Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2003, Page 47

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2003, Page 47
LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 Helgarblctö 13V Mengunarreglur mótorhjóla - kostur eða kyrking? Með strangari inengunarreglugerðum er hætt við að tekið verði fyrir breytingar á hjóluni seni hingað til hafa verið vinsælar, eins og púst- flækjur. DV mynd ÞÖK Mótorhjól og vélsleðar hafa hingaö til sloppið við ákvæði um mengun í flestum ríkjum heimsins. Reyndar hafa þau orðið að sætta sig við mun strangari hávaðareglur á síðustu árum en önnur farartæki en þar sem þau menga minna en stærri farartæki hafa Evrópusambandið og Bandaríkin horft fram hjá mengun í útblæstri þeirra hingað til. Þetta er breytist þó alit á næstu árum ef reglugerðir beggja vegna Atlantsála ná fram að ganga. Reglugerð í smíðum hjá ESB Samkvæmt reglugerð sem nú er í smiðum hjá Evrópusambandinu eiga mótorhjól að falla undir sömu meng- unarstaðla og bílar fyrir árið 2006. Áætlanir ESB miðast við að ná þessu markmiði í tveimur þrepum. í fyrra þrepinu á að minnka kolmónoxíð og kol- Njáll vetnissameindir í Gunnlaugsson fjórgengisvélum blaöamaöur framleiddum eftir 1. apríl 2003 um 60%. í seinna þrep- inu, sem kemur til aðgerða 1. janúar 2006, þarf hlutfall þeirra að lækka um 50% í viðbót. Tvígengisvélar þurfa að minnka kolmónoxíðútblástur um 30% og kolvetni um 70% en þar sem hlutfaU níturoxíðs í útblæstri þeirra er lágt verða engar breytingar á magni þeirra í útblæstri fyrir 2003 til þess að gefa framleiðendum aðlögunartíma til að lækka hlutfall þeirra fyrir 2006. Nýtt prófunarferli Þessar mengunarreglur falla vel að framleiðsluumhverfmu í dag og flest hjól standast 2003 reglugerðina. Sem dæmi stenst Suzuki V-Strom 1000 hjól- ið hana og er ansi nálægt að standast 2006 reglugerðina líka en það hjól er búið hvarfakút, súrefnisskynjara og beinni innspýtingu. Samhliða þessum mengunarreglugerðum veröur búið til nýtt prófunarferli fyrir mótorhjól. Mið- ast þær prófanir við eðlilega notkun fyrstu 30.000 kílómetrana. Einstök riki geta þó sett sín viðmiðunarmörk sjálf og ráðið því hvort þau sekta eldri far- artæki sem ekki uppfylla staðla. Annar staðall í BNA Nýr mengumarstaðall EPA (En- vironmental Protection Agency) fyrir mótorhjól og vélsleða í Bandaríkjun- um byggist á því að þessi tæki eigi stóra sök á mengun andrúmsloftsins. Þessi staðreynd virðist úr lausu lofti gripin hjá EPA þvi að í samanburði við einkabílinn menga til dæmis mót- orhjól töluvert minna. Reyndar getur þessi staðhæfmg átt við í Austurlönd- um fjær þar sem stór hluti farartækja er mótorhjól og mörg þeirra tvígengis og því skýtur það skökku við að meng- unarstaðailinn skuli fyrst vera settur þar sem mikill meirihluti mótorhjóla er fjórgengis. Það að staðallinn er kom- inn til að vera í Bandaríkjunum má þakka náttúruvemdarsamtökunum þar i landi en þau hafa lengi séð ofsjón- um yfir umferð torfæruhjóla og vélsleða í náttúrunni. Búast má við að þessi staðall hafl lamandi áhrif á fram- leiðslu vélsleða á næstu árum og menn verði að bregðast viö með fjórgeng- isvélsleðum eins og Yamaha var reyndar að gera með nýja RX-1 sleðanum. Strangari reglugerð Þessi staðaU kemur fyrst til aðgerða i Kalifomíu árið 2004 og verður lands- staðall árið 2006. Hætt er við að tví- gengis-torfæruhjól og fjórhjól deyi út eins og risaeðlumar þegar staðlinum verður fylgt eftir en reyndar nær hann ekki yfir keppnishjól og keppnissleða sem einungis eru ætluð fyrir keppni. Núverandi reglugerð leyfir 5 grömm af kolvetnis- og nlturoxíðsameindum og 12 grömm af kolmónoxiði i hverjum eknum kílómetra. 