Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2003, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2003, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 Helgarblað________________________________________________________________________________________________P'V Martha með Hemingway sem hún var glft nokkur ár. Hún var of sjálfstæð til að tolla í hjónabandi og Hemingway kvartaði sáran undan því að hún væri aldrei heima. Kona í stríði Martha Gellhom sagði eitt sinn að takmark sitt í lífinu væri að ferðast um allt, sjá allt og skrifa um það. Hún var rithöfundur og blaðamaður og sögð vera besti strfðsfréttaritari 20. aldar. Hún var þriðja eiginkona Emests Hemingways og sú eina af konum hans sem yfirgaf hann. Martha Gellhom ólst upp 1 St. Louis. Faðir hennar var virtur læknir og móðir hennar var náin vinkona Eleanor Roosevelt og Eleanor kom alla tíð fram við Mörthu eins og dóttur sína. Ein af uppeldisaðferðum foreldranna var að banna Mörthu og þremur bræðr- um hennar að slúðra og tala um peninga. Það átti ein- ungis að ræða staðreyndir og ef ágreiningur kom upp var leitað í alfræðibækur. Árið 1929, þegar Martha var tuttugu og eins árs, ákvað hún að verða fréttaritari. Hún fLutti til Parísar þar sem hún hitti fyrsta eiginmann sinn, Bertrand de Jouvenel, sem var ritstjóri vinstrisinnaðs blaðs. Hann var giftur þegar þau hittust. „Hann gekk út af heimili sínu og fylgdi mér,“ sagði hún seinna. Þegar hún sneri aftur til Bandaríkjanna árið 1934 voru þau skil- in. Martha ferðaðist um Bandaríkin og kynnti sér öm- urleg kjör fátæks fólks á kreppuárunum. Hún skrifaði greinar um þau mál og síðan bókina The Trouble I’ve Seen. Rithöfundurinn H.G. Wells útvegaði Mörthu út- gefanda að þeirri bók og skrifaði formála að henni. Bókin fékk frábæra dóma og færði Mörthu mikla frægð. Sagt er að Wells og Martha hafi verið elskend- Gullkorn vikunnar Úr Ilíonskviðu Hómers - þýöing Sveinbjarnar Egilssonar Svo sem vöxtulegur viðsmjörsviðarkvlstur, sá er maður klekur upp á afvlknum stað, þar sem gnógt vatn vellur upp, verður fagur og blómlegur, því vindar úr öllum áttum blása um hann, svo hann verður prúðbúinn af hvítu blómi; en þá kemur voveiflega stormur með miklu hreti, sviptlr honum upp úr hol- unni og slœr flötum á jörðina: svo var hinn spjótfimi Evforbus Panþóusson, sá er Menel- ás Atrelfsson drap og vlldl síðan fletta vopn- um. Svo sem fjallaljón, það er treystir afli sínu, þrífur besta uxann úr hjörðinni, þar sem hún er á beit, leggur að honum hlnar sterku tennur sínar og hálsbrýtur hann fyrst, rífur hann svo í sundur og hvomar í sig blóðið og öll innyflin; en hundar og hjarðmenn, sem í kringum það eru, standa langt frá, og ýlfra mjög og hljóða, en þora ekki að ganga mótl IJónlnu, því bleikur ótti grípur þá mjög: svo hafðl engi Trójumanna þor til að ganga mótl hinum frœga Menelásl. ur en þegar sonur Wells vildi segja frá sambandi þeirra í ævisögu föður síns hótaði Martha honum lög- sókn. Örlagarík kynni Martha var 28 ára þegar hún kynntist Emest Hem- ingway sem hvatti hana til að koma með sér til Spán- ar þar sem hann ætlaði að vinna sem fréttaritari i borgarastríðinu. Martha slóst í fór með honum og skrifaði áhrifamiklar og persónulegar greinar um borgarastríðið. Hemingay og Martha urðu ástfangin en Hem- ingway var kvæntur og átti tvo syni með konu sinni. Eiginkona hans, Pauline, komst að ástarsambandinu þegar hún fann mynd af Mörtu í farangri Heming- ways eftir komu hans frá Spáni. Hemingway vildi skilnað sem Pauline neitaði honum um í þrjú ár. Loks lét hún undan. Hún giftist ekki aftur og var fúil beiskju. Eitt sinn þegar vinir hennar ræddu um Spán sagði hún: „Spánn! Talið ekki við mig um Spán. Stríð- ið þar kostaði mig manninn sem ég elskaði." Pauline lést árið 1951, 56 ára gömul. „Ég elskaði hana ákaflega í mörg ár,“ sagði Hemingway. Hann sagðist hafa verið fifl að yflrgefa hana og syni þeirra til að giftast Mörtu. Undir lok ævinnar sagði hann Pauline hafa verið bestu eiginkonu sina. Martha Gellhom var falleg kona, stálgreind, sjálf- stæð