Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2003, Page 30
30
ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003
Xavier á förum?
Portúgalinn Abel Xavier er væntan-
lega á förum frá Liverpool. Tyrkneska
félagiö Galatasaray er á höttunum eftir
honum þessa dagana og vilja þeir fá
hann lánaðan út leiktiðina með mögu-
leika á kaupum næsta sumar. Xavier
hefur verið mikið frá vegna meiðsla í
vetur en hann stóð sig vel með Liver-
pool í fyrra eftir að hann kom frá Ev-
erton. Ef Xavier fer til Tyrklands verð-
ur hann þriðji leikmaðurinn sem fer frá
Liverpool á einni viku en Vignal og
Diomede voru lánaðir fyrir skömmu.
-HBG
Framherjinn Michael Ricketís hjá
Bolton hefur farið fram á að verða
settur á sölulista hjá félaginu. For-
ráðamenn Bolton sögðust vera
svekktir yfir þessari beiðni Ricketts
þar sem þeir hefðu ávalit staðið með
honum en þar sem vilji hans til að
fara væri einlægur myndu þeir ekki
standa í vegi fyrir því að hann kæm-
ist annað. Bolton hafnaði fyrr í þess-
um mánuði tilboði frá Tottenham i
Ricketts en ef álíka boð kæmi núna
frá Spurs þá yrði því líklega tekið.
Ricketts kom til Bolton frá Walsall
árið 2000 og átti stóran þátt í því aö
þeir komust upp í úrvalsdeildina
fyrsta ár hans með liðinu.
Enska knattspyrnusambandió ætl-
ar að skoða atvik sem átti sér stað í
leik Arsenal og West Ham um helg-
ina. Þá slæmdi Dennis Bergkamp,
leikmaður Arsenal, hendinni framan
í Lee Bowyer, leikmann West Ham,
p áður en hann gaf sendingu fyrir
** markið sem Thierry Henry skilaði í
netið og kom Arsenal í 2-1 í leiknum.
Þetta er i annað sinn sem Bergkamp
lendir í umdeildu atviki á þessari
leiktíð en fyrr í vetur var hann
sektaður um tæpar 700 þúsund krón-
ur fyrir aö traðka á Nils-Eric Johans-
son, leikmanni Blackbum. Bergkamp
hefur játað að snerting hafi átt sér
staö en segir aö það hafi veriö óvart.
Kólumbiski framherjinn Juan
Pablo Angel hefur beðið um aö fá að
yfirgefa herbúðir Aston VUla. Angel
hefur lítið fengið að spUa síðan Gra-
ham Taylor tók við liöinu og hann
♦ segir að það sé allra hagur að hann
leiti á ný mið. Angel er dýrasti leik-
maður VUla en hann kostaöi rúman
milijarð er hann var keyptur í janúar
2001. Á þeim tíma hefur hann aðeins
skorað 20 mörk fyrir enska úrvals-
deUdarliðið og engan veginn staðið
undir væntingum. Hann hefur þegar
verið orðaður við ítölsku félögin
Lazio og AC MUan.
Argentinski knattspyrnumaöurinn
Gabriel Batistuta var í gær lánaður
tU Inter frá Roma tU loka leiktíðar-
innar. Hann hefur fá tækifæri fengið
með Roma í vetur og þegar Heman
Crespo, leikmaöur Inter, meiddist
fyrir nokkru siöan vantaði Inter
mann tU að leysa hann af og hafði í
kjölfarið samband við Roma og ósk-
aði eftir því aö fá Batistuta að láni.
Þar sem Roma viröist ekki hafa mUc-
•%A U not fyrir Batistuta þessa dagana
var það ekkert tUtökumál. Inter
greiðir hálf laun Batistuta fyrir vikið
en hann verður síðan laus allra mála
í byrjun júní þegar samningur hans
við Roma rennur út.
