Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2003, Qupperneq 50

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2003, Qupperneq 50
"N 54 Helqarblað DV LAUGARDAGUR I. FEBRÚAR 2003 Sími: 544 4G5G Dalvegur 16a • 201 Kópavogur • Pósthólf 564 • Sími: 544 4656 Fax: 544 4657 • Netfang: mhg@mhg.is 5NJDKEÐJUR Fyrir flestar gerðir vinnuvéla og vörubifreiða Skoðið heimasíðuna okkar og kíkið á tilboðin Síðustu dagar útsölunnar ZU70% afsláttur A borni Laugavegar og Klapparstigs HÖFUM OPNHÐ GLFESILEGR UEFSÍÐU ummj.borgarhus.is Myndir, teikningar o.fl. á síðunni Upplýsingar í síma 894-3555 °S / eða infosborgarhus.is Borgarhús ehf. Minni Borg Grímsnes 801 Selfoss | —«» *—H j VIDEOHÖLLIN Á prfnu faancjj—- Skákþátturinn Umsjón Sævar Bjamason Skákþing Reykjavíkur: Spennandi lokasprettur Skákþingi Reykjavíkur lýkur á morgun og er spennan mikil um það hver fer með sigur af hólmi. Stefán Kristjánsson og Sigurbjörn Bjöms- son eru efstir og jafnir eftir 9 um- ferðir, með 7 v. Stefán hefur teflt ágætlega að mestu. Að vísu hefur hann misst niður a.m.k. eina auð- velda vinningsstöðu og hefur ekki verið í alvarlegri taphættu í mótinu. En hann er langstigahæstur og lik- legur til sigurs. Sigurbjöm Björnsson hefur tetlt við flesta af efstu mönnunum og sýnt mikla baráttu. Hann hefur ver- ið frekar farsæll - verið með a.m.k. 2 gjörtapaðar stöður, en hann hefur þann eiginleika að hann gefst aldrei upp og tekst oft aö „galdra“ fram ótrúlegustu úrslit. Hann hefur líka teflt 2 af glæsilegustu skákunum til þessa svo öfgarnar eru miklar! Þarna í mótinu tefla margir af ungu skákmönnunum sem efnileg- astir eru og ætla sér að ná lengra í skákinni. Traustur hópur. I 3.-7. sæti með 6,5 vinning eru Jón Viktor Gunnarsson, Magnús Örn Úlfarsson, Bragi Þorfinnsson, Bergsteinn Ein- arsson og Sævar Bjarnason. Jón Viktor hefur teflt vel en hlot- ið tvær slæmar byltur. Hann teflir þó oftast af miklum þrótti og þarf að ná meiri yfirvegun í taflmennsku sinni, þá bætir hann sig enn meira. Magnús Örn teflir mjög vandað en á það til að missa þráðinn. Hann hef- ur ekki teflt mikið undanfarin ár en þegar hann mætir á skákstað þá nær hann oftast góðum árangri. Bragi Þorfinnsson hefur náð öllum áfóngum sem til þarf til að ná alþjóð- legum meistaratitli. Hann vantar að- eins að ná 2400 alþjóðlegum stigum, þá verður hann útnefndur alþjóðleg- ur meistari. Bragi hefur ekki teflt mjög vel í mótinu tU þessa en getur að sjálfsögðu mun betur. Hann legg- ur, líkt og Sigurbjörn, oft of mikið á stöður sínar og það vill stundum verða þeim að meini. En þeir eru miklir baráttumenn og ég vona að þeir móðgist ekki þegar ég segi að þeir tefli oft meira af kappi en forsjá. Bergsteinn Einarsson hefur lengi verið góður skákmaður en ekki teflt mikið síðustu