Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2003, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2003, Blaðsíða 34
34 H&lgorbloö 33V LAUG ARDAGU R I. FEBRÚAR 2003 LAUGARDAGUR l. FEBRÚAR 2003 H<3 Igct rb lacf 13 V 39 Söknuðurinn stendur alltaf Það er sagt að tíminn lækni öll sár. Birqir Örn Birgis, faðir Einars Arnar Birgis, sem var mgrtur afAtla Helgasyni íÖskjuhlíð 8. nóvember 2000, talar við DV um málaferlin á hendur þrotabúi morðingja sonarsíns, sorgina og leitina að lausn. Um þessar mundir eru liðin rúmlega tvö ár síðan Atli Helgason lögfræðingur banaði Einari Emi Birgis viðskipta- félaga sínum með barsmíðum í öskjuhlíð, en saman höfðu þeir félagar þá nýlega opnað verslunina Gaps Collection við Laugaveg. Óhætt er að fullyrða að þetta hrottalega morö hafi verið í mörgum skilningi án hliðstæðu á Islandi. Geysilega fiöl- menn leit var sett í gang fljótlega eftir hvarf Einars Amar og fiölmiðlar fylgdust grannt með framvindunni. Atli, sem nú afplánar 16 ára fangelsisdóm fyrir morðið, tók virkan þátt í leitinni, átti fundi með fiölskyldu fómarlambsins og sat með ættingjum bænasamkomur sem haldnar vom vegna hvarfsins. Birgir Öm Birgis, faðir Einars, hefúr höfðað dómsmál þar sem krafist er riftunar á kaupmála sem Atli og eigin- kona hans gerðu með sér áður en bú Atla var tekið til gjald- þrotaskipta. Birgir Öm og ráðgjafar hans telja að með kaupmálanum hafi Atli skotið undan búi sínu eignum með því að gera þær aö séreign eiginkonu sinnar. Hann hyggst því með málsókn- inni ffeista þess að rifta kaupmálanum þannig að húseign, sem skráð er á eiginkonu Atla, komi til skipta og andvirð- inu verði ráðstafað upp í kröfur samkvæmt dómi og sem lánardrottnar hafa lýst í þrotabú hans. Fyrir skömmu féllu Atli sjálfur og eiginkona hans frá frá- vísunarkröfu sem þau höfðu gert í málinu. Jafnframt var fallið frá kröfum á hendur Atla persónulega beinist því málareksturinn nú einungis að eiginkonu hans sem er yfir- ráðamaður umræddra verðmæta samkvæmt kaupmálan- um. Birgir Öm settist niður með blaðamanni DV til þess að ræða þessi mál og líta yfir þau löngu tvö ár sem em liðin síðan líf fiölskyldunnar var lagt í rúst. - Um hvað snýst þessi málarekstur? „Til þess að átta sig á því þarf að rifia upp hvað var lagt til grundvallar í samstarfi þeirra Einars Amar og Atla Helgasonar," segir Birgir sem hefúr ekki áður talað opin- berlega um ýmislegt sem tengist þeim voveiflegu atburðum sem hafa yfirskyggt allt annað í lífi hans og fiölskyldunnar síðustu tvö árin. „Þeir höfðu verið saman í Víkingi og síðar í Val og þekktust fiá fyrri tíma þótt nokkur ár væm liðin ffá því. Ein- ar Öm hafði unnið ötullega að því að fá umboð á Islandi fyrir þessi heims- þekktu vörumerki frá Gap, Banana Republic og Old Navy. Þegar hann var búinn að ná þessum pakka saman eftir nokkurra mánaða vinnu fór hann að leita að fiárfestum. Á þessum tíma leitaði Einar Öm lög- fræðilegrar aðstoðar hjá Atla og spjöll- uðu þeir um væntardeg áform Einars um að opna verslun. Eitt leiddi af öðra og sýndi Atli mikinn áhuga á að fá að koma inn sem fiárfestir og sagðist hafa rúm fiárráð. Einari fannst þetta spenn- andi