Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2003, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2003, Qupperneq 19
LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 HelQorbloö H>"V I O Þegar Skífan endurinnréttaði verslun sína við Laugaveg 1999 mætti Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins og utanríkisráðherra, á staðinn til að samfagna atliafnaskáldinu. Jón hefur sagt í viðtölum að |>að sé mikilvægt að eiga stjórnmálamenn að vinum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi borgarstjóri, mætti á fund Jóns í Skífunni árið 1999. Jón hefur stvrkt alla stjórnmálaflokka á íslandi, að eigin sögn, og forsetafrainboð Ólafs Ragnars Gríinssonar. Nýleg ræða Ingibjargar Sólrúnar um meinta luismunun yfirvalda gagnvart fyrirtækjum, þar sein hún nefndi fvrirtæki Jóns sérstaklega, vakti næstum eins mikla athvgli og fréttirnar af meintum skattsvikum Jóns. kemur fram að íslenska útvarpsfélagið hf. skuli greiða í lífeyrissjóð fyrir Jón 10% af framangreindri fjárhæð. Þá skuli Jón fá bíl til afnota fyrir sig í London, tii viðbótar þeim sem hann hafi til afnota á íslandi. Sigurjón Sighvatsson, náinn sam- starfsmaður Jóns í viðskiptum hér á landi, er alfarið bandarískur skattþegn. Hann kemur þvi sem slíkur ekki inn í rannsókn íslenskra skattayflrvalda. Greiðslur auknar Með samningi, dagsettum 12. mars 1999, eru greiðslur frá Islenska útvarps- félaginu hf. vegna starfa Jóns hækkaðar úr USD 175.000 í 192.600, eða úr 13,5 í nærri 15 milljónir króna. Samningurinn er gerður í nafni Inuit Enterprises Ltd annars vegar og íslenska útvarpsfélags- ins hf. hins vegar. 46 inilljónir og frí áskrift Síðar í sama kafla kemur fram að þeir Jón Ólafsson og Sigurjón Sighvats- son, tveir stærstu hluthafamir i Norð- urljósum, hafi samið sin á miili, hinn 14. júlí 1999, um greiðslu á launum og svonefndum ráðgjafagreiðslum. Fram kemur að þessi samningur tryggði Jóni Ólafssyni USD 600.000 á ári, eða 46,2 milljónir króna að núvirði í heildar- greiðslur frá Norðurljósum samskiptafé- lagi hf. og dótturfélögum, auk afnota af tveimur bifreiðum, greiðslu á trygging- um, ferða- og uppihaldskostnaði, áskrift- ar að fjölmiðlum og alls símakostnaðar. Auk þess var samið um að Inuit Enter- prises Ltd fengi USD 50.000, greidda fyr- ir fram fyrsta dag hvers mánaðar, vegna stjómarformennsku hjá Norðurljósum og síðar stjómarformennsku í Northem Lights Communication SA, í Lúxem- borg, þegar eignarhald í hlutum félaga- samsteypunnar væri komið þangað. Bifreiðalilunnindi í skýrslunni kemst skattrannsóknar- stjóri að þeirri niðurstöðu að fyrir árin 1998,1999,2000 og 2001 hafi Jón Ólafsson vanframtalið bifreiðahlunnindi sem metin em á 7,4 milljónir króna, en Jón hafi við skýrslutöku svarað þvi til að þessi hlunnindi vegna bifreiðarinnar í Bretlandi yrðu talin fram á framtölum fyrir hann í Bretlandi, en gleymst hafi að telja fram hlunnindi vegna afnota hans af bifreiöum á íslandi. Greint er frá því að Jón hafi vantaliö tekjur á skattframtölum sinum vegna bifreiða- hlunninda allt frá árinu 1992. Persónulegur kostnaður Við rannsókn hefur komið í ljós að Norðurljós samskiptafélag og/eða tengd félög hafi greitt fyrir Jón ýmsan per- sónulegan kostnað hans sem telja beri honum til tekna. Þar er m.a. um að ræða líftryggingariðgjöld, laun vegna starfsmanna sem unnu fyrir Jón per- sónulega, eða þáðu laun frá Norðurljós- um samskiptafélagi hf. og/eða tengdum félögum vegna þeirra starfa. Starfsmaðurinn Ingunn Halldórsdótt- ir sá m.a. um persónuleg málefni Jóns og fjölskyldu hans. Hún var ritari hjá Skífunni og síðar Norðurljósum og þáði þaðan launagreiðslur sínar. Skattrann- sóknarstjóri telur það samsvara 5 millj- ónum króna sem telja eigi Jóni til tekna vegna tekjuáranna 1998-2001. Bamapía á launum hjá Norðurljósum Norðurljós réðu Barbel Gamsu sem aðstoðarmanneskju fyrir Jón með aðset- ur í London á árinu 2001 og greiddu henni laun, tæplega 1,9 milljónir króna. Hún starfaði hjá Jóni í nokkra