Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2003, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2003, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 DV Fréttir Ríkisstjórnin ver 4,2 milljörðum króna til vega- og gangagerðar: Ríkisstjómin hefur samþykkt aö láta auka vegaframkvæmdir á næstu 18 mánuðum og flýta vinnu við þegar ákveðin verkefni til að stuðla að efl- ingu atvinnutækifæra til þess tima er áhrifa af stóriðjuframkvæmdum á Austurlandi fer að gæta til fulls eftir um tvö ár. Jafnframt samþykkti rík- isstjómin að hrinda í framkvæmd áætlun um menningarhús og auka fé til atvinnuþróunar. 4,2 milljarðar króna fara til verkefna í vegagerð og fer milljarður til vegagerðar á höfuð- borgarsvæðinu og sama upphæð til vegagerðar á norðaustursvæðinu, sem m.a. mun tengja Þórshöfn og Raufarhöfn við hringveginn, og tU vegagerðar á Vestfjörðum. 500 miUj- ónir króna fara í Suðurstrandarveg, 200 mUljónir króna í HeUisheiði, 200 mUljónir króna í Gjábakkaleið, 200 mUljónir króna í ÞverárfjaUsveg og 500 mUljónir króna tU gangagerðar undir Almannaskarð mUli Homa- ijarðar og Lónsvíkur, um eins km löng göng, en vegurinn er í dag erfitt haft á veginum tU Austurlands. Settar verða 700 mUljónir króna tU atvinnuþróunarátaks á vegum Byggðastofnunar og þar m.a. nefnt fiskeldi. Einn mUljarður króna fer tU byggingar menningarhúsa á Akur- eyri og í Vestmannaeyjum að því tU- skUdu að viðhlítandi samningar ná- ist viö þau sveitarfélög. Meðal vega- framkvæmda sem þegar hafa verið ákveðnar og verður flýtt má nefna gatnamót Stekkjarbakka og Reykja- nesbrautar, Reykjanesbraut í Hafnar- firði, Kjósarskarðsveg, Kolgrafarfiörð á SnæfeUsnesi, Hólmavíkurveg um DV-MYND HARI Aðgerðir gegn atvinnuleysi kynntar Halldór Ásgrímsson utanríkisráöherra og Davíö Oddsson forsætisráöherra kynna samþykkt ríkisstjórnarinnar sem á aö stuðla aö eflingu atvinnutækifæra fram aö stóriöjuframkvæmdum. Kálfaneslæk, brú á Ólafsfiarðarós og Aðaldalsveg í Suður-Þingeyjarsýslu. TU að fiármagna verkefni verða öU bréf ríkisins í Búnaðarbanka og Landsbanka seld á markaði svo og bréf í íslenskum aðalverktökum. Rík- issjóður á 2% í Búnaðarbanka, 9% í Landsbanka og 40% í íslenskum aðal- verktökum. Samtals á það að skUa 5 mUljörðum króna. Ríkissjóður mun fiármagna framkvæmdir uns sölu- tekjur hafa skUað sér en áætlað er að sölu verði lokið í marsmánuði. „Slakinn í efnahagsmálum er held- ur meiri en gert var ráð fyrir og at- vinnuleysið er það mikið að það er nauðsynlegt að grípa tU aðgerða því ríkisstjómin hefur aUtaf lagt megin- áherslu á fulla atvinnu í landinu. Það er einsdæmi i íslandssögunni að það hafi verið þetta mikUl slaki í efna- hagslífinu og lítUl ótti um verðbólgu á næstunni. Það er einsdæmi að fara út í 6 mUljarða útgjöld án þess að hækka skatta,“ sagði utanrikisráð- herra. „Framkvæmdir á höfuðborgar- svæöinu verða auðvitað í samráði Vegagerðar og sveitarfélaga á svæð- inu og þar horft tU nokkurra verk- efna. Skipulag verður fyrst að hafa verið unnið, en það er t.d. ekki fyrir hendi á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og virðist langt í það. En við horfum