Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2003, Page 47
LAUGARD AGU R 25. JANÚAR 2003
Helgctrblctcf DV si
Fjögurra hurða Smart
Ef raarka má fyrstu myndir er
þessi nýi Smart bara virkilega
smart!
Bíllinn Smart, sem svissneski úrar-
inn Swatch kom á laggimar með ær-
inni eljusemi fyrir nokkrum árum,
lenti fljótlega í eigu Daimler Benz sem
undirfyrirtæki að nafhi Micro Concept
Car - skammstafað MCC. Þetta er jað-
arbíll svokallaður (niche-car) sem þýð-
ir að hann er ekki í beinni samkeppni
við þá söluhæstu en höfðar til ákveð-
inna hópa bílakaupenda.
Smart hefur reyndar reynst vinsælli
en almennt var gert ráð fyrir í upphafi
og hafa nokkur eintök af honum með-
al annars ratað til íslands. En Daimler
Chrysler, núverandi eigandi dótturfyr-
irtækisins, sér nú leik á borði að út-
víkka Smart-hugmyndina og vinnur i
samvinnu við Mitsubishi Motor Cor-
poration - MMC - sem DC á 37,4% í, að
því að þróa nokkrar nýjar gerðir af
Smart. Og nú undir skammstöfúninni
NCC - New Concept Car. Þessir nýju
Smartar eru einkum ætlaðir fyrir
Bandaríkjamarkað en verða einnig fá-
anlegir í Evrópu.
Upprunalega snerist áætlunin um
4ra hurða, 4ra sæta Smart með svip-
uðu lagi og brautryðjandann en síðan
bættust við tveggja hurða hlaðbakur
og fjögurra hurða fjölnotabíll í smá-
bílaflokki, báðir á MMC-grunni. Síðan
var bætt við fjögurra hurða sportjepp-
lingi (SUV) í smábílaflokki sem fram-
leiða á i verksmiðjum Daimler
Chrysler í Juiz de Flora í Brasilíu til
sölu í Bandaríkjunum og Evrópu, þar
sem vegur sportjepplinga vex dag frá
degi.
Nýr bíll í haust
Á myndinni má sjá fyrstu teikning-
ar að hinum nýja ijögurra hurða bíl
sem mun kallast Forfour þegar hann
kemur á markað vorið 2004. Þessi bíll
byggist mikiö á Tridion 4 tilraunabíln-
um sem sýndur var á bílasýningunni i
Frankfurt árið 2001. Frumsýning nýja
bflsins verður einmitt á sömu bílasýn-
ingu í haust en hann verður byggður á
sama undirvagni og næsta kynslóð
Mitsubishi Colt. Bíllinn verður 3750
mm og fær afl sitt frá þremur bensin-
vélum, 1,0 til 1,4 lítra auk 1,5 lítra dísfl-
vélar með forþjöppu. Til samræmis við
nafn nýja bílsins mun væntanlegur
tveggja manna sportbfll, sem verður
fáanlegur sem bæði kúpubakur og
tuskutoppur, fá nafnið Forfun eða For-
sun eftir útgáfu. Gamli tveggja manna
smábfllinn sem flestir þekkja mun hér
eftir kallast Fortwo. -SHH/NG
VW Multivan kemur í vor
Volkswagen er um það bil að fara
að setja á markað nýjan fjölnotabíl
sem er stærsta fjölnotabifreið sam-
steypunnar til þessa. Hinn nýi
Multivan verður lúxusbíll og fellur
þar með í flokk bifreiða sem eru
fyrir hjá Volkswagen (Phaeton og
Touareg). VW Multivan er fjölhæf-
ur bíll en lykilatriðið á bak við það
eru rennur sem felldar eru ofan í
gólf bílsins. Þær gera mögulegt að
setja stök sæti, bekk og borð i
hvaða stöðu sem er og bjóða þar
með upp á fjölbreytta sætaskipan,
innréttingu og búnað. Multivan er
einnig fyrsta stóra fjölnotabifreiðin
sem er með hliðaröryggisloftpúða
fyrir farþega í aftursætum, til við-
bótar þeim sem þegar eru til staðar
fyrir ökumann og farþega i fram-
sæti. Fimm nýjar gerðir véla verða
í boði, tvær bensínvélar, 115 eða 230
hestöfl, og nútímalegar dísiivélar
með aflsvið frá 104 í 174 hestöfl. All-
ar vélar, jafnt fimm og sex strokka,
eru í boði með sex gíra handskipt-
um gírkassa eða sjálfskiptingu -
nokkuð sem ekki hefur þekkst í
þessum flokki bifreiða fram að
þessu.
