Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2003, Blaðsíða 36
40
Helcyarblað 33V LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003
Þegar gula pressan
stal menningunni
eftir Aðalstein Ingólfsson
I ár verða Menninqari/erðlaun
DV veitt í25. sinn. / tilefni af
þvírifja nokkrir sérfræðinqar
upp söqu verðlaunanna íHelq-
arblaði DVoq birtast fyrstu
tvær qreinarnar ídaq.
Á miöju sumri ársins 1977 bauð
Jónas Kristjánsson ritstjóri mér
fullt starf á Dagblaðinu, en þá
hafði ég skrifað um myndlist og
allrahanda menningarmál fyrir
blaðið og forvera þess frá því um
sumarið 1974.
Þegar leið á árið 1978 kom hug-
myndin um einhvers konar
menningarverðlaun æ oftar upp í
tali okkar Jónasar og Ólafs Jóns-
sonar, sem var helsti bókmennta-
og leiklistargagnrýnandi blaðsins.
Ólafur hafði að vísu ekki ýkja
góða reynslu af slikum verðlaun-
um, því Silfurlampanum, verð-
launagrip leiklistargagnrýnenda,
hafði fimm árum áður verið hafn-
að við opinbert tækifæri af þjóð-
kunnum leikara, og ári siðar var
Silfurhesturinn, verðlaunagripur
bókmenntagagnrýnenda, einnig
sleginn af. Þó var Ólafur enn á
því að öll slík verðlaun efldu um-
ræðu um listir.
Nú les ég ekki hug manna,
þannig að ég veit ekki gjörla hvað
Jónasi gekk til að styðja hug-
myndina um menningarverð-
laun, nema hvað ég ímyndaöi
mér að hann hefði ekkert á móti
því að menn væru á öndverðum
meiði um þau, svo fremi sem
ágreiningur þeirra yrði til þess
að selja fleiri eintök af blaðinu.
Með stofnun verðlaunanna var
einnig dregin burst úr nefi Morg-
unblaðsmanna, en á þeim tíma
litu þeir á sig sem sérstaka
vörslumenn íslenskrar menning-
ar, og lengi á eftir var lagst gegn
því á Morgunblaðinu að gagn-
rýnendur blaðsins tækju þátt í
dómnefndarstörfum vegna menn-
ingarverðlauna Dagblaðsins/DV.
Þess ber að geta að þessu óskráða
banni var aflétt eftir áratug eða
svo, þegar sýndi sig að hvorki DV
né menningarverðlaunin ætluðu
að leggja upp laupana.
Yfirbót
Allt um það var samþykkt á
Dagblaðinu að hefja veitingu ein-
hvers konar menningarverðlauna
eftir áramótin 1978-79 og var mér
falið að útfæra hugmyndina nán-
ar. Ekki var gengið út frá neinni
útlendri fyrirmynd, einungis af-
ráðið að verðlaunin skyldu vera
fleiri en ein og einskorðast við
þær listgreinar sem reglulega væri
fjallaö um af gagnrýnendum blaðs-
ins, væru eins konar uppskeruhá-
tíð listgagnrýninnar. Fyrstu árin
voru því veitt verðlaun fyrir mark-
verð framlög til bókmennta, mynd-
listar, tónlistar, leiklistar, kvikmynda og byggingar-
listar. Frekar stopul skrif um listhönnun urðu til þess
að einnig var farið að veita menningarverðlaunin í
þeirri grein. Raunar voru skrif um listhönmm og
byggingarlist á köflum svo stopul, að verðlaunin komu í
stað þeirra, urðu eins konar yfirbót.
Við nánast hverja afhendingu verðlaunanna, yfir
landsfrægum og sérhönnuðum málsverði, minntist
Jónas Kristjánsson síðan á það aö brýnt væri að veita
Jónas Kristjánsson, ritstjóri Dagblaðsins, lieldur ræðu þegar Menningarverðlaun Dagblaðsins voru
veitt í fyrsta sinn árið 1979. A myndinni má sjá, talið frá vinstri: Ólaf Jónsson, leikhús- og bók-
menntagagnrýnanda, Jónas, Sigríði Björnsdóttur inyndlistarkonu og Thor Vilhjálmsson rithöfund.
