Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2003, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2003, Qupperneq 27
LAUGARDAGUR I. FEBRÚAR 2003 27 uði. Hann sagðist hafa hugsað svo alvarlega um að hætta alveg að hann þorði ekki annað en byrja strax aftur! Þetta er hluti af draumaeðli mannsins; hann hefur alltaf áhuga á því að fara eitthvað ann- að og breyta til. Kannski er það hluti af sköpunar- áráttunni að brjóta nýtt land annars staðar.“ Þú notaðir fríið til að læra söng á Ítalíu, ekki satt? „Ég hafði lengi átt mér þann draum að komast burtu til að geta sest yfir sönginn. Við hjónin átt- um kost á því að fara til Ítalíu, strákarnir okkar voru ekki enn byrjaðir í grunnskóla og því ákváð- um við að drífa okkur til Ítalíu. Ég fékk þá inni hjá ítölskum söngkennara í Brescia og sótti tíma hjá honum tvisvar í viku.“ Eru ísland og Italía ekki ólík þjóðfélög? „Jú, ítalir hafa haft 3000 ár til að þróa skrifræði og þar er allt yndislega hæggengt. Tempóið er frá- brugðið því sem er hér og það er frábært hvað menn eru lítið að flýta sér þar. Þetta helgast líklega af loftslaginu og hitanum; mannshugurinn starfar öðruvísi á þessari breiddargráöu." Tónlistín dýpkar skilning Þú söngst í Rakaranum í Sevilla í íslensku óper- unni í fyrra. Hvernig er að stökkva úr leiklistinni yfir í óperuna? „Það er hörkupúl. Óperusöngur er þess eðlis að maður verður að æfa nánast daglega: getan er í samræmi við æfinguna." Er ekki óperan og leiklistin gjörólík tjáningar- form? „Jú, því þótt óperan sé leikræn þá eru áherslurn- ar aðrar. Óperan útheimtir gífurlega nákvæmni sem er mjög skemmtilegt. Það er mikið til af fal- legri músík og óviðjafnanlegt að fá að spreyta sig á henni. Þegar við vorum á ítaliu gat ég stungið mér ofan í óperubókmenntirnar. Það er mikið til af slíku efni og nauðsynlegt að fá tíma til að stúdera og taka inn. Það má segja að árið á Ítalíu hafi ver- ið inntökuár; ég skoðaði, hlustaði og melti og hélt mér algjörlega frá því að performera. Þetta var voðalega notalegur tími, ekki síst að vera með fjöl- skyldunni.“ Hefur óperan haft einhver áhrif á leiklistina i þínu tilviki? „Mér finnst tónlistin dýpka skilninginn á mögu- leikum til tjáningar í leiklistinni. Ég hef lagt meiri áherslu á að þroska röddina og skynja dýptina í tónlist og leikverkum. Dramatískar óperur ijalla um mannleg örlög og þau eru túlkuð með tónlist en túlkun leikhússins er önnur. Það styður hvað ann- að.“ Er ekki rétt að I óperunni fari meiri tími í ein- stakar tilfinningar heldur en beina framvindu sög- unnar? „Mér finnst gæta nokkurs misskilnings þegar óp- erur eru gagnrýndar fyrir að saga þeirra sé ekki nægilega flókin. Þegar menn segja áð óperur séu einfaldar og að í flestum tilvikum fjalli þær um klassískan ástarþríhyming má ekki gleyma því að ópera er 80% tónskáldskapur og 20% leikverk. Söngleikurinn skiptist kannski til helminga og dramatísk verk eru venjulega án tónlistar; þar er ekki pláss fyrir tónlist. Rými leiktexta í óperum er ekki mikið því ef textinn er fyrirferðarmikill þvælist hann fyrir tónlistinni. Hápunktur skáld- skaparins i óperum er tónlistin: aríurnar, dúett- arnir og kórarnir. Skáldskapur óperunnar liggur í tónlistinni sjálfri.