Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2003, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2003, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003 Helqctrhlað 33 V 33 Graeme Souness, þjálfari Blackburn: Duff er til sölu fyrir rétt verð Framkvæmdastjóri Blacburn Rovers, Graeme Souness, hefur viðurkennt að vængmaðurinn Damien Duíf sé falur ef félagið fái rétta upphæð fyrir leikmann- inn. Þessi 23 ára gamli írski landsliðsmaður hefur lengi ver- ið undir smásjá stóru liðanna í Englandi og þar ber hæst að nefna Manchester United og Liverpool. „í þessum töluðu orðum höf- um við ekki fengið neitt tiiboð enn í Duff og ég ítreka að við viljum ekki fá nein tilboð í hann, það er svo einfalt," segir Souness. „En ef einhver kæmi og byði einhverja fáránlega upp- hæð í leikmanninn er ekki hægt annað en að horfa raunsætt á hlutina. Ef hann vildi síðan fara til þess liðs þá væri erfitt að stöðva hann,“ bætti Souness við. -vig Rooney þarf hvíld David Moyes, framkvæmda- stjóri Everton, hefur beðið Sven Göran Erikson, þjálfara enska landsliðsins, að velja hinn unga Wayne Rooney ekki í landsliðið fyrir vináttuleikinn gegn S-Afr- íku 22. maí. Rooney var talinn besti maður vallarins í sigri Englands á Tyrklandi á miö- vikudaginn en Moys segir að ekki megi ofreyna piltinn unga. „Hver er tilgangur okkar með að passa upp á Rooney ef hann er að ferðast um allan heiminn með landsliðinu?" segir Moyes, sem sjálfur kýs að hafa Rooney ekki sem fastamann í liði sínu og lætur hann oftar en ekki sitja á bekknum aðra hverja helgi. „Ég hef talað við Sven Göran Eriksson nokkrum sinnum um hann og ég er viss um áð hann skilur að hann þarf að vemda hann, rétt eins og við hjá Ev- erton gerum,“ segir Moyes. Á meðan hefur Eriksson sjálf- ur beðið ensku þjóðina um að setja Rooney ekki undir mikla pressu svo að hann brenni einfaldlega ekki út sem leikmað- ur. „Það sem ég vil segja er sára- einfalt. Einn stór leikur í lands- liðinu gerir feril leikmanns ekki stórkostlegan. Hann verður að standa sig í mörg skipti. Engu að síður er ég mjög ánægður með frapimistöðu hans gegn Tyrkjum,“ segir Sven Göran Eriksson. -vig Völler gagnrýnir leikaðferð Skota Rudi Völler, þjálfari þýska lands- liðsins i knattspyrnu, segist ekki hafa verið ýkja hrifinn af skoska landslið- inu þegar hann sá það tapa fyrir Lit- háum, 0-1, á miðvikudaginn í und- ankeppni EM. Skotar misstu þar af gullnu tækifæri til að ná þriggja stiga forystu í fimmta riðli og duttu þess í stað í annað sæti riðilsins. Þjóð- verjar, sem náðu aðeins jafntefli gegn Litháum á heimavelli sl. laugardag, ferðast til Skotlands í júní og mæta Skotum. Ekki ber á öðru en að Völler telji Skotana auðvelda bráð fyrir lið sitt. „Jafnteflið okkar gegn Litháum lít- ur ekki jafn illa út núna og þaö gerði. Skotar klúðruðu tækifærinu sem þeir höfðu tO að nánast stinga okkur af. Þeir virtust alveg vonlausir í leik sín- um á köflum og það var eins og sum- ir leikmenn vissu ekki hvað þeir ættu að gera inn á vellinum," segir Völler um lið Skota. „Fyrir mér snerist þetta bara um að þruma boltanum fram völlinn,“ segir Völler. -vig Rudi Völler, þjálfari Þýska landsliðsins, hefur ekki mikið álit á skoska landsliðinu i knattspyrnu. Ef allar viðskiptaákvarðanir væru svona auðveldar... - ’.o - ^JlpSt | London 1 m i - ' | Kaupmannahöfn \ lcelandair mið. 09.04-fös. 11.04 lceland Express mið. 09.04-fös. 11.04 100.070,-* 26.660,-* lcelandair mán. 07.04-mið. 09.04 lceland Express mán. 07.04-mið. 09.04 111.340,-* 29,660,- fwm ... Staðan í ensku úrvalsdeildinni: Arsenal 31 20 6 5 66-33 66 Man. Utd 31 19 7 5 51-27 64 Newcastle 31 19 4 8 54-35 61 Chelsea 31 15 9 7 57-31 54 Liverpool 31 14 10 7 47-31 52 Everton 31 14 8 9 39-36 50 Charlton 31 13 7 11 40-39 46 Blackbum 31 12 10 9 38-37 46 Southampt. 31 11 11 9 34-32 44 Tottenham 31 12 7 12 43-44 43 Middlesbr. 31 11 9 11 39-35 42 Man. City 31 12 5 14 40-49 41 Fulham 31 10 8 13 35-40 38 Aston Villa 31 10 6 15 33-37 36 Birmingh. 31 9 8 14 28-42 35 Leeds 31 10 4 17 38-45 34 Bolton 31 7 11 13 34-47 32 West Ham 31 7 9 15 34-53 30 West Brom 31 5 6 20 21-47 21 Sunderland 31 4 7 20 19-50 19 ÍBÍ£0Wl Ef þú þarft aö fara í viðskiptaferð tjl London eða Kaupmannahafnar á þessum tilteknu dögum þá þjóðasttveirkostir*.Verðmunurinn ersláandi. lceland Express: Engin sunnudagaregla, enginn bókunarfyrirvari, flug alla daga, engin hámarksdvöi og engin lágmarksdvöl. Auðvelt og ódýrt er að breyta bókun. g 1» -8 1.1 * Upplýsingar fengnar úr bókunarvélum lcelandair og lceland Express á Netinu 04.04.2003 kl. 15:55 Hjá lceland Express starfar samhentur hópurfólks sem hefur víðtæka reynslu l ferðaheiminum. Þú hefur beint samband við þjónustufulltrúa sem gengur frá öllum bókunum, einnig á hótelum og bílaleigubílum. Vidskiptaferdir@lcelandExpress.is Söluskrifstofa Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga Sími 5 500 600 www.lcelandExpress.is ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.