Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2003, Qupperneq 51

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2003, Qupperneq 51
LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 Helqarblacf H>‘Vr 55 Tómas Jónsson fyrrv. aðstoðaryfirlögregluþjónn á Selfossi verður 70 ára á morgun Tómas Jónsson, fyrrv. aðstoðaryfirlögregluþjónn, Tryggvagötu 24, Selfossi, verður sjötugur ára á morg- un. Starfsferill Tómas fæddist aö Þóroddsstöðum í Ölfusi. Hann stundaði nám í Miðskólanum í Hveragerði 1946-48, við íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal 1950-51, nám við Lögregluskóla ríkisins 1964 og 1973, stundaði námskeið í tollgæslu í Reykjavík 1960, sótti Dale Carnegie-námskeið í Reykjavík 1973, nokkurra vikna námskeið í löggæslufræðum hjá SÞ í New York 1969 og hefur sótt fjölmörg framhaldsnámskeið við Lögreglu- skóla ríkisins. Tómas stundaði sveitastörf á búi föður síns til 1953, rak síðan búið ásamt Þorsteini bróður sínum, starfaði á Keflavíkurflugvelli frá 1958, fyrst hjá Metcalf- Hamilton verktakafyrirtækinu og var síðan nætur- vörður hjá Sameinuðum verktökum og síðan íslensk- um Aðalverktökum og Sameinuðum verktökum og hafði með höndum verkstjórn í véladeildum fyrirtækj- anna. Hann starfaði í lögreglunni á Keflavíkurflug- velli 1956-63 og þar af lögregluþjónn við Radarstöð varnarliðsins á Heiðarfjalli á Langanesi, með aðsetri á Þórshöfn og annaðist þá einnig almenna löggæslu á Þórshöfn og nágrenni, ásamt tollgæslu á svæðinu frá Raufarhöfn að Vopnafirði. Tómas varð lögreglumaður í Árnessýslu með aðsetri á Selfossi 1963, var settur varðstjóri frá 1963 og aðstoð- aryfirlögregluþjónn frá 1986. Hann fékk leyfi frá störf- um 1969-71 og starfaði þann tíma sem lögreglumaður i aðalstöðvum SÞ í New York. Hann var ljósmyndari á Selfossi 1963-73, tók passamyndir og tækifærismyndir auk þess sem hann ljósmyndaði fyrir ýmis blöð og í bækur en hann á mikið safn ljósmynda. Tómas stundaði íþróttir á yngri árum, einkum sund og frjálsar íþróttir, setti nokkur héraðsmet í sundi 1946-53, hefur keppt í frjálsum íþróttum og sundi í öld- ungaflokkum, sett íslandsmet og hefur nokkrum sinn- um orðið íslandsmeistari og er mikill áhugamaður um skógrækt sem hann hefur stundað á Þóroddsstöðum. Tómas hafði forgöngu um stofnun Lögreglufélags Suðurlands, var formaður þess 1968-84, vann að und- irbúningi að stofnun Landssambands lögreglumanna 1968, var þar varamaður í stjórn, var ritari landssam- bandsins 1972-84, formaður Landssambands lögreglu- manna 1984-86, sat í stjórn Norræna lögreglusam- bandsins, NPF, í stjórn Alþjóðasambands lögreglu- manna UISP og hefur átt sæti í samninganefndum LL og BSRB. Hann var varaformaður Frjálsiþróttasambands ís- lands 1968-69, formaður í félagi Áfengisvarnanefnda í Árnessýslu i nokkur ár, formaður Áfengisvarnanefnd- ar Selfoss 1993-96 og um tíma í Barnaverndarnefnd Selfoss, hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Lionsklúbb Þorlákshafnar þar sem hann var stofnfé- lagi 1975 og fyrir Ungmennafélag Ölfusinga og Héraðs- sambandið Skarphéðin, hefur m.a verið i íþróttadóm- stól HSK um áraraðir. Tómas var fréttaritari Morgunblaðsins á Selfossi um árabil, ritaði vikulegan löggæsluþátt í héraðsblað- ið Dagskrána á Selfossi 1994-99, hefur ritað greinar í blöð og tímarit, aðallega um löggæslu og félagsmál. Tómasi var veitt silfurmerki Landssambands lög- reglumanna fyrir félagsstörf 1996 og gullmerki lands- sambandsins 2000. Fjölskylda Tómas kvæntist 15.8. 1961 Guðrúnu Daníelsdóttir, f. 15.9. 1941, húsmóður. Foreldrar hennar: Daníel Gunn- laugsson, f. 20.1. 1905, d. 6.6. 1980, vélgæslumaður á Þórshöfn, og k.h., Hulda Guðjónsdóttir frá Brimnesi á Langanesi, f. 7.12. 1922, nú búsett í Reykjavík. Börn Tómasar og Guðrúnar eru Kristbjörn Hjalti, f. 7.3. 1963, símaverkstjóri í Vestmannaeyjum, en sam- býliskona hans er Bjarney Ágústsdóttir, f. 12.11. 1970, og eiga þau tvær dætur auk þess sem Hjalti á dóttur frá fyrri sambúð og Bjarney son; Sigríður Hulda, f. 2.2. 