Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2003, Qupperneq 10
10
Útgáfufólag: Útgáfufélagiö DV ehf.
Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson
Aöalritstjóri: Óli Bjðrn Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Aóstoðarritstjóri: Jðnas Haraldsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift:
Skaftahlió 24,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugerö og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
íslendingabók slcer í gegn
íslendingar eru og hafa verið áhuga-
samir um ættir sínar. Ættfræði hefur
mörgum verið helsta áhugamálið og
hinir eldri spyrja gjarnan þá yngri
hverra manna þeir séu við fyrstu
kynni. Minningargreinar eru hluti af
þessum meiði og ættfræðiskrif DV hafa notið mikilla vin-
sælda árum saman. Þar rekast menn oft á frændgarð sem
þeir höfðu ekki hugmynd um. Þótt persónufræðin hafi höfð-
að til margra hefur það þó frekar verið eldri kynslóðin sem
sinnt hefur ættfræðigrúskinu að einhverju ráði.
Nú bregður hins vegar svo við að ólíklegustu menn, karl-
ar og konur í hvaða stétt sem er og á öllum aldri, sitja við
ættargrúsk í tölvum sinum. Svo er fyrir að þakka ættfræði-
grunninum íslendingabók sem settur var á Netið fyrir réttri
viku. Ættfræðigrunnurinn er samstarfsverkefni Friðriks
Skúlasonar og íslenskrar erfðagreiningar. Hann er öllum op-
inn, endurgjaldslaust. Notendur geta skoðað sjálfa sig og ætt-
ingja og rakið ættir sínar saman við aðra sem skráðir eru í
grunninn.
Ættfræðigrunnurinn íslendingabók er frábært framtak og
móttökurnar eftir því. Hér er um að ræða eina ættfræði-
grunninn í heiminum sem nær til heillar þjóðar. í íslend-
ingabók er að finna upplýsingar um ættir 700 þúsund íslend-
inga eða meira en 95% allra þeirra sem uppi hafa verið frá
því að fyrsta manntalið var tekið, árið 1703.
Réttilega hefur verið bent á að íslendingabók opnar fjölda
manna nýjar víddir og hún mun margfalda hóp þeirra sem
gera sér grein fyrir hvað ættfræðin hefur að bjóða. Með því
að hafa bókina opna öllum almenningi vonast aðstandendur
hennar eftir að hún verði enn nákvæmari, að fólk láti vita
rekist það á villur í grunninum.
Þeir sem leitað hafa í ættfræðigrunninum vilja raunar
meira. Leitin er takmörkuð við upplýsingar um forfeður
þess sem flettir í henni þegar kemur aftur fyrir þriðja ættlið.
Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuvemdar, hefur sagt
að upplýsingar um skyldleika séu ekki viðkvæmar. Þá hefur
það verið haft eftir Kára Stefánssyni, forstjóra íslenskrar
erfðagreiningar, að hann hefði viljað hafa grunninn miklu
opnari þótt strangari skilmálar hafi verið ákveðnir.
Lagafrumvarps er að vænta þar sem skotið verður ótví-
ræðri lagastoð undir vinnslu á ættfræðiupplýsingum enda
hefur Persónuvernd bent á að ef til vill vantaði skýrari regl-
ur um slíka vinnslu. Vonandi verður slíkt til að opna al-
menningi frekar hina afbragðsgóðu íslendingabók.
Spamaður fyrir bíleigendur
Það er dýrt að eiga bíl á íslandi. Bíl-
ar eru dýrir í innkaupi og dýrir í
rekstri enda er flest sem að þeim
rekstri lýtur mjög skattlagt. Því hljóta
bíleigendur að leita leiða til þess að út-
gerð þessara nauðsynjatækja verði
sem hagkvæmust. Á það var bent í DV
ríflega tíu þúsund krónur á ári skipti bíleigandi reglulega
við sjálfsafgreiðslustöðvar í stað þess að nota fulla þjónustu
á bensínstöðvum. í þeim útreikningum var miðað við tutt-
ugu þúsund kílómetra ársakstur bíls sem eyðir 10 lítrum á
hverja hundrað ekna kílómetra.
Verðmunur á ódýru sjálfsafgreiðslustöðvunum og hæsta
verði á þjónustustöðvum er rúmar 5 krónur. Af því sést að
sjálfsafgreiðsluafslátturinn kemur sér vel fyrir neytendur
enda getur eldsneytiskostnaður numið 25-30% af rekstrar-
kostnaði fólksbíls.
