Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2003, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2003
-j-yyyr
Frjálslyndi flokkurinn:
Biðlaun rétta lít-
ið hlut kvenna
Framboðsmál Frjálslynda flokks-
ins þokast áfram en búist er við að
endanlegur framboðslisti í Suður-
kjördæmi með Magnús Þór Haf-
steinsson í efsta sætinu muni
verða frágenginn í dag og á allra
næstu dögum í Reykjavíkurkjör-
dæmunum. Þann 10. febrúar er
stefnt að því að birta framboðslista
Frjálslyndra í Norðvesturkjördæmi
og á svipuðum tíma í Norðaustur-
kjördæmi.
Margrét Sverrisdóttir, fram-
kvæmdastjóri Frjálslynda flokks-
ins, var spurð hver hefðu verið við-
brögðin við auglýsingu um fólk á
framboðslista flokksins.
„Ég sá ekki eftir því en það er
ekki þar með sagt að allir sem gáfu
sig fram fái að fara í framboð. Það
voru einnig mjög jákvæð viðbrögð
innan flokksins. Tilgangurinn var
tvíþættur. Annars vegar að láta fók
vita hvað við værum að gera, stilla
upp o.fl. og svo kom nýtt fólk sem
hægt er að virkja til þátttöku í
kosningaslagnum fram undan
hvort sem það kemur á lista eða
ekki. Við vorum sérstaklega að
auglýsa eftir konum en hlutur
þeirra réttist litið þrátt fyrir að
þær væru sérstaklega hvattar til að
gefa kost á sér. Mest var þetta fólk
af suðvesturhorni landsins. Við
erum að hefja fundaherferð um
landið sem hefst á Húsavík næsta
föstudagskvöld," segir Margrét
Sverrisdóttir. -GG
Kaffi Reykjavík:
Lögbann á tón-
listarflutningi
Sýslumaðurinn í Reykjavík hef-
ur lagt lögbann við opinberum tón-
listarflutningi á veitinga- og
skemmtistaðnum Kaffi Reykjavík,
að kröfu STEF, Sambands tón-
skálda og eigenda flutningsréttar.
Gerðarþoli er Eignarhaldsfélagið
Háaleiti. STEF telur að um alilangt
skeið hafi verið leikin tónlist opin-
berlega án heimildar frá höfundum
og því hafi það verið þrautalending
að fá lagt lögbann við frekari lög-
brotum staðarins. Aðstoðardeildar-
stjóri sýslumanns, Feldís Lilja Ösk-
arsdóttir, telur ljóst að tónlistar-
flutningur á veitinga- og skemmti-
staðnum Kaffl Reykjavik sé i skjóli
skemmtanaleyfis Eignarhaldsfélags-
ins Háaleitis þrátt fyrir að annað
félag sé að taka við rekstri staðar-
ins. Umsókn nýs aðila um skemmt-
analeyfi hefur ekki verið afgreidd
af hálfu leyfisdeildar lögreglustjór-
ans i Reykjavík. -GG
Aukning í dag-
vöruverslun
Smávægileg aukning varð i
verslun með dagvöru fyrir siðustu
jól miðað við jólin þar á undan
samkvæmt smásöluvísitölu Sam-
taka verslunar og þjónustu. Sala á
matvöru og annarri dagvöru jókst
um 0,3% í desember sl., miðað við
desember árið áður, að teknu tilliti
til breytinga á verðlagi á þessu
tímabili. Veltuaukning varð einnig
í áfengissölu, eða um 1,7%, ef borin
eru saman sömu tímabil. Nánast
engin breyting hefur orðið í veltu
lyíjaverslana milli síðustu fjögurra
mánaða ársins. -GG
Ráðstefna VG
um nýsköpun
í dag efnir Vinstrihreyfingin -
grænt framboð til viðamikillar ráð-
stefnu um nýsköpun í atvinnumál-
um á Hótel Loftleiðum í Reykjavík
og hefst ráðstefnan kl. 09.30. Þar
munu 16 fyrirlesarar úr ýmsum
áttum flytja erindi um ólíkar hlið-
ar nýsköpunar í íslensku atvinnu-
lífi, allt frá rannsóknum og hug-
myndavinnu frumkvöðla til stór-
fefldrar verðmætasköpunar og jafn-
vel útrásar á heimsmarkað.