þar sem hann var að leita sér að fiárfestum í verkefnið. Þrír vina Einars Amar, sem einnig þekktu Atla, vöruðu hann við að fara út í viðskipti með honum og vísuðu á óreglu hans og neyslu ólöglegra efna. Þessi mál ræddi Ein- ar beint við Atla og sagði Atli honum að hann hefði tekið á sínum málum fyrir nokkram árum og allt væri i besta lagi hjá honum. Hann ætti nýtt hús, starfaði sjálfstætt og sagð- ist hafa aðgang að verulegu fiármagni, m.a. hjá fiölskyldu sinni. Einar ræddi þessi mál við okkur og sagðist treysta Atla og að allir ættu að fá annað tækifæri í lifinu. Fjölskylda Einars Amar studdi hann með ráðum og dáð meðan verið var að undirbúa opnun verslunarinnar sem var opnuö með pomp og prakt í byrjun nóvember. Fimm dögum seinna átti Atli Helgason sem fiárfestir að reiða ffam fyrstu greiðsluna. Samkvæmt því sem Einar Öm sagði fiöl- skyldu sinni ætlaði hann að hitta Atla á fundi rétt fyrir há- degi 8. nóvember til að ræða þá greiðslu, en það vora fyrstu peningamir sem Atli hugðist reiða af hendi til verkefnisins. En þá hringdi Atli og sagðist vera með bilaðan bíl sem reyndist vera í Öskjuhlíðinni og bað Einar að koma þangað. Einar kom aldrei aftur og fullvíst er talið að hann hafi ekki farið lifandi af fundi þeirra félaga. Við tók vika sem sem Birgir Öm lýsir sem nær óbæri- legri. „Viku seinna, kl. kortér yfir sex að morgni, er okkur tilkynnt að Einar sé fundinn og að hann sé látinn. Á meðan á leitinni að Einari stóð hafði ég átt nokkra fundi með Atla og fengið meiri innsýn í mál sem tengdust verslunarrekstr- inum og meðal annars komist að því að það sem Atli sagði mér fór ekki saman við það sem Einar hafði sagt okkur. Þá vöknuðu grunsemdir um að Atli vissi meira en hann sagði ffá. Þannig er ljóst að það eru hugsanlega nokkur brot sem Atli ffemur gagnvart Einari en þegar réttarhöldin vegna morðsins hófust er aðeins þyngsta brotið tekið fyrir. Til þess að tefia málið ekki var öllum öðram málum ýtt út af borðinu. Fyrir morð er eru menn dæmdir til þyngstu refs- ingar sem lög leyfa.“ Látíð reyna á kaupmálann - Birgir segir að þegar þeir félagamir vora að leggja á ráðin um samstarf hafi Atli sýnt í bankanum, sem veitti þeim lánafyrirgreiðslu, veðbókarvottorð af húsnæði og fleiri pappíra sem staðfestu traustan fiárhag hans og vakti traust bankans og Einars Amar. „Skömmu seinna gifti Atli sig og gerði kaupmála við konu sina þar sem allar eignir hans vora færðar yfir á nafh hennar og þar með er fiárfestirinn eignalaus, án vitundar sonar okkar og fiölskyldunnar. Þetta er kjami málsins. Eft- ir að kaupmáli er gerður mega líða tvö ár áður en honum er rift. Mér finnst ekki rétt að fialla um þetta eins og við, fiöl- skylda Einars, séum að reyna að svipta eiginkonu Atla eignum hennar. Ráðgjafar okkar bentu okkur á að rétt væri að láta reyna á hvort þessir hlutir stæðust. Við fáum líklega ekki krónu af því fe sem hugsanlega verður til skipta en mála- ferlin kosta hins vegar stórfé. Ef til þess kemur og kaupmálanum verður rift þá skiptist andvirði eignanna milli þeirra 10-12 kröfúhafa sem lýstu kröfúm í þrota- bú Atla vegna gjaldþrots hans. Það varð hins vegar einhver að höfða