Nýtt samskiptakerfi
Vandamálið við stóra fjölnotabíla
hefur fram að þessu verið að halda
uppi samskiptum á miili þeirra sem
sitja fremst og aftast. Multivan býð-
ur í fyrsta skipti upp á aukabúnað
sem léttir þessi samskipti. Um er að
ræða stafrænan samskiptabúnað
(DVE). Þetta kerfl er sambyggt hátal-
arakerfi bifreiðarinnar og sjá sex
hljóðnemar, sem eru fefldir inn í þak
bílsins, um að hægt er að tala saman
á eðliiegan hátt. Hekla gerir ráð fyr-
ir að kynna hinn nýja Multivan frá
Volkswagen í vor hér á landi en verð
liggur ekki fyrir enn þá.
Suzuki í sókn
Japanska merkið Suzuki er í
nokkurri sókn um þessar mundir
eins og sést til dæmis á danska
bílamarkaöinum. Sala á Suzuki-
fólksbíium jókst þar um 4% í fyrra
og er það nú næstmest selda jap-
anska merkið þar á markaði, en að-
eins Toyota selst meira i Dan-
mörku. Aukin sala er mest tilkom-
in vegna vinsælda litla Wagon R
fjölnotabílsins og einnig á Grand
Vitara sem er mest seldi jeppinn í
Danmörku. Suzuki áætlar enn
meiri sölu á merkinu á heimsvísu
á þessu ári og eru áætlanir um að
auka framleiðsluna um 2% á þessu
ári. -NG
Eitt stykki Nissan Navara á 35 tonimum til í slaginn.
Fjallasport breytir
jeppum í Svíþjóð
I
Fjallasport AS í Noregi hefur gert
I samning við Nissan í Svíþjóð um að
; sjá um breytingar á jeppum frá
1 Nissan að íslenskum hætti. Nissan-
l jeppum hefur ekki verið breytt áður
i; í Svíþjóð, að minnsta kosti ekki lög-
1 lega, en bílarnir þurftu að fara í sér-
í: staka skoðun til að Fjallasport fengi
framieiðsluleyfi á breytingunum.
;i Þessi skoðun er mjög ströng og eins
í þurfti að fylgja mikið af vottorðum
r og viðurkenningum. Um er að ræða
| Nissan Navara pallbíia og er þeim
[ breytt fyrir annaðhvort 33 eða 35
: tommu dekkjastærð.
I
Fekk fyrstu einkunn
Sænska jeppablaðið „4Wheeler“
I fékk Nissan Navara á 35 tommu
j dekkjum til afhota í tvær vikur og
i reyndi hann í almennum akstri,
akstri í skógi, drullu og í snjó. Blað-
ið gaf bílnum fyrstu einkunn og
gerði þetta að einu aðalefni janúar-
blaðsins. Að sögn Reynis Jónssonar,
eiganda Fjallasports, er eftir miklu
; að slægjast því að Nissan Navara er
mesti seldi paUbfllinn í Svíþjóð um
þessar mundir - tæplega 2000 bílar
seldir á ári. „Fjallasport ráðgerir að
breyta um 8% af þeim bílum á ári.
Við breytingamar er notað íslenskt
hugvit og hönnun og eins er mikið af
þeim hlutum sem notaðir eru við
breytingamar framleitt á íslandi,“
sagði Reynir. Fjaflasport hefur starf-
að í Noregi í tæp 2 ár og hefur mark-
aðurinn tekið breytingunum vel og
vaxið jafnt og þétt. „Samningurinn
við Svíana er að sjálfsögðu mikil
lyftistöng fyrir fyrirtækið og koma
bílamir til með að halda fullri
þriggja ára verksmiðjuábyrgð,"
sagði Reynir enn fremur. Fyrst um
sinn verður öllum bílum fyrir Sví-
þjóð breytt í Drammen en þar er fyr-
irtækið með stórt og gott verkstæði.
í framtiðinni er stefnt að því að opna
aðstööu í Sviþjóð. „Fjallasport hefur
verið að breyta bflum fyrir Nissan,
MMC, GM og SsangYong í Noregi og
hefur MMCI Svíþjóð þegar haft sam-
band við okkur varðandi breyting-
ar,“ sagði Reynir að lokum.
Poulsen ehf. hefur sölu á
bílavarahlutum
Fyrri hluta ársins 2001 urðu eig-
I endaskipti að hinu gamalgróna fyr-
irtæki Vald. Poulsen ehf., sem
hafði í áratugi verið í eigu sömu
fjölskyldu með aðsetur að Suður-
landsbraut 10. Viö eigendaskiptin
j var nafni þess formlega breytt i
Poulsen ehf. og fyrirtækið flutti í
| Skeifuna 2. Poulsen ehf. er áfram
I rekið sem fjölskyldufyrirtæki því
: eigendur þess í dag eru fyrrum eig-
! endur Bílanausts. Áratugareynsla
núverandi eigenda af véla-, tækja-
I og verkstæðismarkaði mun því
: nýtast viðskiptavinum fyrirtækis-
j ins.