t.d. tU Vesturlandsvegar. Það hefur ekki verið slegin á það fóst tala hvað þetta skapar mörg störf, en þau eru ein- hver hundruð og afleidd störf tU hlið- ar við þessi störf,“ sagði Davíð Odds- son forsætisráðherra. -GG Spýtt í lófana - framkvæmdir fjármagnaðar med sölu banka og íslenskra aðalverktaka Skiptafundur fram undan í þrotabúi Fréttablaðsins ehf.: Dæmi sem gekk ekki upp Fréttablaðið selt til Útgáfufélagsins Þverholts ehf: Tollstjóri gerir fjár- nám í samningnum - kaupandinn með sömu kennitöiu og Blaðavinnslan ehf. Enn fer lítlum sögi»m af áframlutid- Þetta þýðir með öðrum orðum aft ta-kjaskrá Hngstofu Uiands t morgun andi Utgáfu Króttahlaðsins eða fjár- Fréttablaðið Josnar okki undan þeirri var ekkert fyrlrtæki tii á skra með festum sem sagðir eni standa að baki kvöð að nreiða áfallin gjftld satn- níifninu Útgáftiféiagið Ijvtrholt chf. áframhaldandi útgáfu. Híns vt-gnr hef- kvæmt krfifum rlkissjóðs þó hreytt sé Ekkcrt hafði þá verið tiikynnt um ur Tollstjórinn í ReykjavSk sam- um kennítölu og skipt um eigendur. breýlíngar á nafhi Blaðavinnslunnar kvæml áreiðanlegum hotmildum DV Fomiðamanní Útgáfufélagins Þver- ehf. sem stofnuð var 17. apríl 2002. «ert Ijúntám f kaupsamningsiírcíösl• holts er því óhcimiit að greíða ftönun Stofhundi Biaðavinnslunnar er Sax- um l kaupsamnlngi um sftht á rckstri cn (ollstjóninutn i Reykjavík um- h6U chf. sem er i cigu Nóatfinsfiöl- og eigum Fréitablaösfm ehf. Fðr Ijúr ncdda krölu vegna kaujw fóbgsíns A skyldunnar og cr Einar Örn Jónsson náinið Erani i lok Jóní aft kröfu toil- elgum og rekstrí Fréttabiaftsins. Toll- fóamkvwmdastjóri. ðaxhðU leigðí hús- stjóra vegna vangolriinna opnbcrra stjórí hefur þanuíg komíð í veg fvrtr nmði undir starfsemi Isafoldarprent- gjalda. aft andvíröíð af aftiu rcksturs og eigna smiðju i Garðahse sm annaftist prent- Samningur l>essi er um sftlu á Fréttabiaðsins rainl til eigendanua un Fréttablaðsins. Svavar Ásbjftrns- Frétt um Fréttablaöið í DV 3. júlí 2002 Tollstjóri skarst í ieikinn er tilraun vargeró til aö endurvekja útgáfuna. Skiptafundur í þrotabúi Frétta- blaðsins ehf. verður haldinn 27. febr- úar. Félagið hóf útgáfuferil sinn er Fréttablaðið leit fyrst dagsins ljós á sumardaginn fyrsta, 23. apríl árið 2001, undir merkjum Frjáisrar fiöl- miðlunar. Fréttablaðið var byggt á dæmi sem gekk hreinlega ekki upp og var formlega lýst gjaldþrota í nóv- ember 2002, um sama leyti og Frjáls fiölmiðlun. Eigi aö síöur var hug- myndinni haldið á floti og hafinn rekstur á ný eftir gjaldþrotið í íyrra og með enn meiri tiikostnaði en áöur. Aðaleigandi Fréttablaðsins í upp- hafi var Frjáls fiölmiðlun undir stjóm Eyjólfs Sveinssonar. Hann stýrði FF ásamt föður sínum, Sveini R. Eyjólfssyni. Þetta mikla fiölmiðla- veldi er nú til meðferöar í einu af stærstu gjaldþrotum íslandssögunn- ar. Þótt ferill Fréttablaðsins hæfist í sumarbyrjun þá rann sumarið í raun aldrei upp hjá útgáfufélaginu sökum erfiðleika við fiármögnun. Fór svo að eftir aðeins rúmlega eitt ár var útgáf- an komin í þrot og stórskuldug. Aö eriendrí fyrirmynd Eyjólfur Sveinssona lagði drög að Fréttablaðinu í Fijálsri