Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 Fréttir DV Tony Soprano. Soprano-þættirnir: Tony með nakinni „Miss Reykjavík" íslenskt kvenfólk verður aftur í sviðsljósinu í sjónvarpsþættinum um Soprano-fjölskylduna sem sýnd- ur verður á RÚV á mánudagskvöld. í þætti kvöldsins eiga íslendingar sinn fulltrúa í formi ljóshærðrar fegurðardrottningar. Þar fræðir hún höfuðpaur þáttanna, áðumefndan Tony Soprano, um eldvirkni íslands á meðan hún liggur nakin við hliö hans. Með hlutverk stúlkunnar fer leikkonan Tone Christensen en í þættinum sjáifum er hún einfald- lega titluð Miss Reykjavík. Sam- kvæmt heimildum DV hefur Miss Reykjavik þó ekki enn sagt sitt síð- asta orð eftir þáttinn á mánudagskvöld. Mikið hefur verið rætt um hinn svokallaðan flugfreyjuþátt þar sem mafíuforinginn Tony Soprano sást gamna sér með nokkrum íslenskum flugfreyjum ásamt undirmönnum sínum. Þátturinn olli hörðum við- brögðum forsvarsmanna Icelandair á sínum tíma. í kjölfarið hófst mikil umræða, sérstaklega meðal kvenna, um að fyrirtækið sjálft bæri ábyrgð á þessu með markaðsherferðum Icelandair á erlendum vettvangi þar sem m.a. var notað slagorðið „One night stand“. -áb Næsta kjörtímabil það síðasta hjá Davíð? Davíð Oddsson. Davíð Oddsson forsætisráðherra segist ekki hafa hug á að fara fyr- ir rikisstjóminni meira en eitt kjörtímabil enn. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær. Þess 1 stað vill hann halda í önnur störf. Eins og kunnugt er hefur Davíö þótt nokkuð liðtækt skáld og ekki að vita nema hann muni láta meira að sér kveða á þeim vettvangi. For- sætisráðherrann sagðist heldur ekki hafa áhuga á því að gegna embætti forseta lýðveldisins því það væri einfaldlega starf sem honum hentaði ekki. Hann sagði þó ekkert ákveðið í þessum efnum. Sér gæti allt eins snúist hugur og haldiö áfram í stjómmálunum eftir næsta kjör- tímabil. -áb Héraðsdómur Reykjavíkur segir gáleysi að fara upp í bíl drukkins manns: Slasaður farþegi beri tjon sitt að hluta sjálfur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt á þann veg að með þeirri háttsemi að fara upp í bif- reið með ölvuðum ökumanni hefði maður sýnt af sér stórkostlegt gá- leysi og því þyrfti sá að bera tvo þriðju hluta tjóns sem hann hlaut í árekstri með hinum ölvaða. Málsatvik voru þau að þann 6. mars 1998 ók maðurinn ásamt öðr- um manni úr Mosfellsbæ niður í miðbæ Reykjavíkur. Höfðu þeir meðferðis einn lítra af landa og viðurkenndi ökumaðurinn að hafa drukkið fjórðung úr vatnsglasi af landanum. Voru þeir í miðbænum til morguns og kláruðu þeir úr landabrúsanum. Þeir fóru svo aft- ur í bifreiðina og héldu af stað heim. Maðurinn sem dæmdur var kvaðst hafa sofnað fljótlega eftir að í bílinn var komið. Á Vesturlands- vegi sofnaði ökumaðurinn undir stýri og fór bíllinn yfir á öfugan vegarhelming. Lenti hann framan á öðrum bíl með þeim afleiðingum að ökumaður þess bíls stórslasaö- ist og stúlka sem var farþegi í bíln- um lést samstundis. Ökumaðurinn var ákærður í kjölfarið og dæmd- ur í tveggja mánaða skilorðsbund- ið fangelsi og sviptur ökuréttind- um í þrjú ár. Umræddur maður kvaðst hafa fótbrotnað illa við áreksturinn og hlotið varanlega örorku. Trygg- ingafélag ökumannsins synjaði manninum um bætur þar sem hann hefði fyrirgert rétti sínum til bóta með því að taka sér far með ölvuðum ökumanni. Vísaði félagið í áratugalanga dómvenju Hæsta- réttar. Stefndi maðurinn þá tryggingafélaginu fyrir dóm. í niðurstöðum Héraðsdóms Reykjavíkur segir aö með dómi Hæstaréttar frá 2001 hafi dómstóll- inn komist að þeirri niðurstööu að efni væru til að breyta hinni löngu dómvenju um að það leiddi til miss- is bótaréttar að þiggja far með ölv- uðum ökumanni og ætti niðurstaöa máls aö fara eftir reglum um eigin sök og eðlilegt væri að meta hvert tilvik fyrir sig. Héraðsdómur segir svo að stefn- andi hafi þegið far með ökumanni þrátt fyrir fulla vitneskju um áfeng- isneyslu hans og með því hefði hann sýnt af sér stórkostlegt gá- leysi og þurfi því að bera tvo þriðju hluta tjóns síns sjálfur. -EKÁ Elnu löglegu slagsmálin á íslandl Sjöttubekkingar í Menntaskólanum í Reykjavík reyndu hvaö þeirgátu aö hringja inn í tíma þegar hinn árlegi gangaslagur fór fram. í MR í gær. Yngri bekkingum tókst hins vegar meö herkjum aö koma í veg fyrir fyrirættanir þeirra