Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2003, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2003, Page 28
28 H<3Igarbta<3> JOV LAU GARDAGUR i. FEBRÚAR 2003 Vitnisburður um hræringar Bókmenntaverðlaun DV í sögulegu ljósi eftir Ástráð Eysteinsson Eins og alþjóð veit er hin bókelska íslenska þjóð efst á flestum alþjóðleg- um afrekalistum sé miðað við höfða- tölu. En ekki í veitingu bókmennta- verðlauna. Ætli ítalir tróni ekki efstir þar - ég veit raunar ekki fyrir víst hversu mörg opinber bókmennta- verðlaun eru veitt á Ítalíu árlega, en þau skipta víst hundruðum. Eftir að Silfurhestirrinn var sleginn af var ákaflega hljótt um bókmenntaverð- laun hér á Fróni; til dæmis bar löng- um lítið á bókmenntaviðurkenningu Ríkisútvarpsins, þótt hún væri veitt árlega. Með Menningarverðlaunum DV frá og með 1979, og þar með bók- menntaverðlaunum blaðsins, varð veruleg breyting á þessu; við erum nú komin í nógu mikla sögulega fjarlægð til að fullyrða það. Menningarverð- launin eru ekki aðeins metnaðar- fyllsti fasti liðurinn í rekstri DV, heldur hafa þau fært öðrum aðilum heim sanninn um að slík verðlaun séu góðra gjalda verð og þau ruddu vafalítið brautina fyrir íslensku bók- menntaverðlaunin. Hégómi og viðurkenning Álit fólks á slíkiun verðlaunum er ærið misjafnt. Sumir telja þau til hé- góma, en aðrir sjá í þeim virðingar- vott og benda á að um leið og verð- launahafl fái viðurkenningu, sé þetta gjömingur sem veki athygli á við- komandi sviði, til dæmis bókmennt- um - og þá ekki einungis einum höf- undi eða tiltekinni bók hans, heldur á bókmenntum og bókmenningu al- mennt. Bókmenntaverðlaun minna fólk á að bókmenntir em ein magnaðasta samskiptaleið mannskepnunnar, svið sem sameinar list og tungumál (hið sama má segja um aðrar listgreinar í tengslum við sjón, heym og fleiri skilningarvit). Þar með er ég ekki að segja að verðlaun séu laus við hé- góma. Þau eru einfaldlega hégómleg á sama hátt og sérhvert hrósyrði sem sést eða heyrist á almannavettvangi. Þau geta átt vissan þátt í að móta sög- una, en fyrst og fremst er það þó sag- an sem segir til um verðskuldun verð- launanna. Eins og þegar hefur komið fram held ég að bókmenntaverðlaun DV verðskuldi allnokkurt hrós í ljósi sög- unnar. En hér er í mörg hom að líta. Helsti annmarki eða „veikleiki" DV- verðlaunanna felst raunar beinlínis í því að þau era verðlaun fjölmiðils. Ef vel tekst til era þau rós í hnappagat þessa dagblaðs og hætt er við að aðr- ir fjölmiðlar líti að mestu framhjá þessari „frétt“ samkeppnisaðilans og geri sér ekki úr þessu mat svo sem eðlilegt væri um slíkan menningar- viðburð. Þetta er galli í þeirri fjöl- miðluðu tilveru sem við búum við. Höfundar og bólíafloldtar Verðlaunin hafa verið veitt 24 sinn- um en verðlaunahafar eru 21 því að þrír hafa fengið verðlaunin tvisvar, þau Thor Vilhjálmsson, Vigdis Grímsdóttir og Sjón. Kynjahlutfóllin eru með því besta sem sést: 10 sinn- um hafa verðlaunin komið í hlut kvenna en 14 sinnum hafa karlar hreppt þau. DV-verðlaunin hafa aldrei verið veitt fyrir bama- eða unglingabók. Ef til vill er skýr- ingin sú