Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2003, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 5. APRfL 2003
He/garhlað H>V
27
um málum utan flokksins en
innan.“
Langafínn
Þú býrð í Mosfellsbæ?
„Já, á meðan þing stendur
yfir bý ég þar. Mér líkar það
vel. Ég er eiginlega uppi í
sveit.“
Hefurðu lengi haft aðsetur
þar, í hafnlausum bæ?
„Ég segi stundum í gamni að
ég hafi sofið þar í nokkur ár. Ég
vinn niðri á þingi og vinn mik-
ið. Það er því með fullum rétti
hægt að halda því fram að ég
hafi sofið ágætlega í Mosfells-
bænum í nokkur ár. Síðan á ég
gamlan bóndabæ í Þernuvík í
ísafjarðardjúpi. Þar er stórkost-
legt að vera. í raun hef ég allt of
lítinn tíma til að njóta þeirrar
dýrlegu náttúru sem þar er. En
ég vona að með batnandi vega-
kerfi taki innan fárra ára að-
eins þrjá tíma að keyra úr Mos-
fellsbænum norður í Þernuvík.
Ég held reyndar að þegar vega-
kerfi Vestfjarða verður orðið
betra muni Vestfirðir þykja
mjög eftirsóknarverðir fyrir
fólk að njóta og búa á.“
Þingmennskan er líklega
ekki fjölskylduvænt starf?
„Nei, enda segi ég að ég sofi í
Mosfellsbænum. Ég á stóra fjöl-
skyldu, konu, sjö börn, tólf
barnabörn og tvö barnabarna-
börn. Ég er mjög ríkur að þessu
leyti: börn eru mesta ríkidæmi
sem nokkur getur eignast. En
þingmaður í litlum flokki mæt-
ir geysilega miklu starfi og lítt
fjölskylduvænu. Maður fréttir
þó af börnunum og hittir þau
annað slagið.“
21 afkomandi, það er ágætur
árangur.
„Já. Elsta dóttir mín er fer-
tug.“
Þú ert nú ekki gamall.
„58.“
Og orðinn langafi?
„Já, og mjög ánægður með
það. En ég á ekki öll börnin
með sömu konunni. Eiginkona
mín heitir Barbara en fyrri
kona mín, Björg Hauksdóttir,
er látin.“
Þú hefur verið 18 ára þegar
elsta dóttir þín fæddist.
„Já, ég var ungur.“
Og yngsta barnið? Hvað er
það gamalt?
„Júrek Brjánn Guðjónsson er
fæddur árið 1981. Barbara, eig-
inkona mín, er pólsk og átti
hún tvö börn þegar ég kynntist
henni. Börnin hennar eru mín
börn. Þau eru öll afskaplega
góðir einstaklingar. Ég er
ánægður með allt barnasafnið.
Ég hef verið mjög heppinn."
Er satt að þú hafir kynnst
Barböru í pólskri skipasmíða-
stöð?
„Ég var úti í Póllandi með Pál
Pálsson ÍS, skip sem ég var
skipstjóri á í tuttugu ár. Þá
kynntist ég Barböru sem er raf-
vélavirki að mennt.“
Friðlaus á vorin
Saknarðu aldrei sjómennsk-
unnar?
„Jú, ég geri það auðvitað. Ég
held að allir sem hafa verið
lengi á sjó geri það.“
Af hverju heldurðu að það sé?
„Það er eitthvað í sjómennsk-
unni. Ég tala nú ekki um þegar
maður er skipstjórnarmaður og
fær að nýta fiskimiðin: það er
alveg sérstök upplifun. Allir
sem komast í tæri við það
kynnast ákveðinni tilfinningu.
Ég hef tvisvar veitt lax og verð
að viðurkenna að ég fékk ekki
mikið út úr því. Ég fæ miklu
meiri ánægju út úr því að veiða
með fljótvirkari veiðarfærum
en veiðistöng og furðulegt að
laxveiðimenn hafi ekki komið
sér Upp meiri sjálfvirkni!
Laxveiðimanninum líður
eins og sjómanninum. Báðir
verða friðlausir á vorin. Ég við-
urkenni að ég verð stundum
mjög eirðarlaus á fallegum vor-
dögum. Ég get fengið að njóta
þeirra gæða því Kristján, elsti
sonur minn, er smábátasjómað-
ur og ég get skotist með honum
og þannig haldið við veiðinátt-
úrunni. Það er ansi hörð þjálf-
un að fara úr þingmennskunni
þar sem maður situr á rassin-
um og út á sjó og standa á hand-
færum í sólarhring. Harðsperr-
urnar verða magnaðar eftir
fyrsta daginn á sjónum eftir
langar þingsetur. Daginn eftir
skríður maður ofan í baðkarið
til að minnka strengina. En eft-
ir tvö eða þrjú böð og fleiri sjó-
ferðir verður maður samur aft-
ur. Umskiptin eru mikil og
fyrstu dagana fjúka alltaf fáein
kíló. En helvítis kílóin kc-ma
aftur.“
Heldurðu að þú munir fara
aftur á sjóinn?
„Ég skal ekki fullyrða um
það. Það var spennandi að vera
togaraskipstjóri í tuttugu ár og
teikna sín eigin fiskikort. Þegar
upp var staðið hafði ég teiknað
stóran hluta af íslandsmiðum
með mínum eigin höndum. Þeg-
ar ég horfi til miðanna þar sem
ég stundaði fiskveiðar þá er það
eins og að líta út um gluggann
og horfa á byggðina. Ég þekki
brekkurnar, klettana og
sprungurnar: þetta er allt hér -
í hausnum á mér.“ -sm
hjá okkur.
spv
Sparisjóður
vélstjóra
www.spv.is
Sérhver
viðskiptavinur
og allt, sem tengist f jármálum hans, hefur meira
vægi hjá SPV en hjá stórum fjármálastofnunum.
Þjónusta SPV er alhliða og fagleg og byggir á
persónulegri þekkingu á óskum og þörfum hvers
viðskiptavinar.
Við stöndum þétt við bakið á viðskipta-
vinum okkar því velgengni þeirra
skiptir okkur öllu máli. Styrkur okkar
er traust og örugg f jármálaþjónusta
sem þú getur nýtt þér til vaxtar.
Verið velkomin í afgreiðslustaði okkar í
Borgartúni 18, Hraunbæ 119 og Síðumúla 1,
eða fáið upplýsingar í síma 5754100 og
á heimasíðu okkar, sem er www.spv.is