Ráðstefnan er öllum opin og að-
gangur ókeypis. -GG
Fréttir
Þemadagar á smáauglýsingadeild DV:
Smáauglýsingar með mynd á 950 krónur
Mjög góð viðbrögð hafa verið við
tilboði smáauglýsingadeildar DV
um bílaauglýsingar með mynd á
þriðjudögum sem kosta einungis 950
krónur. Vegna þessa mikla áhuga
viðskiptavina og jákvæðra við-
bragða hefur verið ákveðið að bjóða
þeim sem auglýsa fasteignir og sum-
arhús sömu kjör á miðvikudögum.
Þá kostar smáauglýsing með mynd
vegna fasteigna og sumarhúsa að-
eins 950 krónur.
„Það var allt vitlaust að gera
vegna þessara þemadaga í bílaaug-
lýsingum. Við höfðum vart undan
og höfum við ákveðið að vera með
þá áfram á þriðjudögum og
fasteignir og sumarhús á
miðvikudögum, svo erum við að
vinna að öðrum tilboðum sem síðar
verða kynnt, það er allt á fullu“
sagði Jónína Ósk Lárusdóttir á smá-
auglýsingadeild DV.
DV hefur um árabil birt smáaug-
lýsingar í blaðinu og haft forystu á
þeim vettvangi. Má með sanni segja
að smáauglýsingar DV hafi verið
markaðstorg þjóðarinnar þar sem
fólk hefur getað auglýst allt mögu-
legt, bæði vörur og þjónustu, til
kaups eða sölu. Þegar fólk les smá-
auglýsingar DV má segja að það
hafi flngurinn á púlsinum á stærsta
markaðstorgi þjóðarinnar.
Vegna góðra viðbragða við þema-
dögum smáauglýsingadeildar mega
viðskiptavinir og lesendur blaðsins
eiga von á ýmsum hagstæðum smá-
auglýsingatilboðum í nánustu fram-
tíð og eru hvattir til að fylgjast með
þeim.
Þeir sem auglýsa í smáauglýsing-
um DV njóta þess að auglýsing þeirra
Þemadagar í smáauglýsingum DV
Smáauglýsingar DV bjóöa þeim sem augiýsa bíla á þriöjudögum og þeim sem auglýsa fasteignir og sumarhús á miö-
vikudögum aö birta smáauglýsingu meö mynd fyrir 950 krónur. Eftir birtingu í blaöinu er smáauglýsingin í viku
á smáauglýsingavef DV á slóöinni www.smaauglysingar.is.
birtist á smáauglýsingavef DV sem er
að finna á slóðinni www.smaauglys-
ingar.is. Þar er auglýsingin í viku eft-
ir að hún birtist í blaðinu.
Á vefnum má einnig panta smá-
auglýsingar og greiða fyrir birtingu
þeirra. Allar upplýsingar fara um
VeriSign-öryggishugbúnaðinn sem
tryggir að óviökomandi kemst ekki
í viðkvæmar upplýsingar um greið-
anda.
-hlh
jSaitt mála/
Tungl og regnbogi á Tjörninni
Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir veitti verðlaun fyr-
ir þrjár bestu tillögurnar
í hugmyndasamkeppni
Vetrarhátiðar Reykjavík-
ur árið 2003 í Ráðhúsi
Reykjavíkur. Hlut-
skarpastur varð gjörning-
urinn Ljósberar sem
verður framinn á Tjörn-
inni af Ilmi Maríu Stef-
ánsdóttur ásamt 20 nem-
endum úr fornámsdeild
Myndlistaskólans i
Reykjavík. I fyrstu
mynda lýsandi blöðrur
Verölaunahafarnir ásamt Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.
tungl á Tjörninni og svo
verður þeim öllum safnað
saman í ljósskúlptúr. í
öðru sæti var verk Al-
freðs Sturlu Böðvarsson-
ar sem ber nafnið Ó!
