Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2003, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2003, Page 23
LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 H e lcjd rö lacf 33 "V 23 ... eitthvað fyrir þig? Líkamínn saltaður Lækningamáttur saltsins er fyrir löngu kunnur enda hefur það í áraraðir verið notað í bakstra og fótaböð. Þeir eru margir sem kannast við það að hafa verið í sólarlöndum þar sem þeir virðast geta gengið endalaust en það er söltum sjónum, sem fólk er alltaf að baða sig í, fyrir að þakka. Saltið friskar upp likamann, eykur orku og minnkar slen. Þessa tilfinningu er nú hægt að kaupa frá merkinu Vichy sem býður upp á „Thermal spa spray" sem er stútfullt af náttúrulegum söltum sem styrkja náttúrulegar varnir húðarinnar, afstífla hana og róa. Efninu er einfaldlega úðað á kroppinn kvölds og morgna eftir sturtu eða bað. Eftir að efninu hefur verið úðað á líkamann er það látið bíða á húðinni um stund áður en hún er þurrkuð með hand- klæði. Fljótlegt í notkun og hentar vel þeim sem nenna ekki að vera alltaf að bera á sig krem. Flextencilmaskarinn frá Lancðme: Lengir, sveigir og þekur „Flextencils" er nafnið á maskara frá Lancóme (Full Extension and Curving Mascara) sem sveigir og lengir augnhárin sérlega mikið. Maskari þessi er til í fimm litatónum með fallegu endurkasti. Maskarinn skilur augnhárin eftir fallega sveigð og aðskilin og eru áhrifin endingargóð. Maskarinn er prófaður af augn- læknum og hentar vel fyrir viðkvæm augu og linsunotendur. Umbúðir maskarans undirstrika hin sveigjandi áhrif hans Morgunmatur á hlaupum Kellogg's hefur sett á markaðinn alveg briilljant morgunmat, „Kellog's Specia sannkallaða orkustöng sem mettir mann vel. Að vísu minnir stöngin óneitan- lega á fuglafóður við fyrstu sýn en bragðið er mjög gott. Ekki spillir heldur fyrir að einungis 90 kaloriur eru í hverri stöng. Stykkið kostar 45 krónur í Bónus. ÞARFASTI ÞJÓNNINN! BONUSVIDEO Ásfrin grennir Italir telja að besta leiðin til þess að grennast sé að verða ástfanginn. Astin gefur nefnilega sömu hamingjutilfinningu og súkkulaði og sætar kökur og þegar við erum ástfangin leitum við minna í slíkar vörur, að sögn ítalska blaðsins Dimagrire. Banda- rískir vísindamenn hafa hins vegar fundið út að þeir sem vilja grenna sig verði að ná góðum nætursvefni. Rannsóknir sem gerðar voru í Montefiore Medical Centre í New York sýndu að þeim mun minna sem maður sefur því meiri verður löngunin í mat, ekki síst á kvöldin. Samkvæmt þessu ættu sem sagt þeir sem hafa í hyggju að grenna sig í ár að reyna að verða ástfangnir og ná góðum, djúpum svefni á næturnar. Fyrsta flug 27. febrúar. báðar leiðir með flugvailarsköttum. Sala farmiða og nánari upplýsingar: www.icelandexpress.is Söluskrifstofa Suðurlandsbraut 24 ; Gildir ef bókað er á Netinu. Athugið takmarkað sætaframboð. Sími 5 500 600. Opið frá 9-17 alla virka daga. UTSALAIM 1 FULLUM GANGl MIKIÐ VÖRUÚRVAL - FULLT AF TILBOÐUM 20-70% afsláttur sama verð Stóll sem breytist í tröppu Yerð: 9 9Q0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.