Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2003, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2003, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________PV Victor Hugo. Franski snillingurinn sem er höfundur Hringjarans frá Notre Dame og Vesalinganna. Táknmynd snillings ar í Frakklandi. Hann sagðist hafa verið fæddur málari fremur en skáld. „Ég hefði átt að verða annar Rembrandt," sagði hann. Hann var ákaflega vinnusam- ur, vaknaði snemma og skrifaði í fjóra til fimm tíma á hverjum degi í rúmlega sextíu ár. Hann var sérlega öflugt ljóðskáld, frumlegur og snjall og einnig góður leikritahöfundur. Hann skrifaði tólf skáldsögur og tvær þeirra njóta enn áberandi mikilla vinsælda. Önnur er Hringjarinn frá Notre Dame. Enska skáldið Thackeray sagði reyndar að bókin væri augljós- lega verk snillings en samt ekki sérlega góð skáldsaga. Hin er Vesalingarnir, fyrsta mikla sögu- lega skáldsagan sem var skrifuð á frönsku. Hún öðlað- ist gífurlegar vin- sældir og hefur haldið þeim síðan. Þegar Hugo kom til Englands mörgum árum eftir útkomu hennar gengu veg- farendur til hans og potuðu í bak hans til að ganga úr skugga um hvort hann væri krypp- lingur eins og hringjarinn. Victor Hugo efaöist aldrei um eigin snilligáfur. Hann er höfundur fjölda skáldsagna, leikrita og Ijóða og eitt dáð- asta skáld Frakka. Victor Hugo fæddist árið 1802 og var þriðji og yngsti sonur foreldra sinna. Hjónabandið var óhamingjusamt enda voru hjónin gjörólík og bæði áttu í ástarsamböndum utan hjónabands. Þau skildu loks. Strax á unga aldri ákvað Hugo að verða skáld. Hann var fimmtán ára þegar hann vann eftirsóttustu bókmenntaverðlaun Frakklands og hann var tvítugur þegar hann gaf út fyrstu ljóðabók sina. Vinir Hugos voru sann- færðir um að hann væri snillingur. Sjálfur efað- ist hann aldrei um það. Hann giftist ungri konu, Adele, sem hann hafði kynnst þegar hann var sautján ára gamall. Sagt er að bróðir Hugos, Eugene, hafi elskað Adele og það hafi verið ein ástæða þess að hann varð geð- veikur og var sendur á hæli þar sem hann lést eftir fimmtán ára vist. Klassískar skáldsögur Hugo var helsti boðberi rómantísku stefnunn- Heimilisógæfa Eiginkona Hugos, Adele, fæddi fimm börn á sjö árum. Það urðu örlög Hugos að lifa öll börn sin. Fyrsta barn þeirra hjóna lést nokkurra mánaða gamalt. Eftirlætisdóttir Hugos, Léo- poldine, drukknaði ásamt eiginmanni sínum skömmu eftir að hafa gengið í hjónaband. Hugo var á þeim tíma á ferðalagi og frétti ekki af dauða hennar fyrr en fimm dögum síðar. Önnur dóttir hans, Adele, varð veik á geði. Rúmlega fertug var hún lögð inn á geðveikra- hæli og þar dvaldi hún í 43 ár, þar til hún lést. Charles, sonur Hugos, dundaði við að skrifa skáldsögur en lést 44 ára gamall. Annar sonur hans, Francois Victor, eyddi tíu árum í að þýða leikrit Shakespeares. Hann lést úr berkla- veiki. Hugo átti þá einungis eftir tvö ung barnabörn sem hann sinnti af ástúð. Hugo var konu sinni ekki trúr og um tíma átti hann allt að þrjár ástkonur samtímis. Stóra ástin i lífí hans var leikkona, Juliette. Áður en hún kynntist Hugo hafði hún átt í mörgum ástarsamböndum en ekkert þeirra var hamingjuríkt. Hún var falleg, kærulaus, eyðslusöm og andrík en stundum taugabiluð og döpur og vinir hennar sögðu það stafa af skorti á sannri ást. Hún fann sína einu sönnu ást í Victor Hugo en samband þeirra stóð í hálfa öld. Hún skrifaði honum venjulega tvisvar á dag og um það