Skíöakonan Dagný Linda Krist-
jánsdóttir er á mikiUi siglingu í
skíðaheiminum þessa dagana en á
nýjum lista sem Alþjóða skiðasam-
bandið var að gefa út er Dagný Linda
komin í 76. sæti í risasvigi en hún
var í 187. sæti á síðasta lista. Þetta er
sannkaUað risastökk hjá Dagnýju
Lindu og undirstrikar þær framfarir
sem hún hefur verið að sýna undan-
farið. Ljóst er að hún kemur til með
að stökkva enn hærra á næstu mán-
uðum með álika frammistöðu og hún
hefur verið að sýna á þeim síðustu.
Cleveland Cavaliers hefur rekið
þjálfarann John Lucas úr starfi i kjöl-
far hörmulegs gengis það sem af er
vetri. Cavs eru með versta árangur
aUra liða í deUdinni en þeir hafa unn-
ið 8 leiki en tapað 34 og hafa sýnt lít-
U batamerki. Því fannst forráöa-
mönnum liðsins vænlegast að skipta
um mann í brúnni. Keith Smart, að-
stoðarþjálfari Lucas, var ráöinn I
staðinn en þetta er í fyrsta skipti sem
hann er aðalþjálfari liðs í NBA-deUd-
inni.
Suóur-afríski golfarinn Emie Els
hefur byrjað nýja leiktíð með miklum
látum og um helgina vann hann sitt
. m þriðja mót í röð er hann sigraði á
opna Hawaii-mótinu. Sá sigur kom
ekki áreynslulaust þvi bráðabana
þurfti tU að fá sigurvegara. Þar spU-
aði Els gegn Aaron Baddeley og
tryggði hann sér sigurinn með glæsi-
legu pútti á annarri holu í umspUinu.
Els hefur þar með sigrað á fyrstu
tveim mótum PGA-mótaraöarinnar
og það hefur ekki gerst síðan 1989 er
Steve Jones afrekaöi þaö.
«-*. -HBG
Jóhannes Karl skrifaði í gær undir lánssamning við Aston Villa:
„Ég elska að tækla“
- segir Jóhannes Karl í viðtali á heimasíðu félagsins
Jóhannes Karl Guðjónsson gekk í
gær frá lánssamningi við Aston
Villa út þessa leiktíð en hann hefur
nú þegar sett stefnuna á að fá áfram-
haldandi samning við félagið næsta
sumar. Áhugi hans á að vera áfram
í herbúðum Real Betis er ekki mikill
enda hafa tækifæri hans þar verið af
skomum skammti undanfarið.
„Það er frábært að búið skuli vera
að ganga frá þessu máli. Þetta gekk
hratt fyrir sig og nú get ég ekki beð-
ið eftir að fá að sanna mig meö félag-
inu,“ segir Jóhannes
í viðtali á heimasíðu
Aston Villa. Hann
segir enn fremur i
viðtalinu að hann
ætli að gefa allt sem
hann á fyrir félagið
til þess að sannfæra
Graham Taylor um að hann sé þess
verður að vera keyptur til félagsins.
„Allt sem ég hef séð hjá félaginu
er frábært. Framkvæmdastjórinn,
aðstæðumar og allt sem viðkemur
þessu félagi. Ég get ekki neitað því
að ég vildi gjaman fá fastan samning
hjá félaginu og nú verð ég bara að
sanna að ég sé nógu góður til þess,“
segir Jóhannes og bendir í leiðinni á
ákveðna eiginleika sem hann hefur
sem leikmaður.
„Ég elska að tækla og get ekki beð-
ið eftir að taka á andstæðingunum í
úrvalsdeildinni. Mér finnst best að
spila á miðjunni og ég tel mig vera
ákveðinn leikmann. Ég er góður
tæklari og fmnst gott að vinna bolt-
ann. Ég er einnig góður að koma
mér í skotfæri og get vel skorað
mörk,“ sagði Jóhannes að lokum.
Hann gæti fengið sitt fyrsta tæki-
færi með liðinu á miðvikudaginn er
varalið félagsins leikur gegn varaliði
Sheff. Wed. og ef hann stendur sig
vel þar gæti hann fengið tækifæri
með aðalliðinu næstu helgi.
