Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 Fréttir DV Tony Soprano. Soprano-þættirnir: Tony með nakinni „Miss Reykjavík" íslenskt kvenfólk verður aftur í sviðsljósinu í sjónvarpsþættinum um Soprano-fjölskylduna sem sýnd- ur verður á RÚV á mánudagskvöld. í þætti kvöldsins eiga íslendingar sinn fulltrúa í formi ljóshærðrar fegurðardrottningar. Þar fræðir hún höfuðpaur þáttanna, áðumefndan Tony Soprano, um eldvirkni íslands á meðan hún liggur nakin við hliö hans. Með hlutverk stúlkunnar fer leikkonan Tone Christensen en í þættinum sjáifum er hún einfald- lega titluð Miss Reykjavík. Sam- kvæmt heimildum DV hefur Miss Reykjavik þó ekki enn sagt sitt síð- asta orð eftir þáttinn á mánudagskvöld. Mikið hefur verið rætt um hinn svokallaðan flugfreyjuþátt þar sem mafíuforinginn Tony Soprano sást gamna sér með nokkrum íslenskum flugfreyjum ásamt undirmönnum sínum. Þátturinn olli hörðum við- brögðum forsvarsmanna Icelandair á sínum tíma. í kjölfarið hófst mikil umræða, sérstaklega meðal kvenna, um að fyrirtækið sjálft bæri ábyrgð á þessu með markaðsherferðum Icelandair á erlendum vettvangi þar sem m.a. var notað slagorðið „One night stand“. -áb Næsta kjörtímabil það síðasta hjá Davíð? Davíð Oddsson. Davíð Oddsson forsætisráðherra segist ekki hafa hug á að fara fyr- ir rikisstjóminni meira en eitt kjörtímabil enn. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær. Þess 1 stað vill hann halda í önnur störf. Eins og kunnugt er hefur Davíö þótt nokkuð liðtækt skáld og ekki að vita nema hann muni láta meira að sér kveða á þeim vettvangi. For- sætisráðherrann sagðist heldur ekki hafa áhuga á því að gegna embætti forseta lýðveldisins því það væri einfaldlega starf sem honum hentaði ekki. Hann sagði þó ekkert ákveðið í þessum efnum. Sér gæti allt eins snúist hugur og haldiö áfram í stjómmálunum eftir næsta kjör- tímabil. -áb Héraðsdómur Reykjavíkur segir gáleysi að fara upp í bíl drukkins manns: Slasaður farþegi beri tjon sitt að hluta sjálfur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt á þann veg að með þeirri háttsemi að fara upp í bif- reið með ölvuðum ökumanni hefði maður sýnt af sér stórkostlegt gá- leysi og því þyrfti sá að bera tvo þriðju hluta tjóns sem hann hlaut í árekstri með hinum ölvaða. Málsatvik voru þau að þann 6. mars 1998 ók maðurinn ásamt öðr- um manni úr Mosfellsbæ niður í miðbæ Reykjavíkur. Höfðu þeir meðferðis einn lítra af landa og viðurkenndi ökumaðurinn að hafa drukkið fjórðung úr vatnsglasi af landanum. Voru þeir í miðbænum til morguns og kláruðu þeir úr landabrúsanum. Þeir fóru svo aft- ur í bifreiðina og héldu af stað heim. Maðurinn sem dæmdur var kvaðst hafa sofnað fljótlega eftir að í bílinn var komið. Á Vesturlands- vegi sofnaði ökumaðurinn undir stýri og fór bíllinn yfir á öfugan vegarhelming. Lenti hann framan á öðrum bíl með þeim afleiðingum að ökumaður þess bíls stórslasaö- ist og stúlka sem var farþegi í bíln- um lést samstundis. Ökumaðurinn var ákærður í kjölfarið og dæmd- ur í tveggja mánaða skilorðsbund- ið fangelsi og sviptur ökuréttind- um í þrjú ár. Umræddur maður kvaðst hafa fótbrotnað illa við áreksturinn og hlotið varanlega örorku. Trygg- ingafélag ökumannsins synjaði manninum um bætur þar sem hann hefði fyrirgert rétti sínum til bóta með því að taka sér far með ölvuðum ökumanni. Vísaði félagið í áratugalanga dómvenju Hæsta- réttar. Stefndi maðurinn þá tryggingafélaginu fyrir dóm. í niðurstöðum Héraðsdóms Reykjavíkur segir aö með dómi Hæstaréttar frá 2001 hafi dómstóll- inn komist að þeirri niðurstööu að efni væru til að breyta hinni löngu dómvenju um að það leiddi til miss- is bótaréttar að þiggja far með ölv- uðum ökumanni og ætti niðurstaöa máls aö fara eftir reglum um eigin sök og eðlilegt væri að meta hvert tilvik fyrir sig. Héraðsdómur segir svo að stefn- andi hafi þegið far með ökumanni þrátt fyrir fulla vitneskju um áfeng- isneyslu hans og með því hefði hann sýnt af sér stórkostlegt gá- leysi og þurfi því að bera tvo þriðju hluta tjóns síns sjálfur. -EKÁ Elnu löglegu slagsmálin á íslandl Sjöttubekkingar í Menntaskólanum í Reykjavík reyndu hvaö þeirgátu aö hringja inn í tíma þegar hinn árlegi gangaslagur fór fram. í MR í gær. Yngri bekkingum tókst hins vegar meö herkjum aö koma í veg fyrir fyrirættanir þeirra