málið áður en tvö ár yrðu liðin og við gerðum það,“ seg- ir Birgir sem segir að í tæp tvö ár hafi fiöl- skyldan ekki leitt hugann að þessum mál- um fyrr en við ábendingu lögfræðinga. „Ég var mjög efins um að við ættum að gera eitthvað í þessu en mér fannst það siðferðilega rétt og þess vegna er málið höfðað í mínu nafhi." Málareksturinn er því formlega séð rekinn gegn eiginkonu Atla þar sem eign- imar runnu til hennar við gerð kaupmál- ans en Birgir segir að það formsatriði geti valdið misskiln- ingi. - Nú vöraðu kunningjar Einars hann við samstarfi við Atla. Vissir þú eitthvað um orðspor hans? „Nei, ekkert. Þegar maður horfir til baka þá koma orðin ef og hefði auðvitað stundum upp. Atli var síðan aöeins sá fyrsti af nokkrum fiárfestum sem Einar ætlaði að fá til liðs viö sig.“ - Þegar Einar lést má segja að fiölskyldan hafi staðið frammi fyrir erfiðum ákvörðunum varðandi áframhald Einar Örn Birgis. Birgir Örn, faðir Einars Arnar, nálægt þeim stað í Öskjuhlíð þar sem sonur hans var myrtur 8. nóvember 2000. Síðan eru liðin rúmiega tvö erfið ár sem hafa verið fjölskyldunni gríðarlega erfið og inörgum spurningum er enn ósvarað. DV-myndir Iiari rekstursins. Birgir segir að þær ákvarðanir hafi ef til vill ekki alltaf verið þær réttu. „Þegar hann lést var búið að gera víðtækar skuldbinding- ar marga mánuði fram í tímann. Þegar ráðist er með þess- um hætti inn einkalíf manns fer allt á annan endann. Ég vildi fylla í skarð sonar míns en eflaust hefúr okkar dóm- greind ekki alveg verið í lagi á þessum tíma. Vegna velvildar Smáralindarmanna og annarra var opn- uð ný verslun þar og stofhað nýtt félag um þann rekstur. Þrátt fyrir góða vöra og frábæra staðsetningu hefur þetta verið þungur róður og við gerum okkur grein fyrir því að dökkt ský hefúr fylgt okkur vegna atburðarins." „Á ekki að fara að hætta þessari leit?‘ - Tveimur dögum eftir hvarf Einars var stærsta sending verslunarinnar væntanleg og Birgir og fiölskylda hans fóra niður eftir til að taka á móti vörunum. „Þá var þar fyrir eiginkona Atla sem fram að því hafði ekkert skipt sér af þessu verkefhi. Það eina sem hún sagði við okkur var: „Á ekki að fara að hætta þessari leit?“ Önn- ur orðaskipti höfúm við ekki átt við hana.“ - Birgir segir að fiölskyldan hafi unnið gríðarlega í sjálf- boðavinnu síðustu tvö árin því tilfinningar þeirra hafi stað- ið til þess að áform sonar hans stæðust. „Það kemur enginn í staðinn fyrir Einar Öm en við höf- um ekki orðið auðug af verslunarrekstrinum. Þessi mála- rekstur til riftunar kaupmálanum og rekstur verslunarinn- ar era algerlega óskyld mál.“ Sínúnn datt út - Þegar Einar Öm hvarf fór leit mjög hratt af stað og mörgum fannst það gerast ótrúlega fljótt. Má skilja það svo að þið hafið óttast um hann áður en þetta gerðist? „Nei, það gerðum við alls ekki. Við vorum hins vegar heppin með uppeldi okkar bama og þau era mjög ábyrgðar- fúll og alin upp við að láta alltaf vita af sér. Með tilkomu gemsanna varð þetta enn nánara og við heyrumst alltaf öll á hveijum degi. Þennan örlagaríka dag reyndi móðir Einars að hringja til hans í GSM-síma hans upp úr kl. 13.00. Það hringdi og hringdi og síðan