Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2003, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2003, Side 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 hanðbolti^ .ui GOCD Q P@[Iíi®QaQ/ DV Ágætis upphitun fyrir fram- haldið „Þetta var svolítið asnalegt en ég var ánægðastur áð sjá hvað liðið gaf sig 100% í leikinn. Við pössuðum okkur að meiðast ekki og reyndum hvað við gátum að leika frjálsan bolta. Það gekk upp og ég er ánægður með hvernig við fórum í gegnum leik- inn. Það var ágætis upphitun fyrir framhaldið,” sagði Róbert Sighvatsson eftir leikinn. „Við ætlum að taka þessa keppni í tröppum og ég er viss um að við þurfum að hafa meira fyrir hlutunum gegn Grænlend- ingum. Viö sýndum fannst mér að við erum sterkir og við höfum kallað það fram. Þetta er allt saman á réttri leið og við sýnd- um það svo sannarlega í leikn- um á móti Svíum áður en við komum til Portúgals,” sagði Ró- bert. Alveg orðlaus - segir Guömundur Guömundsson landsliðsþjálfari „Ég er bara hreinlega orðlaus og með ólíkindum að svona lið skuli vera að taka þátt í heimsmeistara- keppninni. Það var þó aðalatriðið að leikmenn mínir voru mjög ein- beittir allan tímann en það þurfum við að vera í hverjum einasta leik. Við gerum okkur hins vegar grein fyrir því að Grænlendingar verða miklu erfiðari en þeir eru með þannig lagað séð með frambærilegt liö og geta vel spilað góðan hand- bolta,” sagði Guðmundur Guð- mundsson landsliðsþjálfari í sam- tali við DV eftir leikinn við Ástrala í Viseu í gærkvöld. - Kom það þér á óvart hvað Ástralar voru slakir? „Já, í sjálfu sér hefði maður aldrei trúað því fyrir fram að þeir væru svona slakir. Það var eins og þeir væru hreinlega sprungnir og meira hef ég ekki um frammistöðu þeirra að segja. Það er ágætt að við gerðum það sem við ætluðum okkur en það var að hvíla lykilleikmenn. Við skiptum leiknum eins jafnt á milli manna og hægt var tii að spara orku tii lengri tíma litið. Við verðum að gera okkur grein fyrir að núna bíður okkar stigvaxandi erfið- ari verkefni. Við gætum átt í vænd- um erfiðan leik gegn Grænlending- um og við verðum að halda einbeit- ingunni,” sagði Guðmundur. -JKS Leikmenn og þjálfarar urðu að sýna þolinmæði á meðan verið var að gera við Ijósin í íþróttahúsinu í Viseu. Guðmundur Guðmundsson þjálfari er hér hugsi ásamt lærisveinum sínum. DV-mynd Hilmar Þór Guöjón Valur Sigurðsson var markahæstur íslensku leikmannanna með 14 mörk og er hér eitt þeirra í uppsiglingu. DV-mynd Hilmar Þór „Menn eru hissa“ „Menn eru hissa og þetta var allt saman óraunverulegt. Það var ein- hvem tímann í yngri flokkunum sem maður spilaði svona leik síðast. Ég átti svo sem ekki von á einu eða neinu frá Áströlunum þannig lagað. Ekki voru þeir sterkir og eins fannst mér þeir ekki sýna mikla baráttu. Við heföum fengið miklu meiri mótspyrnu frá liði heima á ís- landi en Áströlum sem voru mjög slakir þegar á hólminn kom. Það er jákvætt við okkar leik að við náðum að halda einbeitingunni. Það hefur verið langur aðdragandi að mótinu og menn eru búnir að vera með hug- ann við verkefnið. Það var alveg sama á hverju gekk, menn héldu haus og einnig þrátt fyrir að ljósin í húsinu færu i hálftíma,” sagði Dag- ur Sigurðsson, fyrirliði íslenska liðsins, í samtali við DV eftir leik- inn við Ástrali. „Við reiknum með að Grænlend- ingar séu töluvert sterkari en Ástr- alir. Þeir eiga stráka sem eru að leika í Danmörku og víðar og hafa einnig komið heim til íslands og æft þar með félagsliöum,” sagði Dagur Sigurðsson. -JKS Heiðmar Felixson: Ekki nefbrotinn Gott að fá að spila „Það var ekki hægt annað fyrir mig og Guðjón Val en hlaupa fram og *til baka og skora. Það var gott að fá að spila og losa um stress i leiðinni og gott fyrir Ólaf Stefánsson að fá smáhvild. Ég átti samt von á þvi að Ástralar gætu meira en þetta en leikurinn var ótrúlega auðveldur þrátt fyrir mikil hlaup. Við getum samt sem áður verið ánægðir með að halda út allan leikinn og leikurinn fór aldrei í neina vitleysu,” sagði Heiðmar Felixson. „Þessi sigur gefur okkur smá kraft í næstu verkefni og ég hlakka mikið til. Það er draumur að fá að taka þátt í þessu móti með landsliðinu. Ef við höldum okkar striki og einbeitingu þá held ég að við vinnum Grænlendinga,” sagði Heiðmar. -JKS Gústaf Bjarnason varð fyrir því óhappi að fá olnbogaskot á nefið þegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum við Ástrala í gærkvöld. Leikurinn var stöðv- aður í þrjár mínútur meðan hlúð var að Gústafi en óttast var að hann hefði nefbrotnað. Við nánari skoðun kom í ljós að ekki var um nefbrot að ræða og verður honum því ekkert að vanbúnaði að taka þátt í næsta leik íslenska liðsins, gegn Græn- lendingum í kvöld. Gústaf hafði haft sig töluvert frammi í leikn- um og skoraði þrjú mörk á þeim stutta tíma sem hann var inni á. -JKS Hrikalega erfitt Þetta var erfiöasti leikur sem ég hef nokkum tíma stjómað liði. Við erum hér að kljást við bestu hand- boltaþjóðir í heimi og ég ætla að vona að þessi keppni gefi okkar mönnum reynslu. Ég verð að viður- kenna að ég bjóst við meira frá mín- um mönnum en íslenska liðið er geysilega öflugt á öllum sviðrnn. Það er mikill munur á þessum þjóðum eins og lokatölur leiksins gefa glöggt til kynna,” sagði Markinkovic, þjálf- ari ástralska landsliðsins, á blaða- mannafundi eftir leikinn. . „Við verðum að halda okkar upp- byggingarstarfi áfram en það er al- veg ljóst að við eigum töluvert í land. Ég vissi alveg hvað beið okkar í þessum leik en íslenska liðið er í hópi sterkustu handboltaþjóða í heimi. Við eigum að getað leikið bet- ur en þetta og ef til vill hafa mínir menn borið of mikla virðingu fyrir íslenska liðinu,” sagði Markinkovic. allLZSolta Við fkondbolta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.