eldri. Gekk mikiö á og var heitt í kolunum eins og myndin sýnir berlega. Fengu hiniryngri frí aö iaunum. Arnar og Bjarki með KR í sumar Tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir skrifuðu báöir undir samning við KR í gær um að spila með liðinu í Símadeildinni í sumar. Arnar lék síðast með Dundee United og þar áður var hann í láni hjá Stoke en Bjarki lék síðari hluta síðasta tímabils með Skagamönnum og skoraði þá 7 mörk í 7 leikjum. Síðustu þrjú Tvíburarnir í Frostaskjólið Bræöurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir innsigla samninga sína viö forráöamenn KR í gær. tímabil sem tvíburnarnir hafa leikið saman hér á landi hefur lið þeirra orðið meistari og Arnar orðið markakóngur. ÍA vann 1. deildina 1991 og varð íslandsmeistari 1992 og 1995 með þá innanborðs en Arnar hefur skorað 31 mark í síðustu 27 leikjum sínum í efstu deild á íslandi, þar af gerði hann 15 mörk í aðeins sjö leikjum sumarið 1995. -ÖÓJ - um fólkið ... fypjp fólkið v DV á 100 kall DVálOO kall DV mun kosta 100 krónur í lausasölu frá og með næstkom- andi mánudegi til fostudags. Með þessu vill DV treysta böndin við almenning í landinu. DV hefur áður veriö selt á 100 krónur og fékk það tilboð geysigóðar viðtök- ur lesenda um allt land. -hlh Mýrdalsjökull: Aukin skjálftavirkni Skjálftavirkni virðist nokkuð vera að færast í aukana á ný í Mýrdalsjökli eftir rólegheit að undanfómu. Frá aðfaranótt fóstu- dags í síðustu viku til hádegis í gær voru skráðir samkvæmt yfir- fömum niðurstöðum hjá Veður- stofu íslands samtals 32 jarð- skjálftar undir Mýrdalsjökli og langflestir undir vesturhlíðum Goðabungu. Stærsti skjálftinn mældist 2,55 á Richter klukkan 17 mínútur yfir 7 á fimmtudags- morgun. Skjálftinn sem kom um hádegisbil í gær mældist 2,46 á Richter. Nokkrir skjálftar hafa mælst í Kötluöskjunni sjálfri. Þá hefur einnig orðið vart við skjálfta norðaustur af Hveragerði og eins skammt norðan Grímseyj- ar. -HKr. Uppsagnir hjá Landsbankanum Landsbanki íslands hefur sagt upp 20 starfsmönnum í yfirstjóm höfuðstöðva bankans og sam- þykkt nýtt stjómskipurit. Ástæð- urnar eru sagðar vera einfóldun á skipulagi bankans og hagræð- ing í rekstri. Uppsagnirnar ná m.a. til framkvæmdastjóra, for- stöðumanna og sérfræöinga en auk þess hafa deildir og hin ýmsu starfssvið verið sameinuð. í tilkynningu frá Landsbankanum er ennfremur sagt að með þess- um breytingum sé verið að búa bankann undir þau miklu um- skipti sem fyrirséð eru á íslensk- um fjármálamarkaði. -áb mmm Enginn vatnsskortur í Eyjum Enn hefur ekki borið á vatns- skorti í Vestmannaeyjum þrátt fyr- ir að önnur leiðslan milli lands og Eyja leki. Útlitið var svart en eftir að loðnuvertíð lauk hefur vatn aft- ur tekið að safnast í tanka Eyja- manna. RÚV greindi frá. Heimili fyrir heimilislausa Félagsþjónusta Reykjavíkurborg- ar hefur fengið heimild borgarráðs til að semja við Samhjálp um rekst- ur á nýju heimili fyrir útigangsfólk. Heimilið mun verða opnað 1. maí. Lagfæringa þörf Veruleg þörf er á úrbótum í ör- yggismálum tölvubúnaðar hjá sum- um sýslumannsembættum að mati Ríkisendurskoðunar. í úttekt kom í ljós að stundum geti óviðkomandi auðveldlega komist að netþjónum og öðrum gögnum. Hættuleg efni ekki í göngin Bæjarráð Borgarbyggðar sam- þykkti á síðasta fundi sínum bókun um að tafarlaust bann verði sett við flutningi hættulegra efna um Hval- fjarðargöng. Hvalveiðar ótímabærar Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra sagði í fyrirspurna- tíma á flokks- þingi sjálf- stæðismanna í gær að ekki væri tímabært að hefja hval- veiðar að svo stöddu. Hann sagði markaðinn fyrir hvalkjöt enn vera óljósan. Vísað frá dómi Héraðsdómur Reykjaness hefur vísað frá dómi kröfu þriggja manna á hendur Garðabæ um að felld verði úr gildi ákvörðun bæj- arráðs um að stöðva bygginga- framkvæmdir húss að Stekkjar- flöt, þar sem mennimir búa. Vík- urfréttir greindu frá. -áb Haldið tíl haga Páskarjúpur „Þetta er algjör misskilningur,“ sagði íbúi á Seyðisfirði, en mynd birtist í blaðinu í fyrradag af rjúp- um hans hangandi utan á hús- vegg, sem er nokkuð óvenjuleg sjón á þessum árstíma. Maðurinn sagði að hann heföi fengið þessar rjúpur í haust og sett í frystikistu. Nú héngju þær og ættu að verða í matinn á páskunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.