Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2003, Qupperneq 40
AA
Helgarttlaö 33 "V LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003
Ég drap eiginmanninn
- hann tuðaði of mikið
Óþarfa nöldur oq tuð qetur reqnst dqr-
keqpt oq jafnvel kostað menn lífið. Bind-
indismaðurinn Henrq Barlous varsífellt að
nöldra íeiqinkonunni fqrirað drekka of
mikið. Henrq fór að lokum qfirstrikið oq
konan drap hann með eldhúshnífi.
Laugardagskvöldin voru yfirleitt róleg á lögreglu-
stöðinni í Swan í Lancasskíri. Reyndar voru öll kvöld
róleg því að glæpir voru nánast óþekktir í þorpinu.
Jonah Jellyman varðstjóri var því einn á vakt um
miðjan janúar árið 1934 og átti ekki von á að verða
truflaður fyrr en á vaktaskiptum um miðnætti. Hann
bætti kolum í ofninn og kom sér þægilega fyrir, setti
fætuma upp á skrifborð og fór að lesa kvöldblaöið.
Ég drap manninn minn
Rétt fyrir klukkan tiu opnuðust útidyrnar og kald-
ur gustur lék um varðstofuna og í kjölfar hans kom
lítil gömul kona með tárin í augunum. Konan, sem
var með sjal yfir herðunum, gekk hægum en ákveðn-
um skrefum í átt að skrifborðinu en áður en hún gat
komið upp orði stóð varðstjórinn á fætur og spurði
hana hvað væri að.
Ætli hún hafi ekki týnt kettinum sínum, hugsaði
hann með sér.
„Ég ætla að gefa mig fram,“ sagði gamla konan sem
hét Eliza Barlow og var sextíu og fjögurra ára.
„Ha, hvað segir þú, vinan, fyrir hvað eiginlega?“
sagði Jonah hissa.
„Ég drap manninn minn,“ sagði hún um leið og tár-
in tóku að streyma niður kinnamar, „ég henti eldhús-
hnífnum í hausinn á honum klukkan hálfátta í kvöld
og nú er hann dauður.“
Eiginnmaður Elizu hét Henry Bar-
low, hann var
verkamaður og
níu árum yngri en
hún. Barlow-hjónin
bjuggu í litlu raðhúsi
við Pochdalegötu í
verkamannahverfi
Swan. Húsið var
hefðbundið, á tveim-
ur hæðum og hlaðið
úr múrsteini. Vegna
kuldans um veturinn
og gigtarinnar, sem
þjakaði og píndi
Henry, hafði hann flutt
rúmið sitt niður í eldhús
og sofið þar síðustu vik-
urnar.
Það var blóð úti um allt, á rúminu
og borðinu, á vaskinum og veggj
unum en mest var blóðið á
gólfinu, það flæddi yfir
þröskuldinn og út á götu.
Jonah Jellymann
skimaði rólega yfir
blóðvöllinn þar til
hann sá eldhúshníf-
inn á borðinu. Við
fyrstu sýn virtist
hnífurinn bitlaus
en hann var al-
blóðugur og
Jonah sá ekki
betur en það
væru gráar hár-
flygsur í blóð-
inu.
Kastaði
hnífnum
óvart
Við yfirheyrslu
daginn eftir sagði
Eliza rannsóknar-
lögreglumanninum
William Humble að
Henry hefði látist eftir
að hann fékk hníf í höfuð-
ið. Hún viðurkenndi að hafa
kastað hnífnum en sagðist
hafa gert það óvart.
„Ég var að skera brauð,“ sagði
hún og horfði í kjöltu sér, „og hann
var að tuða í mér eins og vanalega.
Ég sagði honum að hætta eða ég
mundi henda hnífnum í hann og
áður en ég vissi af lyfti ég hendinni
og kastaði hnífnum í höfuð-
ið á honum. Það sprautaðist blóð út um
allt og ég reyndi að stoppa blæðing-
una með því að rífa niður tusku
og vefja um höfuðið á honum.
Ég var í tvo tíma að bögglast
við að bjarga honum.“
Lögreglan var sannfærð
um að gamla konan væri
að segja satt. Allt benti
til þess að Henry Barlow
væri fyrsti Englending-
urinn sem létist vegna
þess að eiginkonan henti
hnif í höfuðið á honum.
Að yfirheyrslu lok-
inni var Eliza ákærð
fyrir morð.
Skaplítíll reglumaður
Henry Barlow var níu árum vngri
en kona lians. Ilann var stakur
bindindismaður og ljúfmcnni.
Hárflygsur í blóðinu
Eftir að hafa hlustað á játning-
una lokaði varðstjórinn Elizu inni
í fangageymslu og fór á vettvang.
Þegar Jonah kom á staðinn var
læknirinn E.F. Maitland þegar
mættur á svæðið ásamt íjölda forvitinna nágranna.
Lík Henrys Barlow lá á eldhúsgólfinu, alveg eins og
Eliza hafði sagt, með fæturna við kolavélina og höfuð-
ið undir borði.
