Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2003, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2003, Qupperneq 18
18 Menning I minningu glerlistamanns - Sören S. Larsen 1946-2003 Brautryðjendur Sören S. Larsen og Sigrún Ó. Einarsdóttir taka viö Menningarverölaunum DV í hönnun áriö 1988. Á milli þeirra er Gunnar Magnússon innanhússarkitekt. ísland hefur verið heppið með tengdasyni. Sem er auðvitað til marks um ágæti þeirra íslensku kvenna sem gert hafa þá að lífs- fórunautum sínum. Við hingað- komu Sörens S. Larsen árið 1980 eignuðumst við íslendingar ekki einasta vænan mann heldur einnig hlutdeild í aldagamalli hefð sem hafði fram að því ver- ið heimilisföst í útlöndum. Sören var gagnmenntaður fag- maður í þeirri töfralist sem hversdagslega er kennd við „heitt gler“ og í sameiningu komu þau hjón, Sigrún Ó. Ein- arsdóttir og hann, þessari list á kortið, eins og það heitir. í rúm- lega aldarfjórðung framleiddu þau nytjahluti, skrautmuni og minjagripi fyrir innlendan markað, en fórnuðu aldrei list- rænni sannfæringu sinni. Á sama tíma héldu þau uppi tang- arsókn á vettvangi hreinnar glerlistar, innanlands sem utan, og uppskáru lof og prís hvar sem verk þeirra voru sýnd. Fyrir DV gerðu Sören og Sigrún glæsilega verðlaunagripi og árið 1988 hlutu þau Menningarverðlaun blaðsins fyrir fram- lag sitt til íslenskrar hönnunar. Fyrir þeirra tilstilli er íslenska glerlist nú að finna í helstu hönnunar- og glerlistarsöfn- um á Norðurlöndum, í Þýskalandi, Sviss og Bandaríkjunum. Sjálf voru þau Sören og Sig- rún fulltrúar íslands á samsýningum og ráð- stefnum um glerlist víða um heim, þar sem þau lögðu sérstaka áherslu á að upplýsa um þau áhrif sem náttúra íslands hefði haft á verk þeirra. Og kannski er einna raunalegast við skyndilegt fráfall listamannsins Sörens að fyrir stuttu hafði hann sent úrval nýrra verka til sýningar í Seattle í Banda- ríkjunum, þar sem beina átti sjónum að brautryðjanda- starfi hans. í heimi alþjóð- legrar glerlistar höfðu menn loks sannfærst um að Sören hefði tekist hið ómögulega, að steypa stærstu glermassa utan um fíngerðustu kjarna, og átti sýningin í Seattle að verða eins konar staðfesting á yfírburðum hans á þessu sviði, kannski aðdragandi að heimsfrægð. Það var alltaf upplifun að fá að fylgjast með vinnu- brögðum þeirra hjóna við brennsluofnana í Bergvík. Fyrir bókmenntasinnaðan leikmann var andrúmsloftið í smiðjunni næsta goð- sagnalegt: tvær krímugar og sveittar mann- eskjur með dulur á höfði og stangir á lofti í taktföstum dansi kringum rauðglóandi deiglu, eldglæringar og undarleg ljósbrigði endur- köstuðust af köldu og heitu glerinu allt um kring, skyndilega voru ósandi glermunir komnir á fljúgandi ferð um hálfmyrkvaðan salinn, í útliti eins og þeir hefðu verið málað- ir innan frá. Hvernig í ósköpunum er þetta hægt? spurði maður sjálfan sig, og ekki í fyrsta sinn. Ekki var síður lærdómsríkt að skynja hve miklar kröfur þau hjón gerðu til verka sinna. Aðeins örfáir glermunir hlutu náð fyrir augum þeirra, aðrir lentu i annars flokks sortering- unni frægu sem fólki bauðst að kaupa fyrir jólin við vægu verði, eða beint á brotahaugn- um. I þessari kröfuhörku var líka fólgin lexía sem var okkur íslendingum holl. Sören var handverksmaður af gamla skól- anum, með reynslu jafnt af keramík sem listgleri. Hann gerði þær kröfur til nemenda sinna, og íslenskra listhönnuða yfirleitt, að þeir hefðu hand- verkið fullkomlega á valdi sinu áður en þeir gengjust tiltekinni hugmynda- eða aðferðafræði á hönd. Því líkaði honum illa þegar Listaháskóli íslands ákvað að leggja niður keramík- og textíl- deildir sínar, taldi það vera skref aftur á bak fyrir þessar greinar og handverkið í landinu. í heildina hugsa ég að Sören hafi fundist við íslendingar vera soldið skrýtnir. Þéttriðin