Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2003, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003
HelQorhlaö DV
29
Þó er það athyglisvert að rússneska kirkjan og
austurkirkjan voru aldrei í hlutverki þess sem
hvatti sérstaklega til baráttu. Á tímum kommún-
ismans ákvað sú kirkja að þola og umbera og
halda lífi í stað þess að berjast gegn ráðstjórn-
inni.
Páfadæmið varð fyrir sitt leyti að pólitísku afli
og spilaði löngum pólitíska refskák, leigði jafn-
vel her málaliða til að ná markmiðum sínum og
verðlaunaði síðan pótentáta sína með ýmiss kon-
ar blessun. En páfagarður fór heldur ekki vel út
úr þessu og niðurlæging páfadóms á miðöldum
varð að lokum skelfileg. Það var því verulega
skertur páfadómur sem mætti siðbótartímanum.
Lúther átti í andlegum skilningi fjarskalega gott
með að tala fyrir hugsjónum friðsemdar og
manngæsku. Hann áleit að maðurinn gæti verið
hughraustur þrátt fyrir að honum yrði það sí-
fellt á að grípa til óvandaðra meðala. Lúther leit
svo á að hlutverk valdhafanna væri að stuðla að
sem mestum gæðum fyrir borgarana og þess
vegna gat hann borgaralega skoðað jafnvel hvatt
til stríðs.
Tveggjaríkjakenning Lúthers skiptir hér
miklu máli. Sérhvert málefni hefur í senn and-
lega og tímanlega eða borgaralega vídd. Skoðað
frá sjónarhóli fagnaðarerindisins er krafan ský-
laus, hvort heldur um er að ræða friðsemd eða
fyrirgefningu. Skoðað frá sjónarhóli þeirra sem
völdin hafa í hinu borgaralega samhengi getur
annað verið uppi á teningnum. Furstinn getur
álitið heill þegnanna betur borgið með grimmd
en undanlátssemi. Hann hefur fyrir öðrum að
sjá en sjálfum sér og getur ekki tekið sömu
áhættu með þeirra lif sem sitt. Honum ber að
vernda þá.
Varla deilir hins vegar nokkur maður um það
í dag að það var nauðsynlegt að fara fram gegn
Hitler. Helstefnu Þjóðverja varð að stöðva. Þá
lenti Páfagarður í enn einum vandræðunum sem
hafa sennilega kennt mönnum þar lexíu sem
þeir eru enn þann dag í dag að vinna úr. Píus
páfi þagði yfir ofsóknum á hendur gyðingum og
snerist hvorki gegn nasismanum né ítalska fas-
ismanum. Mér finnst augljóst af afskiptum Páls
páfa VI, Jóhannesar XXlll og síðan og ekki síst
Jóhannesar Páls II af pólitík að þeir hafa viljað
lægja ófriöaröldur. Og allar götur frá seinni
heimsstyrjöldinni hafa kirkjur heims verið ein-
dregnar í því að andmæla hvers konar stríðs-
rekstri. Það er reyndar eftirtektarvert hversu
sterkar ályktanir þeirra hafa verið gegn stríði.
Og ályktanirnar frá fundi Heimsráðs kirkna og
Evrópuráðs evangelískra kirkna í Berlín í febrú-
ar síðastliðnum gegn stríðsrekstri í írak eru
beinskeyttar og eindregnar og mjög vel guð-
fræðilega ígrundaðar.
Þannig er kirkjan aldrei á hálum ís þegar hún
andmælir stríði. í styrjöld farast alltaf þeir sem
engu ollu: börn, mæður, fjölskyldur, gamalt fólk,
sjúklingar. Ef stríð tekur tíma, eins og stríðið í
írak hefur þegar gert, fer að vanta mat; vatn, raf-
magn og þar með er heil þjóð komin í slíkan
háska að það er vandséð að hægt sé að koma í
veg fyrir stórfelldan mannskaða. Þetta er það
sem við horfum upp á núna. Fram undan er gríð-
arlegt verkefni við að afstýra stórkostlegum
óförum."
Trúin og stjóramálin
Ef kristindómur tekur afstööu gegn stríðs-
rekstri, hvaö má þá segja um samspil kristindóms
viö stjórnmálastefnur?
