Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2003, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2003, Side 24
24 íslendingaþættir Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 80 ára_____________________ Jónína Ágústsdóttir, Dalbraut 18, Reykjavík. Þorgeróur Jörundsdóttir, Bakkavör 9, Seltjarnarnesi. ___________________ Erna H. Kolbeins, Huldulandi 1, Reykjavík. Gísli Kristjánsson, Hamrahlíö 5, Grundarfiröi. Guörún Guömundsdóttir, Laufási 6, Egilsstöðum. Ingibjörg Kristjánsdóttir, Grandavegi 47, Reykjavík. Sverrir Sigurösson, Karlsbraut 17, Dalvík. 70 ára_______________________ Bjargmundur Einarsson, Efra-Ási, Hofsósi. Erla Friðbjörnsdóttir, Túngötu 22, Grenivlk. Guömundur Halldórsson, Hjallastræti 12, Bolungarvík. Guörún Þ. Vilhjálmsdóttir, Laufengi 1, Reykjavík. Hólmfríður Reimarsdóttir, Lagarási 33, Egilsstöðum. 60 ára Atli Einarsson, Bessahrauni 22, Vestmannaeyjum. Sigmar Björnsson, Lækjarseli 10, Reykjavík. Sigurborg Kristinsdóttir, Sléttahrauni 20, Hafnarfirði. 50 ára Agústa Linda Agústsdóttir, Þverbrekku 4, Kópavogi. Guðmundur Ómar Jónsson, Stekkjarbergi 4, Hafnarfirði. Hjörtur Sigurösson, Núpasíðu 6e, Akureyri. Hreinn Viihjálmsson, Sogavegi 120, Reykjavík. Páll Gestsson, Hjallabraut 1, Hafnarfirði. Páli Kárason, Birkiteigi 2, Mosfellsbæ. Kona hans er Sólveig Þ. Siguröardóttir. Þau hjónin taka á móti ættingjum og vinum á heimili sínu laug- ardagskvöldið 25. janúar eftir kl. 19. 40 ára_______________________ Bragi Hlíðar Sigurösson, Holtsgötu 18, Njarðvík. Eyrún Oddný F. Óiafsdóttir, Flétturima 11, Reykjavík. Haukur Blöndal Kjartansson, Njálsgötu 80, Reykjavík. Siggeröur Á. Siguröardóttir, Vesturgötu 117, Akranesi. Sævar Már ingimundarson, Háaleitisbraut 36, Reykjavík. Þórunn Ágústa Einarsdóttir, Þverási 5a, Reykjavík. Örn Valsson, Rauðalæk 42, Reykjavík. Smáauglýsingar ov 550 5000 Andlát Margrét Möller lést að morgni 18. janú- ar á hjúkrunarheimilinu Eir. Sigurfinnur Ólafsson, Skjólbraut la, Kópavogi, lést 15.janúar. Guömunda Ásgeirsdóttir lést á dvalar- heimilinu Seljahlíð 17.janúar. Elín Þorleifsdóttir, Hátúni 7, Keflavík, verður jarösungin frá Keflavíkurkirkju í dag, 21. janúar, kl. 14. Guörún S. Karlsdóttir, Ægisíðu 56, Reykjavík, verður jarðsungin frá Nes- kirkju 22. janúar. Kristberg Magnússon, Gullsmára 7, Kópavogi, verður jarösunginn frá Digra- neskirkju 22. janúar kl. 15. Birna Guömundsdóttir, áður til heimilis á Afiagranda 23, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu 22. janúar kl. 13.30. ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 DV Sextugur Arnar Jónsson leikari Arnar Jónsson leikari, Óðins- götu 9, Reykjavik, er sextugur í dag. Starfsferill Kristmar Amar er fæddur 21. janúar 1943 á Akureyri. Hann stundaði nám í MA og Iðnskólan- um á Akureyri og lauk námi frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1964. Arnar lék í Grímu 1962-1966 og var lausráðinn leikari hjá Þjóð- leikhúsinu og Leikfélagi Reykja- víkur 1964-1965 og fastráðinn leik- ari hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1965-1968. Hann var stofnandi og leikari í Leiksmiðjunni 1968-1969 og leikari hjá Leikfélagi Akureyr- ar 1969-1973, fastráðinn þar 1973-1975. Hann var og stofnandi og leikari í Alþýðuleikhúsinu á Akureyri 1975-1978 og fastráðinn leikari hjá Þjóðleikhúsinu frá 1978. Amar hefur leikið um 150 hlut- verk í leikhúsum, þar af 60 aðal- hlutverk. Má þar nefna Fandó í Fandó og Lis hjá Grímu, Arlekínó í Tveggja þjóni og Artúr í Tangó hjá Leikfélagi Reykjavíkur, titil- hlutverkið í Galdra-Lofti í Leiksmiöjunni, Don Juan í Stein- gestinum, Makka hníf í Túskild- ingsóperunni og Henry Higgins í My Fair Lady hjá Leikfélagi Akur- eyrar. Platonov í Villihunangi, Pétur Gaut eldri í Pétri Gaut, Sig- urbjöm í TröUakirkju, Bjart í Sjálfstæðu fólki, Abel Snorko í Abel Snorko býr einn og Kreon konung í Antígónu í Þjóðleikhús- inu. Sem stendur leikur hann Helga í Veislunni og Jón TröU í Með fullri reisn í Þjóðleikhúsinu. Þá hefur Arnar einnig leikið í mörgum kvikmyndum, meðal annars burðarhlutverk í Útlagan- um, Atómstöðinni, Á hjara verald- ar, Gullsandi, Maríu og Dansin- um. Hann hefur leikstýrt allmörg- um verkum á sviði, leikið hátt á annað hundrað hlutverk í útvarpi og fjölmörg hlutverk í sjónvarpi. Amar var formaður Leikarafé- lags Þjóðleikhússins um nokkurra ára skeið, einnig varaformður Fé- lags íslenskra leikara í nokkur ár og var í stjóm golfklúbbsins Odds en áhugamál hans eru golf, hesta- mennska og útivist. Fjölskylda Amar kvæntist 8. október 1965 Þórhildi Þorleifsdóttur, f. 25.3. 1945, leikstjóra. Foreldrar hennar voru Þorleifur Guðmundsson, kaupsýslumaður í Reykjavík, og kona hans, Guðrún Bergsdóttir, húsmóðir. Þau eru bæði látin. Börn Amars og Þórhildar eru Guðrún Helga, f. 15.7. 1964, eigin- maður hennar er Geir Sveinsson, þjálfari og háskólanemi, og barn þeirra er Arnar Sveinn; Sólveig, f. 26.1. 1973, leikkona í Berlín, en hennar maður er Jósef Halldórs- son, nemi í arkitektúr, og synir þeirra em Halldór Dagur og Arn- ar; Þorleifur Örn, f. 15.7.1978, leik- listamemi í Reykjavík, maki er hin finnska Meri Louekari; Odd- ný, f. 1.5 1980, nemi, Reykjavík, og Jón Magnús, f. 10.8. 1982, nemi, Reykjavík, og hann á soninn Vikt- or Huga. Systir Amars er Helga Elín- borg, f. 28.12. 1945, leikkona í Reykjavík, gift Örnólfl Árnasyni rithöfundi. Fóstursystir Amars er Arnþrúður Jónsdóttir, f. 6.12.1955, búsett í Reykjavík. Foreldrar Amars: Jón Kristins- son, fyrrv. forstjóri elliheimilanna á Akureyri, Hlíðar og Skjaldarvík- ur, og kona hans, Amþrúður Ingi- marsdóttir. Ætt Föðursystir Amars er Stefanía, móðir Jóns Viðars Jónmundsson- ar nautgriparæktaráðunautar. Faðir Jóns var Kristinn, b. á Kambfelli í Eyjafirði, Stefánsson. Móðir Kristins var Jóhanna Magnúsdóttir, vinnumanns í Heiðarhúsum á Flateyjardal, Jón- atanssonar. Móðir