Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2003, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2003, Side 14
14 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 Fréttir I>V Bensínverðstríð til hagsbóta fyrir neytendur: Vonandi verið að taka upp nýjar vinnuaðferðir - segir framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda Einhver titringur er á bensín- markaðnum þessa dagana. Afsláttm- til þeirra viðskiptavinna sem dæla sjálfir á bílanna eykst, og síðast í gærmorgun hækkaði Olíufélagið af- slátt úr 4 krónum i 5 krónur af hverjum lítra eftir útspil Skeljungs en í þessum mánuði heldur Skelj- ungur upp á 75 ára afmæli Shell á íslandi. Af því tilefni hafa ýmis til- boð og uppákomur verið á Shell- stöðvum um land aUt síðustu daga. Rúöuvökvi var gefinn, háir afslætt- ir hafa verið á smávörum auk ým- issa annarra glaðninga sem við- skiptavinir hafa fengið, og auðvitað eiga öðrum þræði að draga við- skiptavinina að til bensínkaupa. í gær var veislunni haldið áfram með því að veittur er 5 króna afsláttur af eldsneyti í sjálfsafgreiðslu á Shell- stöðvum um allt land. Afslátturinn sem hér um ræðir kemur til viðbót- ar þeim afslætti sem Shell vildar- vinir fá hjá félaginu og gildir hann út janúarmánuð. Fullt verð var í gær hjá Skeljungi 98,20 krónur fyrir 95 oktana bensín lítrinn en 93,20 krónur ef viðskiptavinur dælir sjálf- ur en dísilolía á 46,00 krónur en 41,00 krónu ef ekki er keypt þjón- usta. Olíufélagið ESSO býður nú við- skiptavinum sínum sem notfæra sér sjálfsafgreiðslu á þjónustustöðvum félagsins á höfuðborgarsvæðinu 5 króna afslátt af hverjum eldsneytis- lítra. Til viðbótar bætist við 1 krónu safhkortsafsláttur til Safnkortshafa OLÍUFÉLAGIÐ Veitingar Sjálfsafgreið sla 0sso) -5kr.»> + Safnkortsafsláttur DV*IYND SIG. JÖKULL af hverju lítra í formi punkta. Hjá Esso kostar 95 oktana bensín 98,20 krónur en 93,10 krónur án þjónustu og dísilolía 46,10 krónur en 40,80 krónur ef viðskiptavinur dælir sjálf- ur. Olís fylgdi eftir Og Olís fylgdi eftir síðdegis í gær, en þá var boðinn 5 króna afsláttur af öllum sjálfsafgreiðsludælum fé- lagsins. Auk þess sem þeir sem eiga Vildarkort Flugleiða fá 1,50 krónur að auki. Samúel Guðmundsson hjá Olís segir að um tfmabundið átak sé að ræða hjá félaginu. Fullt verð á 95 oktana bensíni var í gær hjá Olís 98,20 en dísiloliuverð 46,10 krónur. Olís hefur einnig verið með hliðar- tilboð, eins og t.d. rúðuhreinsi sem var gefinn á bíla viðskiptavinanna sl. funmtudag. Um síðstu helgi slaknaði aðeins á spennunni á oliumörkuðum, þó enn sé verðið mjög hátt og hafi ekki ver- ið hærra í tvö ár. Þó heimsmarkaðs- verðið sé nú mjög hátt er því spáö lækkandi á síðari hluta ársins 2003, en á næstu vikum verði það hins vegar tiltölulega hátt. Strax og eðli- legt ástand komist á í Venesuúela og ró komist á í Miðausturlöndum s.s. í írak, þá muni heimsmarkaðs- verðið lækka og jafnvel muni gæta framboðs á olíu umfram eftirspum, en hafa ber I huga að nú eru aðeins 45 dagar fram að næsta fundi OPEC- ríkjanna og þá ættu mál að hafa skýrst verulega, þannig að framtíð- arþróun olíuverðs það sem eftir lif- ir ársins verði skýrari. Spennan er áfram mikil á olíumörkuðum; þó á fostudag hafi slaknað á henni er aft- ur vaxandi spenna, sem einkum er rakin til þess að Bretar standi nú í herflutningum til Persaflóa. Óbreytt ástand er nú í Venesúela. Samkeppnisaðilar ógna þneykinu Geir A. Guðsteinsson blaöamaður Lengst af stóðu þrir aðilar að inn- flutningi og sölu olíu á íslandi, og það er virðist í mesta bróðemi, en síðan hafa ÓB og Bensínorkan bæst við á markaðinn, til hagsbóta fyrir viðskiptavinina. Bensínorkan var stofnuð í janúar árið 1995 af Bónus, Hagkaupun og Skeljungi. Markmið TILBOÐ Á < Cooper TIRES JEPPADEKKJUM Hjólbarðaverkstæði Skeifan 5 Sími: 553 5777 Verðdæmi: ST 30x950R15 AT31X1050R15 LT 33X1250R15 M+S 245/70R16 Verð 32.903 stgr. Verð 63.580 stgr. Verð 73.729 stgr. Verð 50.428 stgr. msar aðrar stærðir í boði. Tilboð gildir meðan birgðir endast. Tilboð gildir miðað við stálfelgur. Opið virka daga 8-18, laugard. 