Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2003, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2003, Qupperneq 18
HelQarblað X>V LAU GARD AGU R i. FEBRÚAR 2003 I 8 Þegar ég kláraði Versló langaði mig að vinna við fjölmiðla en það er ofboðslega erfitt að komast inn í þann geira. Öll plön fóru líka fyrir ofan garð og neð- an þegar ég varð ófrísk að dóttur minni. Ég var lengi að átta mig á því hvað ég vildi gera og er ekki enn búin að því. Ég veit ekki hvað ég geri þegar ég klára þáttinn í vor; hvort það verður vinna á skrifstofu eða i sjónvarpi eða hvort ég fer að skúra tannlæknastof- ur á kvöldin." Þú varst feimin þegar þú byrjaðir í Versló. Hvað gerðist eiginlega þar? „Ég er enn þá feimin. Mér fannst það svolítið lang- sótt hjá mér að sækja um starf í Djúpu lauginni. Mér er til dæmis hræðilega illa við myndavélar og það reyndist erfitt að finna mynd af mér til að senda með umsókninni! Þetta voru kannski öfgamar í að reyna að sigrast á óttanum - að vera svona hrædd við myndavélarnar og það að vinna fyrir framan þær. Ég átti heldur aldrei von á að hringt yrði í mig. En það var rosalega gaman og frábært að fá tækifæri til að breyta algerlega til.“ Virkaði þessi þerapia? „Já. Mér er ekki lengur illa við sjónvarpsmynda- vélarnar. Mér er þó enn illa við þessar venjulegu myndavélar sem ná andartakinu." Aldurinn er afstæður Þú átt tvö böm. Hvað eru þau gömul? „Prinsessan mín, Theódóra, varð sex ára í október og litla dúllan, Arnór ^ m Blær, verður fjögurra ára í febrúar: við eigum | / I sama afmælisdag, ég 1 fékk hann í afmælisgjöf. ^ 9 Og það var æðisleg af- | mælisgjöf." Þú virðist yngri. „Margir halda að ég sé yngri. í haust var ég stoppuð á tveimur skemmtistöðum sama kvöldið og spurð um skilríki. Hvaða konu finnst það ekki frábært! Ég er kannski að yngj- ast upp núna, hætt með perlueyrnalokkana og komin í hermannafötin. En svo eru aðrir sem halda að ég sé eldri. Annars finnst mér sjálfri ofboðslega erfitt að átta mig á aldri fólks. Ætli aldurinn sé ekki bara afstæður eftir allt saman!“ Allt að vinna Af hverju sóttirðu um starf í Djúpu lauginni? Varla bara til að sigrast á feimni; „Mig langaði líka til að vinna við fjölmiðla. Ég hef alltaf horft mest á Skjá Einn frá því hann byrjaði og að sjálfsögðu líka Djúpu laugina. Alltaf í sófanum á fóstudagskvöldum kl. 22, með popp og kók! Oft hvarfl- aði að mér hvað það hlyti að vera gaman að taka þátt í þessu en að sjálfsögðu hvarflaði það aldrei að mér að ég yrði í þessari stöðu. Svo var alltaf verið að aug- lýsa eftir þáttarstjórnendum. Ég hugsaði með mér að ég hefði engu að tapa en allt að vinna. Ég sagði eng- um frá umsókninni fyrr en hringt var í mig og ég beð- in um að koma í prufu. Þetta er einn af þeim hlutum sem maður gerir bara.“ Svona þáttur hefði verið óhugsandi fyrir fáum árum: „Já.“ Hvað heldurðu að hafi breyst? Hefðir þú farið í svona þátt fyrir fimm árum? „Ég veit það ekki ... örugglega ekki því ég er svo hrikalega feimin. Ég fór samt í hann í vor en það var vegna þess að ég hafði sótt um starfið og þótti lélegt að vilja ekki fara i þáttinn sem ég vildi stjóma. Þá komst ég að þvi hvaö þetta var rosalega gaman. En ef ég hugsa nokkur ár aftur í tímann hefði ég aldrei trúað því að ég yrði árið 2003 tveggja barna móðir og stjómandi stefnumótaþáttar. Ég hefði hleg- ið ef einhver hefði sagt mér það. Þetta sýnir að mað- ur veit ekkert um framtíðina." Pikköpp í beinni Hvernig gengur að fá fólk i þáttinn? „Mjög misjafnlega. Yfirleitt mjög vel samt. Ég held að stærsta hluta fólks langi í þáttinn en vanti oft af- sökun til þess. Flestir hafa spáð i það hvernig væri að sitja þarna og væru til í að prófa. Stundum þarf að eyða miklum tíma í að fá fólk til að vera með og aðr- ir vilja alls ekki koma. En ég hef tekið eftir því að margir sem vilja koma í þáttinn hjá okkur núna eru tengdir fólki sem kom í þáttinn hjá okkur í haust. Það er jákvæð upplifun að vera í Djúpu lauginni og það spyrst út. Þeir sem prófa gera sér grein fyrir því að það er ekkert stórmál. Það er bara spurning um að gera eitthvað öðruvísi en vaninn er á föstudags- kvöldi: stíga út fyrir þægindahringinn sinn.