Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2003, Síða 19
HeÍQarblaö DV LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003
I 8
4-
LAUGARDAGU R 25. JANÚAR 2003
Helajarblað X>V
19
Líklega engar tilviljanir
Þannig að það hefur legið nokkuð beint við að fara í
Leiklistarskóla Þjóðleikhússins?
„Nei, í rauninni ekki. Ég þurfti að hætta í
fimmta bekk í Menntaskólanum af því ég var með
meðfæddan blóðsjúkdóm. Þá hugsaði ég mér að ég
myndi vinna í einn vetur á Akureyri og leika með
leikfélaginu en síðan jafnvel fara til útlanda í
skóla. Um haustið fór ég til Reykjavíkur til að
sletta aðeins úr klaufunum og ná í handrit fyrir
sýninguna sem ég ætlaði að leika i þegar ég kæmi
til baka til Akureyrar. En ég kom aldrei til baka;
sendi Tómas Inga Olrich með handritin til Akur-
eyrar en varð sjálfur eftir. Ég hafði þá rekist á
Jónas Jónasson sem hafði leikstýrt okkur feðgun-
um í Pabbanum og hann sagði mér að inntökupróf
í Leiklistarskóla Þjóðleikhússins stæðu yfir og
hvatti mig til að líta þar inn. Og það endaði með
þessari magalendingu á sviðinu nokkru síðar.“
Og svo heldur
lífið áfram að
lemja mann
Er ekki undarlegt að hugsa til baka og sjá þessar
tilviljanir?
„Kannski voru þetta ekki tilviljanir. Kannski
hefði þetta endað svona hvort eð var. Ég á frekar
von á því. Kannski þetta hefði borið að með öðrum
hætti en ég hugsa að þegar upp er staðið heföi út-
koman orðið sú sama.“
Þetta hefur frekar verið spurning um hvenær en
hvort?
„Já, ég hugsa það. Það hefði auðvitað getað orðið
ákaflega gaman að komast í erlendan leiklistar-
skóla. Ég hugsaði líka um að læra flug en þetta end-
aði svona. Og allir eru tiltölulega sáttir við það í
dag.“
Heljarstökk fram og aftur
Hlutverk þín á sviði, í kvikmyndum, sjónvarpi
og útvarpi eru orðin mörg hundruð. Er eitthvert
hlutverk sem stendur hjarta þínu næst? Eitthvað
sem stendur upp úr?
„Því er erfitt að svara. Oftast nær eru manni
hugleiknust þau hlutverk sem eru næst manni í
tíma. Þegar litið er til baka sé ég að ákveðin hlut-
verk standa upp úr á hverju æviskeiði. Og alveg
eins og manneskjan tekur breytingum eftir því sem
lífið gefur henni fleiri pústra þá breytist maður
sem leikari. Til að byrja með var ég sléttur í fram-
an og sálin tiltölulega slétt líka. Allt var átakalítið
og ég spriklaði mikið, sannarlega spriklaði ég mik-
ið. Ég var voðalega fimur og flinkur; gat farið helj-
arstökk fram og til baka. En kannski fyllti maður
ekki alveg út í flíkurnar. Samt sem áður var nauð-
synlegt að fara í gegnum þetta tímabil á þennan
hátt. Mér eru minnisstæð hlutverk sem voru mikil
glíma á þeim tíma og öll átök sitja í manni og
marka spor. Þar má nefna hlutverk eins og Fandó
í Fandó og Lis hjá Grímu, þar sem ég lék á móti
Margréti Guðmundsdóttur, Tveggja þjónn og Tangó
í Iðnó.
1967 stofnuðum við Leiksmiðjuna og ferðuðumst
um landið. Frá þeim tíma er Galdra-Loftur ákaflega
minnisstæður; hann lét mann ekki ósnortinn. Ey-
vindur Erlendsson var þá nýkominn frá Rússíá og
við áttum um skeið frjótt samstarf.