bil 20.000 bréf hennar eru til. Hann kom henni fyrir í litlu húsi, lét hana selja skartgripi sína og kjóla og einangraði hana frá vinum sem hún hafði átt. Þar hafðist hún við og hafði fátt annað að gera en að bíða eftir að hann léti sjá sig. Þrjátíu og fimm ára gömul var hún orðin hvíthærð og menn töldu það stafa af taugaálagi sem fylgdi því að vera ástkona snillings sem hafði hana í felum og var henni ekki trúr. En það skipti engu hvað Hugo gerði á hlut Juliette, hún elskaði hann svo heitt að hún fyrirgaf honum allt. Óvinur keisarans Árið 1948 varð Louis-Napoleon forseti ann- ars lýðveldisins. Hann rændi völdum og endur- reisti keisaraveldið. Hugo komst nú á dauða- lista Napóleons. Juliette faldi hann og með að- stoð hennar komst hann til Brussel. Hann sett- ist síðan að á eyjunni Guerney. Hann skrifaði á þremur vikum tvö hundruð blaðsíðna níðrit um Napoleon „litla“, eins og hann kallaði keisarann. Bókin var gefin út i Englandi. Hún var bönnuð í Frakklandi en mörg hundruð ein- tökum var smyglað til Frakklands. Seinna veitti Napóleon Hugo sakaruppgjöf. En þrjósk- an meinaði Hugo að snúa heim úr útlegðinni. Þegar eiginkona hans lést var ákveðið að grafa hana í París. Hugo fylgdi líkinu til landamæra Frakklands og Belgíu en ekki lengra þar sem hann hafði svarið þess dýran eið að stíga ekki fæti á franska jörð meðan keisarinn væri viö völd. Þegar Hugo sneri loks heim eftir nítján ára útlegð var honum fagnað eins og þjóðhetju. Hégómagjarn snillingur Hugo gleymdi ekki slæmum dómum og var lítið fyrir að hrósa samtlmamönnum sínum. Hann átti erfitt með að fyrirgefa og var skelfi- lega hégómagjarn. Samferðamenn hans kvört- uðu margir hverjir undan því að þeir þyrftu annaðhvort að hlusta stöðugt á hann tala eða tala viö hann um hann sjálfan. Hann var van- ur að segja að það ættu eftir að verða til mörg fleiri skáld og listamenn en með honum sjálf- um yrði jörðuð táknmynd hins franska snill- ings. Hann hafði gríðarlegan áhuga á spírit- isma og taldi sig vera i sambandi við látna dóttur sína, Léopoldine, og einnig við Dante og Shakespeare. Þegar Hugo var áttræður kom barnabarn hans, George Hugo, að afa sínum í ástaratlot- um við þjónustustúlku. George ætlaði að hlaupa burt en Hugo kallaði á hann og sagði: „Sjáðu, Georg litli, þetta er það sem kallast snillingur.“ Ástkona hans, Juliette, lést árið 1883. Hugo var ekki viðstaddur jarðarför henn- ar. Eftir dauða hennar leyfðist engum að nefna nafn hennar i návist hans. Hann hafði eitt sinn skrifað til hennar: „Ég bið þess að líf þitt verði mitt líf, dauði þinn minn dauði, þín eilífð mín eilífð." Mánuði eftir lát hennar skrifaði hann í dagbók sína: „Ég mun fljótlega verða hjá þér aftur, ástin mín.“ Hann lést árið 1885. Útfor hans var gerð á kostnað ríkisins. Á fjórðu milljón manna flykktust út á götur Parísar- borgar til að votta skáldinu virðingu sina. Victor Hugo hvílir í Pantheon. Barátta góðs og ills Engilbjört og Illhuga eftir Lynne Reid Banks Sprellfjörug, hug- myndarik og næstum illkvittnislega skopleg bamabók um tvíbura- systur sem eru gjörólík- ar. Önnur er algóð og hin alvond. Sú vonda gerist æði uppivöðslu- söm og kemur umhverfi sínu hvað eftir annað í uppnám. Hrollvekjandi á köflum. Bók sem fuflorðnir geta lesið sér til ánægju engu síður en böm. Fæst á útsölu í Eymundsson og kostar litlar 590 krónur. Ég er hógvcer í kröfum. Alltaf ánœgður með það besta. George Bernard Shaw Bókalisti Eymundi ALLAR