fiölmiðlun og helsti hugmyndasmiður með honum og hönnuður var Gunnar Smári Eg- ilsson, núverandi ritsfióri. Hugmynd- in var sótt í útgáfu svokallaðra Metró-blaða úti I heimi sem byggist á ódýrri dreifmgu ókeypis dagblaða á lestar- og strætisvagnastöðvum. Var útgáfan alfarið byggð á auglýsinga- tekjum. Helsti gallinn við þessa hugmynd er sú staðreynd að lestarstöðvaum- hverfið er alls ekki fyrir hendi hér- lendis. Því varð að grípa til þess ráös að dreifa Fréttablaðinu með æmum kostnaði heim til lesenda, aðallega á höfuðborgarsvæöinu. Til að þetta gæti gengið upp varð hlutfail greiddra auglýsinga að vera mjög hátt, ekki síst þar sem miðað var við að upplag blaðsins yrði á bilinu 70 til 80 þúsund eintök. Fljótlega var ljóst að auglýsingatekjurnar hrykkju hvergi nærri til. Blaðið safnaði því skuldum sem námu samkvæmt kröfulýsingaskrá um 300 miiljónum króna eða rúmlega miiljón á hvem útgáfudag blaðsins. Ljóst er því að margir sitja nú eftir meö sárt ennið. Margvísleg vandræði Margvísleg vandamál komu upp vegna erfiðrar fiárhagsstöðu Frétta- blaðsins. Prentsmiðjan ísafold, sem prentaði blaðið, komst í þrot, en hún var einnig í eigu sömu aðila. Var þá gripið til þess ráðs að stofha Blaðavinnsluna ehf. 17. apríl 2002. Stofhandi Blaðavinnslunnar var Saxhóll ehf. undir sfióm Einars Am- ar Jónssonar. Saxhóll var eigandi að húsnæðinu sem leigt var undir starf- semi ísafoldarprentsmiðju í Garða- bæ. ísafoldarprentsmiðja gekk áfram um sinn en var svo úrskurðuð gjald- þrota 31. maí 2002. Var í kjölfarið gengið frá sölu á þrotabúi prentsmiðj- unnar til Kristþórs Gunnarssonar, íyrrverandi framkvæmdastjóra prentsmiðjunnar, Kjartans Kjartans- sonar prentsmiðjustjóra og Guðjóns Ámasonar í byijun júní 2002. Keypt var ný Roland-prentvél eftir aö Fréttablaðið hóf göngu sína á ný í kjölfar gjaldþrots. Dreifmgin gekk líka brösuglega þegar blaðburðarböm fóm aö upplifa það að fá ekki greitt fyrir vinnu sína. Fjölmargar fréttir birtust síðustu út- gáfumánuði blaðsins vegna þessa. Þar kvörtuðu foreldrar sáran undan meðferðinni á bömum sínum. Sömu sögu var að segja af blaðamönnum og margsinnis lá við vinnslustöðvun vegna þessara mála. í byijun maí 2002 lögðu Hömlur, Eignarhaldsfélag Landsbankans, fram kröfu um útburð Fréttablaðsins úr húsnæði félagsins að Þverholti 9. Útburðarkrafan var tilkomin vegna vangoldinnar húsaleigu Fréttablaðs- ins til margra mánaða. Vinnslan stöðvast Þann 20. júní 2002 stöðvaðist vinnsla Fréttablaðsins þar sem starfsmenn höfðu þá ekki fengið greidd laun sín. Ljóst var að útgáfu- dæmið hafði ekki gengið upp. Svavar Ásbjömsson, fiármálastjóri Fréttablaösins, var handtekinn undir lok júní 2002 vegna kæm SPRON á meintu fiármálamisferli Fréttablaðs- ins. Svavar var jaftiframt skráður stjómarformaður í Blaðavinnslunni ehf. Þeir Gunnar Smári Egilsson rit- sfióri og Ragnar Tómasson lögmaður sögðust þá hafa átt fundi með hugs- anlegum fiárfestum. Samningur var gerður um sölu á rekstri og eignum Fréttablaðsins til Útgáfufélagsins Þverholts ehf. Athygli vakti að Út- gáfufélagið Þverholt ehf. var á sömu kennitölu og Blaöavinnslan ehf. sem stofnuð var í