Síðan tóku við árin sem við sleiktum sárin eftir
að Leiksmiðjan fór á hausinn. Þá fórum viö Þór-
hildur norður þar sem ég tókst meðal annars á við
Steingestinn eða Don Juan eftir Moliére.
1973 var svo stofnað atvinnuleikhús á Akureyri.
Þar vösuðumst við í öllu en Þórhildur Þorleifsdótt-
ir, eiginkona mín, var þá byrjuð að leikstýra. Við
gerðum allt vitlaust, líka í pólitíkinni. Við þóttum
svo óskaplega róttæk að menn urðu skíthræddir og
vildu helst ritskoða sýningarnar. Á þessum árum
var mikið fjör, við vildum reyna á þanþol kúnstar-
innar og ég vona að við höfum alltaf verið heil í því
sem við tókum okkur fyrir hendur.
Næst var Alþýðuleikhúsið sem við stofnuðum
upphaflega á Akureyri sem ferðaleikhús. Við fórum
um landið með sýningar, til dæmis á verkum Böðv-
ars Guðmundssonar, Skollaleik og Krummagulli,
en þær sýningar voru síðar teknar upp fyrir sjón-
varp. Sýningin á Skollaleik þótti nýlunda, bæði
hvað varðaði stílfærslu og sem pólitískt leikhús:
gott dæmi um vel heppnað samstarf leikstjóra, sem
var Þórhildur, og höfundar. Svíum þótti til dæmis
mjög merkilegt að hægt væri að kombínera leikhús
og pólitik á þennan hátt.“
Ytri sársauka sló inn
„Á þessum tíma voru engir opinberir styrkir og
við bjuggum okkur til styrktarmannakerfi í kring-
um Alþýðuleikhúsið. Mér er það mjög minnisstætt
þegar Ragnar í Smára kallaði mig til sín. Hann sat
með sína lambhúshettu og parkinsonsveiki og
sagði að trúlega yrðum við aldrei sammála í póli-
tíkinni en hins vegar væri Alþýðuleikhúsið vaxtar-
broddur í íslenskri leiklist og því vildi hann gjam-
an afhenda okkur tvö hundruð þúsund króna styrk,
sem voru miklir peningar á þessum tíma og mun
hærri upphæð en nokkur annar hafði styrkt okkur
um.
Á árunum 1977-78 fékk ég listamannalaun og not-
aði þau til að koma Alþýðuleikhúsinu suður til
Reykjavíkur. SÁL-skólinn var að útskrifa sinn eina
árgang og þá steyptust út á markaðinn fjörutíu
leikarar. Þá var mikið líf í Alþýðuleikhúsinu. Ég
var þá ráðinn til Þjóðleikhússins en 1981 tók ég
mér ársfrí því þá fengum við Hafnarbió og settum
þar meðal annars upp Don Kíkóta og Stjórnleysingi
ferst af slysforum. Vonandi var maður þá farinn að
þroskast og taka öðruvísi á hlutunum. Samt sem
áður vorum við enn að gera tilraunir og prófa okk-
ur áfram. Á þessum árum var líka mikið að gera í
útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndum en um svipað
leyti lék ég Gísla Súrsson í Útlaganum, kvikmynd
Ágústs Guðmundssonar.
Þá var fótunum skyndilega kippt undan mér. Ég
varð fyrir slysi árið 1984; þá urðu kaflaskil. Öll
svona áföll setja mark sitt á mann og maður þarf að
endurmeta hlutina. Þarna hófst kannski nýtt tíma-
bil þar sem ytri sársauka sló inn. Ég fékk hlutverk
þar sem ég þurfti að fara undir skinnið á sjálfum
mér; sökkti mér dýpra í verkin.
Og svo heldur lífið áfram að lemja mann. Allt
markar mann en ég vona að mér hafi að mörgu
leyti tekist að snúa því til betri vegar og látið áföll-
in hjálpa mér í kúnstinni."