datt síminn út. Þetta fannst okk- ur skrýtið. Við vissum að hann hefði svarað og beðið okk- ur að hringja eða sagst hringja sjálfur til baka ef hann væri upptekinn. Svo líður á daginn og þá kemur þaö upp að enginn hefur heyrt í honum. Um sexleytið vorum við því í rauninni byrj- uð að leita. Guðlaug unnusta hans vissi að hann átti fund með Atla kl. 11 og það var það eina sem við vissum. Við fórum síðan undir miðnætti til lögreglunnar og báö- um um að lýst yrði eftir bílnum til þess að setja einhveija leit af stað. Þegar bíllinn fannst síðan morguninn eftir varð okkur Ijóst að eitthvað alvarlegt hefði gerst. Lögreglan taldi ekkert óeðlilegt við þetta en við vissum betur. Einar Öm var reglumaður á vín og tóbak og var heill og yndislegur drengur." - Birgir segist hafa átt fundi með Atla fljótlega og þá hafi sig fljótlega farið að gruna að hann vissi meira um málið en hann lét uppi. „Ég trúði því aldrei alla vikuna að hann hefði gert þetta sjálfúr því hann leitaði með okkur og kom með okkur á bænastund. En mér fannst þau hjónin alltaf hegða sér mjög undarlega - forðuðust að horfa í augun á manni. - Þegar rætt er við Birgi er auðheyrt að þótt dómskerfið hafi lokið umfiöllun um morðið á Einari Emi er langt frá því að hann telji að öll kurl séu komin til grafar. „Þótt Atli hafi verið dæmdur fyrir þetta hræðilega morð þá era öll þessi önnur mál óuppgerð. Þessi mál hafa aldrei verið rædd en það þarf að gera þau upp.“ Var hann einn? - Þegar maður heyrir þig tína til ýmislegt sem tengist þessu máli og rifiar upp að Atli hefur sagt að morðið hafi verið framið í augnabliksæði, undir áhrifum lyfia, þá sýnist ýmislegt benda til hins gagnstæða. Hvað finnst þér? „Fyrir mér hafa alltaf verið efasemdir um að hann hafi staðið einn að verknaðinum. En ég get ekkert fullyrt um það, enda væri það allt of langt mál að tína til öll ef-in sem fram komu i málinu og þar er afar mörgum spumingum ósvarað. Við viljum gjaman reyna að lifa í lausninni en ekki í vandamálinu og einhvem tímann verður þessu að ljúka. Lögreglan rannsakaði þetta mál vandlega og auðvitað reyn- ir maður að lifa með því sem gerðist en það er langt í frá að ég sé sáttur við alla enda.“ Birgir tók virkan þátt í leitinni að syni sínum og fylgdist vel með leitarflokkum. Þannig elti hann björgunarsveitir suður undir Grindavík að næturþeli og þegar hann fékk upphringingu um að lik Einars væri fundið hafði hann tveim tímum áður verið á ferðinni á slóðum leitarmanna. Nætumar em verstar - Þú talar um að lifa í lausninni. Hvemig hefúr fiölskyld- an farið að því að lifa með þessu? Hvemig hjálpar maður sjálfum sér í gegnum hluti eins og þessa? „Það búið að vera mjög erfitt og það er engin ein leið. Vikan sem hann var týndur og leitin var afskaplega erfiö og maður óskaði þess alltaf að hann fyndist. Það er afskaplega mikilvægt að geta farið að gröf hans í kirkjugarðinum. En það var ruðst inn í okkar einkalíf, ekki bara okkar foreldra hans heldur systkina hans, maka þeirra og þeirra bama, en Einar var einstakur bamavinur og lét sér mjög annt um frændsystkini sín. Hann átti unnustu og hennar fiölskylda leið líka og hann átti marga vini