Leitað tækifæra
Poulsen var stofnað 1910 og er
I því með eldri fyrirtækjum lands-
f ins. í upphafi var fyrst og fremst
f verslað með eldfastan leir og ýmsa
Imálma, auk þess sem járnsmiðja
var hluti af rekstri fyrirtækisins.
Síðar bættust við ýmsir hlutar í
vél- og drifbúnað og var það upp-
hafið að véladeild fyrirtækisins
sem enn er kjarninn í rekstrinum.
Af því sem er að finna í véladeild-
inni má nefna Lincoln smurkerfi
fyrir vélar og tæki, NSK kúlu- og
keflalegur, Fenner reimar og tengi,
rafmótora, reimskífur, tannhjól,
drifkeðjur, talíur, ýmsa loka fyrir
iðnaðinn og sjávarútveginn og svo
varahluti í landbúnaðartæki. Að
sögn Ragnars Matthíassonar, sem
er einn af eigendum fyrirtækisins,
er sífellt verið að leita nýrra tæki-
færa. „Þar sem starfsmenn Poulsen
hafa mikla reynslu og þekkingu í
bílageiranum, þ.e.a.s. varahluta-
þjónustu, hefur það kitlað okkur að
fara út í slíka þjónustu. Við erum í
sambandi við nokkra mjög áhuga-
verða birgja og nú þegar erum við
farnir að byggja upp varahlutala-
ger. Okkur er vel tekið af bíleigend-
um og bílaverkstæðum, margir
kunna að meta þennan nýja kost í
varahlutaþörfinni," sagði Ragnar
að lokum.
Verður Fiat Auto klofið frá Fiat-samsteypunni?
Fiat-samsteypan er samkvæmt
nýjustu heimildum að skoða það að
flytja allar eignir sínar nema Fiat
Auto, í nýtt hlutafélag sem skráð
yrði á almennum markaði. Nýja fyr-
irtækið myndi þá innihalda merki
eins og Ferrari, Maserati, Iveco og
fleiri. Samsteypan myndi svo kaupa
i Fiat-bílafrarnleiðandanum fyrir 40
milljarða króna, til að hrinda við-
snúnmgsáætlun í gang. Þessir pen-
mgar kæmu úr endurfjármögnun
fyrirtækisms en emnig frá lánar-
drottnum og hugsanlega General
Motors, sem á 20% í Fiat samsteyp-
unni. Fiat Auto yrði einnig skráð á
almennum hlutabréfamarkaði, und-
ir stjóm Agnefli-fjölskyldunnar, en
yrði opið fyrir fjárfestum á borð við
Roberto Colannmo og Chicco Gnutti
sem báðir hafa sýnt áhuga á fyrir-
tækinu.
Gæti selt flugvélaarm
Annar möguleiki er einnig í
stöðunni fyrir Fiat, en hann er sá
að selja flugvélaarm fyrirtækisins,
Fiat Avio, fyrir 130-170 milljarða
króna. Þeim peningum yrði þá
varið til að byggja upp bílafram-
leiðsluna og gæti sú leið verið allt
eins líkleg ef marka má heimildar-
menn innan Agnelli-fjölskyldunn-
ar. Carlyle fjárfestingarsjóðurinn
er að skoða kaup á Fiat Avio sam-
kvæmt sömu heimild. Búist er við
að GM verði látið vita af þessum
áætlunum á næstu dögum en
hvenær þær kæmu til fram-
kvæmda væri mikið undir GM
komið. Búist er við að tilkynnt
verði fljótlega um nettótap Fiat
Auto upp á 17 milljarða króna á
síðasta ári. -NG
Suzuki Baleno GLX,
4 d., bsk.,
skr. 8/99, ek. 38 þús.
Verð kr. 1100 þús.
Suzuki Baleno Waqon, ssk.,
skr. 10/99, ek. 4B þus.
Verð kr. 1170 þús.
Suzuki Vitara JLX. bsk.,
skr. 6/00, ek. 59 þús.
Verð kr. 1290 þús.
Nissan Terrano II 2,4, bsk,
skr. 7/01 ek 43 þús.
Verð kr. 2280 þús.
Suzuki Jimny JLX, bsk.,
skr. 6/02, ek. 15 þús.
Verð kr. 1480 þús.
Suzuki Jimny JLX. bsk.,
skr. 6/00, ek. 54 þús.
Verð kr. 1160 þús.
Sjáðu fleiri á suzukibilar.is
$ SUZUKI
SUZUKI BÍLAR HF.
Skeifunni 17, sími 568-5100