Ekkert heilt nema legið
Áfallið sem þú talaðir um var þegar þú féllst ofan
af vinnupöllum við húsið þitt.
„Já. Þetta var um vor og við Kjartan Bjarg-
mundsson vorum uppi á stillans við þriðja mann.
Við vorum að byggja hæð ofan á Óðinsgötuna; við-
koman var mikil, fimm börn, og eitthvað þurfti að
gera í málunum. Við vorum að koma úr hádegis-
mat og á leiðinni upp til að festa efra dekkið á
vinnupallinum. Við höfðum valið langböndin vand-
lega en samt sem áður leyndist kvistur í einu
þeirra. Það var í lagi meðan einn var uppi í einu en
þegar við stóðum þar allir þrír brast langbandið og
við hröpuðum niður á stéttina. Ég mölbraut á mér
báða hæla og ökkla og Kjartan ökklabrotnaði. Það
vildi svo vel til að lögreglumaður á bifhjóli átti leið
fram hjá í því sem pallurinn hrundi. Það vildi okk-
ur til happs hversu fljótt sjúkrabíll kom á staðinn.
Það fór betur en á horfðist.
Ég hafði þá tekið að mér hlutverk prests í kvik-
myndinni Gullsandi eftir Ágúst Guðmundsson.
Þegar hann kom til mín á sjúkrahúsið sagði ég að
það gengi bara betur næst með samstarf. En hann
var ekki á því; var ákveðinn í að reyna þetta. Ég
hélt hann væri orðinn vitlaus. Allt var sett af stað:
Bæklunarsérfræðingar bjuggu til tól sem héldu
mér uppistandandi. Ég var síðan skrúfaður ofan í
sandinn á tökustað. Ég hélt það myndi líða yfir mig
því blóð hafði aldrei runnið niður í fæturna þær
vikur sem liðnar voru frá slysinu. En ég lifði fyrsta
daginn af og lék afganginn af myndinni á hnjánum;
reyndi að leika tiltölulega eðlilega fyrir ofan mitti.“
Heldurðu að það hafi hjálpað þér í batanum að
þér var ýtt strax út í leikinn að nýju?
„Já. Meðan ég var í endurhæfingu á Grensás-
deildinni lék ég einnig í framhaldsleikriti í Útvarp-
inu. Ég fór um allt í hjólastólnum. Það var þá sem
ég mætti á fund niðri í Þjóðleikhúsi og Flosi Ólafs-
son sagði: „Oft hef ég öfundað Arnar, vin minn, en
nú vildi ég ekki vera með tærnar þar sem hann hef-
ur hælana“. Og allmörgum árum og skurðaðgerð-
um síðar sagði Randver Þorláksson, vinur minn, að
líklega væri ekkert orðið heilt í mér nema legið.“
og dansa eins og videysingur“
Þetta hlýtur að hafa verið erfitt fyrir leikarann
sem fór heljarstökk aftur á bak og áfram. Hugsað-
irðu aldrei um að kannski væri ferillinn búinn?
„Nei, ég hugsaði það aldrei. Ég var alltaf ákveð-
inn í því að leika áfram. Ég þurfti að vísu að læra
að ganga upp á nýtt en ég var ákveðinn í því að
koma mér á lappirnar þótt ég vissi ekki hversu
bæklaður ég yrði eða hversu mikið það yrði mér til
trafala á sviðinu. Það stendur við daginn minn í Af-
mælisdagabókinni að glaðlyndi, fjör og áhyggju-
leysi séu aðalþættir skapgerðar minnar og ég
ákvað að taka mark á þvi. Þannig fór ég í gegnum
þetta. Og kannski lærði ég að nýta aðra þætti í leik-
aranum Arnari Jónssyni.
Eftir nokkur ár var ég orðinn tiltölulega góður og
„Kjarni listarinnar er kjarni okkar sjálfra. Ég gleymdi því stundum; hafði bara ekki meira vit en það. Við erum öll kjánar.
Síðan slær þessum sannindum niður einhvern tíma á lífsleiöinni."