ár. Hann er þó bar- áttujaxl og gæti með aukinni tafl- mennsku náð langt. Höfundur þess- arar greinar er aldursforseti þessa hóps; farinn að nálgast fimmtugt ískyggilega! Ég tefli oftast mjög ójafnt, tefldi Ula í 8 fyrstu umferð- unum, mjög Ula, og fékk að líta margar slæmar stöður en tókst ein- hvern veginn að ná saman 6 v. Þeg- ar ég svo mætti Sigurbirni í 9. um- ferð var ég með gjörunnið tafl mest- alla skákina en tókst á einhvern undraverðan hátt að forðast að vinna stöðuna. Best að ræöa það ekki meira, ég „náði“ þó jafntefli. I 8.-9. sæti koma svo Björn Þor- finnsson og Sigurður Páll Steindórs- son. Björn teflir ævintýralegast og oftast eru skákir hans innihaldsríkar og fjörugar en hann á það tU að detta niður á „lægra plan“ og þá verður lit- ið úr hjá kappanum. En hann hefur verið að bæta sig í síðustu umferð- um. Sigurður Páll er einnig i tölu- verðri framför og gæti skotist í fremstu röð eins og títt er um unga menn hvenær sem er. 10. umferð var teUd í gærkvöld og hefur hún vafalaust ráðið miklu um úrslit sem vonlegt er. Og lokaumferð- in er á morgun. Þá ráðast úrslitin og þau koma þá í mánudagsblaði DV! Bandaríska meistaraniótíð Bandaríska meistaramótinu er nýlokið og lauk með sigri Alexand- ers Shabalovs sem flutti vestur um haf frá Lettlandi fyrir um 10 árum. Svo skemmtilega vildi til að banda- ríski kvennameistarinn, Anna Hahn, er einnig frá Lettlandi, en hún flutti vestur um haf fyrir 5-6 árum! Þau skötuhjú bjuggu saman í nokkur ár en leiðir hafa skilið utan skákborðsins. Mótið var æsispenn- andi og verðlaunaféð var hátt, enda keppendur margir. Fyrstu verðlaun voru 25.000 dalir og margir kepp- enda tóku upp á því að semja jafn- tefli þegar þeir höfðu unnið nokkrar skákir. En ekki Shabalov, hann tefldi grimmt til vinnings á meðan helstu keppendurnir sömdu um stórmeistarajafntefli í síðustu um- ferð. 1. Alexander Shabalov, 6,5 v. af 9; 2.-8. Gregory Kaidanov, Alexand- er Goldin, Boris Gulko, Joel Benja- min, Alexander Ivanov, Alexander Stripunsky, John Fedorowicz, 6 v. Neðar voru vinir okkar Larry Christiansen og Nick de Firmian. Þeir eru famir að eldast eins og ég. Kortsnoj er hins vegar antik-maður! Lítum á úrslitaskákina! Akobian hafði teflt eins og herforingi og þurfti aðeins jafntefli til að ná stórmeist- araáfanga. En það er víst hægara sagt en gert. Og þó venjulegir Banda- ríkjamenn séu orðnir varkárir þá er fjör í innflytjendunum, sumum. Hvítt: Alexander Shabalov (2613) Svart: Viktor Akobian (2531) Frönsk vörn. Bandaríska meistaramótiö, Seattle (9), 18.01. 