“ ... og fyrir framan aðeins fleiri! „Já, bara fyrir framan sjötíu þúsund manns. Það er ekkert agalegt." Boðið í brúðkaup? Hvert er viðhorf þitt til ástarinnar? Tengist ástin þessum þætti, Djúpu lauginni? „Hún getur gert það. En ég segi fólki alltaf að koma í þáttinn með jákvæðu hugarfari og ef það lendi á stefnumóti eigi það að fara með því hugarfari að það sé að fara að skemmta sér og kynnast nýjum einstak- lingi og kannski eignast vin. Ef það er meira er það frábært en fólk ætti ekki að búast við neinu og skilja allar væntingar eftir heima. Ef fólk kemur með því hugarfari að finna draumaprinsinn eða -prinsessuna þá verður það í flestum tilfellum fyrir vonbrigðum. Þá getur þetta orðið vandræðalegt. Það hefur komið fyrir að fólk verður yfir sig ástfangið eftir að hafa hist í Djúpu lauginni. Annað parið er farið að búa en hitt býr enn í foreldrahúsum." Þannig að þér gæti verið boðið í brúðkaup? „Já, ég er viss um það.“ f Survivor Má ekki halda því fram að Djúpa laugin sé eina ís- lenska raunveruleikasjónvarpið? „Ég held að Djúpa laugin komist næst því. Þetta er í rauninni raunveruleikinn því við styðjumst ekki við neitt handrit heldur slengjum saman tveimur ókunnugum manneskjum." Horfirðu á Batchelor og Temptation Island? „Já, ég er forfallinn aðdáandi Bathcelor, Tempta- tion Island og Survivor. Mig dreymdi í nótt að ég væri að keppa í Survivor. Það var gaman.“ Hvernig gekk, varstu komin í úrslit? „Þetta var reyndar fyrsta daginn. Allir voru með gsm-síma og ég hékk í símanum og spjallaði við vini mina. Svo dimmdi og byrjaði að rigna og við uppgötv- uðum að við vorum ekki búin að ná í vatn, kveikja eld og byggja kofa: týpískur Survivor-þáttur." Hverjir voru með þér í þættinum? „Það var misjafnt hvort ég þekkti fólkið eða ekki en flestir sem voru með mér i liði tengdust mér: pabbi minn, dóttir mín og vinir mínir. Þetta var mjög skrýtinn draumur - en ég var þó i Survivor." Athyglin erfið Eru einhverjir sem ofsækja ykkur í Djúpu lauginni og vilja komast í þáttinn? „Nei, við höfum fengið jákvæð viðbrögö, sem betur fer. Ég hef heyrt af fólki sem er í sjónvarpi og lendir í hálfgerðu umsátri. Ég hef verið heppin með það að fólk er mjög elskulegt við mig. Að sjálfsögðu hef ég fengið mikið af tölvupósti en það hefur allt verið á kurteislegum nótum. Eftir að þættimir byrjuðu í haust hætti ég á tímabili að fara út að skemmta mér. Mér þótti athyglin erfið, enda mjög óvön henni. Ég kann betur við mig núna og er farin að slaka betur á og finnst það meiri háttar þegar fólk kemur og spjall- ar. Það er frábært hvað allir eru jákvæðir og yndis- legir sem er gott því fólk veltir sér oft frekar upp úr neikvæðari hliðum lífsins." En hvernig hafa foreldrar þínir og afi og amma tek- ið því að þú stjórnir Djúpu lauginni? „Afskaplega vel. Ég held bara að þau séu mjög stolt af mér. Það er svo mikið að gera hjá mér og ættingj- arnir eru ánægðir með að sjá mig allavega einu sinni í viku - í sjónvarpinu." Þið voruð í haust með eldri borgara í þættinum, hvemig kom það til? „Við erum með vikulega þætti og þeir geta orðið mjög líkir. Til að fá tilbreytingu höfum við haft mis- munandi aldurshópa og einnig þætti með samkyn- hneigðu fólki. í staðinn fyrir að hafa fólk um miðjan aldur ákváðum við að bjóða eldra fólki í þáttinn. Eldra fólk hefur mikið að segja en i dag gera margir ráð fyrir að þetta fólk viti ekki neitt og stundum er talað niður til þess. Ég tel að þessu sé einmitt öfugt farið - eldri borgarar hafa reynt margt og mun meira en við sem yngri erum og við gætum lært heilmikið af þeim með því að hlusta. Það kom svo 1 ljós að þetta er einn vinsælasti þátturinn okkar. Það eru tveir þættir sem við erum spurð sérstaklega út í af fólki og það er þessi þáttur og síðan einn þar sem ein stúlka hagaði sér á mjög sérstakan hátt. Ég veit ekki hvort við gerum annan þátt með eldra fólki. Það væri erfitt að gera hann betri.“ Það stendur ekki til að leiða saman ólíka aldurs- hópa, til dæmis ungan mann og miðaldra konur? „Það er spurning, það væri nýr flötur. Það er bara spurning hvort annar aðilinn yrði ósáttur við það. Við viljum að allir fari brosandi frá þættinum og hann sé jákvæð lífsreynsla. Það er besta auglýsingin. Sú versta er sá sem er óánægður og finnst hann hafa gert sig að fifli.“ Hvernig leið ykkur í þessum „umdeilda" þætti? „Það var í fyrsta skipti sem við Hálfdán urðum bæði kjaftstopp. Þetta voru óþægilegar sekúndur sem mér fannst vera nokkrar mínútur. Þetta er það erfið- asta við beinar útsendingar en spennan er líka það skemmtilegasta: þaö getur í rauninni allt gerst. Ein- hver gæti hrópað Heil Hitler! eða sagt eitthvað leiðin- legt um forsetann og ekkert væri hægt að gera. í því felst ákveðið adrenalínkikk."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.