1966, húsmóðir á Selfossi, en maður hennar er Gunn- ar Emil Árnason og eiga þau þrjú börn; Kolbeinn Hlynur, f. 17.7.1967, sjómaður í Vestmannaeyjum, og á hann einn son; Jón Heimir, f. 19.9. 1973, tölvunarfræð- ingur en kona hans er Sólborg Halla Þórhallsdóttir, f. 4.3. 1974, og eiga þau eina dóttur; Berglind, f. 23. júlí 1977, búsett í Kópavogi, og á hún einn son, en móðir hennar er Svanhildur Guðmundsdóttir i Kópavogi. Systkini Tómasar eru Margrét Jónsdóttir, f. 19.3. 99 Útkoman var ekki meira spennandi en I [yiiU | ? i vl \ [ | —i—i —r—\ —i -J_A __ JjjJ . • ‘■f? '■ ■ %■ * 3r 1S W 1929, húsfreyja í Kópavogi; Þorsteinn Magnús, f. 31.12. 1930, vörubílstjóri á Þóroddsstöðum í Ölfusi; Arnheið- ur, f. 23.3.1937, fiskverkakona hjá Granda í Reykjavík; Guðrún Erna, f. 16.10. 1942, ræstingastjóri á Dvalar- heimilinu í Ásbyrgi í Hveragerði. Foreldrar Tómasar voru Jón Þorsteinsson, f. 14.4. 1894, d. 22.8. 1971, bóndi á Þóroddsstöðum í Ölfusi, og k.h., Sigríður Tómasdóttir, f. 10.10. 1901, d. 9.5. 1981, húsfreyja. Ætt Jón var bróðir Ingólfs Þorsteinssonar, yfirlögreglu- þjóns í Reykjavík, föður Þorsteins Ingólfssonar sendi- herra. Systir Jóns var Sesselja, móðir Arnar og Hauks Clausen, Jón var sonur Þorsteins, b. í Eyvindartungu í Laugardal, Jónssonar Collin, í Úthlíð, Þorsteinsson- ar jarðyrkjumanns. Móðir Jóns var Arnheiður Magnúsdóttir, b. á Stokkalæk og síðar í Úthlíð í Biskupstungum og á Laugarvatni, Magnússonar. Arnheiður var systir Böðvars hreppstjóra á Laugarvatni. Sigríður var dóttir Tómasar, b. á Barkarstöðum í Fljótshlíö, Sigurðssonar, ísleifssonar. Kona Sigurðar ísleifssonar var Ingibjörg Sæmundsdóttir, systir Tómasar Fjölnismanns. Móðir Sigríðar var Margrét Árnadóttir, b. á Reynifelli, Guðmundssonar, ættföður Keldnaættar, Brynjólfssonar. Tómas verður að heiman á afmælisdaginn. Vísa ein sem lengi hefur gengið manna á milli og : flestir íslendingar kannast við á sér heldur óvenju- : lega sögu. Hún birtist í kvæðabók Stefáns Ólafsson- ar sem út kom 1886 og er þá þannig: Ofan drífur snjó á snjó, snjóar hylja flóa tó, tóa krafsar móa mjó, mjóan hefur skó á kló. í ritsafni Bólu-Hjálmars, sem út kom árið 1965, er þessi vísa: Ofan gefur snjó á snjó, snjóum vefurflóa tó, tóa grefur móa mjó, mjóan hefir skó á kló. Hjálmar hefur sem sagt ort vísu Stefáns upp og bætt í hana innríminu. Ekki er vafi á að Stefán er i höfundur fyrri vísunnar. Svo mikið er víst að hún er varðveitt í gömlu handriti (Stokkahlaðabók) sem i var skrifað áður en Bólu-Hjálmar fæddist. Einkennilegt er það að vísan er framrímuð utan ; fyrsta línan. Bent hefur verið á að hugsanlega hafi orðið „ofan“ á einhverjum tímum verið boriö fram sem „óan“. Þannig væri framrímið rétt. Þá er næst vísa eftir Hallmund Kristinsson, kom- i in beint af leirvefnum. Lesendur geta dundað sér j við að skipta henni í braglínur, ég birti hana hér eins og hún barst mér: Eflaust á nýja árinu þaö ýmislegt getur skeð þótt \ heldur fari þaö hœgt af staö hérna - leirlega séö. Til mín hefur borist vísa eftir Ragnar Böðvarsson. Hann kemur inn á það sem efst er á baugi í stjórn- málunum: Margir elska Ingibjörgu. Á þaö treystir Samfylking að hún sópi með sér mörgu meöalrusli inn á þing. Fyrir nokkrum árum var séra Hjálmar Jóns- son, sem þá sat á Alþingi, veislustjóri á árs- hátíð Vegagerðar ríkisins. Ræöumaður kvöldsins var Hákon Aðalsteinsson. Há- kon gerði að umræðuefni umskipti Hjálmars úr sóknarpresti yfir í alþingis- mann og skýrði það þannig: Hjálmar var prestur í prýöisbrauöi, passaöi vandlega misjafna sauöi, en þrönga veginum út af ók hann, Alþingisgrýlan kom og tók hann. Hákon hélt svo áfram í sama dúr og beindi nú þessum göfugu tilmælum til Vegagerðarinnar: Umsjón Þiö vilduö kannski gera 'onum greiöa, gott myndi sjálfsagt af því leiöa aö bœta í kantana báöum megin og breikka fyrir hann mjóa veginn. m 1 4 %
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.