að alllengi hafa verið til sérstök bamabókaverðlaun hér á landi. Slíku er ekki til að dreifa þegar kemur að ljóða- bókum, sem fara vægast sagt illa út úr sögulegu yfírliti: ein- ungis 3 ljóðabækur á 24 árum (eftir Vilborgu Dagbjartsdótt- ur, Lindu Vilhjálmsdóttur og Gyrði Elíasson). Þetta sannar aö ljóðabækur em alltof oft utangarðs í bókmenntaathygli líðandi stundar. Hinsvegar vekur eftirtekt að DV-verðlaunin hafa þrisvar sinnum verið veitt fyrir þýðingar (Thor fékk þau fyrir þýð- ingu á Hlutskipti manns eftiir André Malraux, Ingibjörg Haraldsdóttir fyrfr Fávitann eftir Dostójevskí og Pétur Gunnarsson fyrir Frú Bovary eftir Gustave Flaubert). Þótt þessu beri að fagna held ég að slíkar undantekningar megi samt teljast ávísun á nauðsyn þess að stofha til sérstakra þýðingaverðlauna á íslandi, eins og ýmsir hafa lagt til i gegn- lensku bókmenntaverðlaunin um leið og tilkynnt var að fimm aðrir höfundar væru tilnefndir til DV- verðlaunanna. Hvemig átti að túlka þetta? Forðast dómnefhdin, beinlín- is eða ósjálfrátt, það skáldverk sem fær „stóru“ verðlaunin? Það kæmi DV óneitanlega betur að geta verið á undan. Slíkt er þó ekki heiglum hent því að íslensku bókmennta- verðlaunin eru svo beintengd bóka- markaðnum að tilnefningar eru komnar vel fyrir jól og verður að teljast galli að velja þurfí úr útgefh- um bókum ársins undir þrýstingi svo snemma. Hitt er þó enn stærri galli að einungis koma til greina þær bækur sem bókaútgefendur hafa sjálfír lagt fram og borgað með. DV-verðlaunin hafa ekki slíkan mótbyr hvað trúverðugleika varðar og geta aðstandendur þeirra líklega unað allsáttir við þessar aðstæður. Verðlaun og saga Sem fyrr segir er það þó sagan sem hefur mest að segja um trúverð- ugleika verðlauna, í þessu tilviki bókmenntasagan. Slíka sögu má lesa út út DV-verðlaununum. Ása Sólveig fékk verðlaunin fyrst allra, fyrir skáldsöguna Einkamál Stefan- íu sem út kom á hápunkti nýraun- sæisins árið 1978 og var skýrt dæmi um þann straum hér á landi. Ejór- um árum síðar fær Guðbergur Bergsson verðlaunin fyrir Hjartað býr enn í helli sínum, en í þeirri sögu er nýraunsæið eiginlega sprengt innan frá um leið og eldri módemismi er tekinn til endurskoð- unai'. Slík endurskoðun einkennir fleiri skáldsögur sem DV verðlaun- ar á fyrsta áratug verðlaunanna, t.d. Haust í Skírisskógi eftir Þorstein frá Hamri, Þel eftir Álfrúnu Gunn- laugsdóttur og Grámosinn glóir eft- ir Thor Vilhjálmsson. Blaðið getur stært sig af því að hafa veitt verðlaunin fyrir þrjú verk sem fengu síðar Bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs, þ.e. Grámosa Thors, Meðan nóttin líður eftir Friðu Á. Sigurðardóttur og Engla alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson. Erfiðara er að sjá sögulegar linur þegar nær dregur i tíma og auðvitað era ýmsir merkir höfundar á þessu tímabili sem ekki hafa fengið verð- launin. Að frátöldum höfundum barna- og unglingabóka, sem ég vék að áðan, má nefha þau Stefán Hörð Grímsson, Málfríði Einarsdóttur, Svövu Jakobsdóttur, Hannes Sigfússon, Hannes Pétursson, Matth- ías Johannessen, Helga Háifdanar- son, Kristján