Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2003, Page 45

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2003, Page 45
LAUCARDAGU R I. FEBRÚAR 2003 Helqarblaö I>‘Vr 49 nefnd var Gljúfurversvirkjun, voru birt opinber- lega 1968 og þá strax magnaðist mjög andstaða gegn frekari virkjunum en þeirrar andstöðu hafði orðið vart meðal landeigenda við ána allt frá 1963. í fylk- ingarbrjósti í baráttu landeigenda fór Hermóður Guðmundsson, bóndi í Árnesi í Aðaldal, og senni- lega hefur enginn einn maður átt fleiri venslamenn og afkomendur í hópi þeirra sem mokuðu og sprengdu við Miðkvísl í ágúst, en eiginkona, börn og tengdabörn hans lögðu þar hönd á plóg. Á teikniborðinu var gert ráð fyrir að stíflugerð við Brúar myndi í áföngum hækka í 84 metra hæð áriö 1984, sem er ríflega hæð Hallgrímskirkjuturns sem vinsælt er að nota sem viðmiðun. Laxárdalur, sem liggur fyrir ofan stíflustæðið, hefði við þessar aðgerðir farið að stórum hluta undir vatn, en 27 kílómetrar eru frá Laxárvirkjun upp í Mývatn. Síð- Fjölmennur fundur var haldinn í Háskólabíói 3. mal 1970 til þess að mótmæla en þangað var einnig boðið forsvarsmönnum virkjunarinnar. Önnur enn fjölmennari hátíð var síðan haldin í febrúar 1971 og þá mættu 1200 manns. Haldið áfram að spreng.ja Deilan var síðan tekin upp fyrir dómstólum þar sem landeigendur við Mývatn og Laxá vildu að sett yrði lögbann á fyrirhugaða virkjun. Stjórn Laxár- virkjunar taldi sig vera í fullum rétti og lét allar hótanir um lögbann eða málsóknir sem vind um eyrun þjóta. í byrjun júní 1970 hófust af fullum krafti framkvæmdir við sprengingu mikilla ganga við Laxárvirkjun og var stærð þeirra miðuð við að Gljúfurversvirkjun næði fram að ganga í fullri sögunni aö maður krefjist þess að vera ákærður. Sagt er að sumir hinna ákærðu hafi rammað ákæruskjalið inn og hengt upp á vegg á heimilum sínum til skrauts og Þorgrímur Starri í Garði i Mý- vatnssveit birti bréf í dagblöðum þar sem hann skopaðist að öllu saman og kvaðst hafa áhyggjur af húsnæðisskorti í fangelsum landsins ef allir hinir 65 yrðu dæmdir í tukthús í senn. Hann lagði til að autt íbúðarhús á Skútustöðum í eigu ríkisins yrði tekið í sérstaka notkun vega þessa og gert að heim- angöngutukthúsi. í desember 1970 unnu svo landeigendur ákveðinn sigur þegar Hæstiréttur féllst að mestu leyti á lög- bannskröfu þeirra sem bannaði Laxárvirkjun að breyta rennsli árinnar en samt ekki að stöðva virkjunarframkvæmdir. Þetta þótti mörgum undar- legt og sögðu að þar væri verið að heimila virkjun Mynd sem séra Örn Friðriksson tók á vettvangi þegar 113 Þingeyingar fóru í skjóli nætur og rufu stífluna í Miðkvísl til þess að mótmæla fyrirhugaðri stækkun Laxárvirkjunar. ari stig áætlunarinnar’gerðu siðan ráð fyrir stór- felldum vatnsflutningum með því að veita Suðurá og Svartá, sem falla í Skjálfandafljót, yfir í Kráká og þaðan í Mývatn og auka þannig vatnsrennsli í Laxá um nær helming og gera Mývatn að miðlun- arlóni. Að margra mati bæði þá og nú er veiðisvæðið í Laxá í Laxárdal eitt fegursta veiðisvæði urriða í heiminum, en veiði hefði nær alveg lagst af við þessar framkvæmdir. Bændur í Aðaldal töldu að veiði í Laxá i Aðaldal myndi og spillast verulega, ef ekki leggjast alveg af, en Laxá var þá, eins og nú, ein af eftirsóttustu og dýrustu veiðiám landsins. Laxá og Kárahnjúkar Deilurnar um Laxárvirkjun voru um margt líkar þeirri umræðu sem hefur bergmálað í samfélagi okkar í dag um fyrirhugaða Kárahnjúkavirkjun. Skýrar fylkingar mynduðust þar sem annars vegar stóðu þeir sem töldu verndun náttúrunnar