Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2003, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2003, Qupperneq 24
24 HeÍQctrbfctö 33 "V LAUOARDAGUR 29' JANÚAR 2003 IVIatur og vín________________ Umsjón Gunnþóra Gunnarsdóttir Hrogn koma úrmörgum tegundum fiska og nefnast þeir einu nafni hrognfiskar. Hérá landi er algengast að borðuð séu þorskhrogn en ígulkerahrogn eru ímiklu eftirlæti i/íða, til dæmis íJapan. Þar eru líka borðuð loðnuhrogn og hafa Japanar trú áað þau auki kgngetuna. I Kína eru þurrkuð og söltuð rækjuhrogn notuð ímatreiðslu, til dæm- is ísúpur. Hrogn eru líka þekktsem kavíar. Ekta kavíar er úr stgrjuhrognum en stgrjan lifir íám og vötnum íAustur-Evrópu og íKaspíahafi. Hér á landi eru m.a. grásleppuhrogn seld sem kavfar. Hrognin eins og þau koma fgrir úrskepnunni eru ílaginu eins og buxur og þvíer oft talað um hrognabrók eða brækur. Utan um þau er þgkk himna sem heldur þeim sam- an. Þó er hún ekki sterkari en svo að gæta þarfþess að sjóða hrognin við vægan hita svo hún rifni ekki og hrognin fljóti út t soðið. Algengast er að hrognin séu soðin ísalt- vatni, með lifur og ngjum fiski, og þgkir mörgum það herramannsmatur. Alíslenskt hráefni sem ber að gefa gaum -segir Rúnar Marvinsson á veitingastaðnum Við Tjömina „Mér finnst full ástæða til að halda hrognum að fólki. Þetta er alíslenskt hráefni, hollt og gott og eitt af því sem við íslendingar erum ekki kom- in nógu langt í að þróa notkun á. Ég tel að við eigum að gefa þeim matvælum auk- inn gaum sem eru í kring um okkur, hvort sem þau eru úr jurta- eða dýraríkinu," segir Rúnar Mar- vinsson, matreiðslumeistari á veitingahúsinu Við Tjörn- ina. Hann telur mjög fá veitingahús vera með hrogn á boðstólum að staðaldri og furðar sig á því. Sjálfur kveðst hann vera svo þrjóskur að hann matreiði hrogn allt árið um kring, enda eigi hann alltaf birgðir af þeim. Rúnar kveðst nota hrognin bæði í paté og salöt en mest þó í forrétti. Hann hefur not- að þorskhrogn í kæfu ásamt með ígulkerahrogn- um og sú reyndist geysigóð. „Svo eru auðvitað til aöferðir við að framreiða hrogn frá því í gamla daga. í Vestmannaeyjum var til dæmis brókinni stundum snúið við og hún fyllt með lifur. Þá kom þetta þannig út þegar hrognin voru skorin niður í sneiðar að lifrin var inni í þeim,“ segir hann. Rúnar gefur DV uppskrift að góöum en einföld- um forrétti. Hún er ætluð fjórum. Brókin er tekin i sundur og hvorri „skálm“ fyrir sig er pakkað í plastfilmu. Suðu er komið upp á vatni í potti, með smá salti í. Þar út í eru hrognin sett og þar eru þau látin standa í 10-15 mínútur en mega ekki sjóða, bara stífna (og verða eins og ung- meyjarbrjóst viðkomu - segir Rúnar). Eftir það eru þau skorin í sneiðar, sneiðarnar penslaðar með hvítlauksolíu og kryddaðar með salti og pipar. Síð- an eru þær steiktar í smjöri örlitla stund á hvorri hlið og teknar af pönnunni. Blaðlaukurinn er skorinn í grófar sneiðar og hann er svissaður á pönnunni, ásamt kaperskorn- unum. Tekinn af líka. Soðið og hvítvínið er sett út á pönnuna, aðeins soðið niður og rjómaslettu fleygt út á. Hrognin eru sett í sjóðandi vatn með salti og hald- ið við suðu í 20-30 mínútur. Á meðan eru hrísgrjón- in einnig soðin. Hrognin eru tekin upp úr og sneidd í ca eins sentímetra þykkar sneiðar. Laukur, sveppir og hrísgrjón eru steikt létt í smjöri á pönnu, síðan sett á disk og hrísgrjónasneið látin ofan á. Hrogna- sneið er svo lögð ofan á ásamt sýrðum rjóma. nokkur kaperskorn 1/2 bolli fisksoð 1/2 bolli hvítvín 1/2 bolli riómi 200 a hrísarión 100 q