Karlsson, Steinunni Sigurðardóttur og Þórarin Elcfjám. Vitanlega hefðu þessir höfúndar sómt sér vel á verðlaimalista DV, en á hitt er að líta að verðlaunin eru veitt fyrir bók en ekki höfundarfer- il og margt getur orðið til að vekja athygli dómnefhdar á ákveðnum bókum hverju sinni. Mér finnst því virðingarvert að dómnefndir DV skuli til dæmis ekki hafa ýtt nýleg- um bókum Vigdísar Grimsdóttur og Sjóns til hliðar á þeim forsendum að þau höfðu fengið verðlaunin áður og væru nógu ung til að bíða lengur eftir öðrum umgangi. Krist- ín Ómarsdóttir og Þórunn Valdimarsdóttir hafa nýlega feng- ið verðlaunin fyrir framlegar og óvenjulegar skáldsögur og Sigfús Bjartmarsson fyrir Vargatal, en það er verk sem erfitt er að flokka. Sigfús sagðist í viðtali vera ánægður að fá DV- verðlaunin vegna þess hvemig þau hafi þróast. „Undanfarin ár hafa fengið þau margir sem hafa verið svona að færa út kvíar bókmenntanna, ef svo mætti segja.“ (DV 27.2.1999). Undir þetta má taka. Þótt dómnefndir DV verði ekki sak- aðar um æskudýrkun segir það sitt að síðastliðinn áratug hafa allir verðlaunahafar verið undir fimmtugu. Ef til vill er þetta jákvæð hlið á „samflotinu" með hinum „virðulegu" ís- lensku bókmenntaverðlaunum, þ.e. ef það hefur orðið til þess að DV-nefhdimar finni síður fyrir „ábyrgð" gagnvart merku höfundarverki en leggi sig þeim mun meira eftir merkilegum hræringum í einstökum skáldverkmn. Fríða Á. Sigurðardóttir hlaut Menningarverðlaun DV í bókinenntum fvrir Meðan nóttin líður árið 1991. Hún hlaut einnig fyrir sama verk íslensku bókmenntaverðlaunin og Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Hún ræðir hér við Thor Villijálmsson sem tvisvar liefur hlotið verðlaunin og Jónas Kristjánsson fyrrverandi ritstjóra DV. Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur afhendir Sjón verðlaun fyrir bókina Með titrandi tár árið 2002. Sjón liafði þá áður fengið Menningarverðlaun DV fyrir Augu þín sáu mig. Einar Már Guðmundsson hlaut Menningarverðlaun DV fyrir Engla alheimsins og síðar Bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs. Hann situr liér til borðs ásaint Vigdísi Grímsdóttur sem hefur lilotið verðlaunin tvisvar líkt og Sjón og Thor Vilhjálmsson. um tíðina. Og þá má líka benda á að einnig þyrfti að stofha til verðlauna fyrir frumraun ársins. Karmski finnst einhveij- um að það sé að bera í bakkafullan lækinn þar eð hér séu einnig veitt verðlaun í handritasamkeppni og það jafnvel fleiri en einni á ári hverju. En ég held að við mættum alveg við smáskammti af ítölsku verðlaunakappi. Keppni milli verðlauna? DV-verðlaunin höfðu allmikla sérstöðu fyrsta áratuginn sem þau vora veitt. En eftir að íslensku bókmenntaverðlaun- in komu til sögunnar (um áramótin 1989-1990) lentu þau og DV-verðlaunin í vissu „samfloti" sem getur talist óþægilegt fyrir DV vegna þess að íslensku bókmenntaverðlaunin era veitt á undan þeim og kalla á athygli allra fjölmiðla. Þessi óþægindi birtust ef til vill gleggst eitt sinn þegar dómnefnd DV sendi í blaðinu kveðju til þess höfundar sem fékk ís-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.