Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2003, Page 46

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2003, Page 46
50 / / & / c) a r b l a c) H>V LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 Reynsluakstur Njáll Gunnlaugsson / > PEUGEOT 307 SW Vél: 1,6 lítra, bensínvél Rúmtak: 1587 rúmsentímetrar Ventlar: 16 Þjöppun: 11:1 Girkassi: 5 qira beinskiptur UNDIRVAGN: Fjöðrun framan: MacPherson Fjöðrun aftan: Öxull, qormar Bremsur: Loftkældir diskar/diskar, ABS, EBD Dekkjastærð: 205/55 R16 YTRI TÖLUR: : Lenqd/breidd/hæð: 4419/1757/1544 mm : Hjólahaf/veqhæð: 2708/120 mm Bevqiuradius: 11,1 metri INNRI TÖLUR: Farþeqar m. ökumanni: 5-7 Fjöldi höfuðpúða/öryqqispúða: 5/6 Faranqursrými: 340-1330 lítrar HAGKVÆMNI: Evðsla á 100 km: 7,7 litrar Eldsneytisgeymir: 60 lítrar Ábvrqð/ryðvörn: 3/12 ár Grunnverð: 1.945.000 kr. Umboð: Bernhard hf. Staðalbúnaður: 6 öryggispúðar, fjarstýrt útvarp/geislaspil- ari með 6 hátölurum, fjarstýrð samlæsing, rafdrifnar rúð- ur að framan, rafdrifnir speglar, sólþak úr gleri með raf- S drifinni klæðninqu, loftkælinq, aksturstölva. SAMANBURÐARTÖLUR: ' Hestöfl/sn.: 110/5750 Snúninqsvæqi/sn.: 147 Nm/3900 Hröðun 0-100 km: 11,6 sek. Hámarkshraði: 182 km/klst. Eiqin þyngd: 1325 kq Heildarbvnqd: 1950 kq yfir tvær sætaraðir og veitir því frábært útsýni upp á við, sem ætti að henta vel stjömufræðingum og flugáhuga- mönnum. Það er ekki opnanlegt en hins vegar er hægt að draga fyrir með rafstýrðu tjaldi. Takkinn fyrir það er frekar illa staðsettur milli framsætisbaka svo að erfitt er að teygja sig í hann, en sú staðsetning hentar hins vegar vel aftursætisfarþegum sem einnig sitja undir glerþak- inu. Eins og áður segir fer vel um bílstjóra, ekki síst fyr- ir góða armpúða sem flækjast ekki fyrir. Innrétting er með góðu efnisvali og allt vel staðsett nema að heldur langt er að teygja sig í gírstöng, sérstaklega ef menn kjósa að sitja aftarlega. Einnig em hliðarspeglar of litlir fyrir þennan bíl og útsýni úr þeim lélegt. Eitt atriði er mjög sniðugt í búnaðinum, en það em rúðusprautur fyrir fram- og afturglugga. Þegar tekið er í takkann kemur ekki buna fýrr en eftir eina sekúndu þegar búið er að byggja upp þrýsting og spýtist þá léttur úði yfir allan gluggann. Þetta er ekki bara góð dreifing heldur sparar til muna rúðuvökvann. Mjög gott verð í akstri er Peugeot 307 SW jafh skemmtilegur og hálf- bróðir hans. Bíllinn liggur vel og er frekar stífur í fjöðr- un án þess að vera óþægilegur. Stýrið, sem er með góðum aðdrætti, er nákvæmt og þyngist eftir því sem hraði eykst. Meðal staðalbúnaðar er góð aksturstölva með fjölda valmöguleika og góðum aflestri. Það eina sem dreg- ur úr akstursánægjunni er lítið tog í 1,6 lítra vélinni. Þótt vélin dugi bílnum þokkalega er ljóst að með stærri vél yrði hann enn skemmtilegri. Líklega færi hann þá yfir tvær milljónir f veröi en einn aðalkostur bílsins er einmitt veröiö. Með ofantöldum búnaði eins og sólþaki og aksturstölvu, auk fullkominna hljómtækja með fjarstýr- ingu og sex öryggispúðum, kostar bíllinn aðeins 1.945.000 kr. Þetta er mun betra verð heldur en á Toyota Corolla Verso sem kostar 2.179.000 kr. með aðeins öflugri 1,8 lítra vél. Segja má að Peugeot 307 SW gæti blandað sér í bar- áttuna við aðra sjö sæta bíla eins og Opel Zafira og vænt- anlegan VW Touran, en gæta verður þess að hann er ein- um stærðarflokki neðar en þeir bílar. -NG Gefur útsýn til allra átta Kostir: Sœtafyrirkomulag, verð, búnaður Gallar: Hliðarspeglar, toglítil vél Ein sérstakasta útgáfa sjö manna fólksbíls um þessar mundir er eflaust Peugeot 307 SW. Sá bíll var fyrst sýnd- ur á bílasýningunni í Genf í fyrra og er nýkominn á markað. Hann er meðal annars boðinn með glerþaki og þannig prófuðum við hann með 1,6 lítra bensínvélinni. Sniðugur frágangur sæta Þótt Peugeot 307 falli í flokk minni fjölskyldubíla er ekkert lítið við 307 SW, frekar en aðra svipaða bíla eins og Toyota Corolla Verso. Pláss er gott í framsætum og ágætlega fer um farþega í miðjusætaröð, ekki síst vegna þess að sætin eru aðskilin og öll á sleða. Hins vegar er ekki mikið pláss eftir handa þriðju sæta- röðinni, sem hægt er að fá með bílnum. Það sem er þó líklega sniðugast við sæta- skipanina er að hægt er að flylja til sæti milli sætaraða, þannig að ef bíllinn er keyptur með fimm sætum má hafa tvö í miðjusætaröð og þá eitt aftast ef því er að skipta. Miðjusætið í miðjuröð er með borði i bakinu, sem fella má niður, en einnig eru flugvéla- borð í baki framsæta. Aftur í farangurs- rými er gott farang- ursnet og einnig krækjur til að festa niður farangur. Fyrir stjömu- fraeðinga Bíllinn sem við höfðum til reynslu- aksturs er búinn glerþaki sem nær o Aftur í bílnuni er gott farangursnet en þangað iná einnig færa sæti úr iniðjusætaröðinni ef menn kjósa. © Toglítil 1,6 lítra vélin er á mörkunum að vcra of lítil fyrir stóran bílinn. 0 Glerþakið er svo stórt að það veitir nánast tilfinningu fyrir því að um opinn bíl sé að ræða. ® Efnisval í innréttingu er gott og vel fer um framsætisfarþega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.