fjöl- skyldunet okkar þóttu honum uppáþrengjandi á stundum, skammsýni stjórnmálamanna hvimleið og sem góður og gegn Dani gat hann aldrei skilið tví- skinnung okkar í áfengismálum. En ég held að hann hafi ekki vilj- að búa annars staðar en hér. Með Sigrúnu sinni. Eins og gamall ís- lenskur bóndi beið hann gjaman gesta sinna úti á hlaði í Bergvík og varð þá tíðrætt um nýjustu andlitslyftingu Esjunnar á sinni notalega dönskuskotnu íslensku. Sömuleiðis fylgdist hann grannt með komu fugla og öðrum árs- tíðabundnum uppákomum í nátt- úrunni. Sören hafði líka ríkan metnað fyrir hönd glerlistarinnar á landinu. Saman þjálfuðu þau hjón unga glerlistamenn, fengu erlenda lista- menn til landsins til að sýna og segja frá vinnubrögðum sínum, um leið og þau tóku að sér aö kynna íslenskt hæfileikafólk fyrir er- lendum starfsbræðrum. Hönnunarsafn ís- lands var ekki fyrr tekið til starfa en þau færðu því að gjöf gott úrval eldri verka sinna. Sören er kannski best lýst í þeim verkum sem hann gerði síðustu árin, fullþroska lista- maðurinn. Þau eru stórbrotin, en um leið fin- gerð í smáatriðum, hrein og afdráttarlaus í byggingu, samsett af miklum hagleik, djúp að merkingu en með ívafi græskulausrar kímni. Sá sem þetta skrifar er í þakkarskuld við Sören og þau Bergvíkurhjón bæði fyrir ára- langa uppfræðslu um gler, list og lífshamingj- una. Menningarsíða DV sendir aðstandendum Sörens S. Larsen hugheilar samúðarkveðjur. Aðalsteinn Ingólfsson Sören S. Larsen: Vessel of the Sky. Mennlngarverölaunagripur DV 1983 eftir Sören og Sigrúnu. Tónlist Samspil Ijóss og sjávar DV-MYND PJETUR Helga Ingólfsdóttir semballeikari Tæknilega var flutningur hennar eins nálægt fullkomnun og hugsast getur. Frá „Strönd“ til fjarlægra stranda var yfir- skrift tónleika sem Helga Ingólfsdóttir semb- alleikari hélt í Salnum í Kópavogi á sunnu- dagskvöldið. Var titillinn dreginn af nafni einnar tónsmíðarinnar sem flutt var, Strönd eftir Hafliða Hallgrímsson. Samkvæmt tón- leikaskrá lýsir hún samspili ljóss og sjávar og er skemmtilega myndræn og ákaflega hnit- miðuð. Helga lék hana af tæknilegu öryggi og náði einmitt rétta flæðinu og birtunni í túlk- un sinni. Á efnisskránni voru nokkur önnur íslensk nútímaverk og spilaði Helga næst Taram- gambadi eftir Elínu Gunnlaugsdóttur. Sú tón- smíð tengist líka hafinu; Taramgambadi er nafn á litlu þorpi við Bengalflóa og merkir „söngur öldunnar". Verkið byggist að hluta til á austurlenskum tónstigum og er að mörgu leyti áheyrilegt, grunnhugmyndimar eru góð- ar en framsetningin dálítið óljós. Fyrir bragð- ið náði tónlistin ekki að sannfæra mann og breytti kraftmikil túlkun þar engu um. Miklu betra var Lamento eftir Oliver Kent- ish og er ástæðan fyrst og fremst hversu vel honum hefur tekist að skrifa fyrir sembal. Hann nýtir sér möguleika hljóðfærisins miklu betur en Elín og einnig er úrvinnsla grunn- hugmyndanna afmarkaðri og rökréttari. Var þetta sérlega áheyrileg tónsmíð sem Helga flutti afar fallega. Síðasta íslenska tónsmíðin á efnisskránni var Vorvísa Karólínu Eiríksdóttur. Eins og nafhið ber með sér er tónlistin hugleiðing um vorið og samanstendur af fremur næfum hug- myndum. Ég veit ekki hvort sumar þeirra áttu að tákna eitthvað sérstakt, kannski fuglagarg eða jarm, en þær voru leiðinlega taugaveiklunarlegar og óaðlaðandi þrátt fyrir annars skýra uppbyggingu tónsmíðar- innar. Útkoman var því ákaflega glamur- kennd og sumt beinlínis óskiljanlegt, eins og suð á milli útvarpsstöða. Annað á efnisskránni var mun skemmti- legra, en það voru verk eftir Couperin, Bach og Böhm. Eftir þann fyrstnefnda spil- aði Helga Pavane í fís-moll, sérlega fagra tónsmíð, og eftir meistara Bach lék hún Krómatíska fantasíu og fúgu í d-moll, BWV 903. Það var aldeilis túlkun sem varið var í, svo magnþrungin og dramatísk að maður féll í