Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2003, Qupperneq 51
LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003
Helqarblacf H>‘Vr
55
Tómas Jónsson
fyrrv. aðstoðaryfirlögregluþjónn á Selfossi verður 70 ára á morgun
Tómas Jónsson, fyrrv. aðstoðaryfirlögregluþjónn,
Tryggvagötu 24, Selfossi, verður sjötugur ára á morg-
un.
Starfsferill
Tómas fæddist aö Þóroddsstöðum í Ölfusi. Hann
stundaði nám í Miðskólanum í Hveragerði 1946-48, við
íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal 1950-51,
nám við Lögregluskóla ríkisins 1964 og 1973, stundaði
námskeið í tollgæslu í Reykjavík 1960, sótti Dale
Carnegie-námskeið í Reykjavík 1973, nokkurra vikna
námskeið í löggæslufræðum hjá SÞ í New York 1969 og
hefur sótt fjölmörg framhaldsnámskeið við Lögreglu-
skóla ríkisins.
Tómas stundaði sveitastörf á búi föður síns til 1953,
rak síðan búið ásamt Þorsteini bróður sínum, starfaði
á Keflavíkurflugvelli frá 1958, fyrst hjá Metcalf-
Hamilton verktakafyrirtækinu og var síðan nætur-
vörður hjá Sameinuðum verktökum og síðan íslensk-
um Aðalverktökum og Sameinuðum verktökum og
hafði með höndum verkstjórn í véladeildum fyrirtækj-
anna. Hann starfaði í lögreglunni á Keflavíkurflug-
velli 1956-63 og þar af lögregluþjónn við Radarstöð
varnarliðsins á Heiðarfjalli á Langanesi, með aðsetri á
Þórshöfn og annaðist þá einnig almenna löggæslu á
Þórshöfn og nágrenni, ásamt tollgæslu á svæðinu frá
Raufarhöfn að Vopnafirði.
Tómas varð lögreglumaður í Árnessýslu með aðsetri
á Selfossi 1963, var settur varðstjóri frá 1963 og aðstoð-
aryfirlögregluþjónn frá 1986. Hann fékk leyfi frá störf-
um 1969-71 og starfaði þann tíma sem lögreglumaður i
aðalstöðvum SÞ í New York. Hann var ljósmyndari á
Selfossi 1963-73, tók passamyndir og tækifærismyndir
auk þess sem hann ljósmyndaði fyrir ýmis blöð og í
bækur en hann á mikið safn ljósmynda.
Tómas stundaði íþróttir á yngri árum, einkum sund
og frjálsar íþróttir, setti nokkur héraðsmet í sundi
1946-53, hefur keppt í frjálsum íþróttum og sundi í öld-
ungaflokkum, sett íslandsmet og hefur nokkrum sinn-
um orðið íslandsmeistari og er mikill áhugamaður um
skógrækt sem hann hefur stundað á Þóroddsstöðum.
Tómas hafði forgöngu um stofnun Lögreglufélags
Suðurlands, var formaður þess 1968-84, vann að und-
irbúningi að stofnun Landssambands lögreglumanna
1968, var þar varamaður í stjórn, var ritari landssam-
bandsins 1972-84, formaður Landssambands lögreglu-
manna 1984-86, sat í stjórn Norræna lögreglusam-
bandsins, NPF, í stjórn Alþjóðasambands lögreglu-
manna UISP og hefur átt sæti í samninganefndum LL
og BSRB.
Hann var varaformaður Frjálsiþróttasambands ís-
lands 1968-69, formaður í félagi Áfengisvarnanefnda í
Árnessýslu i nokkur ár, formaður Áfengisvarnanefnd-
ar Selfoss 1993-96 og um tíma í Barnaverndarnefnd
Selfoss, hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir
Lionsklúbb Þorlákshafnar þar sem hann var stofnfé-
lagi 1975 og fyrir Ungmennafélag Ölfusinga og Héraðs-
sambandið Skarphéðin, hefur m.a verið i íþróttadóm-
stól HSK um áraraðir.
Tómas var fréttaritari Morgunblaðsins á Selfossi
um árabil, ritaði vikulegan löggæsluþátt í héraðsblað-
ið Dagskrána á Selfossi 1994-99, hefur ritað greinar í
blöð og tímarit, aðallega um löggæslu og félagsmál.
Tómasi var veitt silfurmerki Landssambands lög-
reglumanna fyrir félagsstörf 1996 og gullmerki lands-
sambandsins 2000.
Fjölskylda
Tómas kvæntist 15.8. 1961 Guðrúnu Daníelsdóttir, f.
15.9. 1941, húsmóður. Foreldrar hennar: Daníel Gunn-
laugsson, f. 20.1. 1905, d. 6.6. 1980, vélgæslumaður á
Þórshöfn, og k.h., Hulda Guðjónsdóttir frá Brimnesi á
Langanesi, f. 7.12. 1922, nú búsett í Reykjavík.
Börn Tómasar og Guðrúnar eru Kristbjörn Hjalti, f.
7.3. 1963, símaverkstjóri í Vestmannaeyjum, en sam-
býliskona hans er Bjarney Ágústsdóttir, f. 12.11. 1970,
og eiga þau tvær dætur auk þess sem Hjalti á dóttur
frá fyrri sambúð og Bjarney son; Sigríður Hulda, f. 2.2.