eiga að hafa allan forgang i þessu máli og ekki mætti fórna náttúruperlum heldur varðveita þær fyrir komandi kynslóðir. Hins vegar stóðu þeir sem vildu nýta orkuna í fallvötnum þjóðarinnar til atvinnuupp- byggingu og stóö þá, eins og nú, algerlega stál í stál hvað varðar skoðanir manna. Þá eins og nú fór baráttan aðallega fram á siðum dagblaða og í fjölmiðlum, en virkjunarandstæðing- ar sóttu mikinn styrk í raðir rithöfunda og lista- manna sem lögðust á sveif með þeim. Það var í tengslum við þessa virkjun sem Halldór Laxness skrifaði fræga grein sem nefnist Hernaðurinn gegn landinu og birtist í Mbl. 31. des 1970, og hefur með- al annars efni hennar orðið bitbein manna í deilun- um um Kárahnjúka. Þar segir meðal annars: „Vandræðin byrja þegar stofnun sem fæst við niðurskipum orkuvera handa einhverri tilvonandi stóriðju, veitir virkjunarfyrirtækjum fríbréf til að darka í landinu eins og naut í flagi og jafnvel hyll- ast til þess að skaðskemma eða leggja í eyði þau sérstök pláss sem vegna landkosta, náttúrudýrðar ellegar sagnhelgi eru ekki aðeins íslensku þjóðinni hjartfólgin, heldur njóta frægðar um viða veröld sem nokkrir eftirlætisgimsteinar jarðarinnar.“ stærð. Það er einmitt í þessum göngum sem Lands- virkjun hefur efnt til listsýninga og ýmissa listvið- burða, eins og tónleika, undanfarin sumur til þess að laða ferðamenn að virkjunarmannvirkjum við Laxá en áratugum saman eftir að Laxárdeilunni lauk var engum óviðkomandi hleypt þar inn. Þegar rannsókn Miðkvíslarmálsins hófst kom fram að verkfærin lögðu bændur til en sprengiefn- ið var ættað frá Laxárvirkjun og höfðu kunnugir rataö á það þar sem það var geymt í hellum og skútum hér og þar á víöavangi og i klakhúsi við Brúar, þar sem t.d. fundust 16 kassar af dínamíti í ólæstri geymslu. Ileimtaði að verða kærður Hér verða vitnaleiðslur ekki raktar frekar en í byrjun desem- _________________________________ ber 1970 voru 65 þeirra 113 sem lýst höfðu verknaðinum á hendur sér ákærðir. Hin- um hugum- stóru Þingey- ingum þótti vera gerður nokkur manna- munur við birt- ingu ákærunn- ar og þótti í frá- sögur færandi að einn þeirra sem ekki voru kærðir, Krist- ján Þórhallsson í Björk í Mý- vatnssveit, krafðist þess að hann yrði tek- inn á ákæru- skjalið og mun það vera eins- dæmi í íslands- án vatns og varð ekki séð hvernig stækkun virkj- unar ætti að geta fengið vatn án þess að brjóta lög- bannið. Það urðu lyktir þessa máls að í mars 1972 kvað Hæstiréttur upp dóm yfir þeim 65 sem kærðir voru. Hæstiréttur fór að dæmi undirréttar og kvað upp væga dóm en hver og einn var dæmdur til að greiða 15. þúsund króna sekt til ríkissjóðs. Fram- kvæmd refsingar, þ.e. greiðslu sektarinnar, var frestaö og skyldi hún niður falla eftir tvö ár hefðu ákærðu haldið almennt skilorð. Um síðir, eða í maí 1973, náðust fullar sættir milli Laxárvirkjunar og landeigenda með þeim skilyrðum að 6,5 megavatta virkjun, sem unnið var að, var heimiluð án þess að leyft væri að hækka vatnsborð. Þetta samkomulag var síðar staöfest með lögum. PÁÁ Hættunúna! # Veldu þitt bragð, mint, citais(ávaxta) eða dassic afslattlifi Aðeins í dag eða meðan birgðir endast af citrus(ávaxta) þegar keyptir eru 2 pakkar af 105 stk. mint 2 mg eða 105 stk. classic 2 mg Tilboðið gildir aðeins :i nícorette mint 2"nto0n t.yggc‘oumm*i medansfc J lav nícoretté citrus ' ^ tyggeoummii maöiaryfk k h0j IVlintui bragð S ij* nico* tyðgeoúrmiiTK mecidr«k Læ Ávaxta' bragð Óbrag' iðbaett ilyfia nicorette Smáratorgi Lágmúla Veldu rétt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.