Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2003, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2003, Page 12
12 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________PV Yfirvofandi hernaðaraðgerðir gegn Irökum: Mælt með leiftursókn í tveimur þrepum Hernaðaruppbygging Bandaríkjamanna og Breta á Persaflóasvæðinu Áætlanir Bandaríkjamanna og Breta gera ráð fyrlr allt að 250000 hermönnum á Persaflóasvæðinu komi til hernaðaraðgeröa gegn írökum, þar af eru 26000 bresklr. Um 57000 hermenn munu þegar komnir á svæðið og drelfast á hinar ýmsu herstöðvar og flotadeildir sem við sjáum hér á kortinu. Orustu- og sprengjuþotur Hljó&látar sprengjuþotur Eldsneytisvélar Floti e- Rutningaskip Patriot stýriflaugar Fjarskiptastöö REUTERS# Miklar pælingar eru nú í gangi um yfirvofandi stríð gegn írökum, ekki síst hvenær og hvemig það yrði háð og þá afleiðingar þess. Flestir vona þó i lengstu lög að aldrei þurfi að koma til stríðs, en miðað við stöðuna í dag og þá hemaðarlegu uppbyggingu sem þegar er hafin, þá virðist fátt geta stöövað fyrirætlanir Bandaríkja- manna um að afvopna Saddam Huss- ein og koma honum frá völdum. Heimsbyggðin biður þvi spennt eft- ir skýrslu vopnaeftirlits SÞ, sem Hans Blix, yfirmaður þess, kynnir i Örygg- isráðinu á mánudaginn, en að sögn bandariskra stjórnvalda mun niður- staða skýrslunnar ráða öllu um fram- haldið og hvort gripið verður til að- gerða. Leiftursókn í þrepum Veröi stríð, er það mat hemaðar- sérfræðinga að landhemaður gegn írökum gæti í fyrsta lagi hafist um miðjan mars ef mið er tekið af nýjustu áætlunum Bandaríkjamanna og Breta um hernaðaruppbygginguna á Persa- flóasvæðinu og næsta nágrenni. Að þeirra mati yrði stríðið háð í tveimur þrepum, með fyrstu árás frá sjó og landi frá Kúveit og Persaflóa með það markmið að hertaka Basra auk vestur- og norðurhluta íraks og þaðan í næsta þrepi landleiðina tfl höfuðborgarinnar Bagdad inni í miðju landi. „Fyrirhuguð hemaðaruppbygging Bandaríkjamanna og Breta myndi henta slíkri aðgerð, en hún mætti helst ekki taka lengri tíma en en einn og háifan mánuð og vera lokið fyrir maí þegar verulega fer að hlýna í veðri,“ segir Charles Heyman, fyrmm foringi í breska hernum, sem nú gef- ur út sérstakt tímarit um hemað. Snaran hert að Saddam „Markmiðið yrði að herða snöruna tryggilega að hálsi Saddams en senni- lega yrði byrjað með markvissum loft- árásum á hemaðarmannvirki tfl þess að lama varnir íraka. Vissulega fengju einhverjar byggingar stjórn- valda að fýlgja með en öll áhersla lög á að hlífa íbúðarsvæðum. Hertaka Basra myndi færa innrás- arliðinu tvo flugvelli og ömgga höfn eftir að hún hefur verið sprengju- slædd,“ sagði Heyman, en tfl þess eiga Bretar sex sprengjuslæðara. „Þar með væri leiðin greið tfl þess að flytja inn liðsauka fyrir næsta þrep, sem gæti reynst mun erfiðara, ákveði liðsmenn Saddams að veita mótspyrnu, en það gæti þýtt tafsamt umsátur um Bagdad og mannskæða bardaga á götum borg- arinnar," sagði Heyman. Tiltækur herafli Tfl að klára dæmið hafa Banda- ríkjamenn og Bretar sett fram áætlan- ir sem gera ráð fyrir aflt að 250 þús- und hermönnum komi til átaka, þar af um 25 þúsund breskir. Munu um 57 þúsund þeirra þegar komnir á svæðið og dreifast þeir um svæðið eins og hér segir: Kúvoit: Um 17000 bandarískir hermenn eru þegar í Kúveit og aðrir 25000 á leið- inni. Þar af eru 11000 sérþjálfaðir í eyðimerkurhernaði, 12000 tækni- þjálfaðir og um 2000 sérþjálfaðir í borgarskærum og efna- og sýkla- vopnahernaði. 