apríl sama ár. Gerði Tollstjórinn í Reykjavík fiár- nám í lok júní í kaupsamnings- greiðslum í kaupsamningi um sölu á rekstri og eigum Fréttablaðsins ehf. Var fiámámið gert vegna vangold- inna opinberra gjalda. Kom tollstjóri þannig í veg íyrir að andvirðið af sölu reksturs og eigna Fréttablaðsins rynni til eigenda Fréttablaðsins ehf.: C-L Consulting S.A., Saxhóls ehf., Eignarhaldsfélagsins Gimli ehf., Eignarhaldsfélagsins Reynis ehf., Eyjólfs Sveinssonar og Dægradvalar ehf. Þann 6. júli 2002 var síðan gefin út tilkynning um aö enn eitt félagið, Frétt ehf., hefði verið stofnað um rekstur Fréttablaðsins. Fréttablaðið kom síðan út um miðjan júlí 2002 undir nýrri kennitölu án þess að nokkuð væri látið uppskátt um raun- verulega eigendur. Útgáfan í dag er þó trúlega mun kostnaðarsamari en fyrr, með auknum blaðsíðufiölda, auk þess sem það er gefið út 6 daga vikunnar í stað 5 áöur. Kallar það án efa á stórauknar auglýsingatekjur en ekkert hefur þó verið gefiö upp um fiárhagsafkomuna það sem af er. -HKr. Tölvulistinn í morgun: Haglaskot á víð og dreif „Aðkoman var Ijót hér I morg- un. Glerbrot um öll gólf og auk þess haglaskot um alla búö. Tvær tölvur sem voru í glugganum eru ónýtar eftir skot og auk þess prentarar og skjár,“ sagði Óskar Óskarsson, verslunarstjóri Tölvu- listans við Nóatún, í samtali við DV í morgun. Bíræfið innbrot var framið í Tölvulistann um tvöleytið í nótt en þá gerðu þrír ungir menn sér lítiö fyrir og skutu úr afsagaðri haglabyssu á sýningarglugga versl- unarinnar. Þeir höfðu á brott með sér fartölvu en Óskar segir örygg- iskerfi hafa farið í gang og þeir hafi ekki haft meira en rúma mín- útu til að athafna sig. Ungu menn- imir voru handteknir á fiórða tím- anum í morgun; fartölvan fannst í fórum þeirra og haglabyssan fannst stuttu síðar í bifreið sem þeir höfðu til umráða. Tjónið í versluninni er töluvert að sögn Óskars. „Það skiptir hundruðum þúsunda ef ekki millj- ón krónum. Rúðubrotsskynjarinn virkaði hins vegar vel og það er auðvitað fyrir mestu að mennimir skuli komnir í hendur lögreglu," sagði Óskar. Þremenningarnir, sem eru tví- tugt, gistu fangageymslur í nótt og verða yfirheyrðir í dag. Þeir munu áður hafa komið við sögu lögregl- unnar. -aþ Samstarf ÍE: Undirbúningur klínískra lyfja- prófa hafinn Bandarísk samtök fiölskyldna með hryggvöðvarýrnun, sem stofnuð voru til að efla rannsókn- ir sem kynnu að leiða til með- ferðar á þessum illvæga og oft banvæna sjúkdómi, hafa skrifað undir samning við íslenska erfða- greiningu um þróun lyfs gegn hryggvöðvarýrnun. Lyfiaefna- fræðideild ÍE í Chicaco í Banda- ríkjunum mun vinna áfram með efnasambönd sem hafa gefiö væn- legar niðurstöður 1 rannsóknum sem fiármagnaðar voru af sam- tökunum. Hlutverk ÍE verður að skil- greina efnasambönd sem líkleg- ust eru til að hægt verði að þróa í lyf, sjá um áframhaldandi rann- sóknir og þróun á þeim, þróa aö- ferðir til aö framleiða þau í miklu magni og gera úr þeim lyf fyrir klínískar lyfiaprófanir. Samningurinn er til þriggja ára og gæti skilað ÍE 5,2 milljónum Bandaríkjadollara. -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.