Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2003, Qupperneq 27
LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003
HelQarblacf 33V
2*7
Hoffman og Pacino
Það hefur stundum ver-
ið sagt um skærustu
stjörnur kvikmyndanna af
karlkyni að þeir standi
ekki upp úr stígvéli og
þurfi að príla upp á kassa
til þess að kyssa leikkonur
sem eru meira en 1,60. Um
þetta eru til ýmsar sögur
og sumar sannar.
Tveir mögnuðustu leik-
arar í amerískum kvik-
myndum á seinni árum
eru án efa þeir Dustin
Hoffman og A1 Pacino. Ég
hef aldrei séð þeim tildrað
upp á kassa til þess að
kyssa kvenhetjur sínar
heldur sýnast þeir yfirleitt
vera hávaxnir og myndar-
legir. Hið sanna er að þeir
eru jafnstórir og ná 1,66 á
hæð sem er samkvæmt
framanskráðu 15 sentí-
metrum lægra en íslensk-
ur meðalmaður. Hin
grannvaxna Calista Flock-
hart sem lék Ally McBeal og kynbomban Marilyn
Monroe eru jafnstórar og þeir Pacino og Hoffman.
Dylan og Patsy Cline
Bob Dylan er óumdeilt
einn áhrifamesti tónlistar-
maður sinnar kynslóöar
en hann er samt aðeins
1,68 á hæð og svo skemmti-
lega vill til að það var
einnig hæð Patsy Cline
sem var ofurvinsæl sveita-
söngkona. Sennilega er
þetta það eina sem Cline
og Dylan eiga sameiginlegt
en leikkonurnar Juliette
Binoche, Penelope Cruz og
Bob Dvlan. Qorjs Day náðu þessari
sömu hæð.
Tom Cruise, sem er ein
skærasta karlstjarna
Hollywood um þessar
mundir og aukinheldur
heitbundinn Penelope
Cruz, hefur rétt vinning-
inn yfir unnustuna því
Cruise er 1,70 á hæð. Ant-
hony Hopkins sem er síst
ófrægari en Cruise deilir
hæðartölu með honum en
það gera einnig fleiri leik-
arar eins og Kim Basinger,
Greta heitin Garbo og
Tom Cruise. jjane Berry. Bruce Lee,
bardagahetja og leikari,
var 1,70 á hæð og það er líka Billy Joel og leikkonurn-
ar Angelina Jolie og Hilary Swank sem varð fræg fyr-
ir aö leika karlmann. Jafnstór þeim er einnig Traci
Lords sem er eina leikkonan sem hefur náð frama í
hefðbundnum kvikmyndum eftir áralangan feril í
klámmyndum.
Douglas og Bogart
Humphrey Bogart var
1,73 á hæð sem er farið að
slaga upp i meðalhæð ís-
lenskra karlmanna. Jafn-
háir honum eru leikarar á
borð við James Dean, Kirk
Douglas, Billy Crystal og
Matthew Broderick en
einnig leikkonurnar Julie
Andrews, Cher og Sophia
Loren.
Þetta er einkar fjöl-
breyttur stærðarflokkur
Kirk Douglas. þvj J 73 a hæð eru einnig
Isabella Rossellini og Ben
Stiller sem bæði eru leik-
arar en Frank Sinatra var
einnig 1,73 á hæð. Frankie
er jafnstór og Elton John
og Ringó Starr og enn má
segja að þetta sé sennilega
það eina sem tengir þá
saman.
Af frægum leikkonum í
þessum stærðarflokki má
nefna Kate Winslet og
Catherine Zeta Jones sem
báðar eru 1,73 á hæð.
Matthew Broderick.
Cameron Diaz.
Antonio Bandcras.
Hávaxnar konur
Þegar komið er upp 1
1,75 á hæðTer konum mjög
að fækka á umræddum
lista. Sennilega telst 1,75
vera frekar hávaxin kona
en nefna má nokkrar
þekktar leikkonur sem ná
þessari hæð. Þetta eru
Cameron Diaz, Jamie Lee
Curtis, Gwyneth Paltrow,
Julia Roberts og Elizabeth
Hurley sem er reyndar
frægust fyrir að vera fyrir-
sæta, móðir og fyrrverandi
kærasta Hugh Grants.
Það er hins vegar eng-
inn hörgull á frægum karl-
leikurum sem eru ná-
kvæmlega 1,75 á hæð en
þarna eru Antonio Bander-
as, Richard heitinn
Burton, Robert de Niro,
Michael Douglas, Paul
Newman og Jack Nichol-
son svo fáeinir séu nefnd-
ir. Fred Astaire var 1,75 á
hæð en hann var flinkasti
dansari hvíta tjaldsins um
miðja síðustu öld.
