Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2003, Side 41

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2003, Side 41
LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 //<?? /C) ct rb / o cð DV 45 Brennd fyrir að vera álfkona Hjátrúin qetur uerið skemmtileg en hún get- ur líka verið háskaleg. Sagan um írsku kon- una Bridget Clearg er dæmi um slíkt. I mars 1895, þegar Bridget var tuttugu og sex ára, var hún drepin með hræðilegum hætti þegar eiginmaður hennar reyndi að særa úr henni álfsem hann taldi að hefði tekið sér ból- . festu í henni. Áöur en vikið er aö sögu Bridgetar Cleary er rétt að rifja upp önnur svipuð mál sem áttu sér stað á ír- landi. Um miðja 19. öld brenndi maður í Kerry barn sitt vegna þess að hann taldi það vera álf. Maðurinn var ekki sóttur til saka þar sem hann var talinn geð- veikur. Nokkrum árum áður hafði gömul kona drekkt fjögurra ára dreng sem gat hvorki gengið né talað og hún taldi barnið vera álf. Konan sagðist ekki hafa ætlað að drepa barnið heldur lækna það með því að svæla álfinn út. Um svipað leyti voru tvær konur handteknar eftir að hafa brennt lamaðan þriggja ára dreng. Konurnar töldu að álfur hefði tekið sér bústað í líkama hans og ætluðu að reka álfinn burt með því að leggja glóðir á barnið. Drengurinn lifði en var illa brenndur. Sjö árum fyrir morðið á Bridget Cleary var kona lögð inn á geðveikrahæli eftir að hún hafði drepið flogaveikan son sinn með exi. Eiginmaður hennar og þrjú eldri börn aðstoðuðu hana við verknaðinn. Kon- an sagði drenginn ekki vera son sinn heldur vondan álf, djöful í mannsmynd. Öll dæmin hér að framan segja frá bömum sem urðu fyrir barðinu á hjátrúnni. Bridget Cleary er eina fullorðið fórnarlamb álfatrúarinnar sem vitað er til að hafi verið drepið á írlandi. Líkamleg einkenni Bridget Cleary fæddist í Ballyvadlea árið 1869. Hún þótti strax lagleg og var sterk og sjálfstæð. Bridget fór ung að vinna fyrir sér með kjólasaumi, átti nokkrar hænur og seldi eggin. Hún var því fjárhagslega sjálf- stæð og ekki háð manni sínum, Micheal Cleary, um afkomu. Hjónunum samdi þokkalega en voru barn- laus og sagt var að Bridget ætti sér elskhuga. Dag einn fékk Bridget kvef eftir að hafa verið í gönguferð og lagðist í rúmið með nístandi höfuðverk. Henni versnaði stöðugt og varð ekki sjálfri sér lík. Þegar vinur hjónanna, Jack Dunne, kom í heim- sókn og sá Bridget fársjúka i rúminu sagði hann við Michael að konan í rúminu væri ekki Bridget heldur álfkona. Til marks um að svo væri benti Jack á að annar fótur hennar væri lengri en hinn. í írskri þjóðtrú er sagt að fólk sem dvalist hafi hjá álfum komi aftur til mannheima með einhvers konar líkamlega einkenni. Michael Cleary lagði trúnað á orð vinar síns og varð mjög áhyggjufullur. Hamingjusöm fjölskylda Bridget og Michael Cleary fyrir utan heimili WiIIi- ams, bróður Michaels, í Clogheen í Tipperaiy á ír- landi. Börnin á myndinni er börn Williams því Bridget og Michael voru barnlaus. Skvetti yfir hana hlandi og steinolíu Þrátt fyrir mixtúruna og eldinn hrakaði heilsu Briget. Michael fékk því nokkra karlmenn, þar á meðal tengdafoður sinn, til að neyða Bridget til að kyngja fleiri jurtablöndum. Mennirnir héldu henni niðri en hún barðist á móti og bað þá að láta sig í friði