2004-reglugerðin lækkar þessar tölur niður í 1,4 grömm fyrir kolvetnis- og níturoxíðsameindir en hlutfall kolmónoxíðs verður áffarn óbreytt. Mörg þeirra fiórgengis-mótor- hjóla sem framleidd eru i dag standast þessa mengunarstaðla en hætt er við að R-hjólin svokölluðu eigi erfiðara með að ná þeim. Líklega verða ffarn- leiðendur að eyða meiri peningum í þróun sem aftur leiðir til dýrari hjóla og sleða. Rúm fyrir breytingar Mörg þeirra mótorhjóla sem seld eru i dag eru með beinum innspýting- um. Þrátt fyrir að þau séu ljósárum á undan blöndungshjólum í minni meng- unarmagni er samt hægt að gera betur í því efnum. I mótorhjólum er tjúnun þeirra kóðuð í tölvuheila sem stjómar kveikjunni og miðast hún við meðalað- stæður sem breytast ekki þrátt fyrir breytingar á ytri aðstæðum, eins og loftþrýstingi, lofthita og þess háttar. Bílar hafa fúllkomnara rafkerfi sem leyfir það að hægt er að koma fyrir skynjurum hvar sem er sem senda aft- ur upplýsingar til tölvuheilans sem aft- ur breytir kveikjunni eftir aðstæðum. Strangari reglugerð í Bandaríkjunum er líkleg til að neyða framleiðendur til að setja flóknari rafkerfi í mótorhjólin sem einnig leiðir til hækkandi verðs á þeim. Þetta mun líklega einnig leiða til þess að ekki verður hægt að gera breytingar á mótorhjólum nema á full- komnu verkstæði. Hlutir eins og flækj- ur og aðrir tjúnhlutir munu því ryk- falla í hillum mótorhjólaverslana áður en langt um líður og tekið verður fyrir það að eigendur mótorhjóla breyti þeim sjálfir. Lítil mengun í hjólum Að sögn Þorsteins Marels hjá Vél- hjólum & sleðum er talvert um hyster- íu meðal umhverfissamtaka sem fara offari þegar rætt er um mengun öku- tækja. „Ofl er verið að einblína á það sem mönnum er næst í umhverfmu án tillits til hvað mengar og hvað ekki. Má nefna þegar aðalpúströr heimsins, sem eru eldfjöll, fara í gang. Eitt með- aleldgos mengar á örfáum andartökum ársskammt allrar umferðar heimsins. Hvað mótorhjól varðar þá mengar einn strætó meira en öll hjól landsins yfir árið. Mér er það líka til efs að vélsleðar hafi í við hverasvæðin í Yell- owstone Park. Frægt er þegar um- hverfisvemdarsinnar þar reiknuöu út mengun af sleðum í garðinum. Þeir tóku öll efni í áætlaðri bensín- og tví- gengisolíusölu til sleðamanna á svæð- inu og sögðu það fara beint í jarðveg- inn.“ Tækni kostar peninga Framleiðendur tvígengisvéla eru á fullu að hanna innspýtingar og lofa t.d. OMC og Orbital-útfærslumar góðu. Gallamir koma hins vegar í kostnaði og þyngd. „Öll þessi tækni kostar pen- inga og þarf mun þyngri og öflugri raf- kerfi sem vinna með fiórgengisvélum í samanburði. Báðir kostir em slæmir fyrir léttustu tækin.“ Krossarar og keppnissleðar finna mest fyrir hverju grammi sem við bætist. „Varðandi breytingar eða „tjúningar" á hjólum og sleðum framtíðarinnar held ég að lítið breytist annað en græjumar sem not- aðar verða til verksins. Nú kaupa menn einfaldlega nýjan stýrikubb í tölvu tækisins með flækjunum, rétt eins og menn breyta tölvum þessa dag- ana. Hluti þess að eiga flott hjól eða nýjasta sleðann er einfaldlega yfirlýs- ing eigandans til umhverfis sín. „Ég er ekkert eins og meirihlutinn" eða „Ég fer mína leið.“ Þetta verður áfram til þess að tækjum verður breytt og gæð- ingum hleypt," segir Þorsteinn. -NG Bílaljós Haft er eftir Lars Evenson, verkefnisstjóra þjófavarna hjá Saab Automobile í Trollháttan, að nú hafi menn það svart á hvítu að þessi bíll sé þjófheldur. í því felst að þó ef til vill megi með öflugum tækjum komast inn í hann sé þar eftir litlu að slægjast. Útvarp og geislaspilari eru til dæmis þannig samtengd að hvort Þjófheldur Saab Sænska Brunavarna- isvottunarstofan (Svensk brand & sikkerheds- certificering) hefur vott- að fyrsta þjófhelda bílinn. Hann er að sjálf- sögðu sænskur, Saab 9-3 Sport Sedan. og örygg- verður ekki notað án hins og ógerlegt að „urnkóða" þessi tæki - það er að segja komast fram hjá uppruna- 9-3 Heimild: Motormagasinet. leg- ^ um öryggiskóða þeirra. Þar | að auki eru fiölmargir hlut- * ar í bílnum þannig merktir að það verður alltaf hægt að þekkja þá og gera sér grein fyrir hvaðan þeir eru sprottnir. Við hönnun þjófavarna í bíln- um naut Saab aðstoðar sænsku þjófavarnasamtakanna (Svensk Stöldskyddsforening), Thatcham, sem er þjófavarnaráð bresku tryggingafélaganna, sænsku lögreglunnar og Interpol - en allar þessar stofhanir hafa yfirgrips- mikla þekkingu á vinnubrögðum 5 I BILA- VARAHLUTIR Öxulhosur Hjólalegusett Tímareimar Skeifunni 2 108 Reykjavík Sími 530 5900 poulsen@poulsen.is www.poulsen.is Smáauglýsingar DV Þjónustu- auglýsingar ►I 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.