mánuði og gætti m.a. bama Jóns og hafði yfir- umsjón með daglegum/vikulegum þrif- um í húsinu, annaðist minni háttar heimilisverk, aðstoðaði í boðum á heim- ilinu og annaðist innkaup. Auk þess eru í smáatriðum talin fjöl- mörg mál er skattrannsóknarstjóri telur miður fara viö framtöl Jóns Ólafssonar til skatts hér á landi. -HKr. hveiju sinni. Á árinu 1999 var gerður samningur við Jón Ólafsson um að Inuit Enterprises Ltd tæki við endur- gjaldi vegna starfa Jóns. Á árinu 1999 var einnig gerður Þessi mynd af Jóni Ólafssyni og Ilelgu Hilmarsdóttur konu hans var tekin á áramótafagnaði í Perlunni 2001. Þar skemmtu þau sér með öðrum sterkefnuðum íslendingum. Jón og Helga búa í London og Cannes til skiptist. Þau safna listaverkum og leyfa sér flestan munað sem hugur manna getur girnst. 94% fjíirfestinga á íslandi Skattrannsóknarstjóri telur óhjá- kvæmilegt að líta svo á að miðstöð fjár- hagslegrar umsýslu Jóns sé á íslandi, þar sem hlutfall þeirra Qárfestinga af heildarumsvifum Jóns sé mjög hátt, og nefnir máli sínu til stuðnings að ef heildareignir Inuit Enterprises séu skoðaðar út frá drögum að ársreikningi vegna rekstrarársins 5. apríl 2000 - 5. apríl 2001, megi sjá að fjárfestingar sem ekki tengist íslandi séu u.þ.b. 6%. Eignarhaldsfélag í Lúxemborg Eignarhaldsfélagið NLC Holding SA verður til í nóvember 2000 þegar Kaup- þing Luxembourg stofnar félagið í Lúx- emborg og var hlutafé félagsins þá tæp- lega 1,7 milljarðar króna. Félagið var stofnað fyrir hönd hluthafa Norðurljósa samskiptafélags og voru öll hlutabréf Norðurljósa keypt af NLC Holding á nafnverði og söluandvirðið greitt með hlutabréfum í NLC Holding. Norðurljós seld langt undir markaðsvirði Hluthafar Norðurljósa samskiptafé- lags hf. selja allan eignarhlut sinn í fé- laginu á kr. 1.683.305.500 til eins aðila, þ.e. NLC Holding SA, sem er langt frá raunverulegu virði félagsins. Á sama tíma liggur fyrir verðmat frá Kaupþingi hf„ dagsett 29. nóvember 2000, þess efhis að heildarverðmæti Norðurljósa samskiptafélags hf. sé 8.750.000.000 krónur. Með því að selja eignarhlutana á nafnverði myndast ekki neinn sölu- hagnaður fyrir eigendur félagsins og nýr eigandi alls hlutaíjár er eignar- haldsfélag í Lúxemborg. Jón hefur með sambærilegum hætti flutt eignir sínar yfir í Inuit Enterprises Ltd, að þvi er virðist til þess eins að komast hjá skattlagningu á söluhagnaði af raunvirði eignanna eins og segir í skýrslu skattrannsóknarsljóra. Ráðgjafagreiðslur í mars 1998 byrjaði Rotschild á Guemsey að senda reikninga til ís- lenska útvarpsfélagsins, Spors, Skífunn- ar og Sýnar i nafhi Inuit Enterprises Ltd vegna ráðgjafastarfa Jóns. Sam- kvæmt skýrslunni stýrði Jón Ólafsson fjárhæð þessara reikninga, texta og til hvaða félaga senda átti reikningana annar samnmgur í nafni Inuit Enter- prises Ltd sem tók yfir allt endurgjald vegna svokallaðra ráðgjafastarfa Jóns fyrir Norðurljós samskiptafélag hf„ en það félag varð á þvi ári móðurfélag íslenska útvarpsfé- lagsins, Skífunnar og Sýnar, en áður hafði Spor verið sameinað Skífunni. Greiðslur til Inuit Enterprises Ltd vegna ráðgjafastarfa Jóns Ólafssonar námu: Árið 1998 kr. 31.705.788 Árið 1999 kr. 52.309.854 Árið 2000 kr. 49.594.623 Árið 2001 kr. 70.480.700 Samtals kr. 204.090.965 vegna allra ár- anna. Samkvæmt samantekt skattrann- sóknarstjóra hefur ekki verið gerð grein fyrir þessum greiðslum í launauppgjöf til skattyfirvalda af hálfu félaganna, ekki haldið eftir af þeim til staðgreiðslu opinberra gjalda og Jón ekki talið þær fram í skattframtölum sínum. Viðbótargreiðslur, lífeyrissjóður og bflar Samkvæmt minnisblaði („Memorandum") á milli Jóns og Sigur- jóns Sighvatssonar kemur fram að frá því í júní 1998 skuli íslenska útvarpsfé- lagið greiða Jóni 175.000 Bandaríkjadoll- ara á ári, eða um 13,5 milljónir króna á núvirði. Sú greiðsla kemur til viðbótar við aðrar greiðslur sem Jón fær frá ís- lenska útvarpsfélaginu. Enn fremur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.