26000 breskir hermenn eru einnig væntanlegir tfl Kúveits. Foringjar herliðsins og fjarskipta- fólk er þegar farið að koma sér fyrir í tveimur stærstu herstöðvum Banda- ríkjamanna í Kúveit, Camp Dawhah og Camp Arifjan, en bækistöðvar meirihluta heraflans verða í risastór- um tjaldbúðum í Kabal-eyðimörkinni í norðurhluta landsins nálægt landa- mærum íraks. Þá mun Ali Ai-Salem-herstöðin spfla stórt hlutverk í yfirvofandi stríði en bandarískar og breskar flug- vélar, sem sjá um eftirlit á flugbanns- svæðinu yfir suðurhluta íraks, hafa þar bækistöð. Sádi-Arabía: Um 6600 bandarískir hermenn, að- aflega flugliðar, eru staðsettir í' Sádi- Arabíu og er líklegt að Prince Sultan- herstöðin í útjaðri höfuðborgarinnar Riyadh verði aðalstjómstöð aðgerð- anna, leyfi Sádar afnot af henni. Bresk Tornado F3 sprengjuflugvél er einnig staðsett í herstöðinni. Þá em tvær stýriflaugaskotstöðvar í nágrenni Riyadh til vamar hugsan- legri eldflaugaárás íraka. Bareln: í konungdæminu Barein er aðal- flotastöð 5. flota Bandaríkjamanna og eru meira en 4000 hermenn staðsettir þar. Katar: Á al-Udeid-herstöðinni í emírsdæm- inu Katar eru staðsettir um 3500 bandarískir hermenn auk þess sem um 1000 hermenn hafa verið þar við sérþjálfun frá því í desember í fyrra undir stjóm Tommy Franks hershöfö- ingja. Þar er einnig ein stærsta birgöastöð bandaríska hersins á Persaflóasvæð- inu. SAF: í al-Dhafra-herstöðinni i Samein- uðu arabísku furstadæmunum eru staðsettir um 500 bandarískir fluglið- ar sem að mestu hafa séð um eldsneyt- isbirgðaflug fyrir vélar sem séð hafa um eftirlitsflugið á flugbannssvæðinu yfir suðurhluta íraks. Óman: I al-Seeb-herstöðinni í Óman eru staðsettir um 2000 bandarískir her- menn, aðallega flugliðar, sem sjá um eldsneytisbirgðaflug og viðhald flug- véla. Þar aö auki eru þar þrjár stórar birgðastöðvar sem geta þjónað allt að 26000 hermönnum og einnig eldsneyt- isbirgðastöð fýrir hluta flugflotans. DJíbútí: í smáríkinu Djíbútí á austurströnd Afríku eru staðsettir um 3000 banda- rískir sérsveitarmenn sem haft hafa það hlutverk með höndum að elta uppi liðsmenn al-Qaeda-samtakanna í Jemen og Sómalíu. Þar er einnig í höfh stjómskipið USS Mount Whitney, sem er búið há- tæknibúnaði til herstjómunar. Að áliti sérfræðinga má hæglega flytja þessa hersveit á skömmum tíma tfl Persaflóa. Díegó Garsía: Á smáeyjunnu Díegó Garsía í Ind- landshafi, sem er undir yfirráðum Breta, er heimavöllur bandarísku hljóðlátu US B-2 sprengjuþotnanna, sem búist er við að muni leiða sprengjuárásir á írak. Nokkrar eldri þotur af gerðinni B- 52, sem bera geislastýrðar sprengju- flaugar, eru einnig staðsettar á eyj- unni. Þá liggja sautján flutningaskip hlaðin skriðdrekum og öðrum tækjum tfl landhemaðar við akkeri í nágrenni eyjunnar. Tyrkland: Gefi Tyrkir Bandaríkjamönnum- leyfi til þess að nota herstöðvar sínar þar í landi verða þær helsta bækistöð þeirra fyrir lofthernað. Þar eru nú staðsettir um 4000 hermenn og 60 flug- vélar, þar á meðal nokkrar breskar Jaguar GR4 sprengjuþotur, í Incirlik- herstöðinni, en þær hafa séð um eftir- litsflug á flugbannssvæðinu yfir norð- urhluta íraks. Bandaríkjamenn munu einnig vflja flytja fjölmennt lið landgönguliða til Tyrklands sem ætlað verður það verk- efni að verja gjöfular olíulindir í norð- urhluta íraks. Tiltækur floti: Bandaríska herskipið Harry S. Truman er þegar á Miðjarðarhafi og Constellation á Persaflóa. Tvö móður- skip, Abraham Lincoln og Theodore Roosevelt, eru einnig á leiðinni á svæðið með um 5000 hermenn og 75 herþotur innanborðs í hvoru skipi. í fylgd með hvoru skipi eru sex beiti- skip, tundurspillar og kafbátar hlaðn- ir Tomahawk-stýriflaugum. Þá mun breska flugmóðurskipið Ark Royal, móðurskip breska flotans, koma við á svæðinu á leið sinni tfl Austurlanda fjær. Einnig er í athugun að