“ Vinn helst eldd með liandafli Leikarar fara misjafnlega að því að nálgast hlut- verk. Notar þú einhverja sérstaka aðferð við þína persónusköpun? „Ég vil helst ekki vinna mikið með handafli, allra síst dramatísk og tilfinningarík hlutverk; þau verða að vaxa og dafna með manni á æfingatíma- bilinu. Sumir leikarar vilja leika strax, vera tilbún- ir að fara í búninginn og gera hlutina. Þaö er hægt í sumum tilfellum, sérstaklega í grínhlutverkum. En þetta þykir mér ekki henta þegar kemur að dramatískum hlutverkum. Maður veit í raun aldrei í hvaða átt leikritið og persónur þess fara að lok- um. Þannig var það með Rakstur. Niðurstaða þess verks kom mér mjög á óvart þegar ég skoða hvern- ig lagt var af stað. Það var ekki fyrr en rétt fyrir frumsýningu að við vissu hvernig þetta yrði. Það er auðvitað mjög spennandi sköpunarferli: maður leggur af stað í ferðalag sem maður veit ekki hvernig endar. Það er líka misjafnt hversu mikinn texta þarf að læra. Stundum þarf maður að sitja við og læra eins og páfagaukur því maður hefur ekki nema sex eða átta vikur til að vinna sýninguna. í Abel Snorko býr einn var textinn mjög mikill, ég held að ég hafi verið með 900 línur og Arnar Jónsson með 1200. Það verk er eitt af því ánægjulegasta sem ég hef tekið þátt í í leikhúsi." En hvað er það erfiðasta sem þú hefur fengist við? „Það er nú það, ég veit ekki hvað skal segja. Erfitt og erfitt, það er misjafnt hvort hlutverk taka á líkamlega eða andlega. Tveggja manna sýning eins og Abel Snorko krefst gríðarlegrar einbeiting- ar. Fiðlarinn á þakinu var mikil sýning og þar þurfti ég sem Tevje að vera á sviöinu meira og minna og syngja og leika af miklum krafti. Það reyndi mjög á úthald og þrek. Það eru því tvær hliðar á þessum peningi. Svo hefur komið fyrir að ég hef þurft að takast á við persónur sem eru mjög langt frá mér og ég hef andstyggð á. Ég lék t.d. í leikritinu Ég heiti íshjörg, ég er Ijón þar sem ég þurfti að leika misindismann. Hugsanir hans og tilfinningar voru hryllilegar og erfiðar fyrir mig; ég þurfti að hugsa mig inn á brautir sem mér þóttu ógeðfelldar og slíkt erfiði tekur toll af rnanni." Varstu þá með óbragð i munni eftir sýningar? „Á ákveðnum tímapunkti í leikhúsvinnunni þarf leikarinn að hafa hæfileika til að komast yfir hlut- ina. Þegar maður stendur frammi fyrir því að þurfa að gera þetta og kann hlutverkið kemst mað- ur yfir ákveðinn hjalla. Ég man að einu sinni eftir sýningu á ísbjörgu fór ég á bar þar sem stúlka neitaði að afgreiða mig af því hún hafði séð sýninguna. Maður þarf að finna ákveðna lykla til að nálgast svona persónur. í þessu tilfelli komst ég í gegnum hlutverkið með því að ákveða að þessi maður væri sjúklingur. Hann hefði einhvern tíma verið ungur og glæsilegur maður sem lifið hefði blasað við en veikst; villst af leiö, tekið vitlausan strætó inn í myrkan heim - þar sem tröllin búa. En sem betur fer ratar leikar- inn yfirleitt aftur til sjálfs sín.