því mixtúran væri bragvond og hún vildi hana ekki. Hvað eftir annað hrópuðu mennimir á hana í guðs nafni og báðu hana að segja sér hvort hún væri hin raunverulega Bridget Cleary. Hún sagðist vera Bridget en þeir trúðu henni ekki. Eiginmaðurinn greip því til þess ráðs að skvetta yfir hana hlandi, enn einu vopninu gegn álfunum, og neyddi hana til að drekka meira af mixtúrunni. Mennirnir hristu hana og skóku og hrópuðu í sífellu: „Bridget komdu heim í guðs nafni!" á meðan Bridget hljóðaði af sársauka og hræðslu. Loks lyftu þeir henni úr rúminu og báru hana að eldinum. Þar spurðu þeir hana enn hver hún væri á meðan þeir héldu henni yfir eldinum án þess að brenna hana. Bridget grátbað mennina að láta sig í friði og steikja sig ekki í eldinum. Hún var hætt að æpa og þjáðist því ekki að þeirra mati. Mennirnir spurðu aftur hvort hún væri Bridget Cleary og hún svaraði þeim nokkrum sinnum að svo væri. Mennirn- ir lögðu Bridget loks aftur í rúmið og eftir nokkra stund var hún með óráði. Karlmennirnir voru hæstá- nægðir og töldu meðferðina hafa heppnast og að álf- urinn væri rokinn úr Bridget. Á brúðkaupsdaginn Bridget og Michael Cleary voru gift í sjö ár. Þeim saindi þokkalega en voru barnlaus. Sagan hermir að Bridget hafi átt elskhuga. Daginn eftir kom prestur staðarins í heimsókn og veitti Bridget sakra- menti en hún tók oblátuna úr munni sér og neri við læri sitt og það þótti manni hennar benda til að særingin hefði mistekist. Bridget hresstist að vísu þegar leið á daginn og klæddi sig í fyrsta sinn í ellefu daga. Michael krafðist þess að hún borðaði þrjá skammta af brauði og sultu og spurði hana i leiðinni hvort hún væri Bridget Cleary. Hún svaraði tvisvar að svo væri og borðaði tvo skammta. Þegar Bridget svaraði honum ekki í þriðja sinn henti Michael henni í gólfið, tók um hálsinn á henni og neyddi hana til að borða þriðja skammtinn. Ættingjar hjónanna, sex karlmenn og tvær konur sem voru í heimsókn, horfðu afskiptalaust á ofbeldið, fyrir utan það að frænka Bridgetar bað hann að hætta því þetta væri Bridget. Michael neitaði og reif konu sína úr öllum fötum nema undirkjólnum og náði í logandi sprek sem hann hélt við munn hennar og hótaði að reka niður í kok á henni. Hann var sann- færður um að álfurinn væri enn í henni. Bridget lyfti höfðinu en skall síðan rænulaus í gólfið. Michael trylltist og sagði að hún væri dáin og veifaði logandi sprekinu yfir henni þar til eldurinn læstist í undirkjólinn. Hann var sannfærður um að konan á gólfinu væri ill álfkona og tók því steinoliu og hellti yfir Bridget um leið og hann öskraði: „Þetta er ekki konan mín, þetta er svikari, hún skal ekki blekkja mig lengur og bráöum rýkur hún upp um strompinn." Gestirnir horfðu aðgerðalausir á en sögðu seinna að þeir hefðu ekkert getað gert þar sem Bridget hefði fuðrað upp á nokkrum sekúndum. Michael bað því næst einn manninn að hjálpa sér við að fela illa brunnið líkið. Hann færðist undan í fyrstu en samþykkti að lokum. Álfakofinn Daginn eftir kom Michael Cleary grátandi til kirkju, þar sem hann reif í hár sitt og hegðaði sér eins og geðsjúklingur. Hann sagðist hafa kveikt í eig- inkonu sinni og grafið líkið. Michael bað um að hún yrði grafin upp og veitt kristileg útför. Hann breytti þó fljótlega sögunni og