eldri. Gekk mikiö á og var heitt í kolunum eins og myndin sýnir berlega. Fengu hiniryngri frí aö iaunum. Arnar og Bjarki með KR í sumar Tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir skrifuðu báöir undir samning við KR í gær um að spila með liðinu í Símadeildinni í sumar. Arnar lék síðast með Dundee United og þar áður var hann í láni hjá Stoke en Bjarki lék síðari hluta síðasta tímabils með Skagamönnum og skoraði þá 7 mörk í 7 leikjum. Síðustu þrjú Tvíburarnir í Frostaskjólið Bræöurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir innsigla samninga sína viö forráöamenn KR í gær. tímabil sem tvíburnarnir hafa leikið saman hér á landi hefur lið þeirra orðið meistari og Arnar orðið markakóngur. ÍA vann 1. deildina 1991 og varð íslandsmeistari 1992 og 1995 með þá innanborðs en Arnar hefur skorað 31 mark í síðustu 27 leikjum sínum í efstu deild á íslandi, þar af gerði hann 15 mörk í aðeins sjö leikjum sumarið 1995. -ÖÓJ - um fólkið ... fypjp fólkið v DV á 100 kall DVálOO kall DV mun kosta 100 krónur í lausasölu frá og með næstkom- andi mánudegi til fostudags. Með þessu vill DV treysta böndin við almenning í landinu. DV hefur áður veriö selt á 100 krónur og fékk það tilboð geysigóðar viðtök- ur lesenda um allt land. -hlh Mýrdalsjökull: Aukin skjálftavirkni Skjálftavirkni virðist nokkuð vera að færast í aukana á ný í Mýrdalsjökli eftir rólegheit að undanfómu. Frá aðfaranótt fóstu- dags í síðustu viku til hádegis í gær voru skráðir samkvæmt yfir- fömum niðurstöðum hjá Veður- stofu íslands samtals 32 jarð- skjálftar undir Mýrdalsjökli og langflestir undir vesturhlíðum Goðabungu. Stærsti skjálftinn mældist 2,55 á Richter klukkan 17 mínútur yfir 7 á fimmtudags- morgun. Skjálftinn sem kom um hádegisbil í gær mældist 2,46 á Richter. Nokkrir skjálftar hafa mælst í Kötluöskjunni sjálfri. Þá hefur einnig orðið vart við skjálfta norðaustur af Hveragerði og eins skammt norðan Grímseyj- ar. -HKr. Uppsagnir hjá Landsbankanum Landsbanki íslands hefur sagt upp 20 starfsmönnum í yfirstjóm höfuðstöðva bankans og sam- þykkt nýtt stjómskipurit. Ástæð- urnar eru sagðar vera einfóldun á skipulagi bankans og hagræð- ing í rekstri. Uppsagnirnar ná m.a. til framkvæmdastjóra, for- stöðumanna og sérfræöinga en auk þess hafa deildir og hin ýmsu starfssvið verið sameinuð. í tilkynningu frá Landsbankanum er ennfremur sagt að með þess- um breytingum sé verið að búa bankann undir þau miklu um- skipti sem fyrirséð eru á íslensk- um fjármálamarkaði. -áb mmm Enginn vatnsskortur í Eyjum Enn hefur ekki borið á vatns- skorti í Vestmannaeyjum þrátt fyr- ir að önnur leiðslan milli lands og Eyja leki. Útlitið var svart en eftir að loðnuvertíð lauk hefur vatn aft- ur tekið að safnast í tanka Eyja- manna. RÚV greindi frá. Heimili fyrir heimilislausa Félagsþjónusta Reykjavíkurborg- ar hefur fengið heimild borgarráðs til að semja við Samhjálp um rekst- ur á nýju heimili fyrir útigangsfólk. Heimilið mun verða opnað 1. maí. Lagfæringa þörf Veruleg þörf er á úrbótum í ör- yggismálum tölvubúnaðar hjá sum- um sýslumannsembættum að mati Ríkisendurskoðunar. í úttekt kom í ljós að stundum geti óviðkomandi auðveldlega komist að netþjónum og öðrum gögnum. Hættuleg efni ekki í göngin Bæjarráð Borgarbyggðar sam- þykkti á síðasta fundi sínum bókun um að tafarlaust bann verði sett við flutningi hættulegra efna um Hval- fjarðargöng. Hvalveiðar ótímabærar Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra sagði í fyrirspurna- tíma á flokks- þingi sjálf- stæðismanna í gær að ekki væri tímabært að hefja hval- veiðar að svo stöddu. Hann sagði markaðinn fyrir hvalkjöt enn vera óljósan. Vísað frá dómi Héraðsdómur Reykjaness hefur vísað frá dómi kröfu þriggja manna á hendur Garðabæ um að felld verði úr gildi ákvörðun bæj- arráðs um að stöðva bygginga- framkvæmdir húss að Stekkjar- flöt, þar sem mennimir búa. Vík- urfréttir greindu frá. -áb Haldið tíl haga Páskarjúpur „Þetta er algjör misskilningur,“ sagði íbúi á Seyðisfirði, en mynd birtist í blaðinu í fyrradag af rjúp- um hans hangandi utan á hús- vegg, sem er nokkuð óvenjuleg sjón á þessum árstíma. Maðurinn sagði að hann heföi fengið þessar rjúpur í haust og sett í frystikistu. Nú héngju þær og ættu að verða í matinn á páskunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.