DV-mynd Hari
þótt ég gæti hvorki hlaupið né stokkið bar ekki
mikið á því. Ég fór að æfa golf til að styrkja mig og
láta blóðið renna betur. Það var óskaplega gaman
að verða þokkalegur íþróttamaður á gamals aldri
og ég er enn að lækka í forgjöf. Allt hjálpar þetta og
eflir mig.
Núna er ég til þess að gera nýstiginn upp úr
þremur aðgerðum sem allar eru afleiðingar slyss-
ins. Sú fyrsta var á hné þar sem sett var hálf stál-
kúla en síðan kom í ljós að ég gat ekki gengið þvi
það var kjúka í kjúku. Það þýddi að í fyrravetur
gekkst ég undir uppskurði á báðum fótum. Þegar ég
byrjaði að æfa hlutverk Helga í Veislunni var ég því
á hækjum. Svo datt einhverjum í hug að ég væri góð-
ur dansari og í Með fullri reisn stytti ég mér leið til
heilbrigðis og dansa eins og vitleysingur."
Bömin gengu sjálfala
Þið hjónin eigið miklu barnaláni að fagna.
„Já, fimm flott börn.“
Ferill þinn hefur verið mjög jafn, þú hefur aldrei
horfið af sviðinu, og Þórhildur hefur að sama skapi
haft mikið að gera. Hvernig fóruð þið að þessu?
„Börnin gengu bara sjálfala! Elsta dóttir okkar,
Guðrún Helga, hefur reynst okkur betri en enginn.
Hún er forkur og sá um uppeldið um tíma. Trúlega
ofgerðum við henni, ég vona að hún erfi það ekki
við okkur. Svo vöndust börnin á að koma með okk-
ur í leikhúsið. Við höfum líka átt góða að og það
hefur bjargað miklu. Auðvitað skiljum við ekki í
dag hvernig þetta gat gengið en bæði erum við
hjónin snörp til verka og þannig hefur það orðið
auðveldara. En þetta hefur reynt á og það hefur
hrikt í stoðum, annað hvort væri nú.“
Það eru ekki miklar tekjur í leiklistinni.
„Nei, svo til engar tekjur, enda fórum við aftur og
aftur á hausinn og átum bílana okkar. Það er eins
og það er.“
Styttíst í uppdráttarsýki
Þú talaðir um pólitíska leikhúsið á áttunda ára-
tugnum. Leikhúsið í dag er ekki mjög pólitískt.
„Nei, það vantar dálítið á það. Átökin mættu væg-
ast sagt vera meiri, sérstaklega eins og veröldin
snýst um þessar mundir.“
Af hverju heldurðu að pólitíkin sé ekki meira
áberandi í leikhúsinu en raimin er?
„Leikhúsið er barn síns tíma. Það missti sig dálít-
ið út í vinsældakapphlaupið og fór að keppa við
kvikmyndir og sjónvarp sem er að mörgu leyti eðli-
legt. Þvi miður virðist enginn skilningur á því hvað
listir eru nauðsynlegar og færa okkur mikið. Menn
hafa einblínt um of á algildi hinnar sjáanlegu arð-
semi. Þegar menn missa sig alveg út í materíalisma
er ekki von á góðu. Þess vegna hefur kúnstin borið
skarðan hlut frá borði og ekki fengið til sín það sem
hún hefur þurft. Einnig leitast hún við að halda sér
gangandi á annan hátt og er þar með komin í erfiða
stöðu. Hún hættir kannski sjálfsgagnrýni eða rit-
skoðar sjálfa sig fyrirfram, þorir ekki að taka
áhættu og hættir að stríða sjálfri sér. Þegar svo er
komiö styttist i uppdráttarsýki. í póstmódemisman-
um er allt lagt að jöfnu og menn þora ekki að standa
með sínu. Það er mikið um flinkheit og það vantar
ekki endilega hugmyndaflug heldur miklu frekar
stefnu. Menn gera einhver tilhlaup en ekki meira.