og örlát. Hún var í upphafí mjög ástfangin af Hemingway sem bjó yfir miklum persónutöffum og gat verið allra manna skemmtilegastur. Hemingway dáði hana að því er virtist takmarkalaust og tileink- aði henni skáldsöguna Hverjum klukkan glymur. En fljótlega tóku að koma brestir í sambandið. Hem- ingway vildi að hún væri heima, ekki á ferðalögum, og ætlaðist til að hún sinnti honum. Martha saknaði Hemingways þegar þau vom aðskilin en þegar þau vom saman fann hún of marga galla í fari hans. Hann baðaði sig sjaldan. Hann drakk of mikið. Hann tók ekki til eftir sig. Hann sagði ýktar hetjusögur af sjálf- um sér. Ekki sköpuð fyrir hjónaband Vinir Mörthu lýstu henni sem yfirþyrmandi konu. Það var ekki að ástæðulausu sem Hemingway kallaði hana „Prússann". Hann sagði líka að engu skipti hvað hann gerði fyrir hana, hún myndi aldrei kunna að meta það. Móðir Mörthu, sem átti afar gott sam- band við Hemingway, sagði hjónunum á brúðkaups- degi þeirra árið 1940 að Martha hefði ekkert að gera í hjónaband. Martha lýsti sjálfri sér sem venjulegri eiginkonu óvenjulegs manns. En hún var óvenjuleg kona og þess vegna hentaði hún ekki Hemingway sem vildi ganga að sínum konum vísum. Martha var á stöðugum ferðalögum á stríðsárunum sem fréttaritari og Hem- ingway sakaði hana um að vera eigingjama og of metnaðargjama. Á þesum tíma skrifaði hún meðal annars áhrifamikla fréttaskýringu um heimsókn sína í Dachau í maímánuði 1945, daginn sem Þjóðverjar gáfust upp. Hún skrifaði um tilraunir á föngum og um pyntingaklefana og sagði að nokkrir fangar hefðu hreinlega dáið úr gleði þegar þeir vom frelsaðir. Martha yfirgaf Hemingway eftir sjö ára samband. Hann skrifaði vini sínum og sagði að mestu mistök sín í lífinu hefðu verið að giftast henni. „Ég skil ekki hvað ffægðin gerir fólki,“ sagði Martha seinna á æv- inni. „Emest var skemmtilegur. Svo hætti hann að vera þaö.“ Vitni að styrjöldum Hún giftist í þriðja sinn fyrrverandi ritstjóra Times, Tom Matthews. Hjónabandinu lauk með skiln- aði. Hún hafði ættleitt lítinn ítalskan dreng, Sandy, en þegar hann eltist og þroskaðist missti hún áhuga á honum og varð afar gagnrýninn á hann. Hún viður- kenndi um leið að hún hefði aldrei búið honum raun- veruíegt heimili. Hún hafði metnað sem skáldsagnahöfundur og skrifaði skáldsögur en þær bækur hennar sem em í mestum metum fjalla um reynslu hennar sem stríðs- fréttaritari, eins og The Face of War og The View ffom the Ground. Martha átti sextíu ára feril sem stríðsfféttaritari. Hún einbeitti sér að því að lýsa ör- lögum saklausra borgara og áhrifum stríðs á þá. Hún fór til Saigon árið 1966 og var einn af fáum fféttarit- urum sem hleypti svo illu blóði í bandarískan herinn að henni var neitað um endumýjaða vegabréfsáritun til Vietnam. Á áttræðisaldri var hún í Nicaragua og E1 Salvador og skrifaði gegn utanríkisstefnu Reagan stjómarinnar. En þegar borgarastyrjöld braust út í Bosníu sagðist hún vera orðin of gömul til að fara þangað. Þoldi ekki fólk Með árunum varð vart áberandi andúðar hennar á fólki. Hemingway hafði eitt sinn sagt, og það réttilega: „Martha elskar mannkynið en þolir ekki fólk.“ Hún vildi ekki komast of nærri neinum, ekki einu sinni þeim sem hún sagðist elska. Vinir hennar sögðu hana erfiða og fulla af innri reiði en um leið afar fyndna konu. Hún var önug í viðtölum og átti til að segja hluti á borð við: „Þetta viðtal er svo leiðinlegt að ég held að það sé að líða yfir mig.