Viðskiptavinir sjálfsafgreiðslustöðva fara að sjálfsögðu á
mis við þjónustu mannaðra bensínstöðva en hljóta að líta til
þess að talsvert vinnst fyrir það viðvik eitt að dæla sjálfir á
bílinn. Það munar um minna, ekki síst ef tveir bílar eru á
heimili, eins og algengt er.
Jónas Haraldsson
______________________________________LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003
DV
Gróskan í tónlistinni
n
/ w. w* Sigmundur Ernir
Rúnarsson
ritstjóri
Ritstjórnarbréf
Það er með ólikindum að fylgjast
með menningarlífi landsmanna. Og
greinilegt að ofvirkni þjóðarinnar
er á köflum æðisleg í þessum efn-
um. Þetta sást meðal annars i nýaf-
staðinni veislu í Borgarleikhúsinu
þar sem íslensku tónlistarverðlaun-
in voru afhent með viðhöfn. Þar
fóru menn ekki meö veggjum held-
ur hugsuðu stórt og vel í takt við þá
miklu grósku sem er í tónlistarlífi
landsmanna. Það hreinlega iðar af
kæti. Og stendur betur en nokkru
sinni.
Vitaskuld er hægt að nota marga
mælikvarða á menningu, meðal
annars sölutölur. Þær segja nokkra
sögu. Líklega hefur islensk tónlist
ekki selst betur i annan tíma en
síðustu vikumar á nýliðnu ári. Það
var eins og æði rynni á hljómplötu-
unnendur sem keyptu íslenska tón-
list í meira mæli en kaupmenn hafa
vanist fram til þessa. Svokallaðar
gullplötur og platínuplötur, sem
eru mælikvarði á sölu, voru afhent-
ar nánast daglega fyrir jólin og
skreyta nú híbýli fjölda tónlistar-
manna.
Tíundi hver í tónlist
Tómas Ingi Olrich menntamála-
ráðherra sagði við afhendingu
verðlaunanna á flmmtudag að
nærri léti að tíundi hver landsmað-
ur kynni á hljóðfæri og iðkaði list-
ina a tama sér tU skemmtunar og
framfæris. Þetta er ekkert venju-
legt hlutfaU af einni þjóð. Við þetta
má bæta að þeir sem gerst þekkja
tU tónlistarlífs hér á landi telja að
ekki færri en tíu tónleikar séu í
boði á landinu í hverri viku og þá
eru aðeins nefndir þeir viðburðir
sem tengjast sígUdri tónlist og
margvíslegum sönglögum.
Þessi ríkulega gróska í íslensku
tónlistarstarfi veröur ekki síst rakin
tU starfa margra framúrskarandi út-
lendinga sem hafa flutt tónlistar-
þekkingu sína tU landsins á síðustu
hundrað árum eða svo. Án þeirra
væri íslensk tónlist langtum fábrotn-
ari en hún er og líklega komin
styttra á veg. Öflug tónskáld og hljóð-
færaleikarar víða að úr heiminum,
ekki síst gömlu austantjaldslöndun-
um, rifu upp tónlistarlífið víða um
land um miðja síðustu öld og mörk-
uðu djúp spor í íslenska tónsögu.
Sjálfsögð þátttaka
Þessi þátttaka úUendinga í mót-
un íslenskrar menningar gerði það
að verkum á sinni tið að íslending-
ar náðu að fylgjast betur með tíðar-
andanum en þeir hefðu ella gert.
Jafnvel í dreifðustu byggðum risu
tónlistarskólar þar sem nýjustu
ópusar tónsögunnar voru æfðir frá
morgni til kvölds. Þessi arfleifð hef-
ur skilað sér í mjög almennum
áhuga á tónlist og ekki síst í því
viðhorfi landsmanna aö sjálfsagt sé
að senda börn sín til tónlistarnáms
á fyrstu stigum skólagöngunnar.
Það er því ef til vill ekki að
undra að landsmenn sjái einhvem
árangur erfiðisins á stundum eins
og þeim sem liðu i leikhúsi Reyk-
víkinga á fimmtudagskvöld. Þar
mátti líta breiddina í íslenskri tón-
list. Hún er ekki minni en gengur
hjá milljónaþjóðum. Og kröfurnar
eru í takt við getuna. Tónskáldið
John Speight, einn verðlaunahaf-
anna á fimmtudagskvöld, nefndi i
þakkarræðu sinni að enn einu
sinni þyrftu tónlistarmenn þjóðar-
innar að koma saman í leikhúsi til
að iðka list sína.
