Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2003, Blaðsíða 18
Hg lc) ci rb lct c) 33 V LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003
I 8
þá verða
skapandi slys“
Tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson samdi
tónlist við Enqlabörn Hávars Sigurjónssonar og
var talað um að sú tónlist væri einhversú feg-
ursta sem hegrst hefði ííslensku leikhúsi. Um
næstu helgi verða haldnir tónleikar íBorgarleik-
húsinu þarsem tónlistin úr Englabörnum verður í
fyrsta sinn leikin opinberlega af strenqjakvar-
tettinum Eþos, Matthíasi Hemstock og Jóhanni
sjálfum. I viðtali við Helqarblað DVseqir Jóhann
frá tónlistarlequm uppruna sínum og landvinn-
inqum Enqlabarna erlendis.
Jóhann lét fyrst að sér kveða þegar hann var í
hljómsveitinni Daisy Hill Puppy Farm en er kannski
betur þekktur fyrir að vera í hljómsveitunum Ham,
Lhooq og Apparat Orgel kvartett. Hann gerði tónlist-
ina við kvikmyndirnar íslenski draumurinn og Mað-
ur eins og ég. Jóhann hefur samið tónlist fyrir leik-
hús, til dæmis fyrir Vitleysingana og Viktoríu og Ge-
org eftir Ólaf Hauk Símonarson og Kryddlegin hjörtu
eftir Lauru Esquivel. Jóhann samdi einnig tónlist í
Englabörn eftir Hávar Sigurjónsson sem Hafnaríjarð-
arleikhúsið setti upp í leikstjórn Hilmars Jónssonar.
Tónlist sýningarinnar var á síðasta ári gefin út af
hinu breska útgáfufyrirtækinu Touch.
Jóhann er einnig, ásamt Hilmari Jenssyni og Krist-
ínu Björk Kristjánsdóttur, ábyrgur fyrir Tilraunaeld-
húsinu eða Kitchen Motors sem staðið hefur fremst í
framsækinni tónsköpun á íslandi síðustu árin. Ég
hitti Jóhann á kaffihúsi í miðbæ Reykjavíkur og yfir-
heyrði hann um tónlistina og sálarlífið.
Vil ekki þurfa að gera hvað sem er
Segðu mér aöeins frá fyrstu kynnum þínum af tón-
list. Ertu úr tónlistarfjölskyldu?
„Það er mikill tónlistaráhugi í fjölskyldunni og
pabbi minn er áhugatónlistarmaður. Tónlist var hald-
ið að mér frá því ég var lítill en samt held ég að áhug-
inn hafi að mestu leyti kviknað innra með mér. Það
var síðan frekar seint sem ég viðurkenndi að mig
langaði að gera tónlistina að atvinnu.
Mér var gefið færi á því að fara í tónlistarskóla þeg-
ar ég var lítill og ég lærði á píanó og básúnu. Ég var
ekki lengi í tónlistarskóla. Lagði allt tónlistarnám á
hilluna og fór í Háskóla íslands þar sem ég tók
nokkra kúrsa í bókmenntafræði, ensku og frönsku og
var ekkert sérstaklega músíklega þenkjandi þótt ég
sinnti alltaf tónlistinni eitthvað. Það kom ýmislegt til
greina sem karríer, á tímabili fannst mér til dæmis
eitthvað heillandi við að verða listfræðingur.
Ég hef alltaf þurft að hafa tónlistarlegt umhverfi í
kringum mig, fékk mér ungur fjögurra rása stúdíó,
síðan átta og byggði þannig hægt og hægt upp aðstööu
- ómeðvitaö. Ég fór fljótlega að lesa mér sjálfur til um
tónlist og varð mér úti um þekkingu sjálfur.
Það var ekki fyrr en fyrir um sex árum sem ég
gerði alvöru úr því að verða atvinnutónlistarmaður.
Þá spilaði ég í hljómsveitinni Lhooq sem fékk samn-
ing og gaf okkur tækifæri til að gera tónlistina að
fullu starfi. Mig hafði aldrei langað til að verða at-
vinnutónlistarmaður bara til að vera atvinnutónlist-
armaður. Ég vildi gera eigin tónlist og ef einhver var
tilbúinn að borga mér fyrir þaö þá væri það frábært.
Ég vil ekki þurfa að gera hvað sem er til þess að lifa
sem tónlistarmaður.“
Áltveðin þróun til inínímalisma
Manstu eftir fyrsta laginu sem þú samdir?
„Ég byrjaði að semja frekar ungur. Fyrsta hljóm-
sveitin mín hét Daisy Hill Puppy Farm. Við gáfum út
plötu þegar ég var átján ára og hún var með hraðri
fjögurra hljóma pönk-tónlist. Ári síðar gáfum við út
aðra plötu og þar voru þrír hljómar og á síöustu plöt-
unni, sem aldrei kom út, voru þeir orðnir tveir. Þetta
var því mjög ákveðin þróun í lagasmíðum."
Var sú þróun meðvituð?
„Já, bæði og. Ég hef alltaf haft áhuga á því að vinna
mjög vel úr hugmyndum og konsentrera þær niður í
sína hreinustu mynd. Hugmyndin sjálf þarf ekki að
vera einföld heldur verður hún að vera borin fram á
einfaldan hátt.“
Fannst þér stórt skref að byrja að kalla þig tónlist-
armann?