1966, húsmóðir á Selfossi, en maður hennar er Gunn-
ar Emil Árnason og eiga þau þrjú börn; Kolbeinn
Hlynur, f. 17.7.1967, sjómaður í Vestmannaeyjum, og á
hann einn son; Jón Heimir, f. 19.9. 1973, tölvunarfræð-
ingur en kona hans er Sólborg Halla Þórhallsdóttir, f.
4.3. 1974, og eiga þau eina dóttur; Berglind, f. 23. júlí
1977, búsett í Kópavogi, og á hún einn son, en móðir
hennar er Svanhildur Guðmundsdóttir i Kópavogi.
Systkini Tómasar eru Margrét Jónsdóttir, f. 19.3.
99
Útkoman var ekki
meira spennandi en
I
[yiiU | ? i vl \ [ |
—i—i —r—\ —i -J_A __ JjjJ
. •
‘■f? '■ ■
%■ *
3r 1S W
1929, húsfreyja í Kópavogi; Þorsteinn Magnús, f. 31.12.
1930, vörubílstjóri á Þóroddsstöðum í Ölfusi; Arnheið-
ur, f. 23.3.1937, fiskverkakona hjá Granda í Reykjavík;
Guðrún Erna, f. 16.10. 1942, ræstingastjóri á Dvalar-
heimilinu í Ásbyrgi í Hveragerði.
Foreldrar Tómasar voru Jón Þorsteinsson, f. 14.4.
1894, d. 22.8. 1971, bóndi á Þóroddsstöðum í Ölfusi, og
k.h., Sigríður Tómasdóttir, f. 10.10. 1901, d. 9.5. 1981,
húsfreyja.
Ætt
Jón var bróðir Ingólfs Þorsteinssonar, yfirlögreglu-
þjóns í Reykjavík, föður Þorsteins Ingólfssonar sendi-
herra. Systir Jóns var Sesselja, móðir Arnar og Hauks
Clausen, Jón var sonur Þorsteins, b. í Eyvindartungu
í Laugardal, Jónssonar Collin, í Úthlíð, Þorsteinsson-
ar jarðyrkjumanns.
Móðir Jóns var Arnheiður Magnúsdóttir, b. á
Stokkalæk og síðar í Úthlíð í Biskupstungum og á
Laugarvatni, Magnússonar. Arnheiður var systir
Böðvars hreppstjóra á Laugarvatni.
Sigríður var dóttir Tómasar, b. á Barkarstöðum í
Fljótshlíö, Sigurðssonar, ísleifssonar. Kona Sigurðar
ísleifssonar var Ingibjörg Sæmundsdóttir, systir
Tómasar Fjölnismanns. Móðir Sigríðar var Margrét
Árnadóttir, b. á Reynifelli, Guðmundssonar, ættföður
Keldnaættar, Brynjólfssonar.
Tómas verður að heiman á afmælisdaginn.
Vísa ein sem lengi hefur gengið manna á milli og
: flestir íslendingar kannast við á sér heldur óvenju-
: lega sögu. Hún birtist í kvæðabók Stefáns Ólafsson-
ar sem út kom 1886 og er þá þannig:
Ofan drífur snjó á snjó,
snjóar hylja flóa tó,
tóa krafsar móa mjó,
mjóan hefur skó á kló.
í ritsafni Bólu-Hjálmars, sem út kom árið 1965, er
þessi vísa:
Ofan gefur snjó á snjó,
snjóum vefurflóa tó,
tóa grefur móa mjó,
mjóan hefir skó á kló.
Hjálmar hefur sem sagt ort vísu Stefáns upp og
bætt í hana innríminu. Ekki er vafi á að Stefán er
i höfundur fyrri vísunnar. Svo mikið er víst að hún
er varðveitt í gömlu handriti (Stokkahlaðabók) sem
i var skrifað áður en Bólu-Hjálmar fæddist.
Einkennilegt er það að vísan er framrímuð utan
; fyrsta línan. Bent hefur verið á að hugsanlega hafi
orðið „ofan“ á einhverjum tímum verið boriö fram
sem „óan“. Þannig væri framrímið rétt.
Þá er næst vísa eftir Hallmund Kristinsson, kom-
i in beint af leirvefnum. Lesendur geta dundað sér
j við að skipta henni í braglínur, ég birti hana hér
eins og hún barst mér:
Eflaust á nýja árinu þaö ýmislegt getur skeð þótt
\ heldur fari þaö hœgt af staö hérna - leirlega séö.
Til mín hefur borist vísa eftir Ragnar Böðvarsson.
Hann kemur inn á það sem efst er á baugi í stjórn-
málunum:
Margir elska Ingibjörgu.
Á þaö treystir Samfylking
að hún sópi með sér mörgu
meöalrusli inn á þing.
Fyrir nokkrum árum var séra Hjálmar Jóns-
son, sem þá sat á Alþingi, veislustjóri á árs-
hátíð Vegagerðar ríkisins. Ræöumaður
kvöldsins var Hákon Aðalsteinsson. Há-
kon gerði að umræðuefni umskipti
Hjálmars úr sóknarpresti yfir í alþingis-
mann og skýrði það þannig:
Hjálmar var prestur í prýöisbrauöi,
passaöi vandlega misjafna sauöi,
en þrönga veginum út af ók hann,
Alþingisgrýlan kom og tók hann.
Hákon hélt svo áfram í sama dúr og beindi nú
þessum göfugu tilmælum til Vegagerðarinnar:
Umsjón
Þiö vilduö kannski gera 'onum greiöa,
gott myndi sjálfsagt af því leiöa
aö bœta í kantana báöum megin
og breikka fyrir hann mjóa veginn.
m 1 4
%