“ Hún lést árið 1998, 89 ára gömul, södd lífdaga. Alæta á bækur Télma Tómasson segir frá uppáhaldsbókum sínum. „Almennt má segja að ég sé alæta á bækur og er al- veg ferleg með það að þurfa alltaf að klára hverja þá sem ég byrja á, jafhvel hundvondar skræður, sem er auðvitað alger tímasóun þar sem takmarkaður tími gefst til lesturs. Ég afgreiði reyfara eins og skyndimat, er mett í fimm mínútur en langar svo í eitthvað holl- ara. Ég á mér enga eina aðalbók sem ég les aftur og aft- ur og reyndar kemur það afar sjaldan fyrir að ég lesi bækur tvisvar, nema þá ef til vill íslendingasögumar sem maður las á sínum yngri árum (og skildi ekkert í). Að vísu les ég stóru hundabók Fjölva spjaldanna á milli í hvert sinn sem ég kemst í hana, en hún er ófáanleg og auglýsi ég hér með eftir eintaki ef einhver vill losna við það fyrir lítið fé. En þetta var útúrdúr. Af íslenskum höfundum held ég mikið upp á Bjöm Th. Bjömsson og era Falsarinn og Haustskip á með- al minna uppáhaldsbóka. Örlagasögur íslendinga, settar í sögulegt samhengi, hugnast mér alveg sérstaklega. Af einstökum erlendum höfundum hef ég mikið dálæti á Ian McEwan, en sögur hans fjalla alla jafna um atburði (stundum ómerkilega) sem bylta lífi persónanna. McEwan skrifar af miklu innsæi, er stundum kaldlyndur og hæðinn en hlýr og skilningsríkur inn á milli. Eldri bækur eftir hans, eins og The Child in Time og The Cement Gar- den, finnst mér hrárri og á margan hátt betri en þær sem síðar koma. Reyndar er þó einn eftirminnilegasti fyrsti kafli sem ég hef lesið í bókinni Enduring Love sem gefin var út fyrir þremur eða fjór- um árum. Talsvert af mínum takmarkaða afgangstíma hefur farið i lestur bóka sem tengjast Miðausturlöndum á ein- hvem hátt, skáldsögur, heimildarrit og fleira. Palace Walk er trílógia eftir Naguib Nahfouz og flallar um líf- ið í Kaíró um miðja 20. öld - einstök frásögn um mis- jafha stöðu kynja og þjóðfélagsstétta í Egyptalandi á umbyltingartímum. Önnur mögnuð bók er Behind the Veil sem segir frá lífi kvenna í ýmsum múslímskum löndum. Þar kemur í ljós hversu ólíku lífi þær lifa og fer allt eftir túlkun á kennisetningum íslams. Sú þriðja sem kemur upp í hugann er Gaddafi: The Desert Mystic, eftir George Tremlett - nokkum veginn hlutlaus umfiöllun um umdeildan mann. Þessi klassabók er ófáanleg en mér áskotnaðist hún nýverið þegar jólasveinninn kom í heimsókn. Ekki get ég sleppt því að nefna bamabækur sem ég les í haugum með syni mínum, einkum á kvöldin. Það em tveir höfundar sem við fáum aldrei nóg af, annars vegar Roald Dahl og hins vegar Kristín Helga Gunnarsdóttir. Báðir höfundar fá okkur til að hlæja óstjómlega, sem er dásam- legt rétt fyrir svefninn. Hvað er betra en að hverfa inn í draumaheiminn með bros á vör?“ Dásamleg illkvittni Ævi og ástir kvendjöfuls eftir Fay Weldon Ein þekktasta bók Fay Weldon kom út í íslenskri þýðingu árið 1985. Ef þið hafið ekki lesið hana þá skuluð þið gera það núna og ef þið hafið lesið hana áður lesið hana þá aftur. Þetta er bók sem bjargar helginni. Dásamlega illkvittin, skemmtileg og grimm saga um eitt eftirlætisefni Weldon: viðbrögð eiginkonu þegar maður hennar yfirgefur hana vegna annarrar konu. Vinátta verður ekki keypt nema með vináttu. Maður getur haft áhrif á aðra en hann getur áldrei unnið hjarta þeirra nema með því að gefa þeim sitt. RHBJM asviíttórtR > Thomas Wilson Bókalisti Eymundssonar Allar bækur 1. Bókin um bjórinn. Roqer Protz 2. Dauðarócir. Arnaldur Indriðason 3. Rétt matreiðsla fyrir þinn blóðflokk. Peter D'Adamo 4. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason 5. Geitungurinn 1. Árni irafarþ'.*qr * Árnason og Halldór Bald- ursson 6. Leiðin að bættri líðan. Halldóra Siqurdórsdóttir 7. Gerðu það bara! Guðrún G. Berqmann 8. Jafnvægi í gegnum orku- stöðvarnar. Guðjón Berqmann 9. Leggðu rækt við sjálfan þig. Anna Valdimarsdóttir 10. Náðargáfa Gabríels. Hanif Kureishi Skáldverk 1. Dauðarósir. Arnaldur Indriða- son 2. Grafarþögn. Arnaldur Indriða- son 3. Náðargáfa Gabríels. Hanif Kureishi 4. Napoleonsskjölin. Arnaldur Indriðason 5. Hringadróttinssaga. J.R.R. Tolkien 6. Kaldaljós. Viqdís Grímsdóttir 7. Dagbók Bridget Jones. Helen Fieldinq 8. Don Kíkóti 1. Miquel de Cervantes 9. Hobbitinn. J.R.R, Tolkien 10. Egils saga m/skyringum Barnabækur 1. Geitungurinn 1. Árni Árnason oq Halldór Baldursson 2. Þrautabók Gralia gorms. Berqljót Arnalds 3. Hreinn og sjóræningjarnir. Jón Sveinbjörn Jónsson 4. Geitungurinn 3. Árni Árnason og Halldór Baldurs- son 5. Einhyrningurinn minn - Galdurinn. Linda Chapman Metsölulisti Eymundssonar 15.-21. janúar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.