Frjáls? og verður eins
konar fangaklefi úr ljós-
geislum. Regnbogabrú
yflr Tjörnina, sem er hug-
mynd Stefáns Geirs
Karlssonar, lenti í þriðja
sæti. Vetrarhátíðin verð-
ur nú haldin i annað sinn
og stendur yfir dagana 27.
febrúar til 2. mars. -dh
Mál stjórnarmanns gegn Verkalýðsfélagi Akraness:
Félagið dæmt til að
opna bókhaldið
- Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Vesturlands
Verkalýðsfé-
lagi Akraness
(VLA) er skylt að
veita Vilhjálmi
Birgissyni að-
gang að öllum
bókhaldsgögnum
félagsins fyrir
árin 1997, 1998 og
1999 á skrifstofu
stefnda að við-
lögðum dagsekt-
um, kr. 10.000 á dag. Þetta segir m.a.
í niðurstöðum Hæstaréttar í gær. Er
stefnda (VLA) gert að greiða stefn-
anda 550.000 krónur í málskostnað
og er virðisaukaskattur af lög-
mannsþóknun innifalinn.
Þar með staðfestir Hæstiréttur
niðurstöðu Héraðsdóms Vestur-
lands frá síðastliðnu sumri i máli
Vilhjálms Birgissonar gegn Verka-
lýðsfélagi Akraness en félagið áfrýj-
aði málinu.
Greint var frá deilum í DV vegna
meintrar fjármálaóreiðu í VFLA
sumarið 2000. Nær stöðug átök hafa
síðan verið milli meirihluta og
minnihiuta stjórnar. Krafðist Vil-
hjálmur Birgisson, stjórnarmaður
þess, að fá að skoða bókhaldið hjá
VFLA. Formaður félagsins, Hervar
Gunnarsson, lagðist gegn því.
Kærði Vilhjálmur þá málið sem tek-
ið var upp í Héraðsdómi Vestur-
lands sem féllst á sjónarmið Vil-
hjálms. Þrátt fyrir niðurstöðu hér-
aðsdóms og að samþykkt hafi verið
í meirihluta stjómar og trúnaðar-
ráðs VFLA að hlíta héraðsdómsúr-
skurðinum frá 11. júní 2002, var
málinu áfrýjað til Hæstaréttar af
hluta stjórnar.
Margvísleg deilumál
Málið snýst m.a. um kostnaðar-
skiptingu á milli Verkalýðsfélags
Akraness, Sveinafélags málmiðnað-
armanna og Verslunarmannafélags
Akraness og fleiri félaga i sameign-
arfélaginu „Stéttarfélögin Kirkju-
braut 40“ sem sameignarsamningur
var gerður um í janúar 1991.
Samningur félaganna tók til sam-
eiginlegs reksturs vinnumiðlunar-
skrifstofu, almennrar afgreiðslu-
skrifstofu, svo og annars reksturs
sem stéttarfélögin gætu orðið sam-
mála um.
Stjórn VLFA er sökuð um að hafa
allan tímann fært tekjur af umsýslu
með atvinnuleysisbótum inn á sína
reikninga en ekki skilað þeim í
sameiginlegan rekstur stéttarfélag-
anna.
Þetta snýst einnig um meintar
ólöglegar kosningar í stjóm VFLA í
haust sem ASÍ hefur þó lagt blessun
sína yfir. Búið var að stefna I því
máli en dregið til baka þar sem lof-
að hafði verið umbótum. Það hefur
hins vegar ekki gengið eftir og er nú
reiknað með að málið fari fyrir
dómstóla.
Engir aðalfundir
Vantraust var samþykkt á stjórn
VFLA í desember 2001 en Hervar
Gunnarsson sagði þá samþykkt um-
deilanlega og sagðist sitja áfram
ásamt stjóm félagsins.
Nýbúið er að leggja fram árs-
reikning fyrir árið 2001 en aðalfund-
ur var ekki haldinn árið 2002. Sá
fundur verður nú haldinn 1. febrúar
og líklegt að þar komi til harkalegs
uppgjörs vegna kosninganna í
haust. -HKr.
Hervar
Gunnarsson.