Maturinn í menningarverðlaunamálsverðinum er listaverk út af fvrir sig og lagði Jónas Kristjáns-
ion, fyrrverandi ritstjóri DV, oft til að veitt yrðu verðlaun fyrir matarlist. Ekki hefur orðið úr því
Verðlaunagripirnir hafn verið gerðir af lielstu listnmönnum landsins á hverjum tíma. Hér sést Sig-
rún Ólöf Jónsdóttir skapa gripina sem veittir voru árið 1983.
einnig menningarverðlaun fyrir matseld. Einhverra
hluta vegna tókst honum ekki að afla þeirri hugmynd
nægjanlegs brautargengis.
Töluvert var rætt um þaö í upphafl hvemig ætti að
standa að vali listamannanna. Eins og Jónas Sen ýjar
að í grein sinni um tónlistarverðlaunin hér á eftir vor-
um við aðstandendur eilítið smeykir við að vera vænd-
ir um elítisma. Því var brugðið á það ráð að birta at-
kvæöaseðla í blaðinu, þar sem lesendum gafst kostur á
aö tilnefha listamenn til verð-
launanna. Raunar höfðum við
vaðið fyrir neðan okkur með því
að áskilja okkur rétt til að snið-
ganga þessar tilnefningar, ef þær
reyndust ekki nógu margar.
Þetta demókratí gafst ekki
nógu vel; tilnefningamar hlupu
einungis á nokkrum tugum, og
nöfn ýmissa þekktra sprelligosa
og poppara komu fyrir á seðlun-
um með grunsamlega stuttu
millibili.
Upp úr því - sennilega strax
við aðra veitingu verðlaunanna
- var farið að láta þriggja manna
dómnefndir alfarið um að velja
listamennina. Þetta fyrirkomu-
lag hefur verið óbreytt, og gefist
vel,í þann aldarfjórðung sem
verðjaunin hafa verið við lýði.
Reglán var sú að dubba listgagn-
rýnéndur blaðsins upp í dóm-
nefhdarformenn og velja þeim
þóknanlega meðdómendur, einn
fulltrúa listgreinarinnar og einn
forfallinn áhugamann um hana
úti í bæ. Smám saman var síðan
farið að innlima fræðimenn í
dómnefndimar, bókmennta- og
leiklistarfræðinga, svo og list-
fræðinga.
Endumýjun viðhorfanna
Fyrstu tíu árin skiluðu nefnd-
irnar einni endanlegri tillögu
um verðlaunahafa til ritstjóra
menningarmála, en meðan verð-
launin voru að slíta bamsskón-
um sat hann sjálfur í tveimur
nefndum. Sumir hafa sennilega
þótt heldur þaulsætnir í þessum
nefndum, en hins vegar hafa
nefhdirnar sjálfar oftar en ekki
tekið breytingum frá ári til árs,
sem leitt hefur til hæfilegrar
endurnýjunar viðhorfanna.
Undir 1990 fóru að heyrast
raddir um að það væri galið af
blaðinu að gera sér ekki meiri
mat úr þessum verðlaunaveit-
ingrnn. Gráupplagt væri að fá
dómnefhdirnar til að tilnefna
fimm kandídata í hverri list-
grein og birta þær nokkrum
vikum fyrir afhendinguna og
málsverðinn fræga; þannig
beindist athyglin að fleiri lista-
mönnum og spennan færðist í
aukana. Þessi siður hefur verið
í heiðri hafður allar götur síðan.
í tímans rás hefur nokkrum
listamönnum tekist að misskilja
þessar tilnefningar; líta á þær
sem formlegt boð á málsverðinn
í Þingholti, sem leiddi af sér
soldið pínlegar reddingar á síð-
ustu stundu.
Ég held að það hafi verið mín
hugmynd að hafa verðlaunagripi
breytilega frá ári til árs, þannig
að allir helstu handverksmenn
landsins fengju tækifæri til að
spreyta sig á þeim. Þannig yrði
einnig byggt upp lítið safh verð-
launagripa á blaðinu sjálfu. Hins
vegar má deila um hvort það
hafi gefið nógu góða raun að gefa
þessum handverksmönnum al-
veg ffjálsar hendur við gerð
gripanna. Ég minnist nokkurra erfiðra augnablika á
ritstjórninni, þegar Jónas Kristjánsson og fréttastjórar
stóðu opinmynntir andspænis einhverjum verðlauna-
gripnum úr grjóthnullungum eða hrosshársvafning-
um.
Þessum verðlaunaveitingum fylgdu töluverðar ann-
ir og margar svefnlausar nætur. Þó voru þær með því
skemmtilegasta sem fyrir mig bar á þessum upphafs-
árum mínum á blaðinu.