Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2003, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2003, Blaðsíða 53
LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003 H&lgarblað !DV 57 Bernharð Wilkinson kom til íslands 1975 til að spila á flautu með Sin- fóníuhljómsveit íslands. Hann segist enn vera að reyna að læra málið. DV-mynd Sigurður Jökull Við púlt Tsjajkovskí Söngsveitin Fílharmónía er um hálfrar aldar gömul menn- ingarstofnun í íslensku tónlist- arlífi og hefur flutt Messías áður eins og mörg önnur fleiri stórvirki tónbókmenntanna sem sveitin hefur fært Islend- ingum og stundum í fyrsta sinn. Fílharmónía hefur borið hróður íslenskra söngvara vítt um heimsbyggðina og er þess skemmst að minnast þegar sveitin steig á svið í St. Péturs- borg í Rússlandi síðastliðið haust og flutti Sálumessu Moz- arts með Fílharmóníusveit St. Pétursborgar sem er í fremstu röð hljómsveita í heiminum. Það var sannarlega eftirminni- legur atburður og getur sá sem þetta ritar borið því vitni að þá var gaman að vera íslendingur í tónleikasalnum þar sem Bern- hard stóð við púlt Tsjaikovskís og stjórnaði hljómsveitinni. „Þetta var ógleymanleg reynsla. Við fengum þetta tæki- færi með mjög skömmum fyrir- vara og nutum aðstoðar Selkórsins og æfðum gríðarlega mikið og miklu lengur en við erum að jafnaði vön. Þetta var mjög erfitt en enginn sem tók þátt í því gleymir því nokkru sinni. Þetta var eins og að koma til Mekku tónlistarinnar." í réttri röð Bernharður hefur stjórnað Fílharmóníunni í sex ár minnir hann og þótt hann hafi reynslu af stjórn kóra og kórsöng og hafi stjórnað sönghópnum Hljómeyki árum saman þá er Hljómeyki kammerkór en Fíl- harmónían er í fullri stærð og fyrsti fullvaxni kórinn sem hann tekur að sér að stjórna. Þegar hann er spurður um framtíðaráform glottir hann og segir að það sé ýmislegt á döf- inni en það sé ekki.tímabært að hlaupa með það í blöðin fyrr en búið sé að ræða við stjórn söngsveitarinnar. „Það verður að gera allt í réttri röð.“ Bernharður er breskur að uppruna og alinn upp við tón- list en faðir hans stjómaði með- al annars útvarpskór BBC og Benni ólst upp í drengjakór og síðan í kór föður síns. Hann lærði að spila á flautu í tónlist- arskóla í Manchester og svo einn daginn var hringt frá ís- landi og kennari hans spurður hvort hann ætti ekki sæmilega góðan flautuleikara handa Sin- fóníuhljómsveit íslands. Benni sló til og kom til íslands 1975. Þótt samræður okkar fari fram á íslensku segist hann alls ekki vera búinn að læra málið til hlítar á þeim tæplega 30 árum sem eru liðin síðan en bætir við að þetta sé allt að koma. Langar til að stjóma meira Bernharður hefur fengist talsvert við að stjórna Sinfóníu- hljómsveit íslands ásamt því að vera flautuleikari í sveitinni og 1999 lagði hann endanlega frá sér flautuna og var ráðinn að- stoðarstjórnandi Sinfóníu- hljómsveitarinnar og gegndi því starfi þar til um síðustu áramót þegar staða aðstoðar- stjórnanda var lögð niður. Það fólst margt í starfi að- stoðarstjórnanda, allt frá því að sitja í verkefnavalsnefnd, hlýða á inntökupróf, foræfa hljóm- sveitina fyrir aðalstjórnand- ann, annast skólatónleika, fara með hljómsveitina út á land og mjög margt fleira. „Ég hef einnig stjórnað hljómsveit Tónlistarskólans og aðstoðaði á sínum tíma Paul Zhukovsky talsvert þegar hann var með Sinfóníuhljómsveit æskunnar. Þetta ásamt því að ^ stjórna Sinfóníuhljómsveit ís- lands er allt reynsla sem maður býr að og það sem mig fýsir talsvert að gera er að reyna frekar fyrir mér sem hljóm- sveitarstjóri. Það er gríðarlega hörð sam- keppni á því sviði um allan heim en það á við um allar list- greinar og ég verð að henda mér í slaginn. Það verður svo að koma í ljós hvernig það gengur." -PÁÁ m' , , verður haldið laugardaginn 5. apríl kl. 13.30 í húsnæði Vöku hf. að Eldshöfða 6. Svæðið opnar kl. 10.30. Þar verða meðal annars eftirfarandi bflar og tæki boðin upp: VW Transporter ‘00 VW Polo ‘00 VW Golf ‘00 Peugeot 306 ‘99 Ford Focus ‘99 Subaru Legacy ‘98 Hyundai Accent ‘98 Daihatsu Sirion ‘98 Nissan Vanette ‘98 Toyota Avensis ‘98 Ford Mondeo ‘97 MMC Pajero ‘96 SérBCað um Magasíní w. apríí marítús f yíjyír 82 þús. eíntök Meðaí efnís: Hvað kostár að byggja sér góðan bústað? Hvað spyr sumarhúsafólk helst um? * Sagan á bak við sumarhúsið « Viðtal * Útþensla byggðanna * Umfjöllun um gróður og trjáklippingar og margt annað fróðlegt og skemmtilegt efni. Umsjón með efni í blaðið hefur Vilmundur Hansen kip@dv.is Skilafrestur auglýsinga ertil 8. apríl. Við erum tilbúin að aðstoða ykkur: Inga, b.s. 550 5734, inga@dv.is Katrín, b.s. 550 5733, kata@dv.is Ransý, b.s. 550 5725, ransy@dv.is Teitur, b.s. 550 5728, teitura@dv.is «
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.