Magnúsar var Aðalbjörg Jónsdóttir. Móðir Aðal- bjargar var Rannveig Magnúsdótt- ir, prófasts á Hrafnagili, Erlends- sonar, fóður Guðlaugar, móður Péturs Guðjónssonar söngkenn- ara, ættföður Gudjohnsen-ættar- innar. Móðir Jóhönnu var Kristín Jónsdóttir, b. á Heiðarhúsum, Jónssonar og konu hans, Guð- finnu Arngrímsdóttur. Móðir Guðfinnu var Hugrún Björnsdótt- ir, lögréttumanns á Stóru-Laug- um, Amgrímssonar, af ætt Hrólf- unga, bróður Páls, langafa Ólafar, langömmu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Páll var einnig langafi ísaks, langafa rithöfund- anna Stefáns Jónssonar og Thors Vilhjálmssonar. Móðir Jóns var Elínborg Jónsdóttir, skipstjóra á Kálfsá í Ólafsfirði, Magnússonar og konu hans, Lísibetar Friðriks- dóttur. Móðurbróðir Amars er Ingi- mar, prestur á Þórshöfn, faðir Ingimars, fréttamanns í Brussel. Arnþrúður var dóttir Ingimars, útgerðarmanns á Þórshöfn, Bald- vinssonar, b. á Fagranesi á Langa- nesi, Metúsalemssonar, b. í Hamragerði, Sigurðssonar, um- boðsmanns á Eyjólfsstöðum á Völlum, Guðmundssonar, bróður Páls, langafa Móeiðar, ömmu Helga Skúlasonar leikara. Móðir Ingimars var Hólmfríður, systir Ingunnar, ömmu Gylfa Þ. Gísla- sonar og Gunnlaugs Schevings listmálara. Hólmfríður var dóttir Stefáns, umboðsmanns á Snartar- stöðum, Jónssonar, prests á Helgastöðum, Stefánssonar. Móðir Jóns var Þuríður Jónsdóttir, syst- ir Þorgríms, langafa Gríms Thom- sens. Móðir Baldvins var Guðrún Skúladóttir, systir Sveins, langafa Kristjönu, móður Brynjólfs Bjarnasonar, forstjóra Granda. Móðir Amþrúðar. var Oddný Árnadóttir, pósts á Vopnafirði, Sigbjamarsonar, prests á Kálfa- fellsstað, Sigfússonar. Móðir Sig- bjamar var Ingveldur Jónsdóttir, prests í Þingmúla, Hallgrímsson- ar, bróður Þorsteins, afa Jónasar Hallgrímssonar skálds. Móðir Ing- veldar var Ingibjörg Þórðardóttir af Arnheiðarstaðaættinni. Móðir Áma var Oddný Pálsdóttir Thorarensen, prófasts í Sandfelli, Magnússon, klausturhaldara á Munkaþverá, Þórarinssonar, sýslumanns á Grund, Jónssonar, ættföður Thorarensenættarinnar. Móðir Oddnýjar Pálsdóttur var Anna Benediktsdóttir, systir Sveins, afa Einars Benediktssonar skálds. Móðir Oddnýjar Árnadótt- ur var Þórdís, systir Stefáns, afa Stefáns Benediktssonar, fyrrv. þjóðgarðsvarðar í Skaftafelli. Þór- dís var einnig systir Gúðnýjar, ömmu Einars Braga rithöfuhdar. Þórdís var dóttir Benedikts, b. á Brunnum í Suðursveit, bróður Guðnýjar, ömmu Þórbergs Þórð- arsonar. Benedikt var einnig bróðir Sigurðar, afa Gunnars Benediktssonar rithöfunda'r. Móð- ir Þórdísar var Ragnliildur Þbr- steinsdóttir. Móðir Raghhildar var Guðný Einarsdóttir. Móðir Guðnýjar var Ragnhildur Sigurð- ardóttir. Móðir Ragnhildar Sig- urðardóttur var Sigríður Jóns- dóttir „eldprests" Steingrímsson- ar. ' Aukasýning er á Veislunni í kvöld í tilefni dagsins. Sextugur Erlendur M. Guðmundsson vélvirkjameistari Erlendur M. Guðmundsson vél- virkjameistari, Leirdal 8, Vogum, Vatnsleysuströnd, er sextugur í dag. Starfsferill Erlendur er fæddur að Brekku í Vogum 21. janúar 1943, ólst upp í Vogunum og hefur búið þar alla tið. Hann var við nám í Brunnastaða- skóla 1950 til 1957, héraðsskólann að Laugarvatni 1957-58 og Iðnskóla Keflavíkur 1958 til 1964. Hann hefur alltaf búið i Vogunum. Fjölskylda Erlendur kvæntist 14.7.1963 Svein- dísi E. Pétursdóttur gangaverði, f. 7.12. 