-HBG
Undanúrslit í ameríska fótboltanum:
Oakland og Tampa Bay
mætast í Superbowl
- besta vörnin mætir bestu sókninni í úrslitum
Það verða Oakland Raiders og
Tampa Bay Buccaneers sem mætast
í úrslitaleik NFL-deildarinnar,
Superbowl, næstkomandi sunnu-
dag. Það varð ljóst um helgina er
leiknir voru úrslitaleikir Ameríku-
og Þjóðardeildar.
Tampa Bay lagði Philadelphia
Eagles á Veteran Stadium í Phila-
delphia, 27-10.
Leikurinn var i jámum lengst af
en vendipunkturinn í leiknum kom
þegar útherjinn Joe Jurivicius
greip sendingu frá Brad Johnson og
skilaði henni 70 metra sem skilaði
Bucs síðan snertimarki. Úrslitin
komu talsvert á óvart enda Eagles
erfiðir heim að sækja og höfðu lagt
Bucs að velli undanfarin 2 ár í úr-
slitakeppninni.
„Við trúum á okkur sjálfa, vömin
hefur verið ótrúleg og sóknin hefur
bætt sig jafnt og þétt í allan vetur,“
sagði Jon Gruden, þjálfari Bucs, en
hann er aðeins á sínu fyrsta ári með
liðið og er búinn að koma þeim í
Superbowl í fyrsta skipti í sögu fé-
lagsins.
í úrslitaleik Ameríkudeildarinn-
ar tóku Oakland Raiders á móti
Tennessee Titans. Gestimir stóðu í
Raiders framan af leik en Raiders
tóku öll völd í síðari hálfleik og völt-
uðu yfir Titans og unnu að lokum
ömgglega, 41-24.
Leikmaöur ársins, Rich Gannon,
leikstjómandi Raiders, fór á kostum
enn eina ferðina og kastaði 286
metra í leiknum enda hefur hann
enga aukvisa í sínu liði eins og hinn
fertuga Jerry Rice sem er aö spila
eins og hann væri tvítugur.
„Ég er svo þreyttur. Þessi fertugi
skrokkur ræður vart við þessi læti.
Mér liður eins og þegar ég fór í
minn fyrsta Superbowl með 49ers.
Ég er eins og lítili strákur á ný,“
sagði Rice í leikslok en þess má geta
að Raiders era að fara í Superbowl
í fyrsta skipti síðan 1984.
Tampa hefur á að skipa besta
vamarliði deildarinnar en Oakland
hefur á að skipa einu besta sóknar-
liði deildarinnar fyrr og síðar og
verður áhugavert að fylgjast með
rimmu þeirra um næstu helgi en
leikurinn fer fram næstkomandi
sunnudag og verður hann leikinn í
San Diego.
-HBG
Joe Jurivicius reyndist Tampa
drjúgur gegn Eagles. Reuter
íslandmótið í íshokkí kvenna á laugardag:
Jafntefli í æsispenn-
andi viðureign
- þegar Björninn og SA mættust í Laugardalnum
Íshokkí karla:
Stórsig-
ur SA
í laugardag mættust í skauta-
höllinni í Laugardalnum meist-
araflokkar Bjarnarins og Skauta-
félags Akureyrar í karlaflokki.
Fyrir fram var búist við spenn-
andi leik en mjög fljótt varð ljóst
að þær spár væru úr lausu lofti
gripnar og stórsigur SA var stað-
reynd, 3-11.
SA tók fljótt öll völd á vellin-
um og lét þau ekki frá sér allan
leikinn. I 2. lotu var um tima
jafnræöi með liðunum en ann-
ars lauk lotunum, 1-4,1-1 og 1-6.
Lokastaöan varð 3-11. Mikill
hamagangur varð um miðbik 3.
lotu og voru þrír Bjarnarmenn í
kjölfarið reknir í sturtu fyrir
slagsmál.
Með þessu sigri tryggði SA
sæti sitt í úrslitakeppninni og
hefur nú 12 stig á toppi deildar-
innar. SR er meö 10 stig og
Bjamarmenn 6.
