Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2003, Blaðsíða 41
LAUGARDAOUR.5. APRlL 2003
Helgarhlcið JOV
45
Riehard Nixon er ótvírætt meðal frægustu forseta
Bandaríkjanna en liann hrökklaðist úr embætti með
skömm. Utvarpsstöð ein sendi út frétt um það fyrsta
apríl snemma á tíunda áratugnum að hann ætlaði að
gefa aftur kost á sér.
úr 3,14159 í slétta þijá því það væri í samræmi við
Biblíuna. Greinin fór með leifturhraða um allan heim
á netinu og fylkisþinginu barst flóð kvartana og bréfa.
Greinin var skrifuð af manni sem var að hæðast að
tilraunum heittrúaðra til þess að sniðganga vísinda-
hyggju.
Nú gekkstu of langt
1. april 1974 vöknuðu íbúarnir i Sitka Alaska við
vondan draum en smábærinn Sitka stendur við rætur
eldfjalls sem heitir Mount Edgecombe. Úr fjallinu reis
þykkur mökkur af svörtum reyk og var talið nær ör-
uggt að eldgos væri að hefjast. í ljós kom að hrekkja-
lómur búsettur í bænum, Porky Bickar að nafni, hafði
látið fljúga með talsvert magn af gömlum dekkjum
upp í gíg fjallsins og borið eld að. Þetta þótti mönnum
heldur grátt gaman og sagt er að þegar Mount Helene
sprakk í loft upp nokkrum árum seinna hafi einn íbú-
anna hringt í Porky og sagt: Nú gekkstu of langt, ófét-
ið þitt.
Hvar er Japaninn?
1. apríl 1981 birti Daily Mail frétt um óheppinn
maraþonhlaupara frá Japan, Kimo Nakajimi sem
hafði ætlað að taka þátt í London-maraþonhlaupinu.
Vegna þýðingarvillu hélt Nakajimi að hann ætti að
hlaupa 26 daga en ekki 26 mílur. Daily Mail sagði að
vegna þessara mistaka væri Nakajimi einhvers stað-
ar á enskum þjóðvegum í reiðileysi á hlaupum og bað
lesendur sína að svipast um eftir honum. Allmargir
hringdu í blaðið og töldu sig hafa séð japanska
hlauparann.
Allir hoppa
1. apríl 1976 skýrði BBC frá því að vegna sérstakra
aðstæðna í himingeimnum myndi draga verulega úr
aðdráttarafli jarðar kl. 09.47 þennan tiltekna dag
vegna þess að Plútó færi framhjá Júpíter. Þeir sem
myndu hoppa upp í loftið á nákvæmlega þessari
stundu myndu upplifa einstaka fljótandj tilfinningu
aö sögn útvarpsins. Hundruð símtala streymdu inn
frá hlustendum sem töldu sig hafa upplifað þessa til-
finningu og ein kona sagði að hún og ellefu vinir
hennar hefðu flotið upp úr stólum sínum og flotið um
herbergið.
Fyrir örvhenta
1. apríl 1998 auglýsti skyndibitakeðjan Burger King
í Bandaríkjunum að nýtt á matseðli þeirra væri ham-
borgari fyrir örvhenta, sérstaklega hannaður fyrir 32
milljónir örvhentra Ameríkana. Hamborgarinn var
sagður nákvæmlega eins og aðrir borgarar en öllu
sem sett var á hann hafði verið snúið í 180 gráður til
Britney Spears er ein vinsælasta söngkona heinis. Vef-
síða ein iiotaði hana eitt sinn í aprflgabb og sagðist
hafa vitneskju um að hún væri í raun nærri þrítug.
að mæta þörfum örvhentra. í ljós kom að þúsundir
viðskiptavina báðu sérstaklega um þennan nýja ham-
borgara en aðrir tóku sérstaklega fram að þeir vildu
hamborgara fyrir rétthenta.
Gulrætur með músík
1. apríl 2002 tilkynnti Tesco-verslunarkeðjan að það
myndi hefja sölu á flautandi gulrótum. Tesco sagði að
gulræturnar væru genabreyttar með þeim hætti að
þær væru með litlum götum á og við suðu þrýstist
gufa gengum götin og þá flautuðu gulræturnar.
Britney Spears þrítug
1. apríl 1999 sagði vefsíðan Wall of Sound að popp-
stjarnan Britney Spears væri í raun ellefu árum eldri
en hún segðist vera. Skömmu áður hafði Spears birst
á forsíðu Rolling Stone í því sem margir töldu vera of
djarfa stellingu fyrir svo unga stúlku. Wall of Sound
sagði að Spears héti réttu nafni Belinda Sue Spearson
og væri fædd 1970. Mikill fjöldi lesenda hringdi bæði
í vefsíðuna og útgefanda Spears til að fregna nánar af
málinu.
En besta aprílgabbið er ekki endilega það sem birt
er opinberlega og bitnar á almenningi heimsins. Flest
þau best heppnuðu eru líklega aðeins þekkt örfáum og
hafa beinst að einhverjum einum eða tveimur vinum
eða kunningjum. í sumum fjölskyldum er hefð fyrir
aprílgabbi og dæmi um að fólk sé orðið svo hvekkt og
tortryggið að það þýði lítið eða ekkert að tala við það
yfirhöfuð þennan dag. En menn hafa verið látnir aka
bæjarleið, hringja í skökk númer, falast eftir bílum til
kaups sem ekki voru falir og fleira og fleira. Hér er
það hugmyndaflugið sem ræður og í fyrsta sinn sem
einhver er gabbaður er sennilega hægt að teyma hann
býsna langt þótt það verði sjálfsagt aldrei hægt aftur.
En við skulum halda áfram að reyna. -PÁÁ
bttp'J/simnet. is/bomedecorl928/
Skoðið heimasíðuna
okkar og kíkið á tilboðin
Fermingar-
tilboð
a
tígrisstólum
Verð áður
49.900
Tilboð
39.900
A horni Laugavegar og Klapparstigs
Smáauglýsmgar
bílar, bátar, jeppar, húsbílar,
sendibílar, pallbílar, hópferðabtlar,
fornbílar, kerrur, fjórhjól, mótorhjól,
hjólhýsi, vélsleðar, varahlutir,
viðgeröir, flug, lyftarar, tjaldvagnar,
vörubllar... bílar og farartæki
550 5000
Gerdu
• ■ ■ • +
milljona
starfslo kasamning
vió sjálfa(n) þig
Vidbótarlífeyrissparnaður íslandsbanka
Vidbótarlífeyrissparnadinum má líkja vid risastóran starfslokasamning sem þú
gerir vid sjálfa(n) þig. Þín getur bedid vegleg upphæd vid starfslok. Ekki hika,
því fyrr sem þú byrjar ad spara því hærri verdur „samningurinn".
pað ri>unar
Fáðu borgaó fyrir að spara!
Vegna mótframlags launagreidanda og ríkis er vidbótarlífeyrissparnadur
besti sparnadur sem völ er á. Fyrir hverjar 10.000 kr. sem þú leggur
fyrir í vidbótarlífeyrissparnad leggjast 6.000 kr. til vidbótar inn
á reikninginn þinn. Pad jafngildir 60% ávöxtun strax!
Kláraðu málið á isb.is eða komdu
við i næsta útibúi íslandsbanka.
Ulibú I Eignastýring I Eignafjármögnun I Fyrirtækjasvid I Alþjódasvid I Markadsvidskipti
/ www.isb.is
ÍSLANDSBANKI
Vertu með aflt á hreinu!