Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2003, Qupperneq 49

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2003, Qupperneq 49
LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 / / e !c) o rb l o ö JO'V’ 53 Jeppar og pallbílar hættuleg farartæki — segir yfirmaður NHTSA, umferðaröryggisstofnunarinnar í BNA, og vill skylda meiri öryggisbúnað Samkvæmt upplýsingum yfírmanns NHTSA, umferðaröryggisstofuunar- innar í Bandaríkjimum, Dr. Jefírey Runge, eru jeppar og pallbílar hættu- leg farartæki og neytendur ættu að hugsa sig tvisvar um áður en þeir kaupa þau. Dr. Runge sagði þetta í við- tali við Wall Street Joumal og er þetta óvenjufast að orði kveðið af manni í þessari stöðu. Jeppar og jepplingar eru stærsti hluti hins svokallaða „flokks léttra trukka“ í Bandaríkjunum. Mikil söluaukning hefur hækkað hlutfall þeirra í umferð á síðustu árum. Jepp- ar og jepplingar (SUV) voru 16,3% af bílamarkaðinum árið 1997 en á síðasta ári höfðu þeir náð tæplega fjórðungs markaðshlutdeild. Njáll Gunnlaugsson blaðamaður Þriðjimgur dauðaslysa Runge segir að vegna hærri þyngd- arpunkts jeppa og pallbíla sé þeim hættara við veltu en öðrum bílum. Hann varar einnig við því að ef bíla- framleiðendur breyti ekki hönnun bíl- anna til að minnka hættuna muni stjórnvöld hugsanlega grípa í taumana. Veltur voru um 3% umferð- arslysa í Bandarikjunum árið 2001 en það sem er athyglisvert er að nær þriðjungur dauðaslysa varð vegna þeirra. Samkvæmt rannsóknum NHTSA eru farþegar jeppa og pallbíla þrefalt líklegri til að deyja i veitu en farþegar fólksbOa. Dauðaslysum vegna bOveltna, þar sem aðeins eitt ökutæki átti hlut að máli, fjölgaði um 22% árið 2001, í 8.400 dauðsföU. Flest slysin urðu í paUbflum en aukin sala jeppa og jepp- linga helst einnig í hendur við fjölgun slysanna. Gætu skyldað öryggisbúnað NHTSA hefur vald tfl að skylda bún- að eins og veltuvamir og fleiri öryggis- púða í þennan flokk bfla sem tækju stóran bita af hagnaði af sölu þeirra þar sem framleiðendur ættu erfitt með að réttlæta að neytendur ættu að borga fyrir öruggari bOa. Gardínuöryggis- púðar blásast út fyrir glugga farartæk- isins sem minnkar hættuna á að far- þegar kastist út úr bifreiðinni. Þetta er oft staðalbúnaður á lúxusbflum en ekki á algengari bflum og oft ekki einu sinni fáanlegur sem aukabúnaður. Stefnubreyting NHTSA nær einnig tfl samanburðarrannsókna á árekstrum, en samkvæmt nýjustu rannsóknum í þá veru eru stærri farartæki hættuleg minni bflum. Þegar paflbOl ekur inn í hliðina á meðalstórum fólksbfl eru far- þegar hans 26 sinnum lödegri tö að láta lífið en farþegar paflbösins. Þetta er þrefalt meiri áhætta en þegar það sama gerist með jafnstór farartæki. Hættulegri minni ökutækjum Þegar horft er á slysatölur hérlendis er ekki að sjá að hlutfaöslega fleiri banaslys verði i jeppum en öðrum öku- tækjum þegar miðað er við jeppateg- undir í umferð á svipuðu timaböi. Öðru máli gegnir um samanburð tveggja ökutækja í dauðaslysum. Þar sem tvö ökutæki eiga í hlut ætti hlut- fail fólksbifreiða gagnvart fólksbifreið- um að vera hæst, en það er aðeins 17%. Hins vegar er hlutfafl jeppabifreiða gagnvart fólksbifreiðum mun hærra, eða 40%. Að gögn Ágústs Mogensen hjá Rannsóknamefhd umferðarslysa skipt- ir þyngdarmunur þar mestu máli en einnig munur á hæð öryggisbita í fólks- bflreiðum og hæð jeppa yfir malbfld Kenna öruggari akstur Samkvæmt prófunum Böaklúbbs Suður-Kalifomíu er hægt að kenna ökumönmnn jeppa og paöböa aksturs- tækni sem minnkar hættuna á veltum. Þeir ráðleggja ökumönnum þeirra að hafa þessar reglur í heiðri tö að vera ömggari í umferðinni: 1. Losaðu þig við sjáifsímyndina „stríðsmaður þjóðvegarins" því að of- trú á getu farartækisins leiðir tö alvar- legustu slysanna. Fólksbifrei&-jeppabifreiö ] Fólksbifrelb-fóiksbifreib ] Fólksblfrelö-vömblfrelö Fólksblfrelö-sendibifrelö □ Annaö Á þessari köku má sjá að árekstur jeppa og fólksbíla er langalgeng- asti þátturinn í banaslysum á ís- landi á árunum 1998-2002. 2. Lærðu betur á hreyfingar og getu jeppans þíns með því að reyna hann við erfiðar aðstæður á þar tö gerðri braut eða auðu bflastæði. 3. Margir jeppar em með hemlalæsi- vöm. Athugaðu hvort svo sé með þitt farartæki. Ef svo er er þér óhætt að stíga fast á bremsuna aöan tímann, án þess að eiga á hættu að missa stjóm á stýrinu. 