Michael Jackson.
Sylvester Stallone.
Jackson
og Liberace
í hópi þeirra sem mælast
1,78 á hæð er að finna tvo
mjög undarlega en fræga
skemmtikrafta sem eru
annars vegar píanistinn
Liberace og hins vegar
Michael Jackson söngvari
og stundum nefndur kon-
ungur poppsins. Bruce
Springsteen, konungur
rokkaranna er 1,78 á hæð
og það er lika Sean Penn,
leikari og leikstjóri. Sylv-
ester Stallone og Jean
Claude VanDamme eru báð-
ir í þessum stærðarflokki
og það opnar augu manns
fyrir því að sennilega virð-
ast þeir báðir minni en efni
standa til því þeir eru svo
breiðir.
Þegar komið er í þessa
hæð eru konur nær alveg
horfnar en þó er skylt að
geta þess að Laura Dern
leikkona er 1,78 á hæð.
Gérard Depardieu.
Claudia Schiffer.
Nixon og Anne
Nicole-Smith
Nokkrir þekktir leikar-
ar mælast 1,80 sem er
meðalhæð íslenskra karl-
manna og má þar nefna
Kevin Bacon, Alec Bald-
win, Gérard Depardieu,
Mel Gibson, John
Gielgud og Hugh Grant.
Woody Harrelsson er 1,80
og það var líka John
Lennon.
Tvær konur mjög
þekktar ná 1,80 en það
eru Vanessa Redgrave
leikkona og Claudia
Schiffer, fyrirsætan
fræga.
Við skulum ljúka þess-
ari upptalningu á því að
nefna stærstu konuna
sem við fundum á þess-
um lista en það er Anne
Nicole-Smith sem er fræg
fyrir að vera fræg ekkja
milljarðamærings og
fyrrum Playboy-fyrir-
sæta. Richard Nixon, um-
deildasti forseti Banda-
ríkjanna á 20. öld, var
1,82 á hæð eins og Anne
Nicole og enn má segja að
það sé sennilega það eina
sem þau hafi átt sameig-
inlegt.
-PÁÁ
Sissa tíshuhús
Hveifisgötu 52, sími 562 5110.
Styrkir
til úrbóta á ferðamannastöðum
Á þessu ári mun Ferðamálaráð íslands
úthluta styrkjum til úrbóta í
umhverfismálum á ferðamannastöðum
um allt land
Úthlutað verðurtil framkvæmda á vegum einstakl-
inga, fyrirtækja, félagasamtaka og sveitarfélaga,
sem stuðla að verndun náttúrunnar, samhliða
bættum aðbúnaði ferðamanna.
Kostnaðaráætlun þarf að fylgja með umsókn, svo
og önnur skilgreining á verkinu.
Nauðsynlegt er að einn aðili sé ábyrgur fyrir
verkinu.
Gert er ráð fyrir að umsækjendur leggi fram
fjármagn, efni og vinnu til verkefnisins.
Verkefnin stangist ekki á við gildandi skipulag og
séu unnin í samráði við sveitarfélög.
Styrkir verða ekki greiddir út fyrr en framkvæmdum
og úttekt á þeim er lokið.
Styrkþegum gefst kostur á ráðgjöf hjá Ferðamála-
ráði vegna undirbúnings og framkvæmda.
Nánari upplýsingar veitir Valur Þór Hilmarsson,
umhverfisfulltrúi, valur@icetourist.is
Umsóknum ber að skila á eyðublöðum sem fást á
skrifstofum Ferðamálaráðs á Akureyri og í Reykjavík
auk þess sem þau eru aðgengileg á heimasíðu
Ferðamálaráðs, www.ferdamalarad.is
Umsóknarfrestur er til og með 14. febrúar og skulu
umsóknir berast skrifstofu Ferðamálaráðs á
Akureyri.
Ferðamálaráð íslands
Strandgötu 29, 600 Akureyri
Sími 461 2915
►
►
►
►
►
►
►
►
►
Smáauglýsingar
bílar, bátar, jeppar, húsbílar,
sendibílar, pallbílar, hópferðabílar,
fornbílar, kerrur, fjórhjói, mótorhjól,
hjólhýsi, vélsleðar, varahlutir,
viðgerðir, flug, lyftarar, tjaldvagnar,
vörubílar... bílar og farartæki
550 5000