Mörk / stoðsendingar:
Björninn: Sergei Zak 1/2,
Daði Öm Heimisson 1/0, Brynj-
ar Þórðarson 1/0, Jónas Breki
Magnússon.
SA: Izaak Hudson 1/5, Kenny
Corp 3/2, Sveinn Bjömsson 1/2,
Rúnar Rúnarsson 2/0, Jón Gísla-
son 1/1, Stefán Hrafnsson 1/1,
Sigurður Sigurðsson 0/2, Birkir
Ámason 1/0, Gunnar Jónsson
1/0, Jón Ingi Hallgrímsson 0/1,
Björn Már Jakobsson 0/1
Brottvísanir:
Bjöminn: 116 min. - þar af 4
sturtudómar
SA: 48 min.
Aðaldómari: Ágúst Ásgríms-
son.
Hewitt úr leik
Um helgina mættust kvennalið
Bjamarins og SA í æsispennandi
viðureign i Skautahöllinni í Laugar-
dalnum. Lokatölur urðu 4-4.
Rakel Gunnarsdóttir kom Bjam-
arstúlkum yfir eftir sendingu frá
Sigrúnu Agötu strax á 4. mínútu og
reyndist þetta eina mark lotunnar
þrátt fyrir góð marktækifæri á báða
bóga. 1 2. lotu var áfram allt í jám-
um en SA-stúlkum tókst svo að
jafna á 14. mínútu lotunnar en þar
var að verki Sólveig Smáradóttir.
Rúmri mínútu síðar náði Flosrún
Vaka aftur forystunni fyrir heima-
menn meö fallegu marki en SA jafn-
aði leikinn fljótt aftur með marki
frá Huldu Sigurðardóttur, eftir
sendingu frá Sólveigu.
Staðan var því 2-2 þegar leik-
menn stigu inn á ísinn fyrir 3. og
síðustu lotu og gríðarleg spenna i
loftinu. Fyrsta mark lotunnar kom
ekki fyrr en á 11. mínútu þegar Jó-
hanna Sigurbjörg Ólafsdóttir skor-
aði fyrir SA eftir góðan einleik og
kom SA yfir í fyrsta skiptið í leikn-
um. Jónína Guðbjartsdóttir jók svo
muninn skömmu síðar, en vegna
mistaka á leikskýrslu var markið
dæmt af, en Jónína var ekki skráð
með rétt númer.
Bjarnarstúlkur neituöu að gefast
upp og skoraðu tvö mörk með
stuttu millibili og náðu forystunni
aftur með mörkum frá Rakel Gunn-
arsdóttur og Sigrúnu Agötu. Jó-
hanna Sigurbjörg jafnaði svo leik-
inn fyrir gestina þegar rétt um tvær
mínútur voru eftir af leiknum, en
fleiri urðu ekki mörkin og niður-
staðan því jafntefli, 4-4.
Úrslitin á íslandsmótinu ráðast
um næstu helgi þegar SA tekur á
móti SR í Skautahöllinni á Akur-
eyri, í síðasta leik tímabilsins i
kvennadefldinni. Takist SA að
vinna tryggja þær sér Islandsmeist-
aratitillinn þriðja árið í röð, en SA
og Bjöminn er nú jöfn að stigum,
hvort lið meö 5 stig.
Ástralinn Leyton Hewitt, sem er
efstur á styrkleikalista tennis-
manna, er úr leik á opna ástralska
meistaramótinu sem er fyrsta risa-
mótið af fjórum á hverju ári. Hann
tapaði fyrir lítt þekktum tennis-
manni, Younes E1 Aynaoui að nafhi,
frá Marokkó. Hewitt vann fyrsta
settið í leiknum en þá tók Aynaoui
öll völd á vellinum og vann næstu
þrjú sett og þar með leikinn. Hewitt
játaði í leikslok að hann hefði geflð
allt sem hann átti í leikinn en það
hefði hreinlega ekki verið nóg því
Aynaoui hefði einfaldlega verið of
góður.
-HBG