Þessi ríkulega gróska í ís-
lensku tónlistarstarfi
verður ekki síst rakin til
starfa margra framúr-
skarandi útlendinga
sem hafa flutt tónlistar-
þekkingu sína til landsins
á síðustu hundrað
árum eða svo. Án
þeirra vœri íslensk
tónlist langtum fábrotn-
ari en hún er og líklega
komin styttra á veg.
Ótrúleg afköst
Bubbi Morthens kom fram prúð-
búinn í veislunni góðu i Borgar-
leikhúsinu og söng eins og honum
einum er lagið. Nefnt var að hann
hefði verið að gefa út 48. plötuna
sem geymdi lög úr safni kappans.
Og vel á frnimta hundrað dægurlög
hefðu verið þrykkt á plötur og
diska eftir þennan einhvem
virtasta og vinsælasta dægur-
lagatónlistarmann sem ísland hefur
eignast. Og það er ekkert lát á hug-
myndaflugi meistarans sem selt
hefur vel á annað hundrað þúsund
hljómplatna.
Bubbi er táknmynd fyrir vorið í
íslenskri dægurlagamenningu.
Hann er tónlistarlegt afkvæmi
gömlu meistaranna, bæði hérlendis
og erlendis, og sprakk út sem ótrú-
lega öflugur rokkari og lagasmiður
fyrir nálega aldarfjórðungi. Það var
þá - og jafnan kallað nýbylgja. Sú
bylgja hefur enn ekki hnigið og í
reynd er með ólíkindum hvað hún
hefur risið hátt hér á landi á síð-
ustu árum. Vel menntaðir krakkar
á hvaða hljóðfæri sem er koma
fram í kippum og vekja athygli
langt út fyrir landsteinana.
Sameiginlegur tónn
Það var greinilegt á Bubba á
fimmtudagskvöld að honum fannst
mikið standa til. Og það var það
vissulega. Þarna stóð hann í hópi
með Garðari Cortes og Diddú og
Jóni Páli og Áma Scheving sem
hlógu saman í syngjandi sveiflu.
Þarna baksviðs í Borgarleikhúsinu
sást hvað stutt er á milli klassikur,
rokks og djass. Og þama sást að
samheldni ríkir á mllli tónlistar-
manna í landinu sem hafa oftar en
nokkrir aðrir listamenn komið
saman og geflð vinnu sína til góðra
mála.
Það var Samtónn, ný heildarsam-
tök þeirra sem með einum eða öör-
um hætti koma að flutningi og út-
gáfu tónlistar hér á landi, sem stóð
að hátíðinni í Borgarleikhúsinu í
samstarfi viö opinbera aðila og
einkafyrirtæki. Þessi nýju samtök
eru ávísun á enn meiri grósku í
tónlist, enda mun það koma á dag-
inn að aukið samstarf tónlistar-
greinanna mun skOa sér í betri
vöru og þjónustu í þessum geira.
Og ákafari baráttu fyrir hag stéttar-
innar, svo sem réttlátara skattkerfi
sem íþyngir nú allri útgáfu.
Tónlist fyrir alla
23. janúar var stór dagur í ís-
lenskri tónlistarsögu og sýndi að
það besta í íslenskri tónlist er klár-
lega á heimsmælikvarða. Að baki
þessum árangri er þrotlaus vinna
marga manna á bak við tjöldin sem
hafa lokið upp galdri tónlistarinnar
fyrir alþýðu manna. Fyrir vikið á
allur almenningur óheftan aðgang
að tónleikum og tónlistamámi. ís-
lenski tónlistarmóralinn er með
öðrum orðum almennur og ekki
hafrnn upp á sviö sem stór hluti
þjóðarinnar telur vera fyrir ofan
skilning sinn.
Útlendingar sem leggja leið sina
til íslands til að kynnast því af eig-
in raun hvað er eiginlega að gerast
á eyjunni köldu sjá og heyra að sér-
staða íslendinga í þessum geira er
nokkur. Landsmenn ganga hreint
til verks í tónlistinni. Og blanda
þar saman ólíklegustu hljóðum og
hljóðfærum eftir því sem vindamir
leika um landið. Nýbreytni og
framsækni eru hér lykilorð. Og fjöl-
breytni sömuleiðis. Enda hrista út-
lendingar hausinn og efast stórlega
um nákvæmni manntalsins hér á
landi.
Drýgindalegir
Félagarnir í hljómsveitinni Búdrýgindi taka viö verölaunum sínum í Borgarleikhúsinu á fimmtudagskvöld en sveit
þeirra var valin efnilegasta grúppan í flóru íslenskrar dægurlagamenningar.