4. Stflltu vel speglana þannig að þeir minnki blindu svæðin fyrir aftan bfl- inn. Þar sem jeppar era breiðari en önnur farartæki gæti þurft að snúa þeim meira út en á öðrum farartækjum. Árið 2000 stóð tímaritið Autobild fyrir veltuprófunum á helstu jeppum á Þýskalandsmarkaði. Sá bíll sem stóð sig einna verst þar var Galloper- jeppinn en hann var bæði valtur, bremsulítill og undirstýrður. Sá bíö sem fengið hefur mestu veltuvarnirnar er eflaust nýr Volvo XC90, en auk þeirra er þakið úr sérstyrktu boron-stáli. Hér rná sjá Volvo reyna á styrkleika þess í veltu sem byrjar á 50 km hraða. Á grafinu sést hlutfall ökutækjaflokka í banaslysum 1998-2002 gagnvart hlutfalli jeppa og jepplinga í umferð á sarna tímabili eftir því sem næst verður komist samkvæmt skráningu Umferðarstofu. 5. Vendu þig á að vita af ööum far- artækjum í kringum þig, sérstaklega þeim minni. 6. Skoðaðu handbók bflsins og at- hugaðu vel hvað framleiðandinn segir um aksturseiginleika bflsins og hvern- ig nota á fjórhjóladrifið. Hérlendis er ekkert slíkt svæði fyrir hendi enn þá, sem gæti þó breyst ef staðið verður við gefin fyrirheit um byggingu akstursæfingasvæðis. Hefur lítil áhrif á sölu Jafhvel þótt sumir trúarhópar í Bandarfkjunum prediki það sem synd að kaupa jeppa flykkjast kaupendur að þeim allra gerðarlegasta, Hummer H2. Ford Explorer fékk slæma útreið í fjöl- miðlum fyrir tveimur árum en hefúr samt náð toppnum aftur í sölu. Tals- maður öryggismála hjá GM sagði að rannsóknir NHTSA sýndu einnig að jeppar em meðal öruggustu ökutækja í umferð fyrir farþega sína. Hann sagði enn fremur að síðan vinsældir jeppa fóru að aukast umtalsvert á níunda áratugnum hefði dauðaslysum á ekna kflómetra fækkað um 50%. Kannski er áhyggjum bflaframleiðenda best lýst með því sem Wolfgang Bemhard, yfir- maður hjá Chrysler, lét hafa eftir sér: „Búið er að spá dauða jeppans í meira en áratug en þess í stað sjáum við að- eins stærri og öruggari bíla.“ -NG Þjófavörn er hagkvæm asta sjálfsábyrgöin „Bylgja innbrota í bfla hefur leitt tfl þess að æ nauðsynlegra er að búa þá þjófavöm ef menn vflja losna við þau vandræði og tjón sem innbrotin valda,“ segir Guðmundur Ragnarsson rafeindavirkjameistari í Nesradíó. Þjófavömin getur einnig reynst hag- kvæmasta sjálfsábyrgðin gegn innbrot- um því hægt er að fá þjófavamarkerfi í bíla á verði frá 15 þúsundum króna - eða á rétt um 25 þúsund þegar búið er að setja búnaðinn í bflinn. Algeng sjálfsábyrgð bfleigenda sem eru með bfla sína kaskótryggða er helmingi hærri, auk þess sem menn tapa þeim bónus sem þeir hafa áunnið sér, þannig að tjónið við innbrot getur náð verulegum fjárhæðum, en þjófavömin kæmi í veg fyrir þetta tjón. Sú breyting hefur orðið á að frá og með 10. janúar tók Nesradíó ehf. yfir aöa þjónustu og markaðssetningu fyrir fyrirtækið Directed Electronics á íslandi. Þunga- miðja í starfsemi Directed Electronics er framleiösla innbrotavama í bíla. Þekktustu vörumerki þeirra eru Viper og Clifford en meðal annarra má telja Avital, Sidewinder og Rattler. Viper til Nesradíós Directed Electronics er bandarískt fyrirtæki í örum vexti sem er i aukn- um mæli að feta sig inn á markað fyr- ir hljóm- og afþreyingartæki í bfla. Með kaupum á fyrirtækjum á borð við Orion, Precision Power og a/d/s er það að blanda sér af fúllri alvöru í sam- keppina á þessum markaði. Magnarar, hátalarar og bassabox undir merkjum Viper, Orion og Precision Power em að skjóta upp koöinum í fremstu víg- línu hávaðakeppna (SPL). „Nesradíó rekur sérhæft verkstæði og verslun fyrir hljómtæki og rafeindabúnað í bfla í Síðumúla 19. Þar er á boðstólum úrval hágæða hljómtækja auk annarra aukahluta í bfla, svo sem handfrjáls búnaðar fyrir GSM-síma, VHF og CB- talstöðvar. Undanfarin ár hafa land- vinningar Directed Electronics kaöað á algera uppstokkun í markaðssetn- ingu fyrirtækisins. Það að fela Nesrad- íói verkefnið er í takt við stefnu félags- ins. Stefha Directed er framleiðsla gæðavöra sem er boðin og þjónað af færustu fagmönnum á viðkomandi markaði," segir Guðmundur í Nesrad- íói. V r ELECTIONICS, I N C. Þjónustuaðili fyrir öryggis- og þjófavarnarbúnað frá DIRECTED NESRADÍÓ Sfðumúla 19 • Sími 581 1118 • Fax 581 1854 __________________/
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.