„Ef við víkjum fyrst að kapítalismanum þá
sprettur hann samkvæmt greiningu upp úr sið-
fræði mótmælenda þar sem áhersla er lögð á
ráðsmannshlutverkið, ábyrgð þess sem fjár-
magninu stýrir og ábyrgð hans á náunga sínum.
Þar eru dæmisögur Jesú um þá menn sem voru
fengnar talentur til ávöxtunar sannarlega í fyr-
irrúmi og einnig mörg önnur ummæli Jesú um
ráðsmennskuna. Þessi stefna leggur þeim á herð-
ar sem fara fram í hennar nafni að gæta bróður
síns og líta á auðinn sem verkfæri til þess að
gera gott. Ábyrgð auömagnsins snýst því ekki
bara um að auka auðinn heldur að útdeila hon-
um réttlátlega.
Sameignarstefnan sprettur einnig upp á
kristnum grunni og þar höfum við í baksviði
miskunnsama Samverjann. Þá stefnu skorti um-
burðarlyndi, virðingu fyrir einstaklingshags-
munum. í formi félagshyggju er haldið til skila
samábyrgðinni og samfélagshugsjóninni.
Siðan má nefna frjálshyggjuna sem sprettur
upp af þeirri grundvallarhugsun fagnaðarerind-
isins að maðurinn sé fráls og vilji hans sömu-
leiðis. Það er tign hans að mega standa ábyrgur
frammi fyrir skapara sínum. í framsetningu
þeirrar stefnu er því lýst að þegar frelsi manna
er sem mest og óheftast þá sé að vænta sem
mestrar farsældar fyrir sem flesta og tryggt að
allir eigi sín tækifæri. Þótt Saddam Hussein sé
sannarlega að klikka á þessu öllu þá hefur hann
aldrei svarið sig til þess að gera það, en það hafa
aftur á móti andstæðingar hans gert.
Á grundvelli þessarar greiningar er vafasamt
að í afskiptum Bandaríkjanna og annarra ríkja
af málefnum íraks sé verið að fara með ábyrgð
auðvaldsins á skynsamlegan máta. Hugsjón
frjálshyggjunnar er alls ekki þar í fyrirrúmi þvi
frjálshyggjan hefði sagt mönnum að fella niður
viðskiptabannið á írak fyrir lifandi löngu og
reyna að halda óvininum sem næst sér. Það er
ekki mikið um högg í hnefaleikum þegar and-
stæðingarnir eru í faðmlögum. Menn viður-
kenna flestir að það sé rétt sem frjálshyggjan
boðar að séu viðskipti greið og náin og opin þá
efli þau kynni og færi þjóðir hverja nær annarri.
Ef sú leið hefði verið farin er vel hægt að rök-
styðja það að staðan hefði orðið önnur og að
ekki hefði verið ákveðið að fara i stríð.
Svo ber einnig að gæta að mikilvægu atriði: Af
því að við erum frjáls höfum við alltaf réttinn til
að taka frumkvæði. Ef við þykjumst sjá að við
getum náð lausn á tilteknu vandamáli sem færir
mörgum gæði þá má rökstyðja að okkur hafi
borið skylda til að freista þeirra leiða. En mis-
takist það situr sá maður sem ákvörðunina tók
uppi með alla ábyrgðina. Hann spurði engan að
og hafi hann misreiknað sig og lent í ógöngum
með sína björgunaráætlun ber hann ábyrgð á
því. Hann getur ekki beðið neinn annan um að
bera ábyrgðina. í þeirri stöðu eru bandamenn í
dag.“
Kirkjan á að standa vörð um lýðræðið
Ef kirkjan setur sig upp á móti ákvöröun um
stríð sem stjórnvöld hafa tekiö, er þá kirkjan ekki
um leiö komin í hóp andstœöinga stjórnvalda?