stafi. Tæknilega var flutningurinn eins nálægt fullkomnun og hugsast getur - auðheyrt er að Helga er semballeikari á heimsmælikvarða. Sömu sögu er að segja um tónsmíðarnar eftir Böhm, sálmapartítuna Ach wie nichtig, ach wie fluchtig; Prelúdíu, fúgu og eftirspil í g-moll og loks saraböndu sem aukalag. Semballinn hljómaði glæsilega og gaman að segja frá því að hljómburður Sal- arins í Kópavogi hentar þessu hljóðfæri einstaklega vel. Þetta voru frábærir tónleikar með af- burða listakonu, vonandi á hún eftir að halda fleiri einleikstónleika í nánustu fram- tíð. Jónas Sen MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 DV Umsjön: Silja Aðalsteinsdóttir Bein Jónasar í tilefni af útgáfu bókarinnar Ferðalok eftir Jón Karl Helga- son efnir bókaforlagið Bjartur til umræðu- fundar á Súfistanum kl. 20.30 í kvöld um þjóðargrafreitinn og bein Jónasar Hall- grímssonar. Jón Karl fjallar þar um bók sína og ræðir sérstaklega hvers vegna þjóðargrafreiturinn var gerður í kjölfar andláts Einars Benediktsson- ar árið 1940. Þá ræðir Adolf Friðriks- son fornleifafræðingur um Þíngvelli, fomleifafræði og skáldskap. Á eftir verða umræður. Ferðalok kemur út í Svörtu línunni í Vorbókaflóði Bjarts 2003. Meginefni bókarinnar er örlög beina Jónasar Hallgrímssonar í skáldskap og veru- leika. Höfundur fullyrðir að þetta kostulega mál sé ekki aðeins merki- legt fyrir þá óvissu sem skapast hef- ur um innihaldið í kistu Jónasar heldur ekki síður fyrir það hvemig það tengist sjálfstæðisbaráttunni, Keflavíkursamningnum, kaþólskri dýrlingadýrkun, ódauðleikaþrá ráða- manna jafnt sem einstaklinga, spírit- ismanum á íslandi og kvótakerfinu. Málþing um þjóöerni Annað kvöld kl. 20 halda Stofnun Sig- urðar Nordals og rit- stjórn greinasafhsins Þjóðerni í þúsund ár? málþing í fundar- sal ReykjavíkurAka- demíunnar í JL-hús- inu við Hringbraut 121. Þar talar Gottskálk Þór Jensson um söguleysi íslenskrar sagnfræði, íslenskt þjóðerni og evrópska latínu- menningu, Jón Yngvi Jóhannsson nefnir erindi sitt „Af reiðum íslend- ingum. Deilur um Nýlendusýninguna 1905“ og Katrín Jakobsdóttir talar um þjóðernisstefnu Morgunblaðsins. Þjóðemi í þúsund ár? er greinasafn 13 höfunda um íslenskt þjóðemi frá landnámi til lýðveldis. Spurningar- merkið í titlinum er til marks um efasemdir höfunda um órofna sögu ís- lensks þjóðernis frá landnámsöld til lýðveldis. Að loknum erindum mun Sigur- borg Hilmarsdóttir, starfsmaður Stofnunar Sigurðar Nordals, stýra umræðum. Heilbrigöi, hamingja og friöur Tvö erindi verða haldin í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi í kvöld kl. 20 í tengslum við sýninguna Heil- brigði, hamingja og friður - Sov- ésk veggspjöld frá sjöunda og áttunda áratugn- um. Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor í grafiskri hönnun við LHÍ, talar um sovésk áróðursveggspjöld frá upphafi byltingar og til endaloka Sovétríkjanna og Jón Ólafsson, heim- spekingur og sagnfræðingur, nefnir sitt erindi „Háð og hamingja". Tví- menningarnir eru sýningarstjórar sýningarinnar. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyf- ir. Sovésku veggspjöldin eru úr eigu Listasafns Reykjavíkur en hafa ekki komið áður fyrir almenningssjónir. Þau vísa í senn til sterkrar heföar í grafískri hönnun í Sovétríkjunum og málefna sem bar hæst þar í landi á tímum kalda stríðsins. Forsaga þess- arar merku eignar er sú að sumarið 2000 vildi franski rithöfundurinn Thi- erry Salvador gefa Erró nokkum fjölda sovéskra veggspjalda frá sjötta og sjöunda áratugnum, með þeim orðum að listamaðurinn gæti líklega unnið eitthvað úr þeim, en Erró lagöi að vini sínum að gefa þau Listasafni Reykjavíkur; þarna væru dýrgripir sem vert væri að yrði haldið saman og fengju að njóta sin. Við þeirri bón varð Salvador.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.