laukur 100 a sveppir 1 tsk. salt 50 a smiör 1 dós svrður riómi Hroan með blaðlauk oa kapers 1 meðalstór hroanabrók 1/2 blaðlaukur Hrís- grjóna réttur með hroqnum 1 brók hrogn, með- alstór LAUGARDAGUR 25. JANUAR 2003 HelQarblaö DV DV-myndir Hari Hrognin eru skorin í ca eins sentímetra þykkar sneiðar eftir að þau hafa veríð látin stífna hægt í heitu vatni í kortér til tuttugu mínútur, vafin í plast- filmu. Blaðlaukurínn er svissaður að- eins ásamt kapeskornum. Fisksoði og hvítvíni bætt á pönnuna og kveikt í svo lostæt- ið logi. Rúnar er reyndur í faginu og fiskréttir af ýmsum toga eru á hans matseðli. Hér eru það hrognin sem hann framreiðir sem forrétt með blaðlauk og léttri sósu. Sykurlaust eðalsérrí og ástralskt chardonnay — er val Guðrúnar Gunnarsdóttur hjá Eðalvínum Þegar minnst er á sérrí sér fólk gjaman fyrir sér dökkan og sætan drykk i nettu glasi, eitthvað sem smjattað er á eins og konfekti. En sérrí er ekki endilega það sama og sérrí, þ.e. sérrí er til i ýms- um myndum. Ekki bara dísætt eins og margir þekkja það. Guðrún Gunnarsdóttir hjá Eðalvínum ákvað að kynna Tio Pepe til sögunnar í þetta sinn, sérrí sem er algjörlega sykurlaust og telst yfirleitt til aðals sérrítegunda. Allt sérri er upphaflega hugsað sem „fino“ sérrí en það getur breyst á mismunandi þroskastigi. Eft- ir fyrstu gerjun er vínið styrkt léttilega með sérrí- brandý og síðan hefst þroskaferli vínsins í stórum eikartunnum sem aldrei eru fylltar alveg. Þar af leiðandi er mikið loft í tunnunum sem veldur því að mjög þykk mygluskán (flor) getur myndast ofan á víninu. Þessi mygluskán getur orðið það þykk og þétt að nánast ekkert loft kemst að víninu. Hins vegar myndast ekki alitaf mygluskán á víninu og það vín er þá sérmerkt sem Oloroso vín. Tio Pépe er Fino sérri eins og það gerist best. Upp- lagt er að drekka Tio Pepe ískalt í fordrykk og halda svo áfram með forréttinum. Tio Pepe hentar til dæm- is mjög vel með hrognum eins og þeim til hliðar hér í opnunni. Tio Pepe er þurrt, ferskt og fíngert með keim af eplum. Það á alltaf að drekka vel kælt (um 7 gráður). Mikil fylling er í keim og bragði og smá sveppakeimur getur verið í ilmi. Tio Pepe er ótrúlega fjölhæft vin en það nýtur sín vel sem fordrykkur, sem svaladrykkur á heitum degi eða með sjávarréttum og köldum kjötréttum, t.d. bragmiklum kryddpylsum eða köldu svína- eða fuglakjöti. Þá hentar Tio Pepe ein- staklega vel með Tapaz réttum. Tio Pepe kostar 1830 krónur í verslunum ÁTVR. Margir kjósa heldur hvítvín með hrognafor- réttinum og þar mælir Guðrún með Black Opal Chardonnay frá Beringer Blass-samsteyp- unni. Black Opal er hluti af Wolf Blass-lín- unni en Wolf Blass var valinn besti vín- framleiðandi heims 2002, hlaut „Robert Mondavi Winemaker of the year ( Trophy“. Þetta er sennilega mesta viður- kenning sem fyrirtæki eða vara í vínheim- inum getur fengiö en mög hundruð framleið- endur og fleiri þúsund vörur keppa á hverju ári og eru sigurvegaramir valdir af framleið- endunum sjálfum. Black Opal Chardonnay frá Wolf Blass er mjög ávaxtaríkt vín með töluverðum keim af melónum og ferskjum. Það er örlítið „rjómað“ af seinni gerjun (malolactic). Black Opal Chardonnay hentar vel með hvítlauk, blaðlauk og kapers sem er notað í hrognaforréttinn. Þetta vín passar einnig sérlega vel með grilluð- um kjúklingi, bæði köldum í salati eða heitum. Það þolir einnig nokkuð kryddaðan mat. Black Opal Chardonnay kostar 1300 krón- ur í kjarnabúðum ÁTVR. Umsjón llaukur Lárus Hauksson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.