Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2003, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2003, Blaðsíða 30
30 / 7 e / c) ct rb l ct c) H>V LAUGA.RDAGUR 5. APRÍL 2003 Bush óvinsælli en Saddam George W. Bush er óvinsælasti erlendi þjóðarleiðtoginn að mati íslendinga og helmingi óvinsælli en Saddam Hussein. Hann nýtur þó stuðnings heima fyrir en vinsældir hans þar fóru úr 58% í 71% við upphaf stríðsins í írak. Hann er án efa umdeildasti þjóðhöfðinginn hjá íslendingum en 19,5% þótti hann vinsælastur. Breski for- sætisráðherrann virðist þó vera vinsæll hér á landi, 28,5% þeirra sem tóku afstöðu nefndu hann sem vinsælasta þjóðarleiðtogann. Hann nvtur stuðnings heima fyrir þó að andstæðingar hans þar, bæði meðal almennings og þingmanna, séu heldur fleiri en andstæðingar Bush í Bandaríkjunuin. George W. Bush Bandaríkjaforseti er að mati Islendinga óuinsælasti erlendi þjóð- arleiðtoginn. Þetta er niðurstaðan úr könnun DV frá 2. apríl en næstur íkjörinu varð Saddam Hussein, forseti íraks. Bush er eftir sem áður umdeildasti þjóðarleið- toginn en Jacgues Chirac Frakklandsfor- seti varsá uinsælasti. Nú þegar ljóst er að Íraksstríðið mun dragast eitthvað á langinn heyrast sífellt meiri óánægju- raddir um stríðsrekstur Bandaríkjamanna og Breta viö.botn Persaflóa. Niðurstaða könnunar- innar er í samræmi viö það en á sama tíma nýt- ur Bush sífellt meiri vinsælda í heimalandi sínu. Spurt var: Á hvaða erlendum þjóðarleiðtoga hefur þú mest/minnst álit um þessar mundir? Úrtakið var 600 manns, jafnt skipt milli kynja og hlutfallslega jafnt milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. Bush og Blair fá 48% Þegar afstaða íslendinga til vinsælustu þjóðar- leiðtoganna var könnuð reyndist hvergi tekin jafn afgerandi forysta, Jacques Chirac Frakk- landsforseti fékk 34,6% atkvæði þeirra sem tóku afstöðu og á eftir honum komu Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands með 28,5% og Banda- ríkjaforseti með 19,5%. Það má þó líta á það þannig að þar sem þeir eru tveir í forsvari fyrir stríðinu í írak séu samanlagðar vinsældir þeirra 48% en Chirac og Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, helstu andstæðingar stríðsins á Vesturlöndunum, falla í kramið hjá tæplega 42% þjóðarinnar en 7,3% þeirra sem tóku afstöðu nefndu Schröder sem vinsælasta þj óðarleiðtogann. Saddam Hussein er efst- ur þeirra sem voru nefndir á nafn sjaldnar en 10 sinn- um, en alls voru 15 þjóðar- leiðtogar nefndir, þeirra á meðal Ólafur Ragnar Grímsson. Ekki nema 41% þátttakenda treysti sér til að taka afstöðu um vin- sælasta þjóðarleiðtogann. Bein tengsl við stríðið Annað var upp á ten- ingnum þegar kom að óvin- sælasta þjóðarleiðtoganum en alls tóku 82,2% afstöðu. Þar hlaut George W. Bush afgerandi flest atkvæði, eða 62,1% þeirra sem tóku afstöðu. Sjálfur Saddam Hussein var varla hálfur maður á við Bush, með 32,7% óvinsældaatkvæðanna. Fáir nefndu Chirac á nafn, eða 3,4% og enn færri Tony Blair. Alls voru 10 þjóðarleiðtogar nefndir í óvinsældakönnuninni. Það er greinilegt að stríðið í írak hefur mikil áhrif á skoðanir íslendinga á erlendum þjóðar- leiðtogum enda eitt umdeildasta alþjóðlega póli- tíska efni sem komið hefur fram lengi. Það hlýt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.