Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2003, Blaðsíða 36
36
HolQarblað DV LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003
Glæpamenn eða píslarvottar?
Stríðið íIrak tók á sig nýja
mynd um síðustu helgi þegar
íraskur hermaður íborgaraleg-
um klæðum ók upp að banda-
rískri herstöð og drap fjóra
bandaríska hermenn auk þess
að taka eigið líf. DVsegir frá
sjálfsmorðsárásum sem gerend-
urnir álíta réttlætanlega fórn
fyrir málstað sinn.
Allt benti til þess að þetta myndi ger-
ast. í marga daga höfðu ríkisfjölmiðlam-
ir í írak kallað á heilagt stríð til að verja
heilaga jörð íraks. Grímuklæddir menn
í hvítum klæðum með sprengjur á
brjósti sér höfðu þrammað um Bagdad
svo vikum skipti til að hvetja fólk til
vama. Með peningagjöfum hafði
Saddam Hussein lengi sýnt að hann met-
ur gildi sjálfsmorðsárása. Síðasta laug-
ardag kom svo fyrsta „mannlega
sprengjan" í írak. Fyrsti píslarvottur
stríðsins var liðsforingi í borgaralegum klæðum sem
ók bU upp að bandarískri varðstöð í Najaf og drap
fjóra hermenn auk þess að fóma eigin lífi. Með þessu
breytti hermaðurinn gangi stríðsins. Nú er það ekki
lengur barátta stjómar Saddams Husseins fyrir að
halda veUi heldur það sem yfirvöld í Bagdad kaUa
„þjóðernisupprisu þeirra veiku“ gegn sterku afli inn-
rásarliðsins.
Geta af sér 100 nýja bin Ladena
Yfirvöld í írak hyUtu hermanninn strax sem hetju
og vömðu við því að árásin á laugardag gæti leyst úr
Iæðingi bylgju slíkra árása. „Þetta er byrjunin og þið
munuö fá meira af góðum fréttum á næstu dögum. Við
munum beita öUum tUtækum ráðum tU að drepa óvini
okkar á okkar landi og við munum elta þá til þeirra
eigin landa,“ sagði íraski varaforsetinn Taha Yassin
Ramadan á blaðamannafundi. „Stjómvöld í Bandaríkj-
unum koma tU með að breyta öUum heiminum í menn
sem eru tilbúnir að láta lífið fyrir þjóð sína.“ Spádóm-
ur þessi fékk byr undir báða vængi með orðum Hosni
Mubaraks, forseta Egyptalands, sem varaði við því að
stríðið í írak gæti getiö af sér hundrað nýja Osama bin
Ladena. En hvað fær þessa menn tU að fórna eigin lífi?
Af hverju gera menn sjálfsmorðsárásir?
Trúa að þeir fari beint til paradísar
Undanfarin ár hafa stöðugt borist fréttir frá ísrael
þar sem Palestínumenn beita gjaman sjálfsmorðsárás-
um til að verja land sitt. Fyrsta sjálfsmorðsárásin í
Mið-Austurlöndum var gerð af Hizbollah-samtökun-
um í Líbanon árið 1982. Frá því sú fyrsta var gerð og
fram tU 1999 gerðu samtökin 51 sjálfsmorösárás.
Fyrsta sjálfsmorðsárás Palestínumanna var gerð árið
1993 og þær hafa verið fjölmargar síðan.
Þeir sem gera sjálfsmorðsárásir eru sagðir gjarnan
vera ókvæntir menn á tvítugs- eða þrítugsaldri.
Verknaðurinn er framinn í þeirri trú að þeir fari
beint tU paradísar þar sem þeim verði skipað í sæti
við hlið Guðs. Flestir mannanna eru tengdir öfgasam-
tökum og fá stuðning frá þeim. Litið er á sprengju-
mennina sem píslarvætti og þeim er lofað að séð verði
um fjölskyldur þeirra þegar þeir hverfa á brott.
Öfgasamtökin finna sprengjumennina jafnan í
moskvum og trúarlegum stofnunum. Líklegt er að
þeir hafi sýnt sérstaklega mikla ákveðni í trúnni og
eru valdir út tU að kafa enn dýpra. Smám saman
blandast stjórnmál meira og meira inn í „menntun"
þeirra og þeim er sagt að mikil verðlaun bíði þeirra ef
þeir fórna lífi sínu. Þegar menn hafa boðið sig fram
eyöa þeir minni og minni tíma með fjölskyldum sín-
um og helga sig trúarrannsóknum og andlegum und-
irbúningi. Þeir fá svo ekki nema einn tU tvo daga tU
að undirbúa verknaðinn sjálfan þegar þeir fá verkefn-
ið sitt.