1943. Foreldrar hennar voru Pétur Sveinsson og Guðlaug S. Sveinsdóttir. Þau bjuggu í Hafnar- firði og Reykjavík en eru bæöi látin. Böm Erlendar og Sveindísar eru Björgvin Pétur, f. 13.4. 1964, búsettur á Eskifirði, en kona hans er Elísabet Lára Eiríksdóttir, f. 16.10. 1964, og böm þeirra eru Odd- ný Erla, Vilborg Konný, Sveindís Björg og Ómar Unnþór; Lovísa Ósk, f. 14.9. 1965, búsett í Reykjanesbæ, en hennar maður er Hallvarður Þ. Jónsson, f. 12.4. 1962, og dætur þær Erlendsína Ýr og Ríkey Rán; Vil- hjálmur Agnar, f. 15.4. 1967, búsett- ur i Vogum, en sambýliskona hans er Svava Sigmundsdóttir, f. 15.2. 1973, og böm Þengill Þór og Gabriel Gísli; Sigurður Þór, f. 4.3. 1974, búsettur í Jacksonville, Flórída og kona hans er Mary Erlendsson og bar Þór Michael, f. 21.8. 1997. Systk- ini Erlends voru ellefu talsins en ein systir er látin. Aldursröðin er þessi: Magnea Guðríður Guðmunds- dóttir, f. 31.8. 1941, d. 5.7. 1986, hún var búsett í Ströby, Danmörku; Haukur Mattias Guðmundsson, f. 7.6. 1944, búsettur í Innri-Njarðvík; Hreiðar Sólberg Guðmundsson, f. 15.6.1945, búsettur í Kópavogi; Sess- elja Guðlaug Guðmundsdóttir, f. 30.11. 1947, búsett í Mosfellsbæ; Jón Grétar Guðmundsson, f. 8.7. 1949, búsettur í Vogum; Helgi Ragnar Guðmundsson, f. 18.8.1950, búsettur í Vogum; Svandís Guðmundsdóttir, f. 28.5.1952, búsett í Svíþjóð; Halla Jóna Guðmundsdóttir, f. 4.8. 1953, búsett í Vogum; Guðlaugur Rúnar Guðmundsson, f. 15.1.1955, búsettur í Danmörku; Björgvin Hreinn Guð- mundsson, f. 23.1. 1957, búsettur í Vogum; Viktor Guðmundsson, f. 1.5. 1960, búsettur í Vogum. Foreldrar Erlends: Guðmundur Björgvin Jónsson, verkstjóri, vél- virki og pípulagningarmaður, f. 1.10. 1913, látinn, og Guðrún Lovisa Magnúsdóttir, f. 18.12. 1922, hús- freyja í Vogum. Ætt Faðir Guðmundar Björgvins var Jón, útvegsbóndi að Brunnastöðum, Vatnsleysustrandarhreppi, Einars- son, Jónssonar bónda og k.h., Sig- ríðar ísleifsdóttur. Móðir Guðmundar var Margrét Pétursdóttir, Jónssonar, útvegs- bónda í Nýjabæ, síðar Brekku und- ir Vogastapa, og k.h., Guðlaugar Andrésdóttur, ljósmóður og hús- freyju. Foreldrar Guðrúnar Lovísu voru Magnús Jónsson, bóndi að Halldórs- stöðum, Vatnsleysustrandarhreppi, og k.h., Erlendsína Helgadóttir hús- freyja. Erlendur og Sveindís verða með opið hús í húsakynnum Hitaveitu Suðumesja hf., að Brekkustíg 36, Ytri-Njarðvík (Reykjanesbæ), laug- ardaginn 25. janúar milli klukkan 19 og 23. Gengið inn frá Bakkastíg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.