„Nei. Ég hafði starfað lengi við tónlist með hinum
og þessum og þess vegna var það í sjálfu sér ekki
erfitt fyrir mig að finna sjálfstraust í það. Ég hef alltaf
verið mjög óhræddur við að láta vaða og gera mistök
og læra af þeim. Allt sem maður kemur nálægt nýtist
manni seinna. Það var hins vegar mun stærra skref
að gefa út plötu í eigin nafni. Ef þú hefðir talað við
mig fyrir íjórum árum síðan hefði ég ekki verið með
nein áform um að gera slíkt. Þegar tónlistin við
Englabörn fæddist þá varð augljóst að sú tónlist yrði
á fyrstu plötunni minni. Þá tónlist gat ég ekki gefið
út í einhverjum feluleik. Mér finnst samstarf viö aðra
listamenn annars mjög mikilvægt og það verður
áreiðanlega alltaf stór þáttur í mínu starfi."
Leitandi maður
Maður sér á ferli þínum (Daisy Hill Puppy Farm,
Ham, Lhooq, Apparat, Englabörn, Tilraunaeldhúsið)
að þarna fer leitandi maður.
„Öll reynsla er mikilvæg. Ég varð til dæmis fyrir
miklum áhrifum þegar ég vann í Bóksölu stúdenta.
Ég er viss um að það umhverfi, að vera innan um
bækur og svona mikið magn upplýsinga, hefur haft
mikil áhrif á mig.
Leitandi? Já, að mörgu leyti held ég að leitinni sé
lokið. Ég er búinn að þrengja sviðið og er kominn
með ákveðinn fókus sem ég hafði ekki fyrir fimm
árum. í Daisy Hill var ég söngvari og sá eini sem
samdi tónlist þannig að ég var aðalsprautan. Eftir þá
reynslu fannst mér eitthvað vanta og ég ákvað að ég
þyrfti að sanka að mér eins mikilli reynslu og áhrif-
um og ég gæti.
Þá tók við átta ára tímabil sem ég vann með ólíku
fólki og einbeitti mér að því að leita samhliða því sem
ég vann úr reynslunni. Þessi leit kemur kannski vel
fram í þeirri tónlist sem ég fæst við núna. Tónlistin á
Apparat-diskinum er að mestu leyti samin árið 1999
og jafnvel fyrr. Hugmyndir sem koma fyrir í Engla-
börnum eru líka mjög gamlar. Sú plata sem ég gef út
næst mun einnig innihalda hugmyndir sem eru bún-
ar að gerjast mjög lengi."
Upprunalegi neistinn
Hvernig vinnuröu? Leitar tónlistin á þig úr um-
hverfinu eða annarri tónlist? Hvaðan færðu innblást-
ur?
„Ég nýti tvenns konar innblástur. Annars vegar
form-innblástur og hins vegar frum-innblástur. Það er
erfitt að gera sér grein fyrir því hvaðan upprunalegi
neistinn kemur. Ég hef þróað meö mér leiðir til að
komast í ástand þar sem eitthvað gerist; þar sem ég
sleppi stjórninni og leyfi tónlistinni að koma án þess
að vera með allt of mikla vitsmunalega starfsemi í
gangi. Yfirleitt finnst mér gott að vinna undir pressu.
Það er eins og eitthvað gerist þegar maður hugsar
ekki alltof mikið. Þá verða skapandi slys. Oftar en
ekki eru slysin afleiðingin af því þegar farið er
óvenjulegar leiðir.
Form-innblásturinn er mun flóknari. Þar koma
saman áhrif úr mörgum áttum: frá bíómyndum, tón-
list og bókum, svo eitthvað sé nefnt. Þar verður líka
til skapandi samruni hluta sem við fyrstu sýn passa
ekki saman. Mér finnst mjög skemmtilegt og ögrandi
að láta harðar andstæður mætast þannig að úr verði
skapandi heild. Það er í sjálfu sér auðvelt að setja hjól
undir appelsínu en það er erfiðara að láta hana virka
þannig að úr verði skapandi og áhugaverð heild.“
Er ekki hugmyndafræði Tilraunaeldhússins á þess-
um nótum?
„Jú, og einnig Englabörn og Apparat. í öllu þessu
mætast andstæður þótt Tilraunaeldhúsið gangi lengst
í þessa átt. Samruni andstæðna er aðferð sem ég nota
mikið þegar ég sem tónlist."
Óvæntir bólfélagar
Af hverju og hvernig varð Tilraunaeldhúsið til?
„Tilraunaeldhúsið varð til árið 1999 þegar ég, Hilm-
ar Jensson og Kristín Björk Kristjánsdóttir settumst
niður og ræddum um hvað okkur þætti vanta. Það
var mikið af áhugaverðu listafólki sem vann að svip-
uðum hlutum í ólíkum geirum. Okkur langaði til að
'jsmmssmmsisis
„Það eru erfiðar tilfinningar í þessari tónlis1
En auðvitað er þaö eitthvað sem maður vefð
Leikarar eru sérstaklega þjálfaðir til að nýto
ingar sem efnivið í sköpun sína og skilja þ®:
Tónlistarmenn eru ekki jafn þjálfaðir í þyí o
verið viðkvæmari. En maður verður að áleiB
vinnubrögð ef maður ætlar að vinna við tónl
finningar sem efnivið og skilja við þær án þ£
veikur." DV-myndi
þetta fólk mættist og byggi eitthvað til úr því sem það
ætti sameiginlegt. Þannig varð fyrsta sería Tilrauna-
eldhússins til sem fór fram í kjallara Thomsen og var
gefin út á plötunni Nart Nibbles. í þessari dagskrá
mættust til dæmis múm og Músíkvatur, noise-lista-
menn og djassarar og strengjakvartett og trommari.
Árið 2000 stóð Tilraunaeldhúsið fyrir Óvæntum bólfé-