Tvær milljónir frá Saddam
Saddam Hussein veitti hermanninum sem gerði
sjálfsmorðsárásina í írak orður og hélt þar með í hefð
sína að styðja slíkar aðgerðir, en það hefur hann jafn-
an gert - jafhvel út fyrir landamæri lands síns. í bar-
áttunni gegn hertökunni á Vesturbakkanum og Gaza
hefur Saddam greitt stórar fjárhæðir tU fjölskyldna
sjálfsmorðsárásarmanna. Eftir því sem baráttan dróst
á langinn hækkaöi hann greiðslumar úr 800.000 krón-
um í tvær miUjónir króna. Stuðningur Saddams
Husseins var þó víðtækari og þegar stríðið braust út í
írak hafði hann pungað út tugum mUljóna dala.
Eftir að stríðið í írak braust út hefur samstaða
þeirra með Palestinumönnum orðið afdráttarlausari.
Saddam hefur veriö fljótur tU að skUgreina þjóð sína,
rétt eins og palestínska bræður þeirra, sem hersetna
þjóð og sú hugmynd að Bandaríkin hafi ráðist inn í
múslímaland hefur hvatt menn til dáða í baráttunni.
Gott dæmi um það er að Bandaríkjamenn stöðvuðu
fuUa rútu af bardagaglöðum mönnum frá Sýrlandi og
Alsír á dögunum.
Þúsundir sjálfboðaliða tilbúnar
Vinveittum blaðamönnum var fylgt í gegnum þjáU-
unarbúðir sjálfboðaliða fyrir utan Bagdad nokkrum
dögum áður en stríðið braust út. Þar rákust þeir á
Palestínumenn frá flóttamannabúðum í Líbanon og
Sýrlandi ásamt mönnum frá Alsír, Túnis og arkitekt
frá Marokkó sem býr í Þýskalandi.
Yfirvöld í írak segja að fjölmargir af þessum sjáU-
boðaliðum séu tilbúnir að fremja sjáUsmorðsárásir.
„Píslarvættisaðgerðirnar munu halda áfram, ekki að-
eins með þátttöku sona íraks, heldur einnig þúsunda
sjálfboðaliða úr röðum araba sem eru komnir til
íraks," sagði talsmaður hersins.
Þessi tengsl íslamskra öfgamanna og stjórnarinnar
í írak hafa verið i mótun í um tíu ár. í Persaflóastríð-
inu lýsti Saddam Hussein því yfir að orðin AUahu Ak-
bar (Guð er mestur) skyldu rituð á milli stjarnanna í
íraska fánanum og fimm árum síðar hóf hann trúar-
Fórnarlömb sjálfsmorðsárásar í Haifa í fsrael í síðasta
mánuði. Sprengingin var sú fyrsta í tvo mánuði en
telst sarnt daglegt brauð fyrir marga.
Reuters
herferð. Um leið og nýjar moskur voru reistar hófu
stjómvöld að nota vers úr Kóraninum í opinberum
ávörpum sínum. Það hefur svo aukist tU muna síðan
stríðið hófst.
Taktískar ástæður að baki árásunum
Undanfarið hafa klerkar í írak predikað stíft um
gildi píslarvættis en sjálfsmorð er bannað í lögum ís-
lam. íraskir embættismenn hafa einnig sagt að sið-
ferðUeg skylda tU að veita andstöðu risti dýpra en efa-
semdir um sjálfsmorðsárásir. Þó hugmyndin um písl-
arvætti hafi ekki enn náð þeirri réttlætingu sem við-
gengst á Vesturbakkanum og Gaza hefur þó hugarfar-
ið breyst talsvert siðan stríðið hófst. Fleiri og fleiri
eru að komast á þá skoðun að írakar hafi trúarlega
skyldu að verja sig gegn innrásarliðinu og að guðleg
íhlutun muni sigrast á tæknilegum yfirburðum
Bandar íkj amanna.
írakar viðurkenna, líkt og Hamas-samtökin, að
taktískar ástæður liggi að baki því að þeir beita þess-
um aðferöum. írakar hafa engan flugher og her þeirra
getur aldrei staðist Bandarikjamönnum snúning. „Ef
sprengjumar sem B52 vélarnar flytja geta drepið 500
manns er ég viss um að sprengjumar sem píslarvætt-
isaðgerðir okkar flytja geta drepið 5000 manns,“ segir
Ramadan. -hdm
Byggt á BBC, CNN, The Guardian, Sky News og
Reuters
Bandarískur herinaður stendur varðstöðu í írak. Fyrsta sjálfsmorðsárás íraka var gerð um síðustu helgi og
stjórnvöld þar í landi hóta því að fleiri komi í kjölfarið..
Reuters