Þetta liggur i tíðarandanum. Við höfum búið lengi
við stjórnvöld sem hafa ekki haft þann skilning sem
mér finnst þurfa og ákveðin ritskoðun kemur eins
4-
og dauð hönd yfir allt. Menn finna fyrir því og það
smitar yfir á alla stjómun því það er ekki vel séð að
menn séu með uppsteyt. Menn eru fljótir að ritskoða
sjálfa sig niður í millileið sem allir geta sætt sig við.
Og þannig lifir engin kúnst góðu lífi; fyrr eða slðar
verða allir að horfast í augu við sjálfa sig.“
Róttækari og pólitískari nú
Saknarðu þeirra tíma þegar leiksýningar vöktu
meiri viðbrögð?
„Það var voðalega skemmtilegt - og aðsóknin
jókst. Þannig að menn þurfa ekki að hafa áhyggjur
af því.“
Ertu alltaf jafn róttækur og pólitískur?
„Á annan hátt en kannski róttækari og pólitískari
nú en áður. Línurnar eru skýrari og ég veit betur
hvað hugnast mér og hvað ekki.“
En hafa viðhorf þín til leikhússins og listarinnar
breyst?
„Stundum sló maður vindhögg og stundum kom
maður aftan að sjálfum sér, fór offari og gleymdi að
kúnstin er engin dægurfluga; hún krefst íhygli og
næðis og leitar inn á við en ekki í einhverjar kenni-
setningar. Kjarni listarinnar er kjarni okkar sjálfra.
Ég gleymdi því stundum; hafði bara ekki meira vit
en það. Við erum öll kjánar. Síðan slær þessum
sannindum niður einhvern tíma á lífsleiðinni. Og sé
manni gáfa gefin verður ekki færst undan því að
finna leið til að hlúa að henni. Ég hef í seinni tíð
reynt að komast að því hvaða tónar eru hreinir í
þeirri hörpu sem mér var gefin.“
Kjarninn hefur sem sagt færst nær sálinni?
„Já, og ég held að slagkrafturinn komi þaðan.“
Veröa ekki hlutverkin betri meö aldrinum?
„Jú, og þau verða kröfuharðari. Maður getur ekki
komist og vill ekki komast auðveldlega frá neinu
hlutverki. Þá komum við að því að stundum er
reynslan ekki metin nægilega mikils í leikhúsinu.
Það er gott að vinna með óreyndum leikstjórum í
bland við reyndari og ég hef verið mjög heppinn
hvað það varðar. En það gengur náttúrlega ekki í
leikhúsi að nýta ekki þá bestu krafta sem til eru;
það er eins og að skipa alltaf varamönnum inn á í
handbolta. Þá tapast leikurinn. Þetta hefur verið
talsverður ljóður á ráði leikhúsa hér á íslandi. Það
mætti gera meira að því að fá góða erlenda leik-
stjóra hingað til lands og nýta betur krafta þeirra
góðu innlendu leikstjóra sem eru vannýttir í dag.“
Augnablikið sem gleymist ekki
í hverju felst galdur góðs leikara? Hvað er það
sem heillar þig í fari leikara þegar þú hefur upplif-
að þínar stærstu stundir sem áhorfandi?
„Það er flókið samspil margra þátta. Leikari þarf
að hafa dirfsku, innsæi, stórt hjarta til að miðla
sterkum tilfinningum áreynslulaust til fólks og leik-
arinn verður að þora að hvíla í kringumstæðunum
með allt sitt; sú einbeiting býr til augnablik sem fólk
gleymir ekki. Þegar leikarinn kemur inn á svið
verður hver einasta fruma að vera í gangi, hann
verður að vera heitur að innan og fullur af orku og
tilfinningu þannig að leysigeislinn hitti áhorfand-
ann beint í hjartað. Þegar þetta tekst nær leikarinn
áhorfendum hvort sem þeir eru hundrað eða þús-
und.“ -sm