Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2003, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2003, Síða 17
DV-myndir Hari LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 Helgarblacf Z>'Vr Og svo heldur lífið áfram að lemja mann „1 haust eru fjörutíu ár síðan ég magalenti á leiksvið- inu en 21. september 1963 fór ég með titilhlutverkið í Gísl eftir Brendan Behan. Við þessa frumsýningu miða ég upphaf leikferils mins þótt ég hafi leikið frá því ég var strákur á Akureyri." Var hefð fyrir leiklist í ættinni áður en þið Helga syst- ir þín uxuð úr grasi? „Faðir minn fæddist í leiktjöldum frammi í Kambfelli í Eyjafirði. Þá var mikið leikið á Munkaþverá en á þeim tíma gegndu stærri bæir hlutverki félagsheimila og þar voru settar upp leiksýningar. Afi minn fékk lánuð leik- tjöld til að klæöa baðstofuveggina að innan og I þeim fæddist Jón Kristinsson, faðir minn. Hann varö síðan heilmikill leikhúsfrömuður á Akureyri og helsti hvata- maður þess að stofnað var atvinnuleikhús þar árið 1973. Ég ólst upp við að miðar í leikhúsið voru seldir heima hjá mér, var mikið niðri í leikhúsi og drakk leiklistina í mig. Ég man sérstaklega eftir dramatísku verkunum. Pabbi lék til dæmis Georg í Mýs og menn. Það var átaka- mikið og hafði mikil áhrif á mig þegar Georg þurfti að skjóta Lenna, vin sinn. Ég fór alltaf og grét í hvert sinn. Snemma fór ég því að taka þátt í starfi leikfélagsins og fýrsta hlutverkið var Hans í Hans og Grétu þegar ég var tólf ára.“ Arnar Jónsson hefur haldið upp á sextugsafmæli hátt í sextíu sinnum síðasta árið í hluti/erki Helga í Veislunni í Þjóðleikhúsinu. 2i.janúar átti Arnar sjálfur sextugsafmæti. I i/iðtali við Helgarblað DV ræð- ir Arnar um leikhúsið, forgjöf- ina og slysið sem olli kafla- skilum á ferlinum. . Sjá næstu opnu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.