Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2003, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2003, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003 / / < > l c) a rb l a c) 3Z>V 5 I V „Það ríkir upplausnárástand á götunuin. Háskólarnir eru fullir af stúdentum sein eru með mótmæli og óeirðir. Konimúnistar vilja eyðileggja Iandið okkar. Rússland ógnar okkur með mætti sínuin og Ríkið er í hættu. Já, hættu sem steðjar að okkur innan frá og utan. Við þurfum lög og reglur. An þess getur þjóðin ekki lifað af.“ Úr ræðu Adolfs Hitlers frá árinu 1932. ■*v_ „Kommúnistarnir vilja eyðileggja landið okkar!“ Áróður setti mark sitt á síðustu öld. Lýð- ræði á Vesturlöndum i/arð til þess að stjórn- i/öld þurftu að beita öðrum aðferðum i/ið að koma málum sínum fram heldur en tíðkast hafði t tíð kóngá og keisara sem gátu stjórnað að eigin geðþótta og þurftu ekki að hugsa um að þeir gætu misst fglgi í næstu kosningum. Það var frekar að þeir misstu höfuðið. Geðþótti valdhafa var enn til staðar en nú varð að réttlæta hann á ein- hvern hátt. Svarið við nýjum kröfum var að ráða áróðursmeistara til að koma réttum skilaboðum á framfæri. Ræðustúfurinn hér að framan er gott dæmi um vel mótaðan áróður í ræðu. Þar birtist ógn- in sem steðjar að (kommúnistar vilja eyðileggja landið okkar) og hvað er til ráða (Við þurfum lög og reglur). Þetta eru grundvallarreglur hræðslu- áróðurs og við sjáum þetta stundum í auglýsing- um. Gott dæmi eru auglýsingar sem hafa nokk- uð lengi verið sýndar í sjónvarpi og eru frá Tó- baksvarnarnefnd. í þeim sést venjuleg mann- eskja sem dregur að sér reyk úr sígarettu. Síðan er sýnt hvernig reykurinn sogast niður í lík- amann og við sjáum ýmist ósæð reykingamanns eða heila þar sem afleiðingar reykinga eru sjá- anlegar. Lausnin er svo að reykja ekki. Til að aðstoða fólk við að bregðast við ógninni er bent á símanúmer þar sem hægt er að fá leiðbeining- ar við að hætta reykingum. „Verstu nasistar og kommúnistar“ Þótt myndmál skipti miklu máli í áróðri eru orðin líkast til sterkasta vopnið í áróðursstríði. Hægt er að flokka áróður orðanna í þrennt: að kalla aðra ljótum nöfnum; að tala um sjálfan sig með fögrum orðum og beita skrauthvörfum. í máli okkar er alltaf að finna orð sem hafa neikvæða merkingu eða hafa á einhvern hátt öðlast neikvæða tengingu. Þessi neikvæðni er oft tímabundin, þ.e. að ekki er víst að orð sem þótti tiltölulega jákvætt fyrir tíu árum sé það enn í dag. Dæmi um orð sem þykja neikvæð eru: fasisti, nasisti, kommúnisti, svín, róni, hommi, kven- hatari og svo mætti lengi telja. Þetta eru hins vegar ekki orð sem notuð eru á opinberum vett- vangi þar sem líklegt er að slík orð snúist gegn þeim er þau mælir. Notkun orðsins nasisti er af- skaplega viðkvæm. Skemmst er að minnast orða Sigurbjörns Einarssonar biskups eftir Kristnihá- tíð á Þingvöllum. Þar sagði biskup: „Sumt af því sem hefur verið birt á opinberum vettvangi minnir á það allra versta sem verstu nasistar og kommúnistar höfðu fram að færa á sínum tíma. Þetta endurspeglar andkristin viðhorf þeirra sem um ræðir.