Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2003, Page 12
12
MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003
Fréttir I>V
Utlenskir knattspyrnukappar mega ekki hreyja
sig í beinni útsendingu án þess að allt verði
vitlaust á mörgum helstu öldurhúsum bœjarins.
Ný menning hefur rutt sér rúms - bjór í beinni. /
Biór. bottl&brjálaðar bulur
miðbæ Reykjavíkur var talsverð-
ur fjöldi knattspyrnuáhugamanna
mættur til að fylgjast með viður-
eigninni. Þorgeir Ingólfsson var
einn þeirra en hann er einlægm-
aðdáandi Manchester-liðsins.
Hann var nokkuð bjartsýn fyrir
leikinn og taldi sína menn ekki
myndu eiga undir högg að sækja
þótt leikið væri á heimavelli Ma-
drídarliðsins.
„Ég veit nú ekki alveg hvemig
þetta fer en ég hallast að því að
við náum jafntefli," sagði Þorgeir
fyrir leikinn.
Björn Berg Gunnarsson var
einnig staddur á Glaumbar til að
fylgjast með leiknum þótt hann
væri stuðningsmaður Liverpool.
Hann sagðist frekar halda með
Manchester United í þessum
ákveðna leik þrátt fyrir að hans
menn frá Bítlaborginni hefðu tap-
að stórt fyrir Rauðu djöflunum
um liðna helgi.
„Ég held frekar með Manchest-
er heldur en Real í þessum leik.
Manchester-liðið er mjög öflugt og
spilar skemmtilegan fótbolta, svo
heldur maður líka tryggð við
ensku liðin í svona keppnum. Ég
hallast að því að þetta verði jafn-
tefli, 1-1.“
Mikill hiti í mannskapnum
Á Ölveri var bekkurinn þétt set-
inn og talsverð stemning meðal
Manchester-manna þegar leikur-
inn hófst. Það átti hins vegar fljót-
lega eftir að draga af mönnum því
eftir um 12 mínútna leik skoraði
portúgalski landsliðsmaðurinn
Figo fyrir Real Madrid og kom
heimamönnum þar með yFir í
leiknum. Blótsyrði heyrðust þá
víða úr salnum á meðan aðrir
fógnuðu. Þegar blaðamaður DV
Glaðir Madrídarbúar
Þessi hópur Spánverja skemmti sér vei yfir leiknum á Players í gær enda fóru peirra menn í Real oft og tíöum á kostum.
Sannkölluð stórviðureign fór
fram í meistaradeild Evrópu í
knattspymu í gær þegar heima-
menn í Real Madrid tóku á móti
Rauðu djöflunum frá Manchester.
Mikið hefur verið rætt og ritað
um þessa viðureign meðal knatt-
spyrnuáhugamanna síðan að ljóst
var að liðin myndu mætast í 8-liða
úrslitum keppninnar. Liðin þykja
vera tvö af þeim bestu í heiminum
um þessar mundir og því var eftir-
vænting stuðningsmanna liðanna,
sem og annarra áhugamanna um
íþróttina, mikil þegar flautað var
til leiks í gær.
Jafntefli líkiegast
Mikill fjöldi var samankominn
á sportbörum borgarinnar til að
fylgjast með leiknum í beinni út-
sendingu í gærkvöld. Stuðnings-
menn Manchester United virtust
vera í miklum meirihluta við-
staddra enda nýtur enska knatt-
spyrnan fádæma vinsælda hér á
landi. Einhverjir voru klæddir
búningi liðsins svo að ekkert færi
á milli mála með hverjum þeir
héldu. Stuðningsmenn Real-liðs-
ins frá Spáni létu hins vegar
minna fyrir sér fara, alla vega
framan af kvöldi. Á Glaumbar í