“ -sm „Ég tróð fyrst upp í kirkju fjögurra ára; uudi mér ekki á kirkjubekknum. Móðir mín var þá organisti í kirkju í Borgarfirði. Ilún hafði beðið mig að halda kvrru fvrir meðan presturinn væri í stólnum en mér skilst að ég hefði ekki staðið við gefið loforð og í miðri ræðu prestsins staðið upp, arkað eftir kirkjugólfinu og sungið „Gamla gatan mín“. / /í? / c) a rh la c) I>V F.h. Orkuveitu Reykjavíkur, Gatnamálastofu Reykjavíkur og Landssíma íslands er óskað eftir tilboðum í verkið: “Endurnýjun gangstétta og veitukerfa, 4. áfangi 2003, Gerðin.” Endurnýja skal dreifikerfi hitaveitu, vatnsveitu, rafveitu, síma og gangstéttir í Melgerði, Mosgerði og Háagerði. Helstu magntölur eru: Skurðlengd: 2.680 m Lengd hitaveitulagna: 2.470 m Strengjalagnir: 25.300 m Lagning ídráttarröra: 4.770 m Hellulögn: 490 m2 Steyptar stéttir: 3.100 m2 Malbikun: 700 m2 Útboðsgögn fást á skrifstofu Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn 20.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 12. febrúar2003, kl. 11.00, á skrifstofu Innkaupastofnunar. F.h. Orkuveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboði í verkið: "Skammadalsæö og safnæð - Endurnýjun 2003". Verkið felst í að endurnýja hluta af aðveituæö fyrir hitaveitu á um 750 m löngum kafla frá dælustöð á Reykjum og aö ofanjarðarlögn austan við Reykjalund, ásamt safnæð sem liggur samsíða aöveituæðinni. Nýja aðveituæðin er DN 600 mm stálpípa í 08OO mm plastkápu og safnæðin er DN350 mm stálpípa í 0500 mm plastkápu. Fjarlægja skal núverandi DN 600 og DN 350 mm stálpípur úr steyptum stokkum. Helstu magntölur eru: Lengd Skammadalsæðar DN6OO/08OO 755 m Lengd safnæðar DN35O/05OO 493 m Lengd smurvatnslagnar DN65/011O til DN25/09O 595 m Idráttarrör 050 1.005 m Skurðlengd 823 m Utboðsgögn fást á skrifstofu Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík gegn 20.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 18. febrúar 2003, kl. 14.00, á skrifstofu Innkaupastofnunar. F.h. Orkuveitu Reykjavlkur er óskað eftir tilboöum í verkið "Uppsetning stjórn- og rafbúnaðar” fyrir Nesjavallavirkjun. Um er að ræöa uppsetningu og tengingu 11 kV skápa, færslu, uppsetningu og tengingu þurr-spenna, efnisútvegun og breytingar í stýrivéla- og tengiskápum. í verkinu eru strengjalagnir fyrir 11 kV lág- og smáspennu og nettengingar stjórnbúnaðar ásamt tilheyrandi efnisútvegun og uppsetningu á lagnaleiðum. Verkinu skal lokið fyrir 1.9. 2003. Utboðsgögn fást á skrifstofu Innkaupastofnunar, Frfkirkjuvegi 3, Reykjavfk, frá og með 4. febrúar 2003. Opnun tilboöa: 25. febrúar 2003, kl. 11.00, á skrifstofu Innkaupastofnunar. ÚTBOÐ F.h. Leikskóla Reykjavíkur, Félagsþjónustunnar í Reykjavík og Fræðslumiöstöðvar Reykjavikur er óskað eftir tilboðum í fersk ýsuflök, roð- og beinlaus, og lausfrysta ýsubita. Um er að ræða u.þ.b. 77 þús. kg á ári. Útboöið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar. Opnun tilboða: 20. mars 2003, kl. 11.00, á sama stað. Leik/Fél/Fræ 06/3 F.h. Reykjavíkurhafnar er óskað eftir tilboðum í flutning farghauga á Klettasvæöinu í Sundahöfn. Um er að ræöa alls 12 áfanga. Meðalrúmmál áfanga er 45.000 m3. Áætlaður verktími 30 mánuðir. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar. Opnun tilboða: 11. febrúar 2003, kl. 11.00, á sama stað. RVH 07/3 F.h. Fasteignastofu Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í endurmálun á fasteignum ÍTR, bílastæðasjóðs og hverfisbækistöðvum Gatnamálastofu. Útboðsgögn eru seld á skrifstofu okkar á kr. 3.000. Opnun tilboða: 17. febrúar 2003, kl. 10.30, á sama stað. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3-101 Roykjavík-Sfmi 570 5800 Fax 562 2616 - Netfang: isrörhus.rvk.ls
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.