senda fleiri bresk herskip á svæðið og þar á meðal þyrlumóðurskipið HMS Ocean. Þar að auki munu ein níu banda- rísk birgða- og aðstoðarskip, sem flutt geta þungavopn, vera tilbúin til farar frá Bandaríkjunum í kjölfar fimm loft- púðaskipa sem þegar eru á leiðinni til Persaflóa með um 4000 landgönguliða innanborðs. Erlendar fréttir víkunn. Sannfærður um stuðning Colin Powell, utan- ríkisráðherra Banda- ríkjanna, sagðist i gær sannfærður mn það að Bandaríkin fengju stuöning al- þjóðasamfélagsins við aðgerðir gegn á reyndi þrátt fyrir efasemdir leiðtoga ýmissa valdamik- ilia ríkja, eins og Frakka og Þjóð- verja. Donald Rumsfeld, vamarmála- ráðherra Bandarikjanna, sagði í vik- una að Frakkar og Þjóðverjar töluðu einungis fyrir hina „gömlu Evrópu" og að nægan stuðning væri annars staðar að finna. Leiðtogar landanna voru ekki hrifnir af þessum ummæl- um og krefjast þess aö vopnaeftirlits- mönnum verði gefinn frekari tími til að sinna eftirlitsstörfum í írak. Lftill árangur af Sendinefndir N- og S-Kóreu ræddust við í vikunni í Seoul og var þar aðallega rætt um kjamorkudeil- una sem upp er kom- in norðan landamær- anna. S-Kóreumenn vflja að sýnt verði í verki að N-Kóreumenn hyggjast ekki framleiða kjamorku- vopn og sætta sig ekki við loforðin tóm. Fulltrúar S-Kóreu lýstu yfir vonbrigðum sínum meö fundinn en þó var ákveðið að hittast aftur í Pyongyang í apríl. John Bolton, er- indreki Bandaríkjastjórnar, var staddur í Japan í vikunni og vöruðu þarlend stjórnvöld hann við því að beita efnahagsþvingunum gegn N- Kóreu. Bolton tjáði þann vilja sinna manna að Öryggisráð SÞ tæki að sér mál N-Kóreu. 3 hermenn skotnir til bana Nú, skömmu fyrir kosningar í Isr- ael, virðist ekkert lát á ofbeldinu þar. Á fimmtudag voru 3 ísraelskir hermenn skotnir tfl bana úr laun- sátri viö Beit Haggai-landtöku- byggðinu í nágrenni Hebron á Vest- urbakkanum. Þeir voru við venju- legt eftirlit þegar skothríðin hófst. Hamas og al-Aqsa-herdeildin lýstu ábyrgð á árásinni. í gær gerðu svo ísraelskar árásarþyrlur eldflauga- árásir á eitt úthverfi Gaza-borgar og var þeim aðaflega beint að málm- bræðslu. Hún var lögð í rúst auk þess sem nærliggjandi moska varð fyrir skemmdum. Þá réðst skrið- drekasveit inn í borgina og sprengdi í loft upp heimili fjölskyldu Hamas- liða sem drepinn var í loftáras í fyrra grunaður um að hafa skipu- lagt hryðjuverk. Meirihlutinn hélt Stjómarmeirihlut- inn í hollensku ríkis- stjóminni hélt velli 1 þingkosningum á miðvikudag þrátt fyr- ir að einn þeirra, Listi Pim Fortuyn, hafi beðið afhroð. Sig- urvegarar kosninganna vom án efa Verkamannaflokurinn sem hins veg- ar endurheimti fylgi sitt aö mestum hluta sem hann hafði tapað i kosning- unum í fyrra. Jan Peter Balkenende, forsætisráðherra og leiðtogi kristi- legra demókrata, sagðist hins vegar ekki viss um hvort stjórnarsamstarf- inu við LPF og Frjálslynda flokkinn yrði haldið áfram. Skógareldar í Ástralíu Miklir skógareldar gengu yfir Canberra, höfuðborg Ástralíu, um síðustu helgi og brenndu meira en 400 heimfli tfl grunna auk þess sem 4 létust þegar þeir reyndu að verja heimili sín. I vikunni hafa skógar- eldar geisað víða um landið og alls hafa hátt á sjötta hundrað heimili brunnið tfl kaldra kola. íbúar Can- berra gagnrýndu yfirvöld í borginni fyrir að láta borgara ekki vita með nægum fyrirvara og sökuöu slökkvilið borgarinnar um getuleysi gagnvart eldunum. Um 300 þúsund manns búa í Canberra og hafa yfir- völd viðurkennt að slökkviliðið hafi engan veginn verið í stakk búið til að ráða við aðstæður. Bresklr sérsveitarmenn við æfingar. írökum þegar viðræðum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.