BÆKUR 1. Þú getur grennst og breytt um lífsstíl. Ás- mundur Stefánsson og Guðmundur Björnsson 2. Bókin um bjórinn. Roqer Protz 3. Gauragangur. Ólafur Haukur Símonarson 4. Frida. Barbara Mujico 5. Leggðu rækt við sjálfan þig. Anna Valdimarsdóttir 6. Einfaldaðu líf þitt. Elaine St. James 7. Gerðu það bara! Guðrún G. Berqmann 8. I leit að glötuðum tíma. Marcel Proust 9. Grafarþögn. Arnaldur Indriða- son 10. Hvar sem ég verð. Inqibjörq Haraldsdóttir SKÁLDVERK 1. Gaurgangur. Ólafur Haukur Símonarson Gullkorn vikunnar Stökur - eftir Jónas Hallgrímsson Enginn grætur íslending einan sér og dáinn; þegar allt er komið í kring kyssir torfa náinn. Mér er þetta mátulegt; mátti vel til haga, hefði ég betur hana þekkt, sem harma ég alla daga. Lifðu sæl við glaum og glys, gangi þér allt í haginn. 1 öngum mínum erlendis yrki ég skemmsta daginn. Sólin heim úr suðri snýr, sumri lofar hlýju; ó, að ég væri orðinn nýr og ynni þér að nýju! Syfjar yfir listrænum bókum Björk Jakobsdóttir leikkona segirfrá uppáhaldsbókunum sínum. 2. i leit að glötuðum tíma. Marcel Proust 3. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason 4. Hvar sem ég verð. Inqibjörq Haraldsdóttir 5. Dauðarósir. Arnaldur Indriðason 6. Veröld Soffiu. Jostein Gaarder „Ég vildi að ég gæti sagt að ég væri víðlesinn bóka- ormur. Það er svo mikið bó- hem svo mikill þroski og greind að una sér við lestur góðra bóka. En ég verð að viðurkenna að það er oft sama bókin á náttborðinu hjá mér svo vikum skiptir. Það vantar ekki góðan ásetn- ing en eftir eina, tvær blað- síður er ég sofiiuð. Sérstak- lega þegar kemur að þessum listrænu, þá syíjar mig alveg ofboðslega. En svo kemur alltaf ein og ein sem nær manni og verður þess valdandi að maður vakir langt fram á nótt þrátt fyrir skipulag morgundagsins. Þær bækur sem ég man fyrst eftir eru til dæm- is bækur eins og Ég lifi eftir Martin Grey sem ég las sem unglingur en hefur setið í mér alla tíð síð- an. Minningar Geishu eftir Arthur Golden sem ég las I fyrra. Alveg frábær bók. Af íslenskum bók- um get ég nefnt Híbýli vindanna eftir Böðvar Guðmundsson og Þetta er aflt að koma eftir Hall- grím Helgason sem er að mínu mati efni í frábæra leik- sýningu. Svo hefur Ámi Ib- sen alltaf verið í uppáhaldi hjá mér sem leikritaskáld. Þær bækur sem ég hef á náttborðinu hjá mér núna er bókin Samband manns og hests eftir Rikke Mark Schultz. Ég er mikil áhuga- manneskja um hesta og þó að ég hafi ekki enn fundið tíma eða fjárhag til að stunda sportið þá er það algerlega á planinu. Hin bókin á náttborðinu er Draumar barna og merking þeirra eftir Amöndu Cross, mjög skemmtileg uppfletti- bók sem hvetur börn og foreldra til að ræða drauma sína og kanna um leið sálarlíf barna sinna. En það er á planinu að lesa meira í framtíð- inni. Þegar bömin flytja að heiman verð ég list- ræn breytingaskeiðs-spíra sem les alla daga með lappimar upp i loftið og hef djúpan skilning á líf- inu.“ 7. Kajak drekkfullur af draug- um. Lawrence Millman 8. Sjálfstætt fólk. Halldór Laxness 9. Napóleonsskjölin. Arnaldur Indriðason 10. Ljúlí Ijúlí. Guðrún Eva Mínervudóttir BARNABÆKUR 1. Herra Fyndinn. Roger Hargrea- ves 2. Herra Sterkur. Roger Hargrea- ves 3. Herra Latur. Roqer Harqreaves 4. Stjörnur í skónum. Sveinbjörn I. Baldvinsson 5. Matreiðslubókin okkar. Elisa- bet Ekstrand Hemmingson og Eva Rönnblom Metsölulisti Eymundssonar 4. - 11. febrúar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.