísland er með
236.690.550 krónur sem er 9,88%.
Kaupþing banki hf. er með
83.464.876 krónur, eða 3,48%. Fast-
eignafélagið Stoðir hf. er með
81.414.885 krónur eða 3,40%. Búnað-
arbanki íslands hf. er með
77.462.871 krónur, eða 3,23%. Líf-
eyrissjóðir Bankastræti 7 er með
57.890.931 krónur, eða 2,42%. Fjár-
festingarfélagið Straumur hf. er
með 51.404.500 krónur, eða 2,15%,
og Eignarhaldsfélagið ISP ehf. er
með 48.302.978 krónur, eða 2,02%.
Heildarhlutafjáreign í félaginu var
27. desember alls 2.395.676.412 krón-
ur. ■
í stjóm Baugs Group eru sem að-
almenn, þau Hreinn Loftsson lög-
maður, sem er stjómarformaður,
Guðfinna S. Bjamadóttir, rektor
Háskólans í Reykjavík, Tom Kristi-
ansen frá AD Reitan Handel, Jó-
hannes Jónsson, kaupmaður og
stofnandi Bónuss og Þorgeir Bald-
ursson forstjóri
prentsmiðjunnar
Odda hf.
Varamenn í
stjórn eru Hans
Kristian Hustad
og Kristín Jó-
hannesdóttir.
Forstjóri félags-
ins er Jón Ásgeir
Jóhannesson.
Hann var stjóm-
arformaður meðan Tryggvi Jóns-
son var forstjóri eða á þeim tíma er
upp úr samstarfinu við Jón Gerald
slitnaði.
Fyrirtækið sem Baugsmenn
segja nú aö hafi raunverulega átt
viðskiptin um Thee Viking er
Fjárfestingarfélagið Gaumur ehf.
sem er, eins og hér kemur fram,
annar stærsti eigandi Baugs
Group. Gaumur er aftur á móti í
eigu Jóhannesar Jónssonar og fjöl-
skyldu og er Jóhannes þar stjórn-
arformaður. Þá eru með honum í
stjórn félagsins sonur hans, Jón
Ásgeir, og dóttir hans, Kristín Jó-
hannesdóttir, er framkvæmda-
stjóri. -HKr.
Jón Gerald Jóhannes
Sullenberger. Jónsson.
Thee Víking
Snekkja sem oröiö hefur tilefni haröra deilna. Nú hefur málflutningur í
kyrrsetningarmáli Gaums í Bandaríkjunum vegna bátsins kallaö á máisókn
Jóns Geralds Sullenbergers gegn Jóhannesi Jónssyni vegna meints
meinsæris hans fyrir rétti í Flórída.
Jón Ásgeir
Jóhannesson.
Friðrik
Skúlason.
Griðarlegur
áhugi virðist
vera á ættfræði-
grunninum Is-
lendingabók sem
settur var á Netið
á laugardag. í
gær höfðu
rúmlega 20 þús-
und manns skráð
sig sem notendur
að vefnum. ís-
lendingabók er opin öllum endur-
gjaldslaust og geta notendur skoðað
upplýsingar um sjálfa sig, ættir sín-
ar og ættingja fram í þriðja lið auk
þess að rekja ættir sínar saman við
aðra sem skráðir eru í grunninn.
Ættfræðigrunnurinn er sam-
starfsverkefni Friðriks Skúlasonar
og íslenskrar erfðagreiningar.
„Þetta er eini ættfræðigrunnur-
inn í heiminum sem nær til heillar
þjóðar. í íslendingabók er að fmna
upplýsingar um ættir 700 þúsund ís-
lendinga eða meira en 95% allra
þeirra sem uppi hafa verið frá því
fyrsta manntalið var gert árið 1703,“
segir Friðrik Skúlason.
Fjöldi skráðra einstaklinga sem
fæddust á 20. öld er um 366 þúsund
manns og tengingar við báða for-
eldra í 95% tilvika. Langflestir eða
77% þeirra sem skráðir eru í grunn-
inn voru uppi á síðustu tveimur öld-
um.
Aðspurður segir Friðrik eina
ástæðu þess að íslendingabók er
opin öllum án endurgjalds þá að
með því móti fái aðstandendur
grunnsins mikilvægt villutékk.
„Við eigum von á því að fólk
sendi okkur viðbótarupplýsingar og
leiðrétti það sem missagt er. Það er
okkur afar mikilvægt," segir Frið-
rik Skúlason.
Áhugasamir geta skráð sig á
heimasíðu íslendingabókar og fá
síðan notendanafn og lykilorð sent
heim bréfleiðis. -aþ
Barði mann með
kjötexi
Kona barði fyrrum eiginmann
sinn í höfuðið með kjötexi og var
höggið svo þungt að skaft axarinnar
brotnaði. Þetta er meðal þess sem
fram kemur í dagbók lögreglunnar
eftir helgina. Atburður þessi átti sér
stað á sunnudag og mun maðurinn
hafa ætlað að sækja muni í íbúð
konunnar fyrrverandi. Hann mun [
sjálfur hafa hringt eftir aðstoð lög-
reglu. Maðurinn var fluttur á slysa-
deild en áverkar á höfði hans reynd-
ust minni háttar. Lögreglan lagði
aftur á móti hald á kjötexina. -aþ
Sparkaði í lög-
reglumann
Lögreglumenn, sem voru staddir í
Hafnarstræti aðfaranótt sunnudags-
ins, sáu skyndilega hvar tveir dyra-
verðir lágu ofan á kvenmanni fyrir
utan veitingahús. Lögreglumennirn-
ir tóku konuna inn í lögreglubíl til
þess að ræða við hana. Að sögn
dyravarða hafði hún ráðist á gest
inni á staðnum og verið vísað út í
kjölfarið. Þá hóf hún að sparka í
dyraverðina sem skýrir af hverju
þeir héldu henni niðri eins og fyrr
er lýst. Svipað var uppi á teningn-
um í lögreglubifreiðinni því konan
hóf aftur aö beita fótum, sparkaði í
einn lögreglumann og hrækti á
þann næsta. Hún var flutt með það
sama á lögreglustöð og gisti í fanga-
klefa. -aþ
11«