10-14 stofnenda var að selja eldsneyti við stórmarkaði á lægra verði en áður þekktist og vera þar af leiðandi brautryðjendur í lækkun verðs á eldsneyti á Islandi. Bensínorkan er að erlendri fyrirmynd en slíkar stöðvar hafa notið mikilla vinsælda víða um heim. Hér á landi var þetta óþekkt en hugmyndafræðin að baki þessara stöðva féll vel að fyrirtækj- um eins og Hagkaupum og Bónus sem hafa verið þekkt fyrir lækkun vömverðs í gegnum árin. Skeljung- ur kom inn í Bensínorkuna með þekkingu og reynslu í dreifingu á eldsneyti enda með ríflega 70 ára reynslu á þeim markaði. í dag sitja í stjóm Bensínorkunnar Óskar Magnússon, formaður stjómar, Jón Pálmason, Benedikt Jóhannesson og Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs. Orkan opnaði fyrstu stöðvamar þann 4. nóvember 1995 en þær em nú orðnar fimm talsins og er stefnt að þvi að fjölga Orku- stöðvunum á næstu misserum. Ork- an var stofnuð til þess eins að geta boðið íslendingum upp á ódýrara bensin en áður þekktist hér á landi. Raunveruleg samkeppni í sölu á eldsneyti var ekki fyrir hendi áður en með tilkomu Orkunnar hefur mikil breyting orðið þar á. Orkan selur sitt eldsneyti alltaf ódýrara en aðrir og metnaður hefur veriö lagð- ur í að hafa það alltaf allt að 5 krón- um ódýrara en hjá öðrum söluaðil- um. í gær bauð Orkan 95 oktana bensín á 92,10 krónur og dísilolíu á 39,90. ÓB-bensín, 95 oktana, kostaði í gær, þegar síðast var vitað!, 93,10 krónur og dísflolía 40,80 krónur. Atlantsolía hyggst bjóða lægra verö Atlantsskip hafa hafið byggingu tanka i Hafnarfirði og stefna að því að hefja sölu á bensíni og olíu næsta sumar fyrir aUa aðOa, þ.e. bfla, skip og flugvélar. Símon Kæmested hjá Atlantsskipum segir að tankamir séu að verða tflbúnir, síðan taki við niðursetning á dælum og að fá leyfi. „Við hyggjumst bjóða lægra verð en olíufélögin eru að bjóða í dag, en þau em reyndar að lækka verðið þessa dagana, en ég er ekki í vafa um að okkar tflvist hefur viss áhrif. Það er orðin gríðarleg yfirbygging á þessum fyrirtækjum svo það eru ýmsir möguleikar að gera hlutina öðruvísi en þeir eru gerðir í dag. Þróunin alls staðar í heiminum er að auka þjónustuna en lækka jafh- framt verðið. Ég sé ekki fyrir mér hvaða verð við komum til með að geta boðið, það ræðst m.a. af heims- markaðsverðinu," segir Símon Kæmested. Samkeppni stundum vanmetin Hjörleifur Jakobsson, forstjóri 01- íufélagsins, segist hæpið að tala um verðstríð milli olíufélaganna að svo komnu máli þrátt fyrir einhverja hækkun á afslætti til þeirra sem dæla sjálfir á bíla sína. „Við erum að auglýsa að nú geti allir afgreitt sig við allar dælur hjá okkur en á sama tíma fer Skeljung- ur af stað með afmælisafslátt, og við einfaldlega mætum honum með því að auka okkar afslátt i samræmi við það sem þeir auglýsa. Ein stöðin í Hafnarfirði var ekki með afslátt fyr- ir sjálfsafgreiðslu, aðrar með 2 krónur, en með þessu átaki okkar færðum við allar okkar stöðvar i mínus 4 krónur. En nú er afsláttur- inn kominn í 5 krónur. Það má vel vera að það verði frekari verðlækk- un, maður veit ekki hvað sam- keppnisaðflinn gerir og vonandi veit hann ekki hvað við gerum,“ segir Hjörleifur Jakobsson. - Nú kemur nýr samkeppnisaðili, Atlantsolía, á markaðinn i sumar. Er það ekki eitthvað sem þarf að bregðast við ef hann býður lægra verð en þið? „Menn hafa stundum vanmetið þessa samkeppni sem hefur verið á þessum markaði. Hún hefur verið mjög mikil og ef einn aðili bætist við mætum við því á okkar forsend- um.“ Styttist í úrskurð Samkeppnisstofnunar Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Félags islenskra bifreiðaeig- enda, segir að það sé mjög ánægju- legt að sjá að verið sé að keppa um verð á bensínlítranum, því það sé ekki oft sem það gerist. Vonandi sé það ástand komið til að vera. „Maður gerir sér vonir um að verið sé að taka upp nýjar vinnuað- ferðir því það styttist væntanlega í einhvem úrskurð frá Samkeppnis- stofnun vegna „heimsóknarinnar" í olíufélögin þrjú fyrir rúmu ári. Eitt af því sem þar er skoðað er hugsan- legt samráð um verðmyndun, enda höfum við horft á það lengi aö verð- myndun hefur verið mjög einsleit. Þetta hefur ekki einkennst af fá- keppni heldur af einokun. Þetta er hvatning tU neytenda að kanna öU verð vel, enda er vel helmingur neytenda sem nýta sér sjálfsaf- greiðsluformið. Oft hefur umræða um nýja aðUa inn á markaðinn get- ið af sér aukna fjölbreytni og ný við- skiptatækifæri fyrir neytendur. Þegar umræðan var um hugsanlega komu Irving-feðga inn á markaðinn fengu íslenskir neytendur fyrst þann valmöguleika að afgreiða sjálf- ir bensín eða olíu á bUa sína fyrir lægra verð þótt það afgreiðslufyrir- komulag hefði þekkst í áratugi í ná- grannalöndum okkar," segir Runólf- ur Ólafsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.