„Sannarlega hafa stjórnvöld í Bretlandi og
Bandaríkjunum ekki fagnað ályktunum kirkju-
leiötoga í sambandi við stríð í írak en þau virða
þær og skilja þær. Kirkjan hefur hins vegar
hvergi farið út í skipulagðar aðgerðir í þessum
efnum heldur tekur kirkjunnar fólk sem einstak-
lingar þátt í mótmælaaðgerðum vegna þess að
það er að fylgja sannfæringu sinni.“
Hvaö viltu segja um þaö aö íslensk stjórnvöld
hafa lagt blessun sína yfir þennan stríösrekstur?
„Ég vildi ekki vera í sporum íslenskra stjórn-
valda. Fáir landsmenn skilja hvers vegna stjórn-
völd þurftu að taka þá afstöðu sem þau tóku.
Stjórnvöld hafa gert grein fyrir sínum forsend-
um og á það hefur verið hlustað en það er hætt
við að þessi afstaða hafi breytt íslenskri utanrík-
ispólitík talsvert mikið. Þetta varðar okkar um-
ræðuefni að því leyti til að kirkjan hlýtur alltaf
að standa vörð um lýðræðið. Og hin lýðræðis-
lega umræða sem átt hefur sér stað á undanförn-
um árum getur ekki hafa leitt til þessarar niður-
stöðu.
Umfram allt varðar kirkjuna um það að is-
lensk stjórnvöld hverfi frá þeirri friðsemdaraf-
stöðu sem fylgt hefur verið allt frá stofnun lýð-
veldisins. Sú afstaða bannaði stjórnvöldum þá
að taka formlega afstöðu í seinni heimsstyrjöld-
inni, jafnvel þótt meginþorri landsmanna hafi
verið eindregnir andstæðingar nasismans, og
það breyttist ekki þótt gríma hans félli þegar á
styrjöldina leið og ísland var orðið alfrjálst
sinna mála. Aðildin að Atlantshafsbandalaginu
breytti þessu heldur ekki. Nú virðist öðru gegna.
ísland er ekki lengur varið af þeirri afstöðu að
telja sig ekki geta verið aðili að styrjaldarátök-
um.
Einhverjir kunna að vilja segja að það sem er
á sviði stjórnmálanna liggi utan verksviðs kirkj-
unnar. Nú er hins vegar það ómótmælanlegt
hlutverk hennar að skoða, í ljósi fagnaðarerind-
isins og kristinnar siðfræði, alla mannlega
breytni. Hið almenna skiptir augljóslega meira
máli og stjórnvaldsákvarðanir þá enn fremur.
Margt af slíku tagi hefur hún gagnrýnt eða hrós-
að eftir atvikum og menn eru almennt við það
sáttir ef hún tekur í sama streng og þeir sjálfir.
Aftur á móti eru menn viðkvæmir fyrir því ef
hún andmælir þeim.
Kirkjan er hins vegar ekki einstakir prestar,
jafnvel ekki biskuparnir. Því ber að taka því
sem hinir einstöku segja í ljósi köllunar þeirra
til þess að bera sinn vitnisburð. Kirkjan ályktar
sem samfélag; á kirkjuþingi, prestastefnum og í
stærra samhengi kirkna á alþjóðavettvangi.
Hvað friðarmál varðar hefur þjóðkirkjan, bæði
hin íslenska og erlendar systurkirkjur, margít-
rekað svarið sig friði og andstöðu við styrjaldar-
átök. Það hlýtur hver maður að skilja að ef kirkj-
an mótmælir ekki þeirri óyndislausn sem stríð
er þá er hún að bregðast Drottni sínum. Þótt
þægilegra væri að þegja tel ég okkur ekki eiga
þess kost.“ -KB
„Ég vildi ekki vera í sporum íslenskra stjórnvalda. Fáir landsinenn skilja
hvers vegna stjórnvöld þurftu að taka þá afstöðu sem þau tóku. Stjórnvöld
hafa gert grein fyrir sínum forsendum og á það hefur verið hlustað en það
er liætt við að þessi afstaða hafi breytt íslenskri utanríkispólitík talsvert
mikið. Þetta varðar okltar umræðuefni að því levti til að kirkjan hlýtur
alltaf að standa vörð um Iýðræðið. Og hin lýðræðislega umræða sem átt
hefur sér stað á undanförnum árum getur ekki hafa leitt til þessarar niður-
stöðu."