sem tóku þetta verulega nærri sér. Þannig var þetta mjög stór hópur fólks sem átti og á enn um mjög sárt að binda. Við þáðum áfallahjálp og séra íris, prest- ur í Hjallakirkju, var okkur ákaflega hjálpleg og eins okkar sóknarprestur, Pálmi Matthíasson, en sum okkar hafa samt þurft að leita til lækna og sérfræð- inga. Það deyr partur af manni sjálfum við þennan missi og þetta áfall. Hvort maður er farinn að hugsa rökrétt í dag verða aðrir að dæma um. Þannig höfum við þegið vissa hjálp en nætumar og svefninn gengur verst. Maður lifði og hrærðist i þessu fyrst í stað, að keppast við að ljúka einhverjum verkefhum, en það er eins og þegar tím- inn líður þá séu ákveðnar dagsetningar erfiðari en aðrar og þetta sækir á mann. Það er sami dagur að ári og það er af- mælið hans og það era erfiðar stundir. Við höfðum það fyrir sið í leitinni, fiöl- skyldan, að koma saman og fara með bæn eða faðirvorið, og það gaf manni styrk, en við vöktum í marga daga í kringum þessa atburði." Þau eru lílvíi fómarlömb - Birgir vill ítreka að fiölskyldan beri þrátt fyrir allt virð- ingu fyrir sorginni í fiölskyldu Atla. „Móðir Atla bað séra Áma Berg, sóknarprest sinn, fyrir blóm og hlýjar kveðjur til okkar. Það þótti okkur vænt um og báðum hann fyrir kveðjur til baka og fengum einnig kveðjur frá tengdafóður Atla og fiölskyldu. Við geram okkur fúlla grein fyrir því að Atla megin er önnur fiölskylda sem á líka um sárt að binda og við berum engan kala til þessa fólks nema síður sé. Þau era fómar- lömb í þessu máli eins og við. Þess vegna er þessi málarekst- ur erfið skref að stiga en öll skref síðustu tvö árin hafa ver- ið erfið. Við viljum að dómstólar kveði upp sinn dóm um þetta og þá er það úr sögunni. Samt fannst mér málið vera farið að snúast upp í and- hverfu sína þegar hann var um tíma í brennidepli vegna réttinda fanga og samúðin var allt í einu hans megin. Mér finnst ekki sið- ferðilega rétt að maður sem fremur svona glæp og er dæmdur í 16 ára fang- elsi geti nánast gengið að því vísu að fá lausn eftir 10 ár eða svo.“ Reiðin minnkar en sölmuðurinn varir - Breytist viðhorf manna til refsingar og hefndar við að ganga i gegnum þessa reynslu? „Það gætti mikillar reiði hjá okkur fyrst í stað en við höfum aldrei óskað Atla eða fiölskyldu hans ills. Reiðin minnkar þegar frá líður. En reiði og heift fer aðeins illa með þann sem ber hana og þess vegna er maður að íþyngja sjálfum sér með því að burðast með reiöina og ég held aö ekkert okkar beri reiði, heift eða kala i hjarta, en það þýðir ekki það sama og að fyrirgefa. Þetta reynir mikið á okkur öll og vonandi tekst okkur að standa saman áfram öll sem eitt og vinna okkur út úr öllum tilfmningunum og sársaukanum. Söknuðurinn stendur samt alltaf eftir. Fjölskyldan hefur ekki enn farið vandlega í gegnum allar þær spumingar sem ekki hefur fengist svar við. Það kann að vera að við séum að verða tilbúin til þess í dag.“ -PÁÁ Vikan sem Einars Arnar var leitað segir faðir hans að hafi verið nœr óbærileg, en þeim fannst mikil- vægt að hann skyldi finnast og gröf hans í Fossvogsgarði er þeim niikils virði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.