sagði Bridget hafa hlaupið að heiman og, það sem meira var, ná- grannakona þeirra og faðir Bridgetar lugu með og staðfestu söguna. Michael var á mörkum taugaáfalls. Hann hafði ekk- ert sofið í marga sólarhringa og hugsun hans var brengluð. Hann sagði vini sínum að álfar hefðu tekið eiginkonu sína og sett álfkonu í hennar stað. Álfkon- an væri nú dauð en Bridget biði hans á sérstökum stað þar sem hún myndi koma riðandi út úr kletti á hvítum hesti og ef hann gæti skorið á reipið sem batt hana við söðulinn myndi hún koma aftur til hans. Saga Michaels er í anda gamallar ískrar þjóðsögu sem segir frá dauðlegri konu sem lendir hjá álfum. Samkvæmt þjóðsögunni er hægt bjarga konunni úr álögunum með því að vera á ákveðnum staö á ákveðnum tíma og skera á reipið sem bindur hana við álfaheiminn. Þrjú kvöld í röð beiö hann á staðn- um þar sem hann taldi hana mundu koma ríðandi út úr klettinum. Hún kom ekki. Eftir að lögreglan hóf leit fann hún fljótlega lík Bridgetar á akri skammt frá heimili Cleary-hjónanna. Niu manneskjur voru handteknar og taldar bera ábyrgð á dauða hennar. Michael neitaði við réttar- höld að hafa haldið konu sinni yfir eldi; hann sagðist hafa elskað hana og hefði aldrei gert slíkt. Hann neit- aði einnig að hafa hellt yfir hana steinolíu - sagðist hafa elskað Bridget svo heitt aö hann hefði fremur kveikt í sjálfum sér en henni. Aðrir sakborningar sögðust aftur á móti hafa séð Michael Cleary hella steinolíu yfir konu slna og kveikja í henni. Verjandi Michaels dró neitun hans til baka og sagði hann játa á sig manndráp af gáleysi. Michael var dæmdur i tuttugu ára fangelsi en aðrir sakborn- ingar fengu frá hálfs árs til fimm ára dóm. Michael grét þegar dómur var kveðinn upp og hrópaði að hann væri saklaus. Hann sat i fangelsi í fimmtán ár en var sleppt fimmtugum að aldri og flutti þá til Kanada. Harmsaga Bridgetar og Michaels Clearys er þekkt á írlandi og húsið þeirra gengur þar undir nafninu álfakofinn. Stundum er haft á orði að Bridget Cleary sé síðasta nornin sem hafi veriö brennd á írlandi en þau orð eru byggð á vanþekkingu. Bridget var ekki norn heldur fórnarlamb hjátrúarinnar. -KB/Kip Á okkar tímum hlýtur það að teljast furðulegt hvað eiginmaðurinn var fljótur til að trúa því að konan sem lá í rúminu væri ekki eiginkona hans heldur álf- kona en Michael Cleary trúði á álfa og það gerðu flestir samtimamenn hans einnig. Félagarnir trúðu því staðfastlega að álfar hefðu lokkað Bridget til sín og álfkona komið til mannheima í hennar stað. Eina leiðin til að endurheimta Bridget var að særa álfinn burt. Michael hóf særingarnar með því að ganga hring- inn í kringum húsið og þuldi særingar og bænir. Hann heimsótti einnig grasakerlingu og skottulækni og fékk jurtir sem hann sauð í mjólk til að gefa eigin- konu sinni. Bridget neit- aði mixtúr- unni og það taldi hann enn eina sönnun þess að hún væri álfkona. Hann greip því til þess ráðs að hita skörung í eldinum og brenna hana á enninu því járn og eldur eru þekkt vopn gegn álf- um. Eftir það þáði Bridget mixtúruna. Hrópaði og grét Michael var dæindur í tuttugu ára fangelsi en aðrir sakborningar fengu mildari dóm. Hann grét þegar dómur var kveðinn upp og hrópaði að hann væri saklaus.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.