Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2003, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2003, Síða 24
24 He I c) o rb / a c) JOV LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003 Kjúklingur Kjúklinqur er ein vinsælasta kjöttegund heims. Þessar vinsældir má ekki aðeins rekja til haqstæðis verðs heldur hversu þæqileqt er að elda kjúklinq. Kjötið af kjúklingi er maqurt sem sést best á þvíað kjúklinqur er mjög oft íuppskriftum í hvers kqns heilsuræktar- oq meqrunarkerfum. Kjúklinq má nú fá ferskan hérá landi en ekki er lanqtsíðan að hann var ófáanlequr nema frosinn. Þá hefur vinnsla kjúklingakjöts tekið miklum framförum en fram- leiðendur kappkosta að bjóða fjölbreqtt úrval niðursneidds oq úrbeinaðs kjúklinqa- kjöts, allt eftir þvíhvað hentar best íqmsar uppskriftir. En það sem qerir kjúkling svo vinsælan er einnig sú staðreqnd að hann tekur mjöq vel á móti braqði frá hvers kqns krqddi sem aftur bqður upp á óendanleqar aðferðir við matreiðsluna. Það er fátt hráefni sem má toga og teqgja íallar áttir ímatreiðslu eins og kjúklinq. Fyllt kjúklingarúlla - með sætri kartöflumús og ostrusojasósu „Það eru ekki mörg ár síðan maður gat ekki fengiö kjúkling öðruvísi en gaddfreðinn og varð að ákveöa með þriggja daga fyrirvara ef maður ætlaði að hafa kjúkling i matinn. Nú er öldin önnur og maður getur fengið hann ferskan og úrbeinaðan á ótal máta, t.d. úrbeinuð læri og strimla, marínerað- an, að ógleymdum forelduðum kjúklingi fyr- ir þá sem hafa lít- inn tíma,“ segir Úlfar Finn- bjöms- son mat- reiðslu- meistari sem starfar nú að vöruþróun fyrir Reykjagarð og rekur eigin veisluþjón- ustu ásamt því að vinna mik- ið fyrir Gestgjafann. Þegar DV ræddi við Úlfar var hann á leiðinni norð- ur á Akureyri að taka þátt í keppni um titilinn mat- reiðslumaður ársins sem fram fer í dag. Þar munu keppendur nota lax og krækling í forrétt og kálf og gráðaost í aðalrétt. Úlfar segir kjúklingaréttinn hér á síðunni frábæran að því leyti að hann sé góður jafnt heitur sem kaldur. „Þessi kjúklingarúlla er nánast sú sama og ég verð með í matreiðslukeppninni, nema þar er notað kálfa- kjöt. Þegar maður hefur mikið að gera, á kafi í mat alla daga, tvinnar maður hlutina gjarnan saman og notar tækifærið til að æfa sig. Þessi uppskrift er tiltölulega auðveld fyrir alla sem elda. Það má útbúa réttinn deginum áður, hita hann upp eða skera í falleg- ar sneiðar og setja ofan á brauð eða nota í tapas- rétti. Mögu- leikarnir eru óendanleg- ir,“ sagði Úlfar. Fyiling 8 sólþurrkaðir tómatar 2 msk. parmesan- ostur 10 ólífur 2 msk. furuhnetur 1 tsk. kapers 8 niðursoðnir ætibistlar 4 hvítlauksaeirar. pressaðir 10 basilblöð 4 msk. cous-cous 1/2 tsk. pjpar Allt sett í matvinnsluvél oa maukað lítilleoa. 2 25x25 sm álpappírsarkir 8 lúxus-beikonsneiðar 8 kiúklinaalæri. úrbeinuð oq skinnlaus Aðferð Leggið 4 beikonsneiðar á báðar álpappirsarkirnar. Dreifið helmingnum af fyllingunni yfir beikonið. Leggið lærin ofan á og afganginn af fyliingunni yfir lærin. Rúllið beikoninu utan um lærin, vefjið álpapp- irnum þétt utan um og lokið vel fyrir endana. Bakið í 190°C heitum ofni í 15-20 mín. eða þangað til kjarnhiti hefur náð yfir 72°C. Sæt kartöflumús 500 q saetar kartöflur. skraeldar oa skornar í bita 2 dl appelsínusafi 1 msk. fínt saxað enaifer 1 tsk. hunana 1 tsk. salt Setjið allt í pott og sjóðið þangað til kartöflumar eru mjúkar. Sigtið þá 2/3 af safanum frá og stappið. Sósa 1 dl ostrusoiasósa 1/2 dl appelsínusafi 1 tsk. enaifer. smátt saxað 1-2 hvítlauksaeirar. pressaðir 1/2 tsk. chilli. smátt saxað 1 msk. hunana 1 msk. balsam-edik Setjið allt í pott og sjóðið við vægan hita í 2 mín. Loks er kjötið skorið í fallega bita og sneiðar og borið fram með kartöflumúsinni, sósunni og blönd- uöu grænmeti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.