“ Þessi orð komu mjög illa við marga og var biskup meðal annars kærður til siðanefndar presta. Vamar- eða stríðsmálaráðuneyti Jákvæð orð eru notuð til að hefja á stall eigin málstað og til að skapa stolt og virðingu þeirra sem heyra eða lesa ræður og rit. Dæmi um já- kvæð orð nú á tímum eru: framfarir, lýðræði, hugsjónir, menntun, gróska, samúð, sjálfstæði, ást og svo mætti áfram telja. Það eru ákveðnar dyggðir sem þarf að minna á. Sá sem talar mik- iö um þessar dyggðir litast af orðunum og verð- ur betri - eða kannski skárri. Oft skapast neikvæðni í kringum einstök orð. Þá er stundum reynt að skipta á gömlum og nei- kvæðum orðum og nýjum. Stundum er í því sambandi talað um skrauthvörf. Dæmi um skrauthvörf er þegar bandarísk stjórnvöld breyttu nafni stríðsmálaráðuneytis síns í síðari heimsstyrjöldinni. Eftir breytinguna var nafn 1~ ráðuneytisins varnarmálaráðuneytið. Ekkert annað hafði breyst en þjóðin var ekki lengur í stríði heldur að verja hendur sínar. Annað dæmi sem tengist hernaði er að í tíö Reagans var skipt um nafn á MX-flugskeyti Bandaríkja- manna og því gefið nafnið The Peacekeeper eða Friðarvörður. Ágætt íslenskt dæmi um nafnbreytingu af þessu tagi er þegar nafni Félagsmálastofnunar Reykjavíkur var breytt í Félagsþjónustuna: sama stofnun - annaö nafn. Einnig má nefna Tölvunefnd. Nafn nefndarinnar er vélrænt og tengist hugmyndinni um Stóra bróður í hugum margra. Ný stofnun fékk heitið Persónuvernd. Einn af ykkur Ákveðin áróðurstækni felst í því að látast vera ^ hluti af ákveðnum hópi. Þannig hafa frambjóð- endur til forseta í Bandaríkjunum lengi reynt að telja fólki trú um að þeir séu „einn af fólkinu". Flestir hafa þeir þó verið milljónamæringar með góða ímyndarsmiði. Clinton lét mynda sig á McDonald’s, Bush gamli hataði spergilkál og elskaði að veiða fisk. Ronald Reagan var mynd- aður við viðarhögg og Carter kynnti sig sem lít- illátan hnetubónda frá Georgíu. Þeir voru „venjulegir Bandaríkjamenn". Tilfinningamar ríkja Því fleiri raddir sem samfélagið eignast því erfiðara verður að nota áróður þar sem hann v þarf að ná til margra og skírskota til hluta sem eru öllum sameiginlegir. Auglýsingafólkið hefur fyrir löngu áttað sig á því að áróður þess verður að stóla á sammannlega reynslu, á tilfinningar. Þar leika ástin og hatrið aðalhlutverkið - eins og ástin á Ríkinu og hatrið á gyðingum forðum. -sm Frægasta og jafnframt ógeðfelldasta áróðurs- verk síðustu aldar er uppgangur Adolfs Hitlers og nasismans í Þýskalandi. Með hjálp áróðurs- meistarans Göbbels tókst að skapa aðstæður og orðræðu sem hreif fólk á band nasismans þrátt fyrir ógnina og ógeðið sem undir lá. Nasistar notuðu óttann til að afla sér fylgis eins og sést í eftirfarandi tilvitnun í orð Adolfs Hitlers árið 1932: „Það ríkir upplausnarástand á götunum. Há- skólarnir eru fullir af stúdentum sem eru með mótmæli og óeirðir. Kommúnistar vilja eyði- leggja landið okkar. Rússland ógnar okkur með mætti sínum og Ríkið er í hættu. Já, hættu sem steðjar að okkur innan frá og utan. Við þurfum lög og reglur. Án þess getur þjóðin ékki lifað af.“ „Ógnin sem steðjar að okkur“ Notkun útvarps og kvikmynda var mjög þró- uð. Allt myndmál: herbúningar, fánar, umbún- aður um ræðuhöld, gæsagangur hermannanna; allt er þetta til að skapa ímynd þess að skapa þá tilfinningu að agi og harka hersins og stjórn- valda muni bjarga ríkinu frá glötun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.