Drápstólið
Eliza kastaði eldhúshnífnum í
höfuðið á eiginmanni sínum með
voveiflegum afleiðingum.
Jú, ég drap hann víst
Við nánari eftirgrennslan tókst
Jellyman og Humble að púsla saman
atburðunum sem leiddu til dauða
Henrys Barlow.
Eliza Barlow hafði verið á hverfis-
kránni frá klukkan eitt til hálfþrjú
daginn sem morðið átti sér stað. Hún
hafði drukkið þrjá bjóra og keypt einn til að hafa með
heim. Vertinn sagði að hún væri einn af fastagestun-
um og að hún hefði virst ódrukkin þegar hún fór.
Henry hafði aftur á móti sést á ferli fyrir klukkan sjö
Hverfiskráin
Á leiðiuni á lögreglustöðina kom Eliza við á hverfiskránni og fékk sér
einn bjór til að svala þorstanum.
Heimili Barlow-hjónanna
Húsið var liefðbundið, á tveimur hæðum og hlaðið úr múrsteini. Vegna
kuldans um veturinn og gigtarinnar hafði Hcnrv flutt rúmið sitt niður í
eldhús og sofið þar síðustu vikurnar.
um morguninn og ekki var annað á sjá á
honum en að allt væri í stakasta lagi.
Ada Sharrock, nágranni Bar-
low-hjónanna, sagði að Eliza
hefði verið í miklu uppnámi
þegar hún kom hlaupandi
inn um dyrnar hjá henni
um klukkan hálfníu um
kvöldið. „Hún sagðist
hafa drepið Henry og
bað mig að koma
heim með sér, en ég
trúði henni ekki og
sagði að það gæti
ekki verið satt. „Jú,
ég drap hann víst,“
sagði hún.“
Áður en frú
Sharrock fór heim
með Elizu bað hún
annan nágranna
þeirra, George
Schofield, að koma
með þeim. „Ég
hræddist það sem
beið okkar.“
Henry var enn með
lífsmarki þegar þau
komu i húsið. „Við reynd-
um allt hvað við gátum til
að bjarga honum,“ sagði Ada,
en við komum of seint og
hann lést nokkrum minútum síð-
ar.“
„Ó, hvað á ég að gera,“ snökti Eliza og
leit til Schofields.
„Ég mundi fara beint til lögreglunnar
og gefa mig fram ef ég væri þú,“ sagði
hann.
Eliza vafði sjalinu þéttar um axlirnar
og sagðist ætla að fara að ráðum hans
um leið og hún gekk út. Eliza fór þó ekki beinustu leið á
lögreglustöðina því hún tók á sig krók til að stoppa á
hverfiskránni og svala þorstanum með einum bjór.
Aðspurður sagði vertinn við yfirheyrslu að Eliza hefði
virst róleg þegar hún kom inn. „Hún drakk bjórinn að
vísu í einum teyg en ég trúði henni ekki þegar hún sagði
að Henry væri látinn." Vertinum brá aftur á móti þegar
Eliza byrjaði að skjálfa og bað hann að hringja í lögregl-
una og tilkynna fyrir sig morð. Það var hann sem
hringdi til Maitlands læknis og sagði honum frá atburð-
inum.
Byttan og bindindismaðurinn
Eliza og Henry kynntust sumarið 1917, hún var
fimmtug og gift en hann þrjátíu og níu ára og ein-
stæður. Það var ást við fyrstu sýn og skötuhjúin áttu
í leynilegu ástarsambandi þar til eiginmaður hennar
lést og þau giftu sig árið 1921.
Fljótlega kom í ljós að þau voru eins og Kain og
Abel og áttu engan veginn skap saman. Eliza var
skapmikil og uppstökk og hafði gaman af því að hella
í sig en Henry var einstakt prúðmenni, sáttfús og
stakur bindindismaður. Þrátt fyrir skapgerðarmun-
inn gátu þau engan veginn hugsað sér að skilja og
áttu því oft í orðaskaki út af smámunum.
Engin ununerld um slagsmál
Við réttarhöldin kom fram að ekki hefðu fundist
nein ummerki um slagsmál á heimilinu þrátt fyrir
mikið blóð. Eliza sagði að eftir að
hún henti hnífnum, óvart, í Henry
hafi hann reynt að stöðva blæðing-
una með því að skola sárið með
vatni. Þetta jók á blæðinguna og
áður en hún vissi af var hún
óstöðvandi.
„Ég gerði þetta óvart. Hann var
sítuðandi, þið verðið að trúa mér.“
Réttarlæknirinn sem krufði líkið
staðfesti að Henry hefði látist
vegna blóðmissis og sagði að það
væri mjög sjaldgæft að mönnum
blæddi út vegna höfuðáverka.
„Þetta er einstakt tilfelli og líklega
hefur þvotturinn á sárinu riðið
baggamuninn.“
Það tók kviðdóminn tæpan klukku-
tíma að kveða upp úrskurð. Eliza var
sýknuð og grét gleðitárum þegar hún
gekk inn á hverfiskrána eftir að
henni var sleppt. -Kip