2003 1. e4 e6 2. d4 d5 3. e5 c5 4. c3 Rc6 5. Rf3 Db6 6. a3 Rh6 7. b4 cxd4 8. cxd4 Rf5 9. Bb2 Be7 Venju- legast er leikið hér 9. a5 strax. En keppendur tefla óvenjulega enda mikið í húfi. 10. h4 h5 11. Bd3 g6 12. Bxf5! gxf5 13. Rc3 Hg8 14. g3 Bd7 15. Bcl Hc8 16. Re2 a5. Svartur stendur grár fyrir járnum og vill fá reiti fyrir menn sína. En nú leikur hvítur leik sem tölvur myndu fordæma; hann fórnar peð- um til þess að svartur fái ekki góða reiti fyrir menn sína og þrýstir á að hann geti brotist í gegn á kóngs- vængnum. Shabalov er mjög hug- myndaríkur skákmaður og þorir að leggja undir á móti andstæðingi sín- um, ungum alþjóðlegum meistara frá Armeníu, æ, ég meina Ameríku. Tölvuforritið mitt vill endilega leika 17. bxa5 en eins og ég hef hamrað á þá hugsa tölvur ekki, allavega ekki eins og menn!? 17. b5 Dxb5 18. Bg5 a4 19. Hbl Da5+ 20. Kfl Bxa3 21. Hal Db4 22. Rf4 Hh8. Tölvurnar segja svartan vera með gjörunnið. En skákin er ekki búin og leggja þarf fyrir mannsheila nokkrar spurningar sem hann gæti Bandaríkjameistarar 2003 Alexaiider Shabalov og Anna Hahn sem bæði eru fædd í Lettlandi. svarað vitlaust, t.d. vegna prófskrekks, þó hann viti betur?! 23. Kg2 b5 24. Bf6 Hh6 25. Hel Df8 26. De2 Be7 27. Bg5 Hh8 28. Hecl Hb8 29. Habl Bxg5 30. hxg5 Da3?? Menn hafa verið að leita færa og sennilega hefði verið betra hjá svörtum að leika 30. - b4 eða 30. - Re7. En það er erfitt að tefla rétt með dollaraglampann í augunum og þetta á við um báða keppendur. Hvítur fær þó færi núna og rífur í sundur skjól svarta kóngsins. 31. g6! fxg6 32. Rxe6! Bxe6 33. Hxc6 De7 34. Hxb5 Og nú hrynur staðan. Eftir 34. - Hxb5 35. Dxb5 Bd7 36. Hc8!+ KÍ7 37. Dxd5+ Be6 38. Rg5+! er ekki mikið eftir. Og eftir hinn gerða leik þarf bara að skoða úrvinnsluna hjá Bandaríkjameistaranum. 34. - Kf7 35. Rg5+ Dxg5 36. Hc7+ De7 37. Hxe7+ Kxe7 38. Hc5 Hhc8 39. Da6 Hxc5 40. Da7+ Ke8 41. dxc5 Hc8 42. Dxa4+ Bd7 43. Dd4 Be6 44. f4 Ke7 45. Db4 Hc6 46. Kh3 Bd7 47. Kh4 Kf7 48. Kg5 Ke7 49. Db3 He6 50. Dxd5 Bc6 51. Da2 Bd7 52. Kh6 Be8 53. Kg7 Bd7 54. Dh2 Hc6 55. Dh4+ Ke8 56. Df6 Hxf6 57. exf6 Be6 58. c6 g5 59. fxg5 f4 60. g6 fxg3 61. Í7+ 1-0 Stórniót hjá Hróknum! Dagana 18.-27. febrúar nk. fer fram stórmót Hróksins á Kjarvals- stöðum. Mótið er líkast til þriðja sterkasta skákmót, á eftir heimsbik- armótunum sem fóru fram 1988 og 1990, sem haldið hefur verið á ís- landi. Alls taka 10 skákmenn þátt. Mót þetta verður án efa skemmti- legt. Gaman verður að sjá gömlu kempuna Viktor Kortsnoj að tafli en hann er kominn yfir sjötugt! Adams og Shirov eru alls staðar aufúsugest- ir og verða að teljast sigurstrangleg- ir. En þarna getur margur komið á óvart. Það verður gaman í skáklist- inni á næstunni og margs að njóta, kærar þakkir fyrir það! Ljóst er að Hróksmenn koma mjög sterkir til leiks í Islandmóti skákfélaga sem fram fer 28. febrúar og 